Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um Ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu ljósmyndum og sendu inn í ljósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim.     H im in n o g h a f / S ÍA Sigurjón var 12 ára gamall þegar hanneignaðist sinn fyrsta fjarstýrða bíl enhann hafði heillast af rafmagnsbílsem hafði orðið á vegi hans. Fjar- stýrðu bílarnir þurftu að víkja fyrir skellinöðr- um og öðrum stærri tólum þegar hann öðlaðist aldur fyrir þau en fyrir sex árum tók hann upp þráðinn aftur þegar hann rambaði inn á keppni í Mosfellsbæ. Þar var búið að teppaleggja heil- an íþróttasal og kostaði lítið að vera með í keppninni og var í rauninni eini kostnaðurinn sá að fjárfesta í bíl til að keppa. Sigurjón hefur ekki sleppt þræðinum síðan. Tröllatrukkar vinsælastir „Það er langmest sóst eftir tröllatrukkunum því það er hægt að keyra þá allsstaðar. Menn eru að keyra þetta í snjó, á ís, úti í móa og á malbikinu eða hreinlega út um allt,“ segir Sig- urjón aðspurður hvað sé vinsælast í sportinu og hvar sé best að byrja. Bílar sem þessir ná mjög mikilli ferð, hátt í 90 km/klst og því eru þeir fljótir að fara um víðan völl. Það er því mikilvægt að koma upp svæði þar sem fólk getur æft sig. Sigurjón sýndi blaðamanni nokkra góða takta á fjarstýrðum tröllatrukk, en hann segir byrjunarpakkann í þesskonar bílum vera um 50 þúsund og sinn bíl keypti hann hjá Tóm- stundahúsinu. „Bíllinn er 2,9 hestöfl og nær svona 75-80 km/klst eins og hann er núna. Hann er fjór- hjóladrifinn, með átta dempara, mismunadrif að framan og aftan, tvöfaldar diskabremsur á drifskaftið og þrjá gíra“ og hljómar nánast eins og kappakstursbíll á fullri gjöf þegar hann skiptir upp gírana. Ódýrt og skemmtilegt Hvað rekstur varðar segir Sigurjón að það sé ekki mikið að bila í þessum fjarstýrðu bíl- um. Það eru helst drifsköft sem fara hjá þeim sem eru að djöflast og eru drifsköftin bæði ódýr og einfalt að skipta um þau. Dekkjagang- ar geta líka kostað sitt og oft vill fólk eiga nokkra mismunandi ganga svo hægt sé að ná öllu út úr bílnum við mismunandi aðstæður. Sigurjón hefur tvisvar orðið íslandsmeistari og hefur lagt talsverðan metnað í áhugamálið. Hann hefur meðal annars hannað sjálfur grindina í bílinn en hún var laserskorin fyrir hann. Þannig var bíllinn lengdur örlítið og þyngdarpunkturinn lækkaður sem getur skipt miklu máli þegar komið er í keppni. Bíllinn hans Sigurjóns er orðinn talsvert mikið breyttur. „Þessi bíll er með áldempara, fjöðrunarbreytingu sem breytir afstöðunni á hjólunum, bíllinn er líka með öflugri servomót- ora, stærri 3 hestafla vél, ál drifhús og svo önn- ur dekk,“ segir Sigurjón þegar hann gefst upp á upptalningunni enda hægt að tína margt til þegar keppnisbíll er hannaður. Sigurjón segir þó aðstöðuleysi standa sport- inu fyrir þrifum, það hafi fengist aðstaða bæði á Akureyri og Akranesi en enn vanti svæði á höfuðborgarsvæðinu sem sé bagalegt því áhorfendur mæti ekki nema aðstaðan sé góð. ingvarorn@mbl.is Frábært fjör fyrir fullorðna með fjarstýrðum bílum Morgunblaðið/ÞÖK Flinkur Sigurjón Friðrik Sigurjónsson á fjóra fjarstýrða bíla, tvo rafmagnsbíla og tvo bens- ínbíla, og keppti hann á stærsta bílnum um síðustu helgi. Bíllinn er 2,9 hestöfl og nær svona 75-80 km/klst eins og hann er núna. Hann er fjórhjóladrifinn, með átta dempara, mismunadrif að framan og aftan, tvöfaldar diskabremsur á drifskaftið og þrjá gíra. Sigurjón Friðrik Sigurjónsson var tólf ára þegar hann fékk dellu fyrir fjarstýrðum bílum. Dellan greip hann á ný og nú stundar hann keppni með fjar- stýrðum bílum af kappi. Ingvar Örn Ingvarsson sá hann munda fjarstýringuna. Morgunblaðið/ÞÖK Gaman Bensínbílarnir heilla flesta og kostar góður bíll með fjarstýringu um 50.000 kr. Morgunblaðið/ÞÖK Tætandi Tröllatrukkurinn tætir í mölinni enda fisléttur og tæp þrjú hestöfl. http://sbki.is/ tómstundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.