Morgunblaðið - 29.06.2007, Page 16

Morgunblaðið - 29.06.2007, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIKIL flóð herjuðu á hluta austan- verðrar Ástralíu í gær og varð sums staðar að bjarga fólki úr hús- um sem voru umflotin vatni. John Howard forsætisráðherra sagðist vona að þessi umskipti í veðrinu merktu að nú sæi fyrir endann á verstu þurrkum sem Ástralar hafa orðið fyrir í meira en öld. Þurrkarnir eru sagðir eiga sér rætur í reglubundnum sveiflum í veðrakerfi Kyrrahafsins sem nefn- ast El Nino, spænskt heiti yfir jóla- barnið. Segja veðurfræðingar að nú hafi önnur sveifla, La Nina [jóla- stelpan], tekið við með meiri vætu. „Við vonum að þeir hafi rétt fyrir sér,“ sagði Howard. „Við sjáum hvað setur.“ Óttast er að loftslagsbreytingar geti valdið miklum vanda á eyði- merkursvæðum heimsins í framtíð- inni. Í nýrri skýrslu háskóla Sam- einuðu þjóðanna segir að haldi eyðimerkur eins og Sahara áfram að stækka geti það valdið því að allt að 50 milljónir manna verði að flýja heimkynni sín á næstu 10 árum. Loksins rignir í Ástralíu og þá allt of mikið í einu Reuters Bænheyrður John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu. RÚSSLAND er langstærsta ríki ver- aldar að flatarmáli en að sögn vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian í gær vilja ráðamenn í Moskvu samt gera það enn stærra. Þeir hyggjast nú gera kröfu til mikils hluta land- grunnsins við norðurheimskautið, svæða sem eru á stærð við Frakk- land, Þýskaland og Ítalíu samanlagt. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert ríki norðurheimskautssvæðið, eign- arhald Rússa, Bandaríkjamanna, Kanadamanna, Norðmanna og Dana [sem fara með utanríkismál Græn- lendinga] takmarkast af 200 sjómílna landhelginni. En rússneskir vísindamenn hafa nýlokið sex vikna rannsóknarleiðangri á ísbrjóti um íshafið. Fullyrða þeir að niðurstöðurnar sýni að svonefndur Lomonosov-hryggur á botni austurhluta Norður-Íshafsins sé jarðfræðilega tengdur rússnesku landsvæði. Séu þar komin rök fyrir því að Rússar geri kröfur til umrædds svæðis og segja vísindamennirnir að líklega séu um 10 milljarðar tonna af olíu og gasi í landgrunninu. Dagblaðið Komsomolskaja Pravda fagnaði tíðindunm í fyrradag með því að birta stórt kort af norð- urheimskautssvæðinu og var „nýja“ svæðið skreytt hvítum, bláum og rauð- um litum rússneska fánans. Rússar gera kröfu til land- grunns við norðurskautið Morgunblaðið/Einar Falur Tripoli. AFP. | Vitað er að minnst fimm herskáir íslamistar féllu í gær þegar líbanskir hermenn réð- ust á bækistöð þeirra nálægt þorp- inu Qalamoun, sunnan við hafnar- borgina Tripoli í norðanverðu landinu. Herinn fékk vitneskju um að mennirnir leyndust í skógi við Qalamoun og notaði m.a. þyrlur í árásinni. Mennirnir voru sagðir vera fé- lagar í samtökunum Fatah-al-Islam sem tengjast hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda. Herinn hefur í um 40 daga barist við liðsmenn Fatah- al-Islam sem lögðu undir sig Nahr al-Bared, búðir með tugþúsundum palestínskra flóttamanna. Talið er að minnst 200 manns hafi fallið, þar af margir óbreyttir borgarar. Íslamistarnir munu enn halda til búðunum að hluta en margir hafa flúið. Flestir íbúarnir hafa flúið en herinn situr sem fyrr um búðirnar. Ofstækishópar hafa einnig lengi haft aðsetur í stærstu flóttamanna- búðum Palestínumanna, Ain al- Helweh, við borgina Sídon í suður- hlutanum. Um helmingur alls 400.000 þúsund palestínskra flótta- manna í Líbanon býr í Ain al- Helweh. Íslamistar felldir í grennd við Tripoli í Líbanon ÖLLUM indónesískum flugfélögum og nokkrum flugfélögum í Rúss- landi, Úkraínu og Angóla er nú óheimilt að fljúga til ríkja Evrópu- sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB í Brussel segir bannið vera sett af öryggisástæðum. Banna flug MENNINGARMÁLASTOFNUN Sameinuðu þjóðanna, Unesco, hef- ur bætt tveim mannvirkjum á list- ann yfir helstu menningarverðmæti heimsins, Sydney-óperuhúsinu og Rauða virkinu í Indlandi. Daninn Jørn Utzon teiknaði óperuhúsið 1957. Morgunblaðið/Sverrir Sydney á listann FIMM franskir fjallgöngumenn, þar af þrír úr sömu fjölskyldu, karl- maður og tvær dætur hans, hröp- uðu og létu lífið í hlíðum fjallsins Vallon í Ölpunum á miðvikudag. Vallon er um 3.400 metrar að hæð. Hröpuðu til bana ÁHUGI í Indlandi á framleiðslu inn- lendu kvikmyndafyrirtækjanna, öðru