Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MÉR finnst leiðinlegt hvern- ig fólk lítur á gerðir okkar,“ segir Jason Slade, einn þeirra fimm sem handteknir voru þegar óeirðir brutust út í mót- mælagöngu náttúruverndar- samtakanna Saving Iceland. „Mér finnst það sem við gerum mikilsvert og við erum að reyna að vernda náttúruna og það er dregin upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönn- um. Við erum öll hér vegna þess að við unnum náttúrunni og okkur finnst eitthvað þurfa að gera við þessi fjölþjóðafyr- irtæki sem hefja starfsemi hvar sem þeim sýnist. Mér finnst margir ekki átta sig á neikvæðum hliðum þess- ara stóriðjufyrirtækja sem er mest umhugað um gróða. Þessi fyrirtæki láta sig nátt- úruna ekki mikið varða fyrir utan það sem þeim er skyld- ugt að gera.“ Jason segir mörg fyrir- tækjanna finna lagaglufur til að koma sér undan náttúru- verndarmálum auk þess sem þau búi yfir nægilegum fjár- ráðum til að kaupa sér leið út úr þeim. „Ég hef búið hér á Íslandi í rúmt ár og mér finnst sumir ekki átta sig á þeim víð- tæku áhrifum sem fyrirtækin hafa um allan heim. Margir velta fyrir sér hví útlendingar eru staddir hér á landi til að mótmæla en þeir skilja ekki að Alcoa er líka í Brasilíu og Trínidad og hefur áhrif á líf fólks þar.“ Skref í rétta átt Jason vill ekki tala mikið um það sem átti sér stað í mótmælagöngunni á laugar- daginn því hann vill beina sjónum fólks að boðskapnum en ekki átökunum. Hann vill þó segja að honum fannst lög- reglan bera sig ófagmannlega og fullharðneskjulega að á köflum. Hann segist líta á mótmæli sem sjálfsagðan rétt sinn og allra annarra og þetta hafi verið nokkuð sem hann varð að gera. „Mér finnst það skylda mín að standa vörð um rétt minn. Ég vil ekki búa þar sem vatnið og loftið er meng- að og árnar virkjaðar.“ Hann segir áliðnaðinn og Alcoa græða mikið á stríðsrekstri. Margir Íslendingar séu á móti stríðinu í Írak og hann veltir fyrir sér hve margir viti hve mikið Alcoa og önnur fyrir- tæki græði á því að selja ál sem notað er í sprengjur og orrustuflugvélar sem drepa fólk í Írak. Spurður hvort gangan hafi borið einhvern árangur segir Jason sérhverja aðgerð vera skref í rétta átt. „Í göngunni flautuðu ökumenn til okkar og hvöttu okkur áfram og gang- andi vegfarendur komu til okkar og lýstu yfir ánægju sinni. Þessi fyrirtæki eru að fremja skelfilega glæpi og eru ekki dregin til ábyrgðar.“ Morgunblaðið/Frikki Mótmæli Óeirðir brutust út í göngu Saving Iceland. Mótmæli sjálfsagður réttur Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is HVAÐ sem allri tölfræði líður þá er ljóst að síð- astliðnar vikur hefur verið verulega þurrt á stórum hluta landsins. Þar sem mest hefur rignt hefur ekki rignt nema helming þess sem venjan er í meðalári. Áhrif þessa eru margs konar. Upp hafa blossað sinubrunar og ferðafólk hefur verið beðið um að fara sérstaklega varlega með eld enda gróður og jarðvegur þurr. Í Morgun- blaðinu í síðustu viku sagðist Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, hafa áhyggjur af vissum svæðum þar sem væru opin jarðvegssár ef það færi að hvessa áður en það rigndi. Heyfengur bænda verður að sama skapi ekki mikill þegar sprettan er lítil líkt og verður í þurrkatíð. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur og pró- fessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir afar mismunandi hve vel land er viðbúið að tak- ast á við þurrka sem þessa. „Þau svæði sem eru viðkvæmust eru þau sem hafa rýran eða send- inn jarðveg eða eru nærri eldfjöllum. Þar safn- ast fyrir lítill raki og svæði með mjög grófum gjóskulögum stöðva vatnsflutning til gróðurs. Hins vegar eru svæði þar sem er mjög frjósöm mold og mýrlent. Þau eru mjög vel í stakk búin til að taka svona þurrkum því moldin geymir einfaldlega svo mikinn raka.“ Sé jarðvegur góður skapast góðar aðstæður Ólafur segir að almennt verði gróðurfar ekki fyrir mjög miklum áhrifum vegna vatnsleysis- ins. „Það væri þá helst ef það væru plöntur sem eru mjög viðkvæmar og hafa ekki gott rótar- kerfi og stæðu á sendnum jarðvegi. Landið sem verður verst úti er það sem er að gróa saman og er verið að græða upp. Það verður alltaf verst úti ef eitthvað afbrigðilegt kemur upp, hvort svo sem það er rok, mikil vatnsveður eða þurrkar,“ segir Ólafur. Hann segir slík svæði geta orðið fyrir áhrifum til lengri tíma en það ráðist af vetr- inum sem taki við og hvernig næsta ár verði. „Ég held að snjóleysi og hauststormarnir séu kannski ennþá hættulegri fyrir mörg þessara svæða en tímabundnir sumarþurrkar. Góð snjó- hula verndar landið fyrir vindrofi og skilar vatni ofan í jarðveginn að vori og býr þannig allt vist- kerfið undir sumarþurrka.“ Ólafur bendir samt á að þar sem jarðvegur sé góður og vatnsforði sé til staðar séu aðstæður afar góðar fyrir gróður. „Þar er gríðarlegur vöxtur þótt það sé þurrkur.“ Í sama streng tekur Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur og prófessor við Landbúnað- arháskóla Íslands. „Þessar aðstæður eru trjá- gróðri mjög jákvæðar. Það er eingöngu þar sem menn eru í skógrækt á jarðvegsþunnu landi þar sem þurrkurinn er farinn að valda skemmdum á trjáplöntum. Víðast hvar líður trjánum vel sem aldrei fyrr enda metvöxtur í flestum trjáteg- undum.“ Segir Bjarni sólarljósið vera ástæðuna fyrir miklum vexti trjágróðurs. „Það sem skiptir máli er að þetta veður kemur snemma á vaxtartím- anum og nýtist þeim þannig beint við vöxt.“ Trén ná að aðlagast þurrkinum betur Tré eru almennt vel aðlöguð að þurrkum og bregðast við með því að fórna laufi eða barri til að koma sér hjá skaða. „Með því að fella blöðin stöðva trén vöxt en koma í veg fyrir uppgufun vatns. Tréð fer þá í dvala eins og það sé haust og bjargar sér frá þorstanum.“ Bjarni segir ýmsar barrheldnar grenitegundir vera í vissri hættu en sjálfur hefur hann séð einhverjar skemmdir á lerkitrjám á þurrum melum á Austur- og Suður- landi. Ólíkt t.d. grasi hafa trjáplöntur síðan yf- irleitt rætur sem ná dýpra niður í jarðveginn og ná þannig meiri vökva en þær plöntur sem hafa stuttar rætur. Garðagróður í þéttbýli hefur líka tekið veru- lega við sér. Jóhann Pálsson, grasafræðingur, segist ekki muna eftir annari eins gróðursæld í görðum. „Við sluppum við alvarleg vorfrost í ár eftir að gróðurinn var lifnaður við. Síðan kom leiðinlegt kuldakast í nærri mánuð með miklu hvassviðri og lágum hita þannig að gróðri hrak- aði. Núna er gróður hins vegar óvenjulega snemma á ferð og það er vegna þessarar hita- bylgju.“ Jóhann ræktar rósir í sínum garði og segir hann að venjulega séu þær í mestum blóma í lok júlí. „Þær eru hins vegar eiginlega búnar að ljúka sinni blómgun núna.“ Hann seg- ist samt víða sjá að þurrkarnir hafi náð til gróð- urs í sumum görðum og víða séu grasflatir gul- ar. Sjálfur er Jóhann með sinn garð ofan á mel þar sem langt er í grunnvatn. „Ég reyni því að vökva mikið og er með garðslöngur í garðinum einn dag í viku.