Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 19
Fréttir á SMS
tíska
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 19
Eftirvæntingin leyndi sér ekki
meðal Héraðsbúa þegar dans-
leikjahald hófst á ný í Valaskjálf í
vor með balli með Magna og fé-
lögum. Toyota bauð öllum sem
komu í reynsluakstur á ballið. Bið-
röðin í aksturinn – og þar með eft-
ir miðum – var tvöföld og náði yfir
allan sýningarsal Toyota á Egils-
stöðum.
Tíð eigendaskipti hafa verið á
félagsheimilinu eftir að sveitarfé-
lagið seldi það fyrir um það bil
áratug. Hótelið hefur alltaf verið
rekið en lítið var um samkomu-
hald frá sumarlokum 2005. Vala-
skjálf er í huga íbúanna annað og
meira en partístaður. Sem dæmi
má nefna ýmsar veislur sem þar
hafa verið haldnar, leikverk og
geisladiskamarkaði.
Þorstinn eftir samkomuhúsnæði í
þéttbýlinu á Egilsstöðum sýndi sig
í sveitarstjórnarkosningunum í
fyrravor þegar ítrekaðar spurn-
ingar komu fram um hvað fulltrú-
ar flokkanna ætluðu til bragðs að
taka. Sumir vildu kaupa Valaskjálf
aftur, aðrir nefndu að aðilar hefðu
sýnt áhuga á að leigja húsnæði í
miðbæ Egilsstaða undir partístað.
Sá partístaður hefur ekki enn
sést, en sveitarfélagið kemur að
rekstri félagsheimilisins sam-
kvæmt samningi sem gerður var í
vor.
Í millitíðinni var skipuð nefnd
til að meta kosti um samkomuhús
á Héraði. Íbúarnir sýndu líka
áhuga sinn þegar forsvarsmenn
bændahátíðar söfnuðu um eitt
þúsund undirskriftum til kröfu um
úrlausn á samkomuhúsmálum.
En lokun Valaskjálfar kann ef
til vill að hafa kennt mönnum að
meta nýja staði. Sviðslistirnar
færðust á tímabilinu út í gömlu fé-
lagsheimilin í sveitinni og þorra-
blótin í íþróttahúsin. Líklega
verða þau þar til framtíðar.
En fyrir skemmtanir þar sem
mæta um og yfir tvö hundruð
manns er ekkert hús á svæðinu
sem jafnast á við Valaskjálf.
Valaskjálf heldur áfram að skapa
umræður í samfélaginu. Það sann-
aðist fyrir skemmstu þegar for-
svarsmenn staðarins auglýstu
„kjötkvöld“ þar sem stelpur í
stuttum pilsum áttu að fá frítt inn
og skot á barnum. Viðbrögð sam-
félagsins komu skýrt fram. For-
maður jafnréttisnefndar gagn-
rýndi auglýsinguna í fjölmiðlum
og fáir ku hafa mætt á atburðinn.
Reyndin var önnur um seinustu
helgi þegar Dúndurfréttir og Buff
komu í heimsókn. Á ballinu gat
maður vart snúið sér og á tónleik-
unum voru ekki nógu mörg sæti.
Í lok tónleikanna risu áhorf-
endur tvívegis úr sætum í lokin og
hylltu hljómsveitina.
Hljómsveitarmeðlimir virtust líka
kunna að meta viðtökurnar. „Við
erum búnir að tala um það tvö
þúsund sinnum að koma austur,“
sagði söngvarinn Pétur Guð-
mundsson. Og það bara á einum
mánuði.
EGILSSTAÐIR
Eftir Gunnar Gunnarsson
mönnuð í liðinu. Þess í
stað tók hún sér stöðu í
vörninni og líkar vel.
Hlutirnir gerast
hratt í sparkheimum og
strax eftir þriðju æf-
inguna var dóttir Vík-
verja valin í b-liðið og
gert að mæta til leiks.
Ekki mátti Víkverji
fyrir sitt litla líf missa
af þeim viðburði og
strauk úr vinnunni á
miðjum degi. Hjartað
sló hratt þegar þeirri
stuttu var skipt inn á í
byrjun síðari hálfleiks.
Stóð hún sína plikt í
vörninni með ágætum,
að meðreiknuðu reynsluleysi, enda
þótt leikurinn tapaðist. Að vísu hafði
gleymst að gera henni grein fyrir því
hvernig bera á sig að þegar boltinn
fer úr leik, þ.e. að taka innkast, en
margt lærist í djúpu lauginni.
