Morgunblaðið - 29.06.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.06.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um breytingu á deiliskipu- lagi lóðar við Keilugranda númer 1 í Reykjavík. Upphafleg tillaga var send í hagsmunaaðilakynn- ingu fyrr á árinu og létu nágrann- ar Keilugranda þá í ljós þungar áhyggjur vegna skipulagsins. Um- kvörtunarefnin vörðuðu einkum breytingar á grunnvatnsstöðu, hæð og stöðu byggingarinnar. Ný tillaga var unnin með hlið- sjón af athugasemdum sem bár- ust, en Samfylkingin, Vinstri græn og F-listi kusu gegn henni á þeim forsendum að byggingarmagn sé enn umfram það sem umhverfið geti borið. Að sögn Svandísar Svavarsdóttur, borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, hefur að nokkru leyti verið komið til móts við íbúa með nýjum tillögum, en mótmælin úr umhverfinu hafi verið óvenju- mikil og því greiði VG gegn fram- kvæmdunum í skipulagsráði. „Við teljum að þarna sé meirihlutinn að gæta fremur að hagsmunum eig- enda og verktaka heldur en íbú- anna í hverfinu,“ segir Svandís. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir ekki óvenjulegt að deildar mein- ingar komi fram þegar byggt sé í grónu hverfi, en komið sé til móts við íbúana með nýju tillögunni. Hún bendir á að nú sé bygging- arleyfið háð því að fram- kvæmdaaðilar sýni fram á, með óyggjandi hætti, að engin breyting verði á grunnvatnsstöðu. Bygg- ingin hafi verið færð aftar sam- kvæmt ábendingum nágranna, auk þess sem hæsti hluti hennar hafi verið lækkaður úr 13 hæðum niður í 9 og aðrar hæðir lækkaðar til jafns við það. Meirihlutinn telur að uppbyggingin sé hófleg og eðli- leg á þessum eftirsótta stað. „Með tillögunni komum við til móts við óskir íbúa og fylgjum jafnframt þeim vilja okkar að tryggja upp- byggingu á reitnum svo fólk fái tækifæri til þess að búa þarna,“ segir Hanna. Hagsmunaaðilar hafa nú 6 vikur til að gera athugasemdir. Breytt deiliskipulag auglýst Deilt um aukna íbúabyggð við Keilugranda Nýbygging Hæsti hluti hússins hefur verið lækkaður og húsið fært aftar en minnihluti í borgarstjórn telur enn að byggingarmagn sé of mikið. Á FJÓRÐA hundrað börn og unglingar taka þátt í aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi - AMÍ - sem hófst á Akureyri í gær og stendur yfir fram á sunnu- dag. Þetta er jafnan fjölmennasta sundmót ársins, en keppt er í nokkrum aldursflokkum. Í yngsta hópnum eru 12 ára og yngri en í þeim elsta 15-17 ára ungling- ar. Aðeins bestu sundmenn landsins í hverri grein komast inn á mótið enda þarf af ná ströngum lág- mörkum til þess. Kalt var í veðri á Akureyri fram eftir degi í gær en þegar keppni hófst kl. 17 var gott veður, logn og sólin lét sjá sig um stund. Skriðsund var á dagskránni í gær, og keppt í 400 m, 800 m og 1500 m sundi. Á myndinni eru það stelpur í fyrri riðli 12 ára og yngri sem leggja af stað í 400 m sundið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikið fjör í Akureyrarlaug „VESTMANNAEYINGAR eru orðnir langþreyttir á ástandinu og mikilvægt að tafarlaust verði grip- ið til aðgerða,“ segir í fréttatil- kynningu frá bæjarráði Vest- mannaeyja en þar lýsir bæjarráðið áhyggjum sínum vegna tafar á fjölgun ferða Herjólfs milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Á miðvikudag sl. funduðu vega- málastjóri og Eimskipamenn en Guðmundur Petersen, rekstrar- stjóri Herjólfs hjá Eimskipum, sagði að í framhaldi af fundinum færi ákveðin vinnsla í gang hjá báðum aðilum og ýmis kostnaður yrði kannaður. „Við þurfum að semja við áhöfnina um laun, en þau eru mjög stór hluti af þessu enda aukaferðirnar allar farnar um nótt og eru þær því á yfirvinnu,“ segir Guðmundur og bætir við að óvissa sé um hvaða tekjur muni koma af aukaferðunum og það sé stór óvissuþáttur. Í tilkynningu segir einnig að „sá dráttur sem orðið hefur á framkvæmd á sér vafalaust skýringar en engu að síður er það algerlega óásættanlegt og frekleg framkoma við Eyjamenn og gesti þeirra“. Næturferðum var bætt við í gær og aftur 1. júlí en í þá ferð er nánast upppantað að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra.. „Frekleg framkoma“ Eyjabúar vilja fjölg- un ferða Herjólfs HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær stöðvarstjóra Olís á Reyðarfirði í 30 daga skilorðsbund- ið fangelsi fyrir gáleysi sem leiddi til klórgasslyssins í sundlaug Eski- fjarðar í júnílok 2006. 