Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 13
ERLENT
OSAMA bin Lad-
en, leiðtogi al-
Qaeda, sást á
mínútulöngu
myndbandi sem
var birt á vefsíðu
nú um helgina.
Ekki var hægt að
dæma af upptök-
unni hvenær hún
var gerð.
Þetta er í fyrsta sinn sem heyrist
frá bin Laden síðan í júlímánuði í
fyrra, en þá sendi hann frá sér
hljóðupptöku, þar sem hann vísaði
til atburða líðandi stundar, en það
þótti staðfesta aldur upptökunnar.
Hið nýja myndband var fyrst og
fremst kveðja til fallinna félaga í
Afganistan, en bin Laden taldi þá
gæfusama sem fengju að deyja písl-
arvættisdauðdaga.
Bin Laden á
myndbandi
Osama bin Laden
DÓMARI í Epíópíu dæmdi í gær 35
stjórnarandstæðinga í lífstíðar-
fangelsi fyrir að hafa æst til ofbeld-
is og reynt að steypa stjórn lands-
ins. Einnig missti fólkið kosninga-
rétt og kjörgengi.
Lífstíðarfangelsi
MARKAÐUR fyrir fólk sem vill
skilja verður nú settur á stofn í Vín
í Austurríki. Getur fólk þar fengið
ýmsar upplýsingar sem gagnast við
skilnað, að sögn Antons Barz sem
stendur fyrir markaðnum.
Skilnaðarhjálp
ROBERT Mugabe, forseti Simb-
abve, er rúinn virðingu vegna
stjórnarhátta sinna, segir Desmond
Tutu, erkibiskup í S-Afríku. Aðeins
„dýrlingar“ geta hugsað til Mugab-
es án þess að reiðast, segir Tutu.
Reuters
Umdeildur Robert Mugabe, forseti
Simbabve, flytur ræðu.
Afleitur
RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið
sagði í gær að aðgerðir breskra
stjórnvalda, sem hafa vísað fjórum
rússneskum diplómötum úr landi,
mundu hafa alvarlegar afleiðingar.
Bretar eru ósáttir við að Rússar
neita að framselja meintan morð-
ingja Alexanders Lítvínenko er
gagnrýndi rússnesk stjórnvöld og
var myrtur með eitri í London.
Reuters
Vilja framsal Andrei Lúgovoi,
meintur morðingi Lítvínenko.
Rússar vara
Breta við
DÓMSTÓLL í Los Angeles sam-
þykkti í gær málamiðlun um að
kaþólska kirkjan skyldi greiða
hundruðum fórnarlamba nauðgara
úr prestastétt alls 660 milljónir
dollara í skaðabætur.
Greiða bætur
INDVERSKI læknirinn Sabeel Ah-
med, sem er einn þeirra sem hand-
teknir voru vegna misheppnaðrar
bílasprengingar á Glasgow flugvelli
nýlega, kom fyrir rétt í London í gær
en hann var ákærður nú um helgina
fyrir að leyna upplýsingum um
hryðjuverk. Af þeim átta sem hand-
teknir voru hafa nú þrír verið ákærðir
og þremur verið sleppt, einn er
hættulega særður.
Jórdanski læknirinn Mohammed
Asha er enn í haldi og hefur lögreglan
leyfi til að halda honum án ákæru
fram til næstkomandi laugardags.
Hugmyndir hafa komið fram í
Bretlandi undanfarið um að lengja
þann tíma sem leyfilegt er að halda
grunuðum hryðjuverkamönnum áður
en þeir eru ákærðir. Hefur Carlile lá-
varður, sem skipaður var af ríkis-
stjórn Bretlands til þess að kanna
áhrif hryðjuverkalaganna sem sett
voru í Bretlandi eftir hryðjuverkin 11.
september, stutt þessar hugmyndir
og sagt dómara eiga að ákveða tíma-
mörkin, ekki þingið.
Sprenging við breskt sendiráð
Breska leyniþjónustan telur að um
30 hryðjuverkahópar séu að skipu-
leggja árásir í Bretlandi en nú er
fylgst með um það bil 4000 einstak-
lingum alls.
Sprenging varð nokkra metra frá
breska sendiráðinu í Chile í gær. Lít-
ill skaði hlaust af og enginn særðist en
utanríkisráðuneyti Bretlands hefur
gefið út yfirlýsingu um að ekki sé ljóst
hverju sprengingin hafi beinst að.