Ætli það sé nema mánuður síðan
dóttirin hlaut þessa eldskírn en eigi
að síður hefur hún leikið marga leiki
síðan, nú síðast á fjölmennu Pæju-
móti í Kópavogi um helgina. Áhug-
inn dvínar síst og ekki dró dýrðin
kringum mótið úr honum. Páll Ósk-
ar mætti m.a.s. á svæðið og tók lag-
ið.
Er á meðan er.
Mikill knatt-spyrnuáhugi er
á heimili Víkverja. Sá
áhugi hefur einkum og
sér í lagi verið bundinn
við karlpeninginn – þar
til nú. Þannig er nefni-
lega mál með vexti að
ellefu ára gömul dóttir
Víkverja lýsti því yfir á
dögunum að hún ætl-
aði að mæta á æfingu
hjá hverfisliðinu. Kom
þessi yfirlýsing eins og
þruma úr heiðskíru
lofti enda hefur dótt-
irin ekki sýnt knatt-
spyrnu minnsta áhuga
fram að þessu. Víkverji
tók þessu mátulega alvarlega í
fyrstu en ók dótturinni á æfinguna
sem hann var hér um bil sannfærður
um að yrði sú fyrsta og síðasta á
þeim ferli. Öðru nær.
Dóttirin var hin ánægðasta eftir
æfinguna og tilkynnti strax að henni
lokinni að hún ætlaði aftur. Það
gerði hún og eftir æfingu númer tvö
var hún enn ákveðnari. Þá varð ekki
hjá því komist að festa kaup á helsta
búnaði, takkaskóm og legghlífum,
svo sú stutta væri samkeppnisfær.
Upphaflega ætlaði hún að vera í
marki en snerist hugur á fyrstu æf-
ingunni þar sem sú staða ku vera vel
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
úr bæjarlífinu
TÍSKUSTRAUMAR setja svip
sinn á bikiní og baðfatnað ekki
síður en aðrar flíkur. Að öllu
jöfnu koma breytingar á þessari
tegund fatnaðar þó ekki svo mik-
ið inn á klæðasvið okkar Frónbúa
– nema svona fyrir stöku sólar-
landaferð.
Þegar sólin skín hins vegar
jafnglatt í heiði og undanfarið er
full ástæða til að kynna sér bað-
fatatískuna, og bikiníin og bað-
fötin sem hér sjást til hliðar ættu
að gefa vísbendingu um þá
strauma sem væntanlegir eru í
sundfatnaði á næstunni – enda
hluti af Mercedes-Benz-sundfata-
tískusýningunni sem haldin var á
sólríkum slóðum í Miami í Flórída
sl. föstudag.
Svart með blúndum Dömulegur
bolur úr Becca sundfatalínunni.
Munsturgleði Líflegur og efnislítill
sundbolur frá Shay Todd.
Hinn innri tígur Bikiní með blettadýra-
munstri úr smiðju ljóshærðu söngkon-
unnar Jessicu Simpson.
Reuter
Frumlegt Sundbolur úr Miss
Bikini línunni.
Litríkt í sólina Sundbolur frá Re-
becca Virtue fyir Becca.
Sundfatn-
aður fyrir
sólríka
sumardaga
Falleg 90 fm íbúð á
2. hæð í góðu fjölbýli
í Grafarholti. Rúm-
góð og björt stofa
með útgangi á stórar
svalir til suðurs, 2
herbergi með skáp-
um og baðherbergi,
flísalagt í gólf og
veggi. Þvottaher-
bergi innan íbúðar.
Parket og flísar eru á
gólfum. Snyrtileg sameign. Ræktuð lóð með leiktækjum.
GÓÐ ÍBÚÐ SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Verð 23,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, þriðjudag, frá kl. 17.00 - 19.00.
ÍBÚÐ MERKT 0202
Verið velkomin
Breiðavík 13
Góð 3ja herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 17.00 – 19.00
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg.
fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Laus veiðileyfi í Þverá í Fljótshlíð eru til sölu.
Verð í júlí er kr. 14.900 en fer lægst niður í
kr. 8.900 í september.
Meðalveiði undanfarin 4 ár er um 130 laxar á
ári og auk þess um 300 silungar. Jafngjöful og
ódýr laxveiðiá er vandfundin. Auk þess er
umhverfið stórbrotið og sögufrægt. Aðeins 90
mínútna fjarlægð frá Reykjavík.
4 stangir og veiðhús sem hýst getur 12 manns.
Nánari upplýsingar á vef svfr.is
Ódýr laxveið i
í fögru umhverf i