Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 15
MENNING
FRAMLEIÐENDUR heimild-
armyndar fyrir breska ríkisútvarpið,
BBC, um Elísabetu II Englands-
drottningu, hafa
tekið á sig alla
ábyrgð á mistök-
um sem gerð voru
við klippingu
kynningarbrots
um myndina.
Fyrir mistök
voru klippt sam-
an myndbrot af
myndatöku, þar
sem bandaríski
ljósmyndarinn Annie Leibovitz bið-
ur hana að taka af sér kórónuna og
síðan brot sem sýnir drottninguna
ganga á braut, að því er virðist, að
tala um að hún ætli ekki að „breyta
neinu“, og á þar við klæðnað sinn.
Það brot var hins vegar upptaka af
drottningunni að mæta til mynda-
töku, en svo virtist sem hún hefði
farið í fússi út af bón Leibovitz.
Framleiðandi heimildarmynd-
arinnar A Year With The Queen,
sem verið var að kynna, RDF Media,
segist hafa gerst sekur um „alvar-
legan dómgreindarskort“. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins David
Frank, sendi útvarpsstjóranum
Mark Thompson tölvupóst í gær þar
sem hann sagðist harma mistökin,
en spjótin stóðu í síðustu viku á
Thompson og var jafnvel talað um að
hann segði af sér.
Mistök í
klippingu
Framleiðendur biðja
BBC afsökunar
Elísabet II Eng-
landsdrottning.
REKTOR Listaháskóla Íslands,
Hjálmar H. Ragnarsson, hefur ráðið
Ólaf Svein Gíslason og Katrínu Sig-
urðardóttur í
störf prófessora í
þrívíðri myndlist
við myndlist-
ardeild skólans.
15 sóttu um störf-
in og voru 11
dæmdir hæfir til
starfanna að mati
sérskipaðrar
dómnefndar.
Ólafur tekur við
starfinu 1. ágúst næstkomandi en
Katrín ári síðar, 1. ágúst 2008.
Ólafur lauk framhaldsnámi í
myndlist frá Hochschule für Bil-
dende Künste í Hamborg árið 1988
og hefur verið búsettur þar und-
anfarin 20 ár og starfað við myndlist.
Hann var gestaprófessor við LHÍ
2000-2003 og hefur kennt myndlist
víðar. Katrín lauk meistaraprófi í
myndlist frá Rutgers University í
Bandaríkjunum 1995 og hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga
bæði hér heima og erlendis.
Tveir nýir
prófessorar
Katrín
Sigurðardóttir
KÓR Hjallakirkju gaf fyrir
skömmu út geisladisk með ís-
lenskri kirkjutónlist sem ber
heitið Í Guðshús okkur Kristur
kallar. Á honum er að finna
nokkur verk og raddsetningar
sem ekki hafa áður verið gefin
út í hljóðrænu formi, nokkur af
þeim íslensku verkum sem
hann hefur flutt á liðnum ár-
um. Geisladiskurinn er til sölu í
Hjallakirkju, hjá kórfélögum
en fæst einnig í Kirkjuhúsinu við Laugaveg, 12
tónum, Eymundssyni – Pennanum í Kringlunni
og Smáralind, Skálholtsskóla, Tónabúðinni Skip-
holti og Reykholtskirkju.
Tónlist
Kór Hjallakirkju
gefur út disk
Kápumynd á
geisladisknum.
Í KVÖLD verða aðrir tónleikar
í tónleikaröðinni „Þriðjudags-
kvöld í Þingvallakirkju“. Að
þessu sinni munu þau Ingi-
björg Guðjónsdóttir sópran,
Einar Jóhannesson, klarínett,
og Valgerður Andrésdóttir,
orgel, leika ljúf lög eftir Atla
Heimi Sveinsson, Mozart, Ás-
kel Másson og Jón Ásgeirsson
við ljóð þjóðskáldanna. Tón-
leikarnir eru haldnir í sam-
starfi kirkjunnar og Minningarsjóðs Guðbjargar
Einarsdóttur frá Kárastöðum. Aðgangur er
ókeypis en tekið er við framlögum í sjóðinn í lok
tónleikanna sem hefjast kl. 20 í Þingvallakirkju.
Tónleikar
Ljúf lög við ljóð
þjóðskáldanna
Þingvallakirkja.
HJÁ Máli og menningu er kom-
in út í kilju spænska met-
sölubókin Leynda kvöldmáltíðin
eftir Javier Sierra í þýðingu
Tómasar R. Einarssonar.
Hér er á ferð æsispennandi
saga um ráðgátur, kukl og morð
í myrku umhverfi miðalda. Um
leið kveikir bókin nýja sýn á
meistara Leonardo da Vinci,
verk hans og samtíma – sem var
kannski töluvert flóknari en nú-
tímann grunar. En síðasta kvöldmáltíðin er víð-
frægt listaverk sem meistari Leonardo da Vinci
málaði á klausturvegg í Mílanó fyrir meira en
fimm hundruð árum.
Bókmenntir
Gerist í myrku
umhverfi miðalda
Leynda
kvöldmáltíðin.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÓPERAN Ariadne á Naxos eftir
Richard Strauss verður frumsýnd í
Íslensku óperunni í haust og er það í
fyrsta sinn sem óperan er sett upp
hér á landi. 16 íslenskir einsöngv-
arar munu þar gleðja óperuunn-
endur með fögrum söng, flestir
þeirra starfa erlendis og því verða
miklir mannaflutningar fyrir þessa
sýningu.
Í helstu hlutverkum verða Hanna
Dóra Sturludóttir, sem fer með tit-
ilhlutverk Ariadne, Kolbeinn Ket-
ilsson, Arndís Halla Ásgeirsdóttir,
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og
Ágúst Ólafsson. Feðgarnir Bergþór
Pálsson og Bragi Bergþórsson
syngja saman í óperunni, en það
verður frumraun Braga á fjölum Ís-
lensku óperunnar þar sem hann er
að ljúka söngnámi í Lundúnum.
Þá þreytir annar ungur söngvari
frumraun sína á Íslandi eftir nám,
Gissur Páll Gissurarson, sem lauk
námi á Ítalíu. Leikarinn Ingvar Sig-
urðsson fer með talhlutverk, en
hann hefur ekki áður komið fram í
óperu.
Ópera í óperunni
„Það sem er dálítið merkilegt við
þessa sýningu er að það eru 16 ein-
söngvarar í henni, enginn kór, og
þeir eru allir íslenskir. Það er sjald-
an sem fólk fær tækifæri til að sjá
svona marga söngvara á sviði í sömu
óperunni,“ segir Stefán Baldursson,
nýráðinn óperustjóri, um fyrstu sýn-
inguna í húsinu undir hans stjórn.
„Þetta eru söngvarar sem eru ým-
ist heima, komnir heim eftir nám,
eða eru mikið úti í Evrópu að syngja
en koma heim til að syngja í þessari
sýningu, þ. á m. er Arndís Halla,“
segir Stefán. Arndís fer með hlut-
verk Zerbinettu og er það í fyrsta
sinn sem hún tekur þátt í óperusýn-
ingu hér á landi frá upphafi til enda,
þar sem hún hljóp eitt sinn í skarðið
í uppfærslu óperunnar á Töfraflautu
Mozarts og söng þar hlutverk Næt-
urdrottningarinnar.
„Það er þýskur leikstjóri sem
stýrir sýningunni, Andreas Franz.
Hann er þekktur óperuleikstjóri í
Þýskalandi, hefur leikstýrt bæði í
Vín og Hamborg. Svo sætir einnig
tíðindum að hljómsveitarstjórinn er
Petri Sakari, sem hefur unnið tölu-
vert á Íslandi en hefur ekki verið
mikið hérna síðustu árin. Þetta er
heilmikil sýning.“
Söngvararnir eru margir í tveim-
ur hlutverkum, þar sem ópera er
flutt í óperunni (sjá söguþráð í fylgju
til hliðar), þeir eru því bæði í hlut-
verkum listamanna sem eru að fara
að syngja í óperu og fara síðan í önn-
ur hlutverk þegar skemmtiatriði
hefjast á heimili auðmannsins.
Stefán segir uppfærsluna stóra í
sniðum og vissulega nokkuð flókið
að flytja heim svo marga söngvara.
Það sé þó hluti af því að setja upp
óperur á Íslandi og menn alvanir
því.
Ariadne á Naxos verður frumsýnd
4. október í Íslensku óperunni og
býst Stefán við því að æfingar hefjist
í lok ágústs eða byrjun september.
Óperan Ariadne á Naxos frumflutt á Íslandi í haust
Sextán einsöngvarar á svið
Morgunblaðið/ÞÖK
Syngja saman Feðgarnir Bergþór Pálsson og Bragi Bergþórsson syngja
báðir í verkinu Ariadne á Naxos í Íslensku óperunni í haust.
RICHARD Strauss var þýskt tón-
skáld og hljómsveitarstjóri. Hann
fæddist 11. júní 1864 og lést 8. sept-
ember 1949. Verk sem hann samdi
fyrri hluta ævinnar teljast síð-
rómantísk og þau seinni snemm-
módernísk.
