Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 7
ÚTLIT er fyrir að kappaksturs-
mót í formúlu-1 sem fram fara í
Asíu í framtíðinni verði haldin að
kvöldi dags að staðartíma og því
þurfi sjónvarpsáhorfendur á Ís-
landi ekki að rífa sig upp fyrir all-
ar aldir til að fylgjast með útsend-
ingu frá þeim.
Þetta verður að veruleika nái
hinn 76 ára gamli Bernie Eccle-
stone, einvaldur formúlunnar, sínu
fram. Breytingarnar vill hann gera
til að auka sjónvarpsáhorf á form-
úluna í Evrópu og Bandaríkjunum
og þar með tekjur af mótshaldinu.
Til þess þurfa mótin að fara fram
á hentugum tíma fyrir áhorfendur
í þessum heimshlutum tveimur.
„Einu vandræðin við að fara
með mót austur á bóginn eru sjón-
varpsútsendingarnar. Við töpum
miklu áhorfi í Evrópu vegna tíma-
munar. Því hef ég lagt að móts-
höldurum að flóðlýsa brautirnar
svo við getum keppt að kvöldi til,“
sagði Ecclestone nýverið við fjöl-
miðla.
Hann hefur lagt að mótshöld-
urum í Malasíu og Singapúr, þar
sem byrjað verður að keppa á
næsta ári, að halda mótin að
kvöldlagi. Hann framlengdi samn-
ing fyrr á árinu við Malasíumenn
til ársins 2015 en í honum er kveð-
ið á um að keppa skuli að kvöld-
lagi.
Óvíst er hvenær það kemur til
framkvæmda, líklega á næstu
tveimur árum, en flóknasta álita-
málið fyrir þá braut sem aðrar er
öryggi keppenda sem áhorfenda.
Þá er líklegt að kappaksturinn í
Singapúr fari fram að kvöldlagi
strax á næsta ári.
Ecclestone hefur og skilyrt end-
urnýjun samninga um keppni í
Melbourne eftir 2010 að þar verði
keppt að kvöldlagi. Nefnir hann að
Evrópumenn verði að rífa sig upp
klukkan þrjú að nóttu til að horfa
á mótið og það geri þeir ekki í
stórum stíl. Vill hann seinka ræs-
ingu um a.m.k. fimm klukkustund-
ir.
Að sögn blaðsins Herald Sun í
Melbourne eru ráðamenn borgar-
innar og Viktoríuhéraðs áfram um
að keppt verði um ókomin ár í
formúlu-1 í Albertsgarði. Þeir úti-
loki ekki keppni að kvöldlagi en
eftir eigi að gera úttekt á kostum
þess og göllum og á endanum
verði ákvörðun tekin er henti fyrst
og fremst hagsmunum borgarinn-
ar en síður evrópskra sjónvarps-
áhorfenda.
Nætur-
mót lík-
leg á
næsta ári
Stórhuga Bernie Ecclestone, ein-
valdur formúlunnar, vill auka sjón-
varpsáhorf á formúluna í Evrópu
og Bandaríkjunum og þar með
tekjur af mótshaldinu. Til þess
þurfa mótin að fara fram á hent-
ugum tíma fyrir áhorfendur í þess-
um heimshlutum tveimur.
Útlit er fyrir að lífrænt eldsneyti, E85 etanól, knýi bíla
í bandarísku ChampCar-mótaröðinni, systurkeppni
formúlu-1 í Bandaríkjunum, á næsta ári. Það vill eig-
andi mótshaldsins, Gerald Forsythe.
Bílar sem keppa í Indy Racing League, þar sem
bílar eru samskonar og í ChampCar, nota eldsneyti í ár
sem byggist á etanóli. Það eldsneyti stendur hins vegar
ekki til að framleiða til notkunar á fólksbílum. Því vill
Forsythe, sem rekur lið í ChampCar, auk þess að eiga
mótshaldið, fara aðra leið.
„E85-eldnseytið verður sett á almennan markað.
Það verður auglýst upp og mér finnst ChampCar eigi
að taka þátt í því. Það lyktar vel og er þægilegra en
bensín eða metanól. Á næstu árum verður enginn nýr
orkugjafi auglýstur af meiri krafti,“ er haft eftir For-
sythe á vefsetrinu gordonkirby.com.
Vill E85-eldsneyti í
kappakstursbílana
Reuters
Umhverfisvænir E85 etanól, mun líklega knýja bíla í bandarísku ChampCar-mótaröðinni.
25 ml.
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður
Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
Sjáðu Ísland með Thule ferðavörum
Ferðabox verð frá 24.900,-