Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LANDIÐ OG FERÐAMENNSKAN
Ífréttaskýringu, sem birtist á for-síðu Morgunblaðsins í gær kem-ur fram, að á árinu 2005 hafi
fjöldi erlendra ferðamanna verið um
370 þúsund en árið 1949 voru þeir
rúmlega 5000 talsins. Ferðamála-
stofa hefur reiknað út að á árinu 2015
gæti fjöldi erlendra ferðamanna orð-
ið um 640 þúsund manns.
Síðan er vitnað til Magnúsar Odds-
sonar, ferðamálastjóra og í framhaldi
af því segir:
„Allar forsendur eru fyrir því að ná
áframhaldandi vexti í ferðaþjónustu
á Íslandi, að mati Magnúsar, en mikla
og margþætta vinnu þurfi til að
tryggja samkeppnishæfi. Þar sé lyk-
ilatriði að jafna enn frekar dreifingu
erlendra gesta á landshluta og
minnka árstíðasveifluna til að vinnu-
afl í ferðaþjónustu nýtist betur.“
Það er engin spurning um, að þeir,
sem hafa unnið að uppbyggingu
ferðaþjónustu á Íslandi síðustu hálfa
öld hafa unnið merkilegt starf. Í ár-
daga höfðu fáir trú á því að þetta
starf mundi skila nokkru, sem máli
skipti í þjóðarbúið. Nú leikur enginn
vafi á því, að það hefur borið ríkuleg-
an ávöxt.
Þegar hér er komið sögu er meira
umhugsunarefni hversu marga er-
lenda ferðamenn landið getur borið.
Það eru vísbendingar um að því séu
takmörk sett. Árum saman hafa þeir,
sem komið hafa í Landmannalaugar
séð að þar hefur átroðningur ferða-
manna, innlendra sem erlendra, verið
orðinn of mikill. Sumir hafa haft
áhyggjur af Herðubreiðarlindum af
sömu ástæðu.
Náttúru Íslands getur verið hætta
búin, ekki bara vegna framkvæmda
heldur líka vegna of mikillar umferð-
ar um landið. Þess vegna er ekki
endilega víst, að það sé eftirsóknar-
vert að auka fjölda ferðamanna, sem
hingað koma frá ári til árs.
Landmannalaugar og Herðubreið-
arlindir, Askja og Lónsöræfi, Jökul-
firðir og Hornstrandir, Þjórsárver,
allt eru þetta takmarkaðar auðlindir.
Það er hægt að eyðileggja þessa
fögru staði með of mikilli umferð,
hvort sem er fólks sem er gangandi,
fer um á bílum eða hestum.
Ein aðferð til þess að takmarka
nýtingu þessara auðlinda er einfald-
lega að taka gjald fyrir að njóta
þeirra. Sú hugsun hefur verið fólki
fjarlæg fram að þessu en er hún það
lengur?
Það er alla vega tímabært að ræða
þessi mál, að við hugsum um þau, rök-
ræðum þau og komumst að niður-
stöðu.
Það er ekki sjálfsagt lengur að
stefna að stöðugri fjölgun erlendra
ferðamanna til Íslands ár eftir ár og
líta á hvern áfanga sem mikinn sigur.
Haldi þessi þróun áfram getur hún
snúizt upp í andhverfu sína.
Þeir sem hafa byggt þessa atvinnu-
grein upp þurfa að taka þátt í þeim
umræðum. Ekki líta á þær, sem
fjandskap við þá uppbyggingu enda
ekki endilega víst að fjöldinn segi allt
um arðsemi hennar.
RIFIÐ TIL ÞESS EINS AÐ RÍFA ÞAÐ?
Í síðustu viku var rifið hús á Fá-skrúðsfirði sem gengið hefur und-
ir nafninu Manon. Nafnið er dregið af
skútu sem strandaði í Skálavík árið
1924, en húsið var byggt úr þeim viði
sem nýtanlegur var úr skútunni, og
var sem slíkt minnisvarði um ákveðið
tímabil í atvinnusögu Íslands. Sagt
var frá niðurrifi hússins í Morgun-
blaðinu sl. föstudag og þá vitnað í orð
Alberts Eiríkssonar, forstöðumanns
safnsins Fransmenn á Íslandi. Haft
er eftir Alberti að honum sýnist „sem
húsið hafi verið rifið til þess eins að
rífa það“. Og ennfremur að húsið hafi
verið í „góðu ásigkomulagi og að auki
fallegt“. Hann undrast að „engar
áætlanir um fyrirhugaða notkun á
lóðinni hafi verið lagðar fram“.