“ Breytt tíðarfar hefur einnig haft áhrif á flór- una í görðunum. „Garðeigendur stjórna henni að miklu leyti sjálfir og þeir treysta sér nú frek- ar til að reyna fyrir sér með viðkvæmari og meira heillandi plöntur þegar veðrið er orðið betra. Fólk er farið að rækta ýmislegt sem því datt ekki í hug að rækta áður og maður er farinn að sjá ótrúlegustu plöntur í görðum.“ Breytingar verða á íslensku gróðufari Nokkrar veðurbreytingar hafa orðið á Íslandi síðastliðin ár og meðalhitinn er hærri en hann var fyrir árið 1990. Haraldur Ólafsson, veður- fræðingur, segir að halda mætti að Ísland hefði tekið út alla þá hlýnun loftslags sem gert var ráð fyrir að yrði á næstu hálfu öld, á einungis fimm árum. Hann gerir því ráð fyrir að hækkunin verði ekki varanleg. „Það er alveg ljóst að síð- ustu ár hafa verið mjög hlý og líklega með þeim hlýrri frá landnámsöld,“ segir Haraldur. Bjarni Diðrik, skógvistfræðingur, segir eng- an vafa leika á því að mun jákvæðari skilyrði séu hér til skógræktar en fyrir nokkrum áratugum síðan. „Þetta eru fyrst og fremst jákvæð áhrif vegna lengri vaxtartíma, frekar en hitastigsins. Það vorar fyrr og haustar seinna.“ Bjarni segir margs konar breytingar vera að eiga sér stað nú og gróskumikið rannsóknarstarf fari nú fram á breytingunum. „Eitt sem nemendur okkar hafa greint er að birkiskógar eru farnir að breiðast út í meiri hæð en áður var og við viljum rekja það til hlýnunar.“ Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er sammála Bjarna um að breytt tíðarfar muni hafa áhrif á gróður hér á landi. „Ég hef sagt það að á næstu áratugum eiga eftir að verða miklar breytingar á íslensku gróðurfari.“ Hann bendir á þrjá þætti sem valdi breytingunum. Í fyrsta lagi fari veður hlýnandi sem auki vöxt plantna líkt og gerist nú á þeim svæðum þar sem jarðvegur er góður. Í öðru lagi hafi beit breyst mjög með mikilli fækk- un sauðfjár en vegna hennar hafi beit almennt minnkað auk þess sem það séu ákveðnar teg- undir sem einungis sauðkindin beit en ekki hross. „Kindurnar bíta t.d. víði en það gera hross ekki. Þess vegna dafnar víðirinn þar sem hrossabeit hefur tekið við af sauðfjárbeit.“ Í þriðja lagi bendir Sigurður á að nýjar ágengar tegundir eins og lúpína og skógarkerfill hafi ver- ið fluttar til landsins. „Þessa tegundir eiga auð- velt með að breiðast út og gjörbreyta þá t.d. mó- lendi. Þar sem áður voru kannski margar tegundir verða fáar. Þetta er allt annars konar gróður.“ Hann bendir á að þessum svæðum skapist síðan svigrúm til skógræktar. Morgunblaðið/RAX Landgræðsla Hitinn og regnleysið fer misvel í gróður á landinu. Sá sem er í grunnum eða sendnum jarðvegi er afar viðkvæmur fyrir þurrkinum. Annar gróður vex hins vegar sem aldrei fyrr. Veðrið bæði græðir og særir Morgunblaðið/Eyþór Breytt gróðurfar Tíðarfar á landinu hefur verið betra síðustu ár en áður. Búist er við að lúp- ína og aðrar ágengar tegundir verði meira áberandi í framtíðinni og meira verði um skóga. Í HNOTSKURN »Þar sem jarðvegur er grunnur ogsendinn eru plöntur viðkvæmar fyr- ir þurrkum. Heyfengur bænda getur orðið minni vegna þurrksins. »Aukið sólarljós og hiti hefur jákvæðáhrif á vöxt plantna þar sem mold er rök. » Breytt tíðarfar mun hafa áhrif ágróðurfar til lengri tíma. Óvenju gott veður hefur verið víða um land síðastliðnar vikur. Þrátt fyrir að draga megi upp dökka mynd af áhrifum þurrka eru jákvæð áhrif veðursins mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.