Morgunblaðið - 29.06.2007, Side 19

Morgunblaðið - 29.06.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 19 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTASUMAR er hafið á Akureyri og er um það bil að komast í fullan blóma. Á sunnudag hefjast Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, tónleikaröð sem komin er á tuttugasta og fyrsta ár. Björn Steinar Sólbergsson, sem í langan tíma hefur verið organisti í Akureyr- arkirkju, er listrænn stjórnandi tónleikanna, en framkvæmdastjóri er Hrefna Harðardóttir. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hafa verið í samstarfi við Listasumarið í fimmtán ár. Eins og venjulega eru tónleikar alla sunnudaga í júlí kl. 17, þeir fyrstu nú á sunnudaginn. Þá leikur Hljómskálakvintettinn úr Reykjavík með Birni Steinari, en Hljómskálakvintettinn er þekktur að glimrandi lúðrablæstri á hátíða- stundum í borginni. En hvað þarf til að halda úti tónleikum í tuttugu ár? Björn Steinar seg- ir það eflaust bara elju - og hlær um leið, en auðvitað kemur margt fleira til. „Við höfðum sýn í upphafi, að koma þessu af stað, og þegar allt gengur vel og árangur er góður, þá vill maður halda áfram.“ Þegar sumartónleikaröð- in hófst fyrir 20 árum voru Sumartónleikar í Skálholti eina sumartónleikaröðin. Mestu breytinguna segir Björn Steinar vera þá, að nú blómstri sumartónlistarhátíðir um allt land. „Viðhorfið í þá daga var það, að ekkert þýddi að bjóða fólki tónlist á sumrin og við mig var sagt að ekkert myndi þýða að halda úti sumarstarfinu, því engir myndu koma.“ Það tók nokkur ár að fólk vissi almennt af til- vist Sumartónleika í Akureyrarkirkju að sögn Björns Steinars, en eftir því sem árin líða, verður róðurinn léttari. „Ferðamennska hefur breyst, og fólk gerir kröfu um að geta notið menningar á sumrin. Sýnin frá upphafi, að fólk geti komið í Akureyrarkirkju á sunnu- dagseftirmiðdögum og notið góðrar tónlistar, hún er enn í fullu gildi.“ Við höfðum sýn Hátíðlegir Björn Steinar Sólbergsson lengst til hægri, ásamt Hljómskálakvintettnum. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast um helgina og verða alla sunnudaga í júlí kl. 17 Í HNOTSKURN » Sunnudaginn 1. júlí leika BjörnSteinar Sólbergsson og Hljóm- skálakvintettinn. » Sunnudaginn 8. júlí leikur Mario Duella á orgel. » Sunnudaginn 15. júlí leikur KarelPaukert á orgel. » Sunnudaginn 22. júlí syngur Sól-björg Björnsdóttir með Elfu Rún Kristinsdóttur fiðluleikara og Birni Steinari Sólbergssyni organista. » Sunnudaginn 29. júlí syngur BjörgÞórhallsdóttir og Elísabet Waage leikur með á hörpu. TENGLAR ........................................................... www.akirkja.is/sumartonleikar www.akureyri.is listasumar.blog.is ÞETTA er í fimmta sinn sem Kórastefnan við Mývatn er haldin. Eins og fram- kvæmdadrífa hátíðarinnar og frumkvöðull sagði réttilega er árafjöldinn ekki mikill en full ástæða til að fagna miklum árangri og vexti Kórastefnunnar. Órækasta sönnun þessa árangurs er að sjá 200 manns flytja af sannfæringu og metnaði þarna viðamikla og fjölbreytta söngskrá. Svo má ekki gleyma því að hin ómótstæðilega náttúra Mývatns- sveitar hefur djúpstæð áhrif á flytjendur og eykur bæði á næmi þeirra og áheyrenda. Lynnel Joy Jenkins, víðþekktur kórstjóri frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, hefur áður kom- ið til Íslands og fékk söngfólk