Samkvæmt lögum um húsafriðun
þarf ekki að leita álits Húsafriðunar-
nefndar ríkisins varðandi niðurrif
húsa sem byggð eru eftir 1918. Man-
on-hús er byggt eftir þann tíma. Það
hafa þó lengi þótt góðar verklags-
reglur að leita álits Húsafriðunar-
nefndar um óvenjuleg hús sem byggð
eru eftir 1918, ekki síst ef þau eru tal-
in hafa menningarsögulega þýðingu
eða vera mikilvæg byggingararfleifð-
inni. Þannig er fátítt að hús sem eiga
sér óvenjulega byggingarsögu, líkt
og Manon-húsið, eða tengjast at-
vinnu- eða byggðasögu landsins, líkt
og það gerði, séu rifin án þess að leit-
að sé eftir eftir umsögn Húsafriðun-
arnefndar. Eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst er ljóst að ekki var
leitað eftir slíkri umsögn í þessu til-
tekna tilviki. Hér verður ekki lagður
dómur á það hvort húsið hafi átt að
varðveita eða ekki, enda þarf sér-
fræðinga til að álykta um slíkt. En
þar sem fyrir liggur að húsið var í það
góðu ásigkomulagi að enga brýna
nauðsyn bar til að rífa það – svo sem
af öryggisástæðum – virðist sú
ákvörðun byggingaryfirvalda á Fá-
skrúðsfirði að ráðast í niðurrifið van-
hugsuð. Það að ekkert virðist liggja
fyrir um nýtingu lóðarinnar sýnir
best hversu illa ígrundaður gjörning-
urinn var.
Af þessu má draga þann lærdóm að
lög um húsafriðun á Íslandi duga ekki
til að varðveita byggingararfleifðina
með viðunandi hætti. Í raun er ótrú-
legt að einungis hús sem byggð eru
fyrir 1918 skuli njóta verndar, nema
til komi sértækar aðgerðir. Það þýðir
í raun að hægt er að ganga framhjá
áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins
við niðurrif byggingarsögu okkar eft-
ir þann tíma, þ.e.a.s. ef nefndin hefur
ekki beitt sértækum aðgerðum. Þess-
um tíma tilheyra til að mynda nánast
öll steinhús á landinu; höfundarverk
flestra bestu arkitekta landsins, svo
sem Guðjóns Samúelssonar og fleiri.
Er ekki ljóst að þessum lögum þarf að
breyta svo ekki verði fleiri hús rifin
„bara til þess að rífa [þau]“? Vinnu-
brögð sem þessi á Fáskrúðsfirði ættu
ekki að þekkjast.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Gauta Sigþórsson
g.sigthorsson@gre.ac.uk
Sýning Hreins Friðfinns-sonar í Serpentine Galleryvar opnuð í gær. Sýn-ingastjóri gallerísins,
Kitty Scott, segir tildrög sýningar
Hreins Friðfinnssonar vera þau að
Ólafur Elíasson og Kjetil Thorsen
voru valdir til þess að hanna árleg-
an garðskála, Serpentine Pavilion.
Þá var farið að leita að sýningu sem
myndi kallast á við skálann, og
Ólafur lagði til að leitað yrði til
Hreins. „Okkur þótti sýn Hreins á
landslag og náttúru vera góð við-
bót. Hreinn brúar eiginlega bilið á
milli gallerísins og skálans,“ segir
hún.
„Hér gefst tækifæri til að sýna
verk Hreins á alþjóðlegum vett-
vangi. Fólk kemur til London úr
öllum heimshornum til að sjá sam-
tímalist. Í þessari sýningu kemur
fram hugsunarháttur og sýn sem
við sjáum ekki oft. Það er eitthvað
mjög einstakt við það.“
Tækni og tímaskyn
Hreinn vinnur með marga ólíka
miðla. Til að afhjúpa breiddina í
verkum hans þurfti að velja verk af
mörgu tagi, málverk, ljósmyndir,
teikningar, skúlptúr og ritmál. Því
eru sum verka hans endurgerð, oft
mörgum árum eftir að upprunalegu
eintökin hafa eyðilagst, iðulega af
fyrirætlan.
