Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Bóksali Þórdís Pála Reynisdóttir rekur bókabúðina Eskju á Eskifirði.
Starfsemin hefur aukist mikið og hún er nú komin í stærra húsnæði.
Eftir Sigurð Aðalsteinsson
Eskifjörður | Þórdís Pála Reynis-
dóttir rekur bókabúðina Eskju á
Eskifirði. Hún keypti búðina, sem
þá var í leiguhúsnæði, fyrir rúmum
þremur árum og fyrir tæpum tveim-
ur árum keypti hún húsnæði undir
búðina til að stækkað við sig. Auk
bóka hefur hún ýmsa gjafavöru, svo
sem leikföng og vörur til hannyrða,
á boðstólum.
,,Það blundaði alltaf í mér að það
væri gaman að reka bókabúð en ég
stefndi samt ekkert sérstaklega að
því,“ segir Þórdís. ,,Það var svo ein
af þessum skemmtilegu tilviljunum
sem varð til þess að ég keypti Bóka-
búðina Eskju árið 2004.
Ég var að vinna á fasteignasölu
og þar var búðin til sölu. Ég lagði
mig alla fram um að gera auglýs-
ingu sem myndi höfða til fólks og fá
einhvern til að kaupa búðina. Mér
hlýtur að hafa fundist auglýsingin
svo trúverðug að áður en ég vissi af
var ég búin að kaupa búðina.“
Stækkaði við sig
„Búðin hefur vaxið og dafnað,
svona allt að því óþarflega hratt,
samt þarf að vera talsvert vöruúrval
til að hægt sé að reka svona verslun
í ekki stærra samfélagi en Eski-
fjörður er. Það hjálpar til að fólk
kemur alls staðar að af Austurlandi
til að versla, vöruúrval, verð og gæði
hafa spurst út og viðskiptavinirnir
eru ósparir á hrós.
Fyrrverandi vinnuveitandi minn
sagði við mig, vonandi meira í gríni
en alvöru, að ég ætti að kaupa bóka-
búðina, hann sæi mig fyrir sér í
svona „vonlausum rekstri“.
Meðfram rekstri bókabúðarinnar
geri ég eignaskiptayfirlýsingar fyrir
fjöleignahús, það er þó nokkuð að
gera í því og ég fæ verkefni víða af
landinu,“ segir Þórdís.
Í byrjun síðasta árs dreif hún í því
að stækka verslunina og keypti
gamalgróið verslunarhúsnæði sem
áður hýsti Verslun Elísar Guðna-
sonar.
„Ég hef afskaplega gaman af að
standa í þessum rekstri og ég er
með góðan starfskraft í búðinni sem
er ómetanlegt. Fólksfjölgunin á
svæðinu kemur rekstrinum til góða
að einhverju leyti, en á móti kemur
að það hafa komið útibú frá stórum
fyrirtækjum vegna fram-
kvæmdanna, þau hafa gert mörgum
smáum rekstraraðilum hér á svæð-
inu erfitt fyrir. Þau versla tíðast
ekki í heimabyggð, heldur auglýsa
eftir tilboðum á landsvísu.
Viðskiptavinir mínir sýna það
mjög margir í verki að þeir vilja
hafa bókabúð sem býður fjölbreytt
bókaúrval allt árið og versla sínar
jólabækur hjá mér en ekki í stór-
mörkuðunum sem bjóða tilviljana-
kennt úrval þegar þeim hentar og
mjög takmarkaða þjónustu,“ segir
Þórdís Pála Reynisdóttir, kaupmað-
ur í bókabúðinni Eskju á Eskifirði.
Auglýsingin var svo trú-
verðug að ég keypti sjálf
Í HNOTSKURN
»Þórdís Pála Reynisdóttir íEskju hefur unnið bæði til
sjós og lands, hefur verið við-
loðandi kaupmennsku og
keypti fyrst verslun 20 ára
gömul.
Seyðisfjörður | Listahátíð ungs
fólks á Austurlandi, LungA, var
sett á Seyðisfirði á sunnudags-
kvöld. Við opnunina komu fram
félagsskapurinn Fjallkonan, sem
flutti gjörning og trúðahópur frá
Commedia skólanum í Danmörku.
Hátíðin skartar þéttskipaðri
dagskrá út vikuna og lýkur með
uppskeruhátíð og stórtónleikum á
laugardag. Sjö listasmiðjur verða
í gangi í vikunni og er gestum
velkomið að líta þar við. Á kvöld-
in eru síðan bíósýningar, opið
svið, hönnunarsýning og tón-
leikar.
Þátttakendur í smiðjunum í ár
eru 130 talsins, þar af um 70 er-
lendis frá, og komust færri að en
vildu.
130 taka þátt í
smiðjum LungA
Morgumblaðið/Gunnar Gunnarsson
AUSTURLAND
VIÐ Drekagil á Öskjusvæðinu hefur
á undanförnum árum risið hálend-
ismiðstöð sem samanstendur af
þremur nýjum húsum. Í byrjun mán-
aðarins var lokið við síðustu bygg-
inguna: Fjólubúð, sem inniheldur
svefnherbergi fyrir þrjá skálaverði,
auk gestamóttöku, upplýsingamið-
stöðvar og rúmgóðrar geymslu, svo
eitthvað sé nefnt.
