Morgunblaðið - 17.07.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 23
m að vera
ssögu þó
and-
House“, í
ð er sama
eð báru-
erfa húsið
nlegt og
ðinum í
e-skaga.“
allt frá
er fyrst
kraftmik-
reinn seg-
ir það upphefð að vera boðið að
sýna í Serpentine Gallery, en svar-
ar af hógværð þegar hann er spurð-
ur um þemu sýningarinnar, og
leggur áherslu á samstarfið við sýn-
ingarstjórann. „Ef hún setur fram
spurningar er ég meira eins og að-
stoðarmaður. En ég geri líka eina
eða tvær teikningar sem eru hér í
rýminu og af því. Þannig er líka
eitthvað í sýningunni frá 2007 –
segja má að síðasta fingrafarið sé
frá þessu ári.“
Kitty Scott minnist sérstaklega á
örlæti Hreins og sjálfsöryggi sem
listamanns. „Ég myndi segja að
hann skapaði sín verk líka í gegnum
fólk. Við sýningarstjórn vakna ótal
spurningar, og hann svarar á móti:
„Hvað finnst þér?“ Hann vill fá sýn
annarra á það hvernig verkin verða
og hvernig litið verður á þau. Það
er viss ábyrgð að standa undir – en
auðvitað er ánægjulegt að vera boð-
ið að axla hana.“
n hægir á
ne Gallery
áratug, en í London
yrsta á Bretlandseyjum
Morgunblaðið/Gauti Sigþórsson
aka.
http://www.serpentinegall-
ery.org/
» Verk Hreins fjalla
um allar litlu upp-
götvanirnar sem þú
gerir ef þú tekur eftir
umhverfi þínu.
að sýna í Serpentine Gallery.
Ámiðöldum og allt fram á18. öld var mikið magnbrennisteins flutt út fráÍslandi til púðurfram-
leiðslu í evrópskum vopnabúrum.
Hinn íslenski brennisteinn var ein
meginforsenda þess að Evrópubúar
náðu að leggja undir sig heiminn og
átti þar með þátt í að móta þá
heimsmynd sem við búum við í dag!
Talið er að púðrið hafi verið fund-
ið upp í Kína í kringum árið 1000 en
þar var það notað í flugelda og
frumstæð eldvopn. Um 200 árum
síðar barst púðrið svo til Evrópu.
Þannig er minnst á það árið 1267 í
riti hins enska fransiskusarmunks
og heimspekings Roger Bacon. Í
dulmálstexta þar má finna fyrstu
þekktu uppskriftina að púðri: „Úr
saltpétri og brennisteini má skapa
eld, kunnir þú þá list!“
Lítill vafi leikur á því að púður
barst til Evrópu með aröbum og að
mikilvægasta hráefnið í það – salt-
pétur – kom fyrst um sinn til Vest-
urheims fyrir tilstilli verslunarleið-
angra sem farnir voru landleiðina
til Indlands. Er Tyrkir náðu Konst-
antínópel á sitt vald árið 1453 var
klippt á þau viðskiptatengsl. Fyrir
vikið varð það nú afar þýðing-
armikið að finna sjóleiðina til Ind-
lands til að nálgast hinn dýrmæta
og mikilvæga saltpétur; það var svo
góður kaupbætir að hægt var að
græða vel á verslun með krydd!
Bengal-hérað varð síðar að saltpét-
urforðabúri heimsins en í Fort Wil-
son, núverandi Kalkútta, sátu Eng-
lendingar löngum að einokun á
saltpéturmarkaðnum. Þetta leiddi
til þess að framleiðsla saltpéturs
hófst í Evrópu og t.a.m. var mikið
magn hans unnið í Svíþjóð úr upp-
söfnuðum dýraskít.
Um 1350 höfðu Evrópubúar náð
fullum tökum á þessari nýju upp-
finningu og voru þá orðnir færir um
að búa til púður, sem jafnast nánast
á við það sem framleitt er í dag.
Þrátt fyrir þetta liðu 150 ár áður en
púðurvopn urðu einráð á evrópsk-
um vígvöllum og Evrópumenn tóku
fyrir alvöru að leggja undir sig
heiminn.
Upphaf púðurframleiðslu hafði
gríðarlega þýðingu í mótun þeirrar
heimsmyndar sem við búum við í
dag og fullyrða má að aðeins nú-
tímaörflögur hafi haft sambærileg
áhrif á sögu og þróun mannkynsins.
En hvernig tengist allt þetta Ís-
landi? Tengslin eru margþætt eins
og við munum sjá af því sem hér fer
á eftir. Um 200 ára skeið var Ísland
gríðarlega mikilvægur hlekkur í
stríðsvél Evrópu. Ísland bjó yfir
brennisteini – hinu gula gulli – og
brennisteinn var annað meg-
inhráefnið sem notað var við púð-
urgerð. Það var aðgengilegt og til-
tölulega auðvinnanlegt. Finna mátti
brennistein víðar í Evrópu, t.d. á
Sikiley, en þar lá hann dýpra í berg-
inu og erfiðara var að vinna hann.
Þannig var það ekki fyrr en í byrjun
18. aldar sem Sikiley leysti Ísland
af hólmi sem mikilvægasta upp-
spretta brennisteins á Evr-
ópumarkaði – en þá var hægt að
flytja þaðan brennisteinn hraðar,
betur og ódýrar en frá Íslandi.
Það leikur sem sagt enginn vafi á
því að það voru Evrópubúar sem
þróuðu púður svo hægt væri að
nota það í fallbyssur og skotvopn.
Þetta átti sér stað á 14. öld og þró-
unin var svo hröð að þegar um 1350
mátti finna nokkurt magn púðurs
og kúlna víðs vegar í evrópskum
vopnabúrum.
Árið 1350 skrifaði munkurinn
Francesco Petrarch um fyrstu fall-
byssurnar sem skutu upp kollinum
á vígvellinum vítt og breitt um Evr-
ópu: „Þessi verkfæri, sem skjóta
járnkúlum með miklum hávaða og
eldglæringum, voru afskaplega
sjaldgæf fyrir fáeinum árum og
vöktu þá mikla undrun og aðdáun.
Nú eru þau hins vegar engu sjald-
séðari en önnur vopn. Svo frjór og
fær er mannshugurinn um að læra
erfiðustu listir!“
Brennisteinn frá Íslandi
Við Gásir í Eyjafirði hafa forn-
leifafræðingar frá Fornleifastofnun
Íslands á vegum Minjasafnsins á
Akureyri grafið upp fyrