Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Jeep Grand Cherokee Limited 5.7L, 1/2006, ek. 31 þús km, ABS, armpúði, dráttarbeisli, hiti í sætum, leður, rafm. í öllu, krómfelgur, cruise control, gler- topplúga, minni í sætum, o.m.fl. Verð aðeins: 4,490 þús TILBOÐ: 3,990,000- Porsche Cayenne, 4/2005, ek. 37 þús km, Sjálfskiptur, ABS, aksturstölva, álfelgur, CD, hiti í sætum, leður, rafm. í öllu, hiti í stýri, hraðnæmt aflstýri, kastarar, reyklaus, stöðuleikakerfi, Xenon, o.m.m.fl. Ásett verð 6,490,000- TILBOÐ: 5,990,000- Daewoo Musso Grand Luxe II 33” breyttur, 9/2001, ek. 150 þús km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, dráttarbeisli, kastarar, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, reyk- laus, þakbogar o.fl. Ásett verð: 1,650 þús TILBOÐ: 1,490 þús Daewoo Tacuma CDX, 6/2004, ek. 64 þús km, sjálf- skiptur, ABS, álfelgur, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, þakbogar, fjarstýrðar samlæsingar, ný tímareim, o.fl. Ásett verð: 1,190 þús TILBOÐ: 890,000- Chverolet Lacetti CDX Wagon, 7/2005, ek. 23 þ.km, beinskiptur, ABS, ASR spólvörn, magasín, kastarar, rafm. í rúðum og speglum, reyklaus, smurbók, þak- bogar o.fl. Ásett verð: 1,550 þús TILBOÐ:1,390,000- Subaru Impreza 2.0 GX Wagon 4WD, 6/2002, ek. 89 þús km, sjálfskiptur, ABS, dráttarbeisli, CD, kastarar, rafm. í rúðum og speglum, o.fl Ásett verð: 1,120 þús TILBOÐ: 960,000- SsangYong Rexton RX 320, 11/2002, ek. 106 þús km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, dráttarkúla, hiti í sæt- um, leður, rafm. í öllu, litað gler, spólvörn, vindskeið o.fl. Ásett verð: 1,950 þús TILBOÐ: 1,790,000- Nissan X-Trail 2000 Sport, 1/2005, ek. 47 þús km, ABS, álfelgur, dráttarkúla, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, vindskeið, o.fl. Ásett verð: 2,390 þús. TILBOÐ: 2,090,000- Hyundai Tucson 2.0 4x4 Diesel, 11/2005, ek. 20 þús, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, dráttarbeisli, CD, kastarar, leður, fjarstýrðar samlæsingar, þakbogar o.fl. Ásett verð: 2,990 þús. TILBOÐ: 2,790,000- Jeep Grand Cherokee 3.0 Limited Diesel, 6/2006, ek. 23 þús km, sjálfskiptur, ABS, álfelgur, dráttar- beisli, hiti í sætum, cruise control, filmur, kastarar, leður, minni í sætum, rafm. í sætum, rúðum og speglum, reyklaus o.fl. Innfluttur nýr. Ásett verð: 5,570 þús TILBOÐ: 4.990 þús Gæðabílar á tilboðsverðum, allt að 100% lánamöguleikar B Í L D S H Ö F Ð A 1 0 – S : 5 7 7 2 8 0 0 / 5 8 7 1 0 0 0 SsangYong Chairman CM600S, 1998 módel, sjálfskipt- ur, ek. 63 þús., ABS, aksturstölva, fjarlægðarskynjarar, hiti í sætum, rafm. í sætum (framm í og aftur í), rafm. í stýri og baksýnisspegli, minni í öllu. Cruise Control, stöðuleikakerfi og spólvörn, aðgerðarstýri, sjónvarp, leiðsögukerfi, aðgerðarskjár með öllum hugsanlegum stillingum. Bíll í algerum sérflokki. Ásett verð: 2,490 þús TILBOÐ 1.990 þús MMC Pajero GLS 3500 32”, 1/2001, ek. 113 þús. km, 7 manna, sjálfskiptur, ABS, álfelgur. Dráttarbeisli, glertopplúga, hiti í sætum, leður, litað gler, rafm. í öllu o.fl. Ásett verð: 2,390 þús. TILBOÐ: 1,990,000- LIÐ Ferrari fór svekkt frá Mónakó- kappakstrinum, varð að gera sér þriðja sæti að góðu, rúmlega mínútu á eftir bílum McLaren sem drottn- uðu á götum furstadæmisins. For- stjóri Ferrari, Luca di Monteze- molo, segir að dæminu verði snúið við í Kanadakappakstrinum í Mont- real eftir viku. „Ferrari fer með sigur af hólmi í Kanada. Við erum að ná okkur á strik aftur, við vinnum að því nótt sem nýtan dag,“ sagði Montezemolo við ítölsku fréttastofuna ANZA. Og hann gefur ekki mikið fyrir Mónakó- kappaksturinn sem honum þótti snauður að