Ferðafélag Akureyrar hefur borið
hitann og þungann af verkinu, og fór
þar fremstur Hilmar Antonsson, for-
maður félagsins, sem jafnframt var
yfirsmiður Fjólubúðar. Að sögn
Hilmars hefur uppbyggingin við
Drekagil gengið vel: „Verkið hófst
árið 2001 með byggingu snyrtihúss,
salernis- og sturtuaðstöðu. 2004 var
svo ráðist í að byggja nýjan 40
manna gistiskála, til viðbótar við
gamla Dreka, sem lokið var við 10.
júlí 2005. Fjólubúðin nýja var enda-
punkturinn á þessari uppbyggingu.“
Sjálfboðavinna og styrkir
Fjólubúð heitir í höfuðið á Fjólu
K. Helgadóttur sem var lengi land-
vörður við Drekagil, og hlutverk
hennar verður að vera landvarðahús.
Húsið er 65 fermetrar að stærð og
verður upplýsingaaðstaðan mun
betri fyrir vikið. Þeir sem ferðast um
svæðið geta þangað sótt „kort af
svæðinu og upplýsingar um allt í
kringum Öskjuvatn og jarðsöguna
auk almennra upplýsinga um svæðið
og náttúruna“.
Uppbyggingin við Drekagil hefur
verið unnin með styrkjum frá poka-
sjóði, fjallasjóði ÁTVR og með styrk
frá fjárlögum. Mikið hefur einnig
unnist með mikilli sjálfboðavinnu
félaganna, en án hennar telur
Hilmar verkefnið varla hafa verið
gerlegt.
Segja má að tími hafi verið kominn
á að byggja upp á svæðinu sem um
ræðir, enda er þar mikil umferð á
sumrin. „Það er gríðarlega mikið af
útlendingum sem er þar á ferð.
Öskjusvæðið hefur mikið aðdrátt-
arafl fyrir erlenda ferðamenn. Gisti-
nætur í skálunum eru á 4. þúsund og
auk þess er mikið rennerí á fólki á
svæðinu. Þannig að það eru þúsundir
manna sem koma í heimsókn, jafnvel
yfir tugur þúsunda.
Flestir koma á eigin bílum eða
bílaleigubílum, en skipulögðum hóp-
ferðum hefur fækkað. Útlendingar
leigja sér í síauknum mæli jepplinga
og ferðast sjálfir um svæðið.“
Mikil uppbygging í félaginu
Ferðafélag Akureyrar er deild
innan Ferðafélags Íslands og telur
rúmlega 450 meðlimi. Þar af, segir
Hilmar, eru um 70-100 virkastir og
taka mikinn þátt í félagsstarfinu.
Margir í félaginu eru hættir að
ferðast en fylgjast með starfinu og
eru áskrifendur að árbók Ferða-
félags Íslands. „Síðustu 10-12 ár hef-
ur verið gríðarlega mikil uppbygg-
ing innan félagsins. Ferðir félagsins
hafa þó breyst mikið í áranna rás.
Áður var mikið um rútuferðir en nú
er besta þátttakan í gönguferðirnar.
Við gefum út ferðaáætlun í byrjun
vetrar, og höldum ferðakynningar
eftir það. Síðan eru ferðir auglýstar
á heimasíðu okkar og í Dagskránni.
Á haustin höldum við sviðamessu,
sem er uppskeruhátíð, og þar bjóð-
um við félögum, fararstjórum og
þeim sem unnið hafa í skálum félags-
ins upp á þjóðlega rétti eins og svið,
hangikjöt, uppstúf og rófustöppu.
Við höfum opið hús fyrsta fimmtu-
dag í hverjum mánuði og fáum til
okkar áhugasama. Margir koma og
spjalla, og við höfum stundum
myndasýningar úr ferðum okkar.
Þetta hefur mælst vel fyrir og yf-
irleitt koma um 20-30, jafnvel fleiri.
Við gefum einnig út ársritið Ferð-
ir þar sem farið er yfir starfið og sagt
frá ferðum liðins árs. Og svo nota
menn sumarið í að ferðast og ganga
á fjöll.“
Hálendismiðstöð risin við Drekagil
Ljósmynd/Ingvar Teitsson
Fjólubúð Húsið er hluti af viðamikilli uppbyggingu við Drekagil, en tvö önnur hús hafa verið byggð á sex árum. Í
því eru t.d. herbergi fyrir þrjá verði, gestamóttaka, upplýsingamiðstöð, setustofa, eldhús, vatnssalerni og geymsla.
Vígður Hilmar Antonsson, formaður FFA, heldur ræðu við vígslu Fjólu-
búðar, en Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, vígði skálann.
Ný upplýsinga-
aðstaða fyrir þús-
undir ferðamanna
Í HNOTSKURN
»Uppbygging hálendismið-stöðvarinnar hefur varað
síðustu sex ár.
»Á þeim tíma hafa veriðbyggð þrjú ný hús: Fjólu-
búð, nýr skáli fyrir ferðamenn
og hús með snyrtiaðstöðu.
»Ferðafélag Akureyrar hef-ur borið hitann og þung-
ann af starfinu.