nafni Bollywood, fer dvínandi. Af 55 myndum það sem af er árinu hafa 45 fallið, tekjurnar eru 40% minni en á sama tíma í fyrra. Bollywood í vörn ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAMBANDIÐ FIFA sagði í gær að tekin yrði ákvörðun á næstu dögum um það hvort leyfa ætti að leikir í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar mættu fara fram í La Paz, höfuðborg Bólivíu. Sam- kvæmt nýjum reglum FIFA má leika á völlum í allt að 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. En völlur La Paz er 3.577 metra yfir sjávarmáli og loftið þunnt í samræmi við það. Forseti Bólivíu, Evo Morales, heimsótti aðal- stöðvar FIFA í Zürich gær til að þrýsta á um lausn og sést hér sýna góða takta með Sepp Blatter, forseta FIFA. Reuters Vilja fá að leika í La Paz Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MEÐAL ráðherra í ríkisstjórn Gordons Browns, nýs forsætisráð- herra Bretlands, er Jacqui Smith en hún er fyrsta konan sem skipuð er innanríkisráðherra landsins. Smith er 44 ára. Brown kynnti stjórn sína í gær og er óhætt að segja að hann hafi stokkað upp, nýtt fólk tekur við öllum helstu ráðuneytunum en Des Browne verður þó áfram varnar- málaráðherra. Þrátt fyrir breytingarnar benda stjórnmálaskýrendur á að fyrst og fremst sé verið að færa fólk á milli ráðuneyta, ný andlit séu fá. Ráð- herrafjöldi er nær óbreyttur, er nú 22 en var 23, konum fækkar úr átta í fimm. Alistair Darling er nýr fjár- málaráðherra, David Miliband verð- ur utanríkisráðherra, Alan Johnson heilbrigðisráðherra og Peter Hain sér um viðskipta- og iðnaðarmál. Við umhverfismálunum tekur Hilary Benn. Þá kemur Jack Straw inn í ríkisstjórnina á ný og verður dóms- málaráðherra. Miliband er yngsti utanríkisráð- herra Breta frá 1977, aðeins 41 árs. „Ég tel að [ráðuneytið] hafi einstakt gildi fyrir Bretland á alþjóðavett- vangi og vil tryggja að því verði beitt til hins ýtrasta við að efla Bretland og gera heiminn betri,“ sagði Mili- band í gær. Hann er talinn dæmi- gerður lærisveinn Tony Blairs, fyrr- verandi forsætisráðherra, og studdi innrásina í Írak. Mjög var rætt um það fyrr á árinu að Miliband, sem var áður umhverf- isráðherra og þykir afburðavel gef- inn, myndi ef til vill bjóða sig fram gegn Brown þegar ljóst var að leið- togaskipti yrðu í Verkamanna- flokknum. En hann stóðst freist- inguna, líklega vegna þess að kannanir gáfu til kynna að hann ætti litla möguleika. Hann þykir hins vegar mjög líklegur til að verða í tím- ans rás arftaki Browns sem er 56 ára. Fjármálin enn á hendi Skota Hinn hvíthærði Darling er 53 ára gamall, Skoti eins og forsætisráð- herrann og sagður vera einn elsti vinur Browns. Darling er afar reyndur stjórnmálamaður og hefur oft verið fenginn til að leysa erfið vandamál fyrir Verkamannaflokk- inn. „Sá sem er fjármálaráðherra þarf stundum að vera önugur,“ sagði Darling í viðtali við BBC í fyrra. Ed Balls, einn nánasti efnahags- málaráðgjafi Browns til margra ára, verður ráðherra í nýju ráðuneyti fjölskyldu-, barna- og skólamála, eiginkona Balls er Yvette Cooper og heldur hún stöðu sinni sem ráðherra húsnæðismála. Er þetta í fyrsta sinn sem hjón eiga sæti í sömu ríkisstjórn í Bretlandi. Harriet Harman, nýkjörinn vara- leiðtogi flokksins, verður þingflokks- formaður í neðri deildinni. Ashton barónessa verður þingflokksformað- ur í lávarðadeildinni. Athygli vekur að Mark Malloch Brown, fyrrver- andi aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tekur við ráð- herraembætti, að vísu ekki valda- miklu en með seturétt á stjórnar- fundum, hann verður ráðherra málefna Afríku, Asíu og SÞ. Malloch Brown er þekktur fyrir að gagnrýna opinskátt innrásina í Írak og ýmsar gerðir bandarískra ráðamanna. Brown hrókerar í nýrri ríkisstjórn sinni Miliband yngsti utanríkisráðherrann frá árinu 1977 Reuters Glaðbeitt Jacqui Smith innanríkisráðherra og David Miliband utanríkis- ráðherra koma á fyrsta stjórnarfundinn í Downingstræti í gær. Í HNOTSKURN »Scotland barónessa er einifulltrúi breskra blökku- manna í stjórn Browns, hún verður helsti ráðgjafinn í laga- legum efnum. »Nýr ráðherra Norður-Írlandsmála er Shaun Woodward sem gekk úr Íhaldsflokknum í Verka- mannaflokkinn árið 1999. Áður hafði Brown boðið Paddy Ashdown úr Frjáls- lynda demókrataflokknum embættið en hann sagði nei.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.