Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 18
|þriðjudagur|17. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Tilviljun réð því að Elisabeth og Tummas Joensen í Skúfey í Færeyjum tóku ferðafólkið inn í líf sitt. » 21 ferðalög Hafi konur lítið af karlhorm- óninu testósteróni eftir tíða- hvörf eru þær líklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma. » 21 heilsa Sigurjón Friðrik Sigurðsson hefur brennandi áhuga á fjar- stýrðum bílum og spænir á þeim um holt og hæðir. » 20 tómstundir Það léttir lundina að flettabókum Höllu á Laugarbóli. Hún var aðsópsmikil húsfreyja á rausnarheimili og átti fjölda barna, en orti sér til hugarhægðar „fögur ljóð um guð, náttúruna, blómin, menn og málleysingja“, eins og um hana hefur verið sagt. Kunnust er hún fyrir ljóð sín við lög Sigvalda Kaldalóns, eins og Ég lít í anda liðna tíð eða Svanurinn minn syngur, og fleiri raunar. Er því við hæfi að fara með inngangserindið í fyrri ljóðabók hennar: Á Kaldalóns-tónum sér lyfta mín ljóð – hans lifandi gullvængjasmíði –, og þess vegna má ske þau gildi sem góð og gleðji sem vorblærinn þýði. Og tilgangur ljóðanna uppfylltur er – þótt öðlist þau ritdóminn svarta –, ef mættu þau smjúga sem geisli um gler í gleðisnautt einstæðingshjarta. Hún segir á einum stað: Spói minn! Ég þekki þig. Þú ert vinur tryggur, kemur til að kæta mig, hvar sem vegur liggur. Um heiðlóuna kveður hún: Hátt yfir holt og móa heiðblátt um loftið fer syngjandi lítil lóa, leikur og vaggar sér. Og um sólargeislann: Þú ert glaður, geisli minn! gerir skugga bjarta. Kom þú hér sem oftast inn og í hvers manns hjarta. Hér er svo að lokum Vorkvöld, lítil staka: Alltaf lifnar andi minn enda fjölga sporin, þegar græni gróðurinn gægist upp á vorin. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Hátt yfir holt og móa Við maðurinn minn, Ingi Rúnar Ell-ertsson skipstjóri, seldum íbúðinaokkar í Bryggjuhverfinu fyrir rúmuári og keyptum okkur íbúð á Spáni. Þar fórum við að vinna hjá íslenska fyrirtæk- inu Gloria Casa og höfðum það voðalega gott. Mánuði síðar fór Ingi að finna fyrir lasleika og greindist með illkynja krabbamein og var fluttur heim með sjúkraflugvél á vegum Mast- erCard, sem kenndi okkur hve mikilvægt er að vera vel tryggður. Ingi lést svo 1. sept- ember,“ segir Fjóla. Flugvallarbílstjóri og kaupkona Nú voru góð ráð dýr. Fjóla átti ekkert hér heima en íbúð á Spáni svo hún fór út og í byrj- un október byrjaði hún að vinna hjá Gloria Casa. Hún lét ekki þar við sitja heldur keypti sér stóran bíl og tók að sér flugvallarakstur, fór með og sótti fólk á flugvöllinn í Alicante. Hana langaði þó til að vera með sjálfstæðan rekstur og helst að eignast verslun. Vinkona hennar, Margrét Kjartansdóttir, sem rekur verslunina Marimekko í Reykjavík, taldi í hana kjark og endirinn varð sá að þær ákváðu að opna saman Green House verslun á Spáni. Auðveldlega gekk að fá húsnæði í íbúðahót- eli í Orihula-Costa, ör- skammt frá Torrevieja. Þar er líka skrifstofa Gloria Casa, stórmark- aður, skyndibitastaður og fleira. „Við fengum Gunnar Þorláksson til að brjóta niður veggi, mála og gera fínt, keyptum innréttingar í IKEA og pöntuðum vörur frá Danmörku. Þetta er fyrsta Green House verslunin í heim- inum en fyrirtækið hefur eingöngu verið með heimasölu fram að þessu, m.a. á Íslandi. Við seljum vandaðar, danskar vörur fyrir konur frá 25 ára og upp úr, fatnað sem passar á al- vöru íslenskar, já og norður-evrópskar konur en erfitt er að fá föt í stærðum yfir 14 á Spáni.“ Lagar sig að spænskum venjum Írar eru helstu viðskiptavinir Fjólu og reyndar Bretar, Norðmenn og Svíar auk Ís- lendinga. Fjóla ætlaði að hafa opið allan dag- inn en varð að laga sig að verslunarháttum Spánverja og loka milli 2 og 5 þegar menn njóta siestunnar en síðan er opið til níu á kvöldin, alla daga. Theódóra Ólafsdóttir vinn- ur hjá Fjólu í versluninni og einnig kona frá Wales. Hér áður var Fjóla verslunarstjóri hjá Nonna og Bubba í Keflavík og vann síðan hjá Debenhams. „Þetta er bráðskemmtilegt og ég kann vel að meta mannleg samskipti og að hitta fólkið sem hingað kemur,“ segir íslenska kaupkonan á Spáni. Enginn verslar um hádaginn á Spáni Verslunareigandinn Fjóla Sigurðardóttir kann vel við sig í Orihula-Costa á Spáni. Ekki grunaði Fjólu Sigurðar- dóttur að hún ætti eftir að setja upp verslun á Spáni þegar hún hélt þangað með manni sínum í fyrravor. En skjótt skipast veð- ur í lofti eins og Fríða Björns- dóttir komst að raun um þegar hún ræddi við Fjólu um atburði liðins árs og Green House versl- unina hennar í Orihula-Costa. ÞEGAR heitt er í veðri er fátt betra en hressilegt bað og virðist þá gilda einu hvort um er að ræða dýr eða menn. Fílsunginn Tika fær hér góða sturtu hjá dýrahirðinum Fi- lipe von Gilsa við dýragarð- inn í Wuppertal í Þýskalandi. Tika, sem fæddist 13. júlí, er þegar orðinn eftirlæti þeirra sem dýragarðinn heimsækja. Reuters Hressandi bað NÝ RANNSÓKN leiðir í ljós að eftir því sem aldurinn færist yfir á fólk erfiðara með að skilja brandara þar sem það dregur úr sveigjanleika, rökleiðslu og skammtímaminninu með hækkandi aldri. Rannsakendur við Washington- háskóla prófuðu fjörutíu heilbrigða ein- staklinga yfir 65 ára aldri og jafnmarga háskólanema til að ganga úr skugga um kímnigáfuna. Lögð voru ýmis próf fyrir fólkið sem fólust m.a. í því að velja réttu endingarnar á brandara og sögur sem framkölluðu hlátur viðstaddra. Í ljós kom að þeir yngri gerðu mun betur í prófunum en þeir sem eldri voru. Að sögn rannsakenda var ekki verið að reyna að finna út hvað fólki fyndist fynd- ið, heldur hvort fólk fattaði það sem álit- ið væri fyndið. Niðurstöðurnar leiða í ljós grundvallarmun á þeim eldri og yngri á vitrænu gangverki í garði kímni- gáfunnar. Og þar koma þeir yngri sterk- ar inn en þeir sem eldri eru, að því er sagði nýlega á netmiðli NBC. Hækkandi aldur dregur úr kímnigáfunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.