„Töluvert af mínum verkum er
dálítið forgengilegt,“ segir Hreinn.
„Þau eru skammlíf – úr þannig efni
og ekki gerð með það fyrir augum
að þau endist. Þá þarf bara að gera
þau aftur ef þetta er þannig efnivið-
ur – stundum svokölluð „ready
made“ úr verksmiðjuframleiddu
efni.“ Hann hefur þó lent í vand-
ræðum við að finna efnið aftur
seinna meir, t.d. pappakassa. „Þeir
voru bara úr kjörbúðinni, og það
var mikilvægt að það væri ekkert
prent á þeim, en nú eru þeir allir
prentaðir með endurvinnslumerk-
inu. Þegar verið er að endurgera
verk frá því fyrir tíma endur-
vinnslumerkisins þarf að búa kass-
ana sérstaklega til.“
Verkin voru einnig valin út frá
því hvað gengi upp í heimilislegu
rými Serpentine, hvernig mætti
raða þeim saman til að mynda há-
punkta og lágpunkta líkt og í tón-
list. „Þótt ég geri ekki ráð fyrir að
Hreinn myndi orða það þannig,“
segir Kitty Scott, „þá er í verkum
hans er ákveðin útjöfnun, eins kon-
ar heimur án stigskipunar þar sem
allt hefur gildi og merkingu. Ekk-
ert er öðru heilagara eða verðmæt-
ara.“
„Annað markvert við Hrein er að
hann er listamaður sem notar ekki
tölvu,“ bætir hún við. „Það er eins
og hann hafi ekki alveg gengið inn í
tölvuöldina. Ef maður lítur yfir
verkaskrá hans eru nokkur verk
sem sýna tækninýjungar (t.d. Song,
1992-2000, þar sem hljóð er „teikn-
að“ á bláan bakgrunn með
sveiflusjá), en á hve mörgum sam-
tímalistasýningum sést hvergi víd-
eó? Mér finnst það mjög lýsandi
fyrir Hrein að það er engin mynd-
bandslist á þessari sýningu.
Þetta tengist tímaskyninu í verk-
um Hreins,“ segir hún. „Í mínum
huga fjalla verk hans um tíma sem
líður hægt. Allt fer fram með hægð.
Verk Hreins fjalla um allar litlu
uppgötvanirnar sem þú gerir ef þú
tekur eftir umhverfi þínu.“
Saga húss í ólíkum miðlum
Eitt verkanna á sýningunni er
„House Project“, sextán ljósmyndir
af kofa sem Hreinn smíðaði í Kap-
elluhrauni árið 1974. Innviðir kof-
ans snúa út – húsið er á ranghverf-
unni. „Það hús er fallið fyrir nokkru
síðan, það var látið veðrinu eftir.
Hið eiginlega verk er því heim-
ildaefnið og þeir textar sem eru til
skýringar um tildrögin og hver
hugsunin var með því að byggja
þetta hús. Húsið sjálft var ekki ætl-
að sem staður eða skúlptúr til að
heimsækja. Það hefur síðan orðið
veðri og vindum að bráð og nú er
bara eftir spýtnabrak sem þarf að
sópa saman. Saga þessa húss sem
mannvirkis er liðin, en þessi annáll
um tilurð þess heldur áfram
til og er safnhlutur.“
Hreinn segir þessari hús
ekki lokið, því hann hefur a
hverfu hússins, „Second H
smíðum fyrir haustið. „Það
hús, nema það er komið me
járnið utan á sig – ranghve
viðsnúið. Það verður varan
mun standa í skúlptúrgarð
Kerguhenneck á Bretagne
Á sýningunni eru verk a
1965 og því er ljóst að hún
og fremst yfirlit yfir feril k
ils samtímalistamanns. Hr
Hreinn Friðfinnsson
tímanum í Serpentin
Listferill Hreins Friðfinnssonar spannar á fimmta á
eru verk hans samt nýjung, því sýningin er hans fy
Stjórnandinn Kitty Scott segir sýningu Hreins vera alveg einsta
Listamaðurinn Hreinn segir það mikla upphefð að vera boðið a