Óperan Ariadne á Naxos var
frumflutt í Stuttgart í október 1912
en umskrifuð útgáfa hennar, sem
sett verður upp í Íslensku óperunni,
var frumflutt í Vín haustið 1916.
Ariadne á Naxos dregur nafn sitt
af grískri goðsögn af ástum prins-
essunnar Ariadne og ungs pilts, Þes-
eusar, sem hún bjargar frá ógn-
arskepnunni Mínotárusi. Þeseus
yfirgefur hana þótt hann eigi henni
líf að launa. Vínguðinn Díonýsos læt-
ur heillast af Ariadne og kvænist
henni.
Sögusvið óperunnar er heimili
auðmanns í Vín sem ætlar að bjóða
gestum sínum upp á óperu en einnig
sýningu af léttara taginu með leik
og söng. Auk þess hyggst hann bjóða
upp á flugeldasýningu og því naum-
ur tími fyrir öll þessi skemmtiatriði.
Því er ákveðið að sýna óperuna, sem
fjallar um goðsögnina af Ariadne, og
leiksýninguna samtímis, söngvurum
og leikurum til mikillar óánægju.
Fyrri hluti óperunnar gerist bak-
sviðs á heimili auðmannsins, áður en
skemmtiatriðin hefjast, og er þar
mikill glundroði. Í seinni hluta óp-
erunnar yfirgefur Þeseus Ariadne
(þ.e. í óperunni). Zerbinetta nokkur
og fjórir aðrir úr leikflokknum sker-
ast í leikinn og reyna að hugga Ari-
adne. Díónýsos mætir að lokum á
svæðið, verður ástfanginn af Ari-
adne og heitir því að nefna eftir
henni stjörnumerki.
Gamansemi
og dramatík
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
GUÐRÚN Gunnarsdóttir myndlist-
arkona sýnir í anddyri Hallgríms-
kirkju verk sem hún vann innblásin
af kveðskap Hallgríms Péturssonar,
auk verks sem byggist á þeirri hug-
mynd Guðrúnar að Hallgrímur hafi
átt sér voð, verk sem ber heitið Slitr-
ur úr voð H.P. Guðrún sýnir fjögur
aðskilin verk sem öll eru unnin úr
stálvír, með ólíkum hætti þó.
Myndlistarkonan kynnti sér líf og
verk Hallgríms áður en hún réðst í
gerð listaverkanna. Þrjú byggjast á
sálminum Allt eins og blómstrið
eina, 50 verk á Passíusálmunum og
eitt á kvæðinu Heyrði ég fagran
fuglasöng. Sýningin ber heitið Hug-
leiðingar um Hallgrím og var það
Listvinafélag Hallgrímskirkju sem
bauð Guðrúnu að sýna.
Blæddi fyrir listina
Hvað varðar túlkun á Passíusálm-
unum segist Guðrún ekki hafa lesið
einn sálm og gert síðan verk upp úr
honum, heldur lesið alla og unnið
verkin síðar. „Mér finnst þeir nú
svolítið þungir,“ segir Guðrún kímin
um sálmana. Verk hennar séu hins
vegar léttari, þ.e. yfirbragð þeirra.
Skuggi af vírnum varpast á veggina
og lyftir þeim frá þeim, eykur á létt-
leika efniviðarins sem Guðrún segir
hluta af verkinu. Guðrún lærði textíl
og vefnað og gætir áhrifa þess bak-
grunns óneitanlega í verkunum.
Stálvírinn er ekki auðvelt efni að
eiga við og segist Guðrún oft hafa
stungið sig á honum og blætt örlítið
fyrir listina. Blaðamanni þykir það
ríma ágætlega við Passíusálmana,
þar sem píslarganga Krists er rakin,
að listamaðurinn hafi þjáðst eilítið
við túlkun þeirra. Guðrún tekur und-
ir það.
„Mér fannst mjög gaman að setja
mig inn í þennan heim sem Hall-
grímur hefur eflaust lifað í, allt það
mótlæti sem hann varð fyrir,“ segir
Guðrún. Hún sé ekki heittrúuð þrátt
fyrir yrkisefnið og sýningarstaðinn,
en það hafi ekki komið að sök. Boð-
skapurinn sé sá sami. Sýningin
stendur til 6. ágúst.
Hallgrímur hugleiddur
Guðrún Gunnarsdóttir
Vír Hluti af verkinu „Passíusálm-
arnir“ á sýningu Guðrúnar.
♦♦♦
Þriðjudagstónleikar
í kvöld kl. 20.30
Djasstríó
Sunnu Gunnlaugs
Sunna Gunnlaugs píanó,
Scott McLemore trommur og
Þorgrímur Jónsson bassi
flytja tónsmíðar
Sunnu, nýjar sem og áður út gefnar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is