Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti
sagði um helgina að Rússar hygðust
ekki lengur taka þátt í samningnum
um takmörkun vígbúnaðar, CFE.
Pútín sagðist taka ákvörðunina í ljósi
„óvenjulegra kringumstæðna“ sem
hefðu áhrif á öryggismál Rússlands.
CFE-samningurinn er sagður
vera einn af hornsteinum öryggis í
Evrópu. Samningurinn takmarkar
hversu mikið af hefðbundnum her-
gögnum má vera á svæðum sem til-
heyra Evrópu og hinu gamla Var-
sjárbandalagi í tíð kommúnista.
Rússland hefur oft hótað því að segja
upp samningnum, sér í lagi þegar
ráðamönnum þar þykir að sér
þrengt.
Samningatækni?
Rússar hafa ekki rift samningn-
um, heldur bara tilkynnt að þeir
hyggist ekki fara eftir honum leng-
ur. Eftir 150 daga munu þeir hætta
að gefa upplýsingar um herafla sinn
og hætta að heimila skoðanir á her-
gögnum sínum.
Að sögn sérfræðinga sem AFP-
fréttastofan ræddi við í gær bendir
þetta til þess að Rússar vilji að leik-
reglurnar á hinum alþjóðlega vett-
vangi verði endurskrifaðar í ljósi
aukins hernaðarmáttar Rússa.
„Þetta á eftir að valda Evrópuríkjum
miklu hugarangri og Rússland von-
ast til þess að það dugi til þess að
milda afstöðu Evrópuríkja í garð
Rússlands,“ sagði Fjodor Lúkjanov,
ritstjóri dagblaðsins Russia in Glob-
al Affairs, í samtali við fréttastofuna
í gær.
Þetta virðist vera staðfest með því
að aðstoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, Sergei Kisljak, sagði að Rúss-
land væri ekki með þessu að loka á
allar samningaviðræður.
Rússneska dagblaðið Vremja
Novostei hafði það eftir embættis-
manni í utanríkisþjónustunni að
Rússland væri óánægt með breytta
samningsstöðu sína frá gerð samn-
ingsins. Við undirritun hans höfðu
Varsjárríkin næstum tvöfaldan her-
afla á við Atlantshafsbandalagið,
NATO, en nú eftir fjölgun NATO-
ríkja hafa þau þrjá hermenn á móti
hverjum rússneskum dáta.
Utanríkisráðherra Þjóðverja,
Frank-Walter Steinmeier, sagði
þessa þróun mála „mikið áhyggju-
efni“.
Frá Bandaríkjunum bárust þær
fregnir að þar í landi hefðu menn
orðið fyrir vonbrigðum með ákvörð-
un Rússa, en myndu halda áfram við-
ræðum við þá á næstu mánuðum til
þess að ákvarða hvernig framhald-
inu yrði háttað. Heldur hefur andað
köldu til Bandaríkjanna frá Rúss-
landi undanfarið, ekki síst vegna eld-
flaugavarnakerfisins sem Banda-
ríkjamenn hyggjast setja upp í
Evrópu og Rússar telja stefnt gegn
sér.
Gagnrýna stefnubreytingu
Rússa í vígbúnaðarmálum
Reuters
Vopn Rússa Sjálfvirki riffillinn sem kenndur er við Míkhaíl Kalashníkov
hefur lengi verið notaður í rússneska hernum og víðar um heim. Hér er
hönnuður vopnsins með vopnið á áttræðisafmæli sínu.
Stjórn Pútíns hefur hætt þátttöku í CFE-samningnum um hefðbundin vopn
Í HNOTSKURN
»CFE-samningurinn varundirritaður árið 1990, tók
gildi 1992 og var endurskoðaður
árið 1999 til að taka tillit til
nýrra aðstæðna í Evrópu eftir að
Varsjárbandalagið leystist upp.
»NATO samþykkti aldreiendurskoðaða samninginn,
því það skilyrði var sett að Rúss-
ar myndu draga herlið sitt frá
Georgíu og Moldóvu áður en það
yrði gert. Rússar gerðu það ekki.
»Rússar voru sérstaklegaáfram um að Eystrasaltsríkin
samþykktu endurskoðuðu útgáf-
una, en þau eru ekki aðilar að
samningnum, en eru í NATO.
