Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 9 Sími 4 80 80 80 Fossnesti A 800 Selfossi Stórsýning hjá IB.ehf Laugardaginn 02.06.07 frá kl. 11-17 Öruggir bílar til að vera á... Varahlutir - Sala - Ábyrgð - Þjónusta - Sérpantanir Allir nýju amerísku gæðingarnir, Dodge, Ford og Chevrolet. Ný útlit og nýjar díselvélar. Einnig ný 381 hö Toyota Tundra Crew Max limited og nýr Chevrolet Silverado 1500 Reynsluakstur Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Nokkurt uppnám varð eftir Mónakókapp- aksturinn sl. sunndag er í ljós kom að stjórn- endur McLarenliðsins höfðu er á keppnina leið lagt að ökuþórum sínum, Fernando Alonso og Lewis Hamilton, að keppa ekki innbyrðis heldur koma bílum liðsins í mark í fyrsta og öðru sæti. Eftir fyrra þjónustustopp var þeim skipað að halda stöðum sínum til að draga úr hættu á óhöppum og til að tryggja liðinu tvöfaldan sigur. Breskir fjölmiðlar fóru hamförum yfir þessu enda höfðu þeir flestir ætlað nýliðanum Hamilton sigur. Hóf því Alþjóða aksturs- íþróttasambandið (FIA) rannsókn á því dag- inn eftir hvort McLaren hefði hugsanlega brotið reglur sem banna liðsfyrirmæli sem ætlað er að hagræða úrslitum kappaksturs. Niðurstaðan var birt í fyrradag og var McLaren algjörlega hreinsað af ásökununum. Meðal þeirra sem krafist höfðu þess að liðið yrði hirt var Bernie Ecclestone, einn áhrifa- mesti leiðtogi formúlunnar. Í yfirlýsingu frá FIA segir, að eftir að farið hefði verið yfir talstöðvarsamskipti liðs- stjórnarinnar og ökuþóranna, skýrslur eft- irlitsmanna sambandsins og önnur gögn væri ljóst, að McLarenliðið hefði ekki brotið gegn neinum reglum. Hamilton viðurkenndi eftir kappaksturinn, að honum hefði verið sagt að „taka það ró- lega“ þegar hann sótti að Alonso en Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, sagði það hafa að- eins verið hluta af keppnisáætlun liðsins. Dennis sagðist fyrir fram ekkert óttast rannsókn og fagnaði niðurstöðu hennar. „Liðið allt var skiljanlega svekkt yfir því að framúrskarandi árangur bæði Fernando og Lewis, svo og tvöfaldur sigur í 150. mótssigri liðsins, var svertur tímabundið,“ sagði Denn- is. Til að verja forskotið Hann vék og að breskum fjölmiðlum og sagði skýrslu FIA staðfesta að ásakanir þeirra, m.a. um að Hamilton hafi verið svipt- ur möguleikanum á að keppa til sigurs, séu ekki réttlætanlegar. „Liðið, Fernando og Lewis, sem eru í forystu í báðum heimsmeist- arakeppnunum, geta nú einbeitt sér að kanadíska kappakstrinum,“ sagði Dennis. Liðsfyrirmæli sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kappaksturs voru bönnuð eftir að stjórnendur Ferrariliðsins gerðu Rubens Barrichello að hleypa Michael Schumacher fram úr og gefa honum eftir sigur á loka- metrum austurríska kappakstursins árið 2002. Ron Dennis segir að í Mónakó hafi lið hans framfylgt keppnisáætlun sem lagt var upp með fyrir tímatökurnar daginn fyrir mót. Markmiðið hafi verið að verja forskot liðsins í keppninni. „Menn brúka keppnisáætlun til að reyna vinna kappakstur. Liðsfyrirmæli brúka menn til að hagræða úrslitum,“ sagði hann í framhaldi af kappakstrinum í Mónakó. McLaren hafði ekki rangt við í Mónakó Hamilton Alþjóða akstursíþróttasambandið hóf rannsókn á því hvort McLaren hafi hugsanlega brotið reglur sem banna liðsfyrirmæli sem ætlað er að hagræða úrslitum kappaksturs. REUTERS Silfur Lewis Hamilton hreppti annað sætið í Mónakókappakstrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.