45 manns urðu fyrir eituráhrifum gassins og var stöðvarstjórinn ákærður fyrir að hafa í starfi sínu afgreitt 1.000 lítra af ediksýru í tanki sem merkt- ur var „EDIKSÝRA 80%“ í stað 1000 lítra af 15% klórlausn sem nota átti við sundlaugina. Var hann enn fremur ákærður fyrir að gefa öðrum starfsmanni Olís, sem einn- ig var ákærður vegna málsins, fyr- irmæli um að fara með tankinn til Eskifjarðar og dæla innihaldinu á klórtank laugarinnar. Dómurinn taldi að stöðvarstjór- anum hafi hlotið að vera ljóst að hætta gæti skapast ef ediksýra og klór blönduðust saman. Með hlið- sjón af því að maðurinn hefði í sömu pöntun pantað bæði klór og ediksýru og að honum væri kunn- ugt um af efnin kæmu í nákvæm- lega eins tönkum og með sambæri- legum merkingum, þótti dóminum ákærði hafa sýnt af sér gáleysi með því að lesa ekki á merkingar tanks- ins áður en hann gaf fyrirmæli um að flytja hann til Eskifjarðar og dæla innihaldinu á klórtank laug- arinnar. Horfði dómurinn til stöðu ákærða og áralangrar reynslu hans hjá fyrirtækinu, svo og vitneskju hans um að fara yrði með efnin með sérstakri varúð. Meðákærði var hinsvegar sýkn- aður af ákæru fyrir að hafa hellt ediksýrunni í klórtankinn. Taldi dómurinn að með hliðsjón af ung- um aldri hans, stöðu hans hjá fyr- irtækinu og því að hann hafði feng- ið fyrirmæli sín hjá yfirmanni sínum um að dæla á klórtankinn, svo og með hliðsjón af því að edik- sýra var ekki geymd á lager Olís og að ákærði hefði ekki flutt eða með- höndlað hana í starfi sínu, þætti ákærði ekki hafa haft sérstaka ástæðu til að efast um að tankurinn sem hann flutti væri með klór. Málið dæmdi Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri. Verjandi stöðvarstjórans var Kristín Ed- wald hrl. og verjandi meðákærða Brynjar Níelsson hrl. Sækjandi var Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Stöðvarstjóri skapaði almannahættu með gáleysi sínu að mati héraðsdóms Dæmdur fyrir klórgasslysið í sundlaug Eskifjarðar Í HNOTSKURN »Ákært var fyrir al-mannahættubrot í mál- inu og var stöðvarstjórinn sakfelldur vegna gáleysis. »Tugir manna urðu fyrireitrunaráhrifum sem lýstu sér í augnsviða, upp- köstum, ertingu og verkjum í öndunarfærum. Auk þess skapaðist hætta fyrir fleira fólk á svæðinu. HRUN á gengi hlutabréfa Impregilo á Ítalíu hefur ekki nokkur áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Íslandi að sögn Ómars R. Valdimarssonar, almannatengils Impreg- ilo, aðalverktaka við Kárahnjúkavirkjun. Impregilo hefur undanfarið sætt rann- sókn á Ítalíu vegna meintra fjársvika í sambandi við sorpeyðingu í Campania- héraði, og í gær ákváðu saksóknarar í Napólí að fyrirtækið fengi ekki að taka þátt í opinberum útboðum um eyðingu sorps. Jafnframt var um 750 milljóna evra greiðsla til fyrirtækisins fryst, eða jafnvirði um 63milljarða króna. Í kjölfar- ið lækkaði gengi hlutabréfa Impregilo um 15% á markaði. Ómar segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum fréttum. „Það er al- veg útséð með það að engin viðbrögð verða á Íslandi, enda hefur þetta ekkert að segja fyrir starfsemina við Kára- hnjúkavirkjun“. Impregilo á Ítalíu hefur vísað ásökunum um fjársvik á bug og segist ætla að áfrýja niðurstöðu sak- sóknara. Gengi Impregilo hefur ekki áhrif GLERFARMUR sem var á kerru einkabíls losnaði í gær á Suðurlandsvegi og splundraðist á milli Kotstrandar og Ölf- usborga. Tafir urðu á umferð á meðan slökkvilið vann að hreinsun. Talið er að ekki hafi verið nægilega vel gengið frá farminum og biður lögreglan á Selfossi vegfarendur um að hafa öryggi samborg- aranna ávallt í huga þegar haldið er út í umferðina. Gildir það heilræði bæði þegar kemur að aksturslagi og umbúnaði bif- reiða. Missti glerfarm ÍSLANDSDEILD Amnesty International fagnar ákvörðun utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um að fram fari rannsókn á meintu fangaflugi um Ísland. Í tilkynningu frá Amnesty segir að samtökin hafi ítrekað farið fram á að íslensk yfirvöld rannsaki millilendingar flugvéla á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi. Amnesty segir að rannsaka þurfi allar ábendingar um millilendingar flugvéla á Íslandi sem grunur leikur á að eigi aðild að fangaflugi. Vill Íslandsdeild Amnesty International vekja sérstaka athygli á millilendingum Gulfstream IV, N404AC sem rekin er af Phoenix Aviation, en flugvélin flaug á árunum 2002-2005 a.m.k. tíu sinnum milli herflugvallar í Kaíró og herstöðvarinnar í Keflavík. Amnesty fagnar ákvörðun um fangaflug LÍKLEGA vildu flestir vera jafnheppnir og hjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Haukdal, sem skrapp til útlanda í frí og eignaðist óvænt glænýjan bíl á meðan. Kolbrún hafði tekið þátt í Happdrætti DAS í nokkur ár, en ákvað síðast að bæta tvöföldum miða við og sér ekki eftir því núna, því ekki var nóg með að hennar biði nýr bíll heldur fylgdu honum líka 6,3 milljónir í skottinu. Vinningurinn kom Kolbrúnu í opna skjöldu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, enda hafði hún sjálf ekki athugað hvort hún hefði unnið. Tímasetningin er heppileg, því Kolbrún var að skrá sig í nám við Há- skóla Íslands og hafði verið að íhuga að sækja um námslán. Enn á eftir að draga út 5 bílvinninga og mega því fleiri en Kolbrún eiga von á glaðningi. Vann bíl með 6,3 milljónir í skottinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.