Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 49 WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 / AKUREYRI / KEFLAVÍK PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára eee S.V. - MBLA.F.B - Blaðið HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUMHÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is 30.000 MANNS! FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS 26.05.2007 2 13 16 29 35 0 2 7 9 3 1 0 7 1 3 25 23.05.2007 17 18 27 39 41 42 2324 30 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA gekk bara vonum framar, virkilega vel,“ segir Garðar Thor Cortes, sem söng breska þjóðsönginn fyrir leik Derby County og WBA á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á mánudaginn. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um hvort liðið kæmist upp í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og voru gríðarlegir fjár- munir í húfi fyrir liðin. Áhugi á leikn- um var eftir því og voru áhorfendur á Wembley um 80.000, sem er lang- mesti fjöldi sem Garðar Thor hefur sungið fyrir. „Ég söng á Upton Park, heimavelli West Ham, um daginn. Þar voru 35.000 manns og það var metið þar til á mánudaginn,“ segir hann. „Þetta var alveg magnað. Það var gaman að koma á Wembley og ganga út á völl þegar allir voru komn- ir. Lætin voru alveg ótrúleg,“ segir Garðar, en áhorfendur tóku vel undir með honum. „Það syngja alltaf allir með þjóðsöngnum, alveg á fullu.“ Aðspurður segir Garðar að bresku fótboltaáhugamennirnir hafi tekið mjög vel á móti sér, auk þess sem hann hafi fengið góð viðbrögð eftir flutninginn. „Þetta gekk mjög vel og ég er ánægður með þetta,“ segir hann og bætir við að líklega sé um nokkuð góða auglýsingu að ræða. „Ætli það ekki, það voru 80.000 manns á vellinum og svo voru ein- hverjar milljónir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu. En ég er nú ekkert mikið að spá í þetta.“ Heldur með Íslendingum Svo fór að Derby County sigraði 1-0, en markið kom á 62. mínútu. Garðar missti þó af því. „Ég horfði á næstum allan fyrri hálfleik en svo varð ég að fara annað. En ég var með sæti á besta stað við völlinn, við hlið- ina á varamannabekkjunum,“ segir Garðar sem hefur nokkurn áhuga á enska boltanum, án þess þó að halda með einu sérstöku liði. „Maður fylgir svona þeim liðum þar sem Íslending- arnir eru. Það er innbyggt í mann að styðja okkar menn. Þegar Eiður Smári var að spila með Chelsea þá hélt ég með þeim. Svo þegar Íslend- ingar eiga West Ham hefur maður taugar þangað,“ segir Garðar, sem útilokar því ekki að halda með Portsmouth, nýju liði Hermanns Hreiðarssonar, á næstu leiktíð. Garðar er annars á leið til Birm- ingham, en þar mun hann halda stóra tónleika í samstarfi við BBC hinn 13. júní. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum verður faðir hans og nafni, Garðar Cortes. Fjölmenni Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegu fjöldi fólks á vellinum, mesti fjöldi sem Garðar Thor hefur nokkru sinni sungið fyrir. Mögnuð upplifun og ótrúleg læti Garðar Thor söng fyrir 80.000 manns á Wembley-leikvanginum í Lundúnum HR. ÖRLYGI er, að eigin sögn, megn ánægja að tilkynna end- urkomu The Rapture til Íslands, en sveitin lék hér á landi á Ice- land Airwaves árið 2002. Nú, fimm árum síðar, mun sveitin troða upp á skemmtistaðn- um NASA við Austurvöll þann 26. júní. Miðasala er hafin í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Hljómsveitin The Rapture kem- ur frá New York og er jafnan tal- in tilheyra hópi upphafsmanna hinnar svonefndu danspönkbylgju sem hefur verið áberandi í rokk- tónlist undanfarin ár. Miðasala hafin á The Rapture

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.