Morgunblaðið - 17.07.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 9
FRÉTTIR
Laugavegi 82, sími 551 4473
Póstsendum
Það nýjasta
í undirfötum
frá París
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Útsala
50-70% afsláttur
Einnig nýjar vörur frá
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Leggingsbuxurnar
komnar aftur
Útsalan
í fullum gangi
str. 36-56
Opið mán.-fös. kl. 10-18,
laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli.
Bæjarlind 6 • sími 554 7030
Eddufelli 2 • sími 557 1730
Enn meiri verðlækkun á útsölu
STÓRÚTSALA
NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
FIMMTÁN ára piltur, sem dæmd-
ur var fyrir helgi í tuttugu mánaða
fangelsi fyrir aðild sína að fjöl-
mörgum lögbrotum, situr nú í
gæsluvarðhaldi vegna hrottalegrar
árásar á leigubílstjóra í apríl sl. og
fleiri brota. Við yfirheyrslur lög-
reglu hefur hann játað árásina og
mun að öllum líkindum verða
ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps, en að öðrum kosti stórfellda
líkamsárás.
Pilturinn, sem fæddur er árið
1991, hefur verið töluvert í um-
ræðunni á undanförnum mánuð-
um, en fremur sjaldgæft er að svo
ungt fólk þurfi að sæta gæslu-
varðhaldi. Eftir árásina á leigubíl-
stjórann var honum komið fyrir á
meðferðarheimili ríkisins að Stuðl-
um eftir skamma dvöl í einangrun
í hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stíg.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var hins vegar ekki annað
fært en að færa hann að nýju á
Skólavörðustíginn eftir skamma
dvöl á Stuðlum.
Vopnað rán í 10–11
Pilturinn var dæmdur í tuttugu
mánaða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness á fimmtudag en hann
tók m.a. þátt í þremur ránum auk
þjófnaða og nytjastulda. Hann
sagðist sjálfur hafa verið í óhóf-
legri fíkniefnaneyslu allt frá 12 ára
aldri og kvaðst aldrei hafa farið í
meðferð. Einna alvarlegasta brotið
sem hann var sakfelldur fyrir var
vopnað rán sem hann framdi í 10–
11 verslun ásamt tveimur félögum
sínum.
Einnig var hann sakfelldur fyrir
aðild sína að tilraun til ráns á
hraðbanka og fyrir að hafa, ásamt
tveimur félögum, veist að tveimur
mönnum í miðbæ Reykjavíkur,
hótað þeim öllu illu og tekið af
þeim farsíma þar sem þeir höfðu
ekki reiðufé á sér.
Steininn tók úr 27. apríl sl. þeg-
ar pilturinn réðst að leigubílstjóra
vopnaður hamri og veitti honum
þungt högg hægra megin á höf-
uðið. Bílstjórinn hlaut af innkýlt
höfuðkúpubrot og innvortis blæð-
ingu á höfði. Brotið getur varðað
allt að 16 ára, eða ævilöngu, fang-
elsi. Áður en hann var handtekinn
vegna árásarinnar stal hann
kveikjuláslyklum úr búningsklefa
Sundhallar Reykjavíkur en komst
ekki langt því hann ók bifreiðinni á
ljósastaur við Sæbraut. Hann var
handtekinn skammt frá.
Í varðhaldi til 17. ágúst
Samkvæmt greinargerð lögreglu
var pilturinn í afar slæmu ástandi
vegna áhrifa lyfja eða fíkniefna.
Við skýrslutöku sagðist pilturinn
ekki muna eftir atvikinu en játaði
að hafa beitt hamri gegn leigubíl-
stjóranum.
Ekki hefur verið gefin út ákæra
í málinu en pilturinn mun sitja í
gæsluvarðhaldi til 17. ágúst nk.
Situr í gæsluvarðhaldi
fyrir grófa líkamsárás
Morgunblaðið/Ásdís
Víggirt Bakvið rimla Hegningarhússins við Skólavörðustíg situr pilturinn
ungi í varðhaldi. Það þykir skárri kostur en að hann sitji á Litla-Hrauni.
Fimmtán ára
piltur var nýverið
dæmdur í 20
mánaða fangelsi
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu þurfti að hafa afskipti af fjórum
ökumönnum um helgina en þeir
ákváðu að setjast undir stýri eftir að
hafa neytt fíkniefna. Í tveimur til-
vikum var um að ræða sömu bifreið.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var 19 ára piltur stöðvaður
á föstudag og var greinilegt á honum
að hann var ekki hæfur til að stjórna
ökutæki. Með honum í bíl voru tveir
piltar og stúlka á svipuðum aldri og
voru þau öll undir áhrifum. Fyrir ut-
an það að vera undir áhrifum ólög-
legra efna er maðurinn ekki með
ökuleyfi og hafði ekki tekið nagla-
dekkin undan.
Á sunnudag var sama bifreið
stöðvuð í Ártúnsbrekku og þá var
undir stýri 17 ára piltur. Enn var bif-
reiðin útbúin nagladekkjum auk
þess sem pilturinn reyndist óhæfur
til aksturs sökum fíkniefnaneyslu.
Ökumenn eru víðar óhæfir til
aksturs en á höfuðborgarsvæðinu
því á sunnudag stöðvaði lögreglan á
Suðurnesjum ökumann á Grindavík-
urvegi á 140 km hraða. Þegar ástand
ökumannsins var kannað kom í ljós
að hann var undir áhrifum fíkniefna
og sviptur ökuréttindum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurnesjum má maður-
inn búast við hárri sekt, eða allt að
220 þúsund krónum, auk þess sem
einhver bið verður á því að hann öðl-
ist ökuréttindi á nýjan leik.
Ökumenn undir
áhrifum fíkniefna
FULLT var út úr dyrum hjá bókaversluninni Eymunds-
son í Kringlunni í gær þegar norski rithöfundurinn
Margit Sandemo áritaði þar bækur sínar en Sandemo er
einkum þekkt fyrir bækur sínar um Ísfólkið.
Bækurnar um Ísfólkið komu út hér á landi á sínum
tíma og nutu mikilla vinsælda. Undanfarið hefur bóka-
forlagið Jentas raunar verið að gefa þær út aftur og er sú
tíunda í röðinni væntanleg.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fullt út úr dyrum hjá Sandemo
HELDUR hefur dregið úr hrað-
akstursbrotum í umdæmi lögregl-
unnar á Blönduósi undanfarnar
vikur og mánuði og telur lögreglan
að hækkun sekta vegna hraðakst-
ursbrota hafi haft sitt að segja um
þessa þróun. Að sögn Hermanns
Ívarssonar lögregluvarðstjóra hafa
ökumenn í öllum aldursflokkum
tekið sig á, en á hinn bóginn eru
erlendir ökumenn úti á þekju hvað
reglur um hámarkshraða áhrærir.
„Þessi nýbreytni virðast ekki
hafa skilað sér til útlendinganna,“
bendir hann á.
Hermann tekur fram að ofsa-
akstursbrotum hafi fækkað
samhliða öðrum hraðakstursbrot-
um og nú sjást æ færri sem staðn-
ir eru að því að aka á um og yfir
130–140 km hraða. Viðmót öku-
manna sem eru stöðvaðir hefur
hins vegar lítið breyst, þó ekki í
þeim skilningi að viðmótið sé
hranalegt í garð laganna varða,
heldur eru flestir mjög kurteisir,
að sögn Hermanns.
Hraðinn að minnka í
Húnavatnssýslum