notið leið- sagnar hennar í Skálholti. Hún stjórnaði fyrri hluta tónleikanna og hafði valið saman þjóðlög vítt og breitt úr heiminum ásamt gospelsöng. Eins og ytri umgjörð tón- leikanna í náttúrunni er góð, þá er ekki hægt að hæla innri umgerðinni, íþróttahús- inu, því frá upphafi brasilíska lagsins við Davíðssálm nr. 150, þá fannst mér húsið dempa hljóminn og gera það að verkum að þetta mikla hljóðfæri 120 kvenna fékk ekki notið sín sem skyldi. Lög og útsetningar fannst mér bráðskemmtilegar og hvort það var afrískt blóð stjórnandans eða hrífandi upplag söngva, þá fannst mér þau tvö lög sem kennd voru við Afríku öruggust og hljómríkust. Píanóið hefði þarfnast stillingar eða lag- færingar. Lynnel Joy var innilega þakkað og maður fann það þakklæti líka streyma frá söngfólkinu sem notið hefur tilsagnar henn- ar á Kórstefnunni. Að hléi loknu var Messa barnanna eftir John Rutter flutt, en um var að ræða frumflutning hér á landi. Rutter er orðinn víðþekktur fyrir tónsmíðar sínar, sér- staklega fyrir kóra. Hann stofnaði og stjórn- ar kórnum Cambridge Singers. Eins og heiti verksins segir þá eru börnin í sviðsljósi og hefja þau verkið, þarna Stúlknakór Akureyr- ar, á söng við ljóð 17. aldar skáldsins Thom- as Ken í Kyrie-hlutanum, en barnasöngur er rauður þráður í verkinu. Verkinu lýkur einn- ig á tveimur erindum eftir sama höfund. Verkið er prýðilega vel samið, þó fannst mér stundum að áhrifaorð textans nytu sín ekki sem skyldi, t.d. „exultate Deo“. Verkið lætur vel í eyra og fannst mér Sanctus-þátturinn sínu glæsilegastur. Tónskáldið velur annars öruggar slóðir sem m.a. Britten og jafnvel Carl Orff hafa rutt (laudamus). Ungu ein- söngvurunum farnaðist allvel, en þau eiga bæði eftir að taka hlaðsprettinn í heim at- vinnusöngsins og óska ég þeim velfarnaðar. Það segir mikið um hlutverk Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands að þetta skuli vera fjórða stórtónlistarveislan sem hún tek- ur þátt í að matbúa og bera á borð á Norð- urlandi á þessu vori, La Traviata í Miðgarði, Te Deum eftir Dvorák á Kirkjulistaviku á Akureyri, lokatónleikar AIM Festival á Ak- ureyri um síðustu helgi og svo Kórastefna, allt undir farsælli stjórn Guðmundar Óla. Kórastefnan við Mývatn lifi! TÓNLIST Mývatnssveit Heimstónlist í útsetningum fyrir kvennakór og Messa barnanna eftir John Rutter. Kvennakór Kór- stefnunnar, Blandaður kór Kórstefnunnar, Stúlkna- kór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, Gróa Hreinsdóttir píanóleikari og einsöngvararnir Halla Dröfn Jónsdóttir og Ásgeir Páll Ágústsson fluttu. Konsertmeistari var Zbign- iew Dubik og stjórnendur voru Lynnel Joy Jenkins og Guðmundur Óli Guðmundsson. Sunnudag 10. júní kl. 15.  Kórastefna við Mývatn Jón Hlöðver Áskelsson E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 17 KRYDDSMJÖR Þrjár tegundir til að töfra fram rétta bragðið hverju sinni. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG DÚNDURFRÉTTIR STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL.19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA SEM ALLRA FYRST Á WWW.SINFONIA.IS miðaverð ::: 5.000 / 4.500 kr. Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson Miða skal sækja í miðasölu SÍ í Háskólabíói á milli 9 og 17. Eftir klukkan 18 verður hægt að sækja miða í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.