Lagaheimildir víkkaðar
Innanríkisráðherra Þýskalands,
Wolfgang Schäuble, sagði nýlega að
íhuga ætti breytt lög í baráttunni
gegn hryðjuverkum og nefndi hann
að stjórnarskráin gæti jafnvel gefið
leyfi til að myrða grunaða hryðju-
verkamenn erlendis án réttarhalda.
Horst Köhler, forseti Þýskalands
bað innanríkisráðherrann í ræðu
sinni á sunnudag um að gæta orða
sinna og sagðist sjálfur hafa miklar
efasemdir en tillagan er mjög um-
deild, enda lifir minningin um nas-
istana og málefnið því viðkvæmt.
Réttað yfir meintum
hryðjuverkamönnum
Reuters
Mótmæla Múslímakona í Skotlandi tekur þátt í friðsamlegum mótmælum
skipulögðum af múslimum eftir árásina á flugstöðina í Glasgow.
Í HNOTSKURN
»Tony Blair, fyrrverandiforsætisráðherra Bret-
lands, lagði fram tillögu um að
auka leyfilegt varðhald grun-
aðra hryðjuverkamanna fyrir
ákæru í 90 daga frá 14 en
þingið samþykkti aðeins 28
daga leyfilegt varðhald.
»Viðbúnaðarstig í Bretlandivar hækkað upp í hæsta
stig um skamman tíma en í því
felst að yfirvöld landsins telji
hryðjuverkaárás mjög líklega.
Viðbúnaðarstigið hefur nú
verið lækkað um eitt stig.
Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur
astasoley@mbl.is
London. AFP. | Breskur dómstóll
úrskurðaði í gær að velsku,
berklaveiku nauti yrði þyrmt,
þrátt fyrir að það teldist skapa
farsóttarhættu í landinu. Hópur
munka og nunna í hindúaklaustri
biðlaði til dómstóla um að hið
helga naut yrði ekki tekið af lífi og
hótuðu að verja nautið með lífi
sínu.
Dómstólar komust að þeirri
niðurstöðu að yfirvöldum í Wales
hefði ekki tekist að sanna að ekki
væri hægt að hefta smithættu
nema með því að farga nautinu.
Dómarinn sagði að drápið á naut-
inu bryti í bága við trúarskoðanir
hópsins og væri því ólögmætt.
Nautið verður í einangrun meðan
löng lyfjameðferð stendur.
Nauti bjargað fyrir dómi
Washington, Jerúsalem. AP. AFP. |
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hyggst boða til alþjóðlegrar ráð-
stefnu til að endurvekja friðarviðræð-
ur í Mið-Austurlöndum og verður
hún haldin á
næstu mánuðum.
Meðal ríkja sem
munu taka þátt í
ráðstefnunni eru
Ísrael og nokkur
arabaríki, að sögn
bandarískra emb-
ættismanna.
Hamas-sam-
tökin palestínsku,
sem ráða yfir
Gaza, fordæmdu þegar hugmynd
Bush. Auk þess að ræða friðarferlið
er markmiðið með ráðstefnunni að
kanna hvernig hægt sé að efla lýð-
ræðislegar stofnanir Palestínu-
manna. Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, mun stýra
fundinum og meðal þátttakenda
verða Ísraelar, fulltrúar palestínsku
heimastjórnarinnar og arabaríki sem
viðurkenna tilverurétt Ísraels.
Bush hét því að auka fjárstuðning
við Palestínustjórn Mahmouds Ab-
bas forseta sem væri með aðstoð for-
sætisráðherrans, Salmans Fayyads,
að reyna að byggja upp lýðræðis-
stofnanir þjóðar sinnar. Á hinn bóg-
inn hefðu Hamas-menn „sýnt með
ótvíræðum hætti að þeir leggja
áherslu á ofstæki og hermdarverk“.
Ísraelar gera ráð fyrir því að
sleppa 250 palestínskum föngum fyr-
ir vikulok. Þeir verða allir úr flokki
Abbas forseta, Fatah.
Boðar fund
um Mið-
Austurlönd
George W. Bush
Ljósmyndari:
Margrét Kolbeinsdóttir
Nafn myndar:
Ekki bara kerlingar!!!
<< 1.verðlaun
Kodak EasyShare Z712 IS
2.verðlaun
Kodak EasyShare V610
3.verðlaun
Samsung Digimax i6 PMP
Verðlaun fyrir mynd
vikunnar eru:
50 fríar 10 x 15 myndir