» Búist er við viðbrögðumNATO bráðlega, jafnvel í
dag.
Kirkuk. AP. AFP. | Tvær bílsprengjur
sprungu með 20 mínútna millibili í
Írak í gær og grönduðu rúmlega 70
manns. Farartækin sprungu annars
vegar við póli-
tíska skrifstofu
Kúrda og hins-
vegar á ávaxta-
markaði, hvort
tveggja í norður-
hluta borgar-
innar Kirkuk, en
þar er mikil
spenna á milli
Kúrda og araba.
Um 150 eru slas-
aðir og mun ástand flestra þeirra
alvarlegt, að sögn yfirmanns lög-
reglunnar í Kirkuk, Barhan Habib
Tayyib, því þeir hlutu alvarleg
brunasár.
Abdul Rahman Mustafa, sveitar-
stjórinn á svæðinu, sagðist for-
dæma árásirnar og kenndi öfga-
mönnum súnníta um þær.
Að vera eða fara
Bandarískir hershöfðingjar við-
urkenna að ekki gangi vel að ná ár-
angri í Írak en heimafyrir er mikill
þrýstingur á að herliðið verði kall-
að heim.
Í síðustu viku sagði forsætisráð-
herra Íraka, Nuri al-Maliki, að
Bandaríkjamenn mættu fara frá
Írak hvenær sem þeim sýndist, þar-
lend stjórnvöld réðu vel við stjórn
landsins. Aðstoðarmaður ráð-
herrans dró ummælin til baka í gær
og sagði þau mistúlkuð. Hann hefði
átt við að jafnhliða brottför erlendu
hermannanna yrði haldið áfram að
efla Íraksher.
Enn springa
bílsprengjur
í Írak
Nuri al-Maliki
UNGU stúlkurnar á myndinni eru klæddar sem guðinn
Krishna en þær tóku þátt í miklum hátíðahöldum hinn-
ar árlegu „Rath Yatra“ eða „Vagnaskrúðgöngu“ hind-
úa sem haldin var í gær í 130. skipti í Kalkútta á Ind-
landi. Hátíðinni fylgir stórglæsileg skrúðganga þar
sem líkneski þriggja guða, Jagannath, Balabhadra og
Subhadra, eru dregin áfram af þúsundum þátttakenda
á vögnum sérstaklega gerðum fyrir hátíðina.
AP
Litskrúðug hátíðahöld í Kalkútta
Seúl. AFP. | Norður-Kóreumenn hafa nú gert að-
alkjarnakljúfinn í Yongbyon óvirkan en það er
fyrsta skrefið í að fjarlægja kjarnorkuvopn lands-
ins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu
sagði starfsfólk Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar (IAEA) hafa fylgst með síðastliðinn laug-
ardag er kjarnakljúfurinn var gerður óvirkur og
var það staðfest í gær af kjarnorkueftirlitsmönn-
um SÞ og Mohamed ElBaradei, yfirmanni IAEA.
Kjarnakljúfurinn var gerður óvirkur en ekki
tekinn í sundur. Lokunin er liður í samkomulagi
Bandaríkjanna, Japans, Suður- og Norður-Kóreu,
Kína og Rússlands sem undirritað var hinn 13.
febrúar síðastliðinn en Norður-Kórea fær 50.000
tonn af olíu í skiptum fyrir að gera kjarnakljúfinn
óvirkan samkvæmt samningnum.
Lokatakmark samningsins er að Norður-Kórea
geri öll tæki til framleiðslu kjarnorkuvopna óvirk á
móti milljón tonnum af olíu sem þeir fái í staðinn en
það samsvarar um tveimur þriðju af allri olíunotk-
un landsins á árinu 2004. Fyrsta olíusendingin kom
til Norður-Kóreu síðastliðinn laugardag en í gær
fór næsta sending af stað frá Suður-Kóreu sem var
7.500 tonn af olíu.