skemmtan. „Mónakó er brandari, þetta er ekki einu sinni kappakstur, bara sjónvarpsþáttur,“ sagði hann. Felipe Massa, sem varð þriðji í Mónakó, segir að drottnun McLaren hafi ekki verið vegna yfirburða silf- urörvanna, heldur vegna lítillar getu Ferrarifákanna. Hafi sér tekist að minnka skaðann í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra með þriðja sætinu. „Schumi-heilkenni“ Massa segir Ferrariliðið hafa ver- ið allt annað en sátt við getu bíla sinna í Mónakó, ekki síst þar sem McLarenbílarnir urðu í tveimur fyrstu sætum. Fyrir vikið jók enska liðið forystu sína á Ferrari í keppn- inni um heimsmeistaratitil bílsmiða í 20 stig, 76:56. Í keppni ökuþóra eru Fernando Alonso og Lewis Hamil- ton hjá McLaren efstir og jafnir með 38 stig en Massa er þriðji með 33. Massa segist bjartsýnn á mögu- leika sína í keppni ökuþóra. „Útlitið er enn gott í titilkeppninni. Eftir fimm mót er ég fimm stigum á eftir Fernando og Lewis og enn eru 12 mót eftir. Sá munur er ekki mikill og mér finnst allt vera opið ennþá. Við þurfum þó að verða á undan þeim í keppni. Ég hef unnið tvö mót og Fernando líka, svo stöðugleiki er það sem skiptir máli héðan í frá og því mikilvægt að vera alltaf á verð- launapalli. Slakasti árangur minn í ár er sjötta sæti en maður verður alltaf að koma sér meðal þriggja efstu,“ sagði Massa. Liðsfélaga hans, Kimi Räikkönen, hefur gengið illa í tveimur síðustu mótum. Hafa þýskir og ítalskir fjöl- miðlar lagt út af því að Michael Schumacher hafi verið viðstaddur þau sem ráðgjafi liðsins. Vörpuðu þeir fram spurningunni hvort Rä- ikkönen væri haldinn „Schumi- heilkenni“, þ.e. færi úr sambandi ef forveri hans í liðinu væri viðstaddur. Räikkönen viðurkennir að hafa kastað öllum möguleikum í Mónakó frá sér með akstursmistökum í tíma- tökunum. Hann segist vona að allt snúist til betri vegar í Montreal 10. júní. Lofar sigri Ferrari í Montreal Reuters Þriðji Felipe Massa, sem varð þriðji í Mónakó, segir að drottnun McLaren hafi verið vegna lítillar getu Ferrarifákanna. DUCATI hefur nú um langt skeið framleitt hið geysivinsæla Ducati Monster en hjólið hefur verið í fram- leiðslu frá 1993 og er að margra mati tákngervingur uppreisnar ítalska merkisins. Nú styttist svo í næstu sókn Ducati því nýtt Monster mun koma á markað seint í haust. Gamla Ducati-hjólið var hannað af Miguel Angel Galluzzi og markaði hönnun þess nýjan stíl svokallaðra naktra hjóla, þ.e. mótorhjóla án allra hlífa og með vel sjáanlega grind og fylgdu aðrir framleiðendur fljótlega í kjölfarið með sínar eigin útgáfur af hugmyndinni. Sala Mons- ter-gerðarinnar hefur alla tíð verið mjög góð og árið 2005 var helm- ingur allra Ducati-mótorhjóla af gerðinni Monster. Fyrsta gerð hjóls- ins var útbúin 600 vél, fljótlega kom svo 750 vél og svo 900. Það var svo árið 2000 sem fyrstu verulegu breyt- ingarnar urðu á hjólinu þegar þau fengu beina innspýtingu, Brembo- bremsur og 4 ventla vél var loksins fáanleg. Óvíst er hvaða stefnu hönnunin mun taka en Ducati lofar víst að hjólið muni verða auðþekkjanlegt sem Monster en aðdáendur hjólsins óttast þó að hjólið muni tapa hrá- leikanum og örlítið „gamaldags“ út- litinu og eru þeir því margir sem vilja tryggja sér eldri gerðina áður en sú nýja kemur á markaðinn – svona til öryggis. Fyrstu vélarnar munu verða 675 vélin sem er þegar fáanleg í Ducati Monster en svo mun 1100 vélin Hy- permotard-hjólinu verða fáanleg í dýrari gerð hjólsins. Nýtt skrímsli á árinu Fákar Ducati Monster hjólið hefur verið mest selda mótorhjól Ducati um langt skeið og því er vandasamt að leysa það af hólmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.