Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 5

Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 5 HINIR frægu gulu leigubílar New York- borgar verða orðnir grænir innan fimm ára. Þó ekki í bókstaflegri merkingu, heldur vist- vænir. Michael Bloomberg borgarstjóri segir að það gæti átt eftir að verða öðrum stór- borgum til eftirbreytni. Að sögn Bloombergs verða um 1.000 fjöl- knúnir leigubílar – tvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni eftir aðstæðum – komnir á götuna í október 2008. Í fyllingu tímans, eða árið 2012, verða allir 13.000 leigubílar borg- arinnar tvinnbílar. „Þetta verður stærsti og hreinasti leigubíla- floti plánetunnar. Og vegna mikillar notkunar mun breytingin jafngilda því að 30.000 einka- bílar væru teknir úr umferð af götum borg- arinnar,“ sagði Bloomberg í byrjun vikunnar, er hann kynnti áformin um „grænu“ leigubílana. Nú þegar eru 375 tvinnbílar í leigubílaflota New York eða fleiri en í nokkurri annarri borg Bandaríkjanna. Breytingin hefur í för með sér að koltvíildi í útblæstri leigubílaflota borg- arinnar verður 50% minna eftir hálfan áratug en nú er. Þótt tvinnbílar séu dýrari en venjulegir bens- ínbílar segir Bloomberg að leigubílstjórarnir muni spara rúmlega 10.000 dollara í bensínkaup og önnur tengd útgjöld. Bloomberg hefur ein- sett sér að gera New York vistvænni borg en verið hefur. Fyrr á árinu setti hann borginni það markmið að minnka útblástur gróðurhúsalofts um 30% fyrir árið 2030. Breytingin á leigubíla- flotanum, úr bensínbílum í tvinnbíla, er liður í því. Gulir taxar New York verða „grænir“ AP Gult verður grænt Stefnt er að því að leigubílar í New York verði vistvænir. Fyrir skemmstu hlutu framleið- endur Ford verðlaun frá evrópsk- um samtökum lífmassaiðnaðar (EUBIA – The European Biomass Industry Association) fyrir frum- kvöðlastarf á sviði „flexifuel“ et- anól-tækni í bílum. Fjölorku et- anólbílar, eða FFV eins og þeir eru yfirleitt nefndir (flexible fuel vehic- les), nota bæði jarðefnaolíu og et- anól í einum eldsneytistanki. Er þá mögulegt að keyra á blöndu af jarð- efnaolíu og etanóli sem er allt að 85% etanól (E85). Verðlaunaafhendingin var jafn- framt síðasti dagskrárliður á viku- langri ráðstefnu EUBIA sem hald- in var í Berlín. Um 1400 sérfræðingar á sviði orkumála frá yfir 80 löndum sátu ráðstefnuna og rökræddu möguleika, kosti og galla lífrænnar orku í tengslum við bíla- framleiðslu. Ford er leiðandi á markaði FFV- bíla í Evrópu og hefur selt yfir 30 þúsund slíkra bíla frá því að þeir voru fyrst kynntir á markað árið 2001 í Svíþjóð. Mestur hluti bílanna hefur selst í Svíþjóð en auk þess eru tvær FFV tegundir, Ford Focus and C-MAX Flexifuel, seldar í tólf Evr- ópulöndum. Framleiðendur Ford telja að fleiri lönd munu bætast í hópinn þar sem eftirspurnin eftir slíkum vélum mun væntanlega aukast enn meir, einkum vegna krafa Evrópusambandsins um minni koltvísýringsútblástur. Í kjölfar góðs árangurs í fram- leiðslu FFV-bíla hyggst Ford fjölga útfærslum með „flexifuel“-tækni í Evrópu og bjóða upp á slíkar vélar í Ford Mondeo, Galaxy and S-MAX í ársbyrjun 2008. Umhverfisvænn Ford eru fremstir í þróun „flexifuel“ etanól bíla. Etanól bílar Ford hljóta við- urkenningu Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg N1 er fyrsta fyrirtækið sem býður viðskiptavinum 3 ára ábyrgð á bílavarahlutum. Með þessu erum við að auka þjónustu okkar og lýsa yfir trausti á þeim vörum sem við seljum. Kynntu þér málið á www.n1.is.N1 VERSLANIR WWW.N1.IS F í t o n / S Í A FYRSTIR MEÐ 3ÁRA ÁBYRGÐ N1 býður 3 ára ábyrgð á bílavarahlutum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.