Matsfyrirtækið Standard and Poor’s segir að-
gerðirnar ekki breyta efnahagsmati á Suður-Kór-
eu þó að þær séu skref í rétta átt. Fyrirtækið segir
aðgerðir Norður-Kóreu of ófyrirsjáanlegar. Ólík-
legt sé að landið gefi upp öll kjarnorkuvopn í skipt-
um fyrir fjárhagslega aðstoð. Áðurnefndur sex-
þjóða-samningur loki ekki öllum leiðum Norður-
Kóreu til að framleiða kjarnorkuvopn og auk þess
eigi þeir hráefni í slík vopn.
Kjarnakljúfur gerður óvirkur
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin og eftirlitsmenn SÞ staðfestu í gær að stærsti
kjarnakljúfur Norður-Kóreu í héraðinu Yongbyon hefði verið gerður óvirkur
Í AMERÍKU er allt stórt, að sögn
þeirra sem til þekkja og eitt af því
sem heimamenn hafa löngum stært
sig af er að Bandaríkjamenn séu
meiri glæsimenni en aðrir.
En tímarnir breytast og menn-
irnir með. Bandaríkjamenn voru
heimsins hæsta þjóð um 1850, en nú
er svo komið að jafnvel ungir Jap-
anir eru ekkert miklu lægri en jafn-
aldrar þeirra í Bandaríkjunum.
Það er ekkert gamanmál að vera
lítill, því sumar rannsóknir gefa til
kynna að hávaxið fólk sé efnaðra,
heilsuhraustara og langlífara en
lágvaxnir jafningjar þess.
Aukin hæð skilar þó ekki þessum
eftirsóknarverðu eiginleikum í
sjálfri sér, heldur er hún til marks
um gott mataræði, heilsusamlegt
fósturskeið og góða barnæsku, en
þetta stuðlar allt að þeim lífs-
gæðum sem hávaxnir hafa fram yf-
ir hina. Því eru íbúar ríkari landa
oft hávaxnari en aðrir. Bandaríkja-
mönnum svíður því að þeir séu að
dragast aftur úr í þessum efnum,
enda ein ríkasta þjóð í heimi.
Hollendingar munu vera hávaxn-
astir þjóða. Meðalhæð karla þar er
1,83 m, eða rúmum fimm cm meiri
en í Bandaríkjunum.
Bandaríkja-
menn smáir
Kashiwazaki. AP. | Jarðskjálfti sem
var 6,8 stig á Richter-skalanum skók
Japan í fyrrinótt og annar litlu minni
í gær. Að minnsta kosti sjö létust í
fyrri skjálftanum og um 900 manns
slösuðust. Allir sem létust voru á átt-
ræðis- og níræðisaldri.
Fyrri skjálftinn átti sér upptök á
norðvesturströnd Japans, á Niigata-
svæðinu, en skýjakljúfar í Tókýó, í
ríflega 200 km fjarlægð, nötruðu.
Borgin Kashiwazaki fór sérstaklega
illa út úr skjálftanum, tugir bygg-
inga jöfnuðust við jörðu og eldur
braust út í kjarnorkuveri á staðnum
sem er eitt hið stærsta í heimi og sér
svæðinu í kringum Tókýó fyrir orku.
Það tókst að ráða að niðurlögum
eldsins innan fárra klukkustunda, en
að sögn yfirvalda lak vatn frá kjarn-
orkuverinu sem í var „smávægilegt
magn geislavirkra efna“. Það fylgdi
sögunni að magnið teldist ekki
hættulegt umhverfinu.
Skjálftinn kom einnig af stað bæði
aurskriðum og flóðbylgjum svo að
eyðileggingin var gríðarleg.
Harður eftirskjálfti
Fjöldi snarpra eftirskjálfta fylgdi í
kjölfar fyrri skjálftans og seint í gær
reið yfir skjálfti sem var 6,6 stig á
Richter-skalanum á Japanshafi.
Tugir þúsunda íbúa svæðisins eru
án vatns og rafmagns. Um 450 her-
menn og 120 farartæki á vegum
hersins voru send á svæðin sem
verst urðu úti til þess að liðsinna
fórnarlömbunum.
Kosningar verða í Japan í lok
þessa mánaðar og var Shinzo Abe
forsætisráðherra fljótt mættur á
svæðið, íklæddur björgunarsveitar-
búningi.
Jörð
skelfur í
Japan
Sjö létust og
hundruð slösuðust