Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● GENGI krónunnar veiktist um
0,2% í gær og var gengisvísitalan
111,91 stig í lok dags. Sölugengið
gagnvart Bandaríkjadal var í gær
60,11 krónur en 82,96 gegn evru.
Mest hækkun var á verði hluta-
bréfa Atlantic Petroleum í Kauphöll
OMX á Íslandi í gær, eða 2,8%. Bréf
Nýherja lækkuðu mest, eða 1,5%.
Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega,
eða um 0,06% og endaði í rúmum
8.763 stigum. Heildarviðskipti gær-
dagsins námu um 16,3 milljörðum,
þar af tæpum 13 milljörðum með
hlutabréf, mest með bréf Glitnis.
Dollari 60,11 krónur
● OLÍVERÐ á heimsmarkaði hækkar
enn. Verð á Brent-olíu fór upp fyrir 80
Bandaríkjadali í gær og er því orðið
hærra en það var hæst í fyrra, en í
ágúst á síðasta ári fór verðið í 78,64
dali. Verðið hefur hækkað um 33%
það sem af er þessu ári.
Í Morgunkorni Glitnis segir að
ýmsar ástæður liggi að baki hækk-
uninni, svo sem ótti við vaxandi átök
í Miðausturlöndum, ótti við skert
framboð á olíu vegna viðhalds í
Norðursjó, kjarnorkudeila Írans og
Bandaríkjanna og ótti við að framboð
á olíu frá Nígeríu skerðist vegna
átaka þar. Þá hafi aukin spákaup-
mennska stjórnenda vogunarsjóða
og annarra spákaupmanna sín áhrif.
Olíuverð á heims-
markaði hækkar enn
NÆR allir stjórnarmenn í 15 stórum
fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfa-
markaði, eða um 95%, hafa reynslu
af setu í stjórnum eða rekstri fyrir-
tækis segir í athugun Samtaka at-
vinnulífsins (SA) á bakgrunni stjórn-
armannanna. Reynsla af stjórnun, sé
því grundvallarþáttur við skipun í
stjórnir fyrirtækjanna, auk þess sem
eignarhald hafi einnig úrslitaáhrif.
65% stjórnarmanna í þeim fyrir-
tækjum sem voru tekin til athugunar
eru sjálfir hluthafar í fyrirtækjunum
eða sitja í stjórn fyrir hönd ákveð-
inna eigenda. Rúmur þriðjungur sit-
ur því í stjórn án eignatengsla. Segir
að menntun hafi minna vægi og því
sé aukin háskólamenntun kvenna,
með vísan til jafnréttiskennitölunn-
ar, sem sýndi rýran hlut kvenna,
ekki nóg til að skila þeim stjórnar-
sætum. Kauphöllin hefur viðmiðun-
arreglur um að í stjórn skráðra fyrir-
tækja sitji tveir óháðir aðilar.
Morgunblaðið/Kristinn
Bakgrunnur Menntun hefur minna vægi en reynsla við val í stjórn.
Valið í stjórn út frá bak-
grunni stjórnarmanna
NOVATOR, eignarhaldsfélag í eigu
Björgólfs Thors Björgólfssonar, hef-
ur nú tryggt sér vilyrði fyrir rúmum
90% hlutafjár í Actavis. Frestur
hluthafa sem ekki hafa samþykkt yf-
irtökutilboðið rennur út á morgun,
að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt
til viðbótargreiðslu selji Novator
hlut sinn innan árs.
„Við erum komin yfir þröskuld-
inn,“ sagði Björgólfur Thor í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Tilboðið
hefur náð fram að ganga, málið er
svo að segja í höfn.“
Að sögn Björgólfs Thors er nú
fyrst á dagskrá að komast í sumar-
frí, en með lækkandi sól verði farið
að bretta upp ermarnar.
„Við stefnum að því að Actavis
haldi áfram að vaxa og dafna með
því að keyra áfram framtíðarplön
fyrirtækisins,“ sagði Björgólfur
Thor.
Þrátt fyrir fyrirliggjandi skrán-
ingu af hlutabréfamarkaði er því
engin lognmolla í vændum, enda
munu lánardrottnar enn fylgjast
með starfseminni.
Eftir nokkra daga verður haldinn
stjórnarfundur þar sem afskráning-
ar verður óskað, sem mun væntan-
lega taka nokkrar vikur. Þá mun
taka við ný og fámennari stjórn
heldur en nú situr.
„Eftir viku munu tæplega fjögur
þúsund manns fá sendan tékka, 190
milljarðar króna koma inn í hagkerf-
ið sem er ákaflega gaman. Þetta hef-
ur verið mjög vænleg fjárfesting,“
sagði Björgólfur Thor sáttur.
Markmið Novator um 90%
hlutafjár í Actavis í höfn
Eftirstandandi hluthöfum skylt að selja 190 milljarðar króna í hagkerfið
Björgólfur Thor Björgólfsson Segir Actavis hafa gefið tóninn í útrás Ís-
lendinga með kaupum á erlendu fyrirtæki sem var stærra en hið íslenska.
Morgunblaðið/Ásdís
EIGENDUR
kauphallarinnar
í Dubai eru að
undirbúa yfir-
tökutilboð í
OMX. Tilboðið
hljóðar upp á allt
að 250 sænskar
krónur á hlut en
það er mun
hærra en tilboð
bandarísku
kauphallarinnar Nasdaq í OMX
sem var 199 sænskar krónur á hlut.
Þetta er fullyrt í frétt á vef The
Daily Telegraph en þar segir jafn-
framt að fjármögnun á tilboði
Kauphallarinnar í Dubai sé lokið og
verður yfirtökutilboðið kynnt síðar
í vikunni. Gengi bréfa OMX hækk-
aði verulega á mörkuðum í gær
vegna þessarar fréttar.
Hærra
tilboð í OMX
Dubai Bjóða betur
í OMX en Nasdaq.
!"# $%&'() 67$ 7 @ :"
A
A
:<
A
B"
8
A
"A ? 1 $" "
@
A
2
A=1
8 " $" "
7" @ ""
! ;" #;
C
D""
26 %
+)'
"@
@ E
E0
1
A
FC
@
@
A
7
G
#
C111 !"<!
H"
"<!
, #8&
I
C
I
A!#
9% : %
.0<+2
3</-
4/<+2
-3<-2
+3<31
+3<,2
-3<42
-2<41
/+-4<22
,2<22
/4<22
++<01
1<4+
/20<12
-<-.
1<3+
/232<22
4/2<22
/<.0
+-+<22
0<-1
3-<12
/3<12
-3<-1
.<12
-.34<22
/+<22
0<32
H!"A 1""
! 9 1"J
2
A
(.)))-(%
*)*.*+-+
,)//-,-''
(.(,./**,'
*,+-//-(-/
.,)).-**-,
*,+*'-.,
*%%*.'+/)(
'--*/,)..
.-)(/,'-.
'%%()%,
/-)+//.(.
*%(/,-%-
.%)'.-*
*-+*+'
./*+)%%
*++(/(-
,,,'-.*&(+'
+/%//
')*(-*./
-)%-+*
(-(/%(%%
/,'%%
.*,**%%
'-.%.-'(
-)&(%
/&*%
,%&-%
+/&+'
(/&-'
(/&+'
+/&'%
+%&,'
*(+%&%%
.%&%%
*)&*%
((&''
'&,*
*%)&%%
+&+-
'&-'
*%-)&%%
,*%&%%
*&-)
(+%&%%
)&+'
/+&'%
*/&'%
+/&+'
+--'&%%
--&)%
/&*+
,*&+%
+/&'%
+%&%%
(/&.%
+/&/'
+%&/%
*(+,&%%
.%&%'
((&,%
'&,'
*%,&'%
+&.(
'&/+
*%/(&%%
,*-&%%
*&-,
(+/&%%
)&..
/+&-%
(+&%%
+/&)'
+/*%&%%
*(&%%
)&-%
#<
:!"A (
-
-
(,
(%
.-
-
*%
')
+-
*
'/
'
/
(
(
(
/
*
*.
(
'
+
(
,
K 1"
1
:!":
!"
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*(,(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
*),(%%,
(')(%%,
*),(%%,
(,(%%,
(%)(%%,
L7M ;
L7M
12.
/:-/+
=2<,
=2<+
N
N
L7M
< M
-:-4/
,,2
>2<-
2<2
N
N
KO
"
" /-:31/
+:034
=2<-
=2<,
N
N
KM
0:03.
.:/20
=2<-
=2<+
N
N
L7M =*'
L7M .%
.:40,
/:,/.
=2</
=2<-
N
N
VERÐBÓLGA á
tólf mánaða
tímabili, á hinu
13 landa evru-
svæði, mældist
1,9% í júní og
helst því óbreytt
fjórða mánuðinn
í röð. Er þetta er
tíundi mánuður-
inn í röð, sem
verðbólgan
mælist undir 2% verðbólgumark-
miði Seðlabanka Evrópu, að því er
kemur fram á vef Hagstofu Evrópu.
Fyrir ári síðan mældist hún 2,5%.
Þó verðbólgan nú sé í samræmi
við spár segir Bloomberg-frétta-
veitan sérfræðinga hjá Seðlabanka
Evrópu hafa áhyggjur af því að
verðbólguþrýstingur aukist. Hætta
sé á að verðbólgan fari yfir 2% þeg-
ar olíuverðshækkanir skili sér í
verðlagið og minnkandi atvinnu-
leysi komi fram í auknum launa-
kostnaði.
Ísland niður um tvö sæti
Ísland hefur nú færst niður um tvö
sæti, úr 6. sæti í 8., á lista yfir ríki
EES sem búa við mesta verðbólgu.
Eystrasaltslöndin, Ungverjaland,
Búlgaría, Rúmenía og Slóvenía búa
við meiri verðbólgu en Ísland. Sam-
kvæmt samræmdri vísitölu neyslu-
verðs mældist tólf mánaða verð-
bólga á Íslandi 3,0%. Sú vísitala
tekur ólíkt Hagstofunni ekki mið af
þróun húsnæðisverðs.
Verðbólgan
enn óbreytt
Evran Spáð enn
sterkari í ár.
FL Group hefur ásamt bandaríska
fasteignafélaginu Bayrock Group
eignast 30% í þróunarverkefni í
Miami, Flórída. „Midtown Miami“ er
fyrsta fjárfesting samrekstrarfélags
sem félögin tvö mynduðu í maí.
Verkefnið felst í þróun tæplega
500.000 fermetra landsvæðis í
Miami. Áætlað er að þrjú til fjögur
ár taki að ljúka verkefninu sem verð-
ur fjármagnað með blöndu af eigin fé
og lánum. Þá er ráðgert að á svæðinu
verði rúmlega þrjú þúsund leigu-
íbúðir og herbergi í íbúðahótelum,
um 25.000 fermetra verslunarrými
og tæplega 47.000 fermetra hágæða
skrifstofurými. Til samanburðar má
geta þess að Kringlan er rúmlega
50.000 fermetrar að stærð.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá FL Group, en þar segir
einnig að „Midtown Miami“ sé á eft-
irsóknarverðum stað í borginni.
FL Group fjárfesti fyrr á þessu ári
í fjórum verkefnum á vegum Bay-
rock Group.
FL Group í Miami
ROYAL Bank of Scotland (RBS),
ásamt Santander Central Hispano
og Fortis Bank, hækkaði óvinveitt
yfirtökutilboð sitt í ABN Amro í gær
og bauð þar með betur en Barclays.
Tilboðið hljóðar upp á 71,1 millj-
arð evra. Þar af er gert ráð fyrir 66
milljörðum í reiðufé, sem er hækkun
úr 79% í 93% af heildarverðinu.
Nýtt tilboð í
ABN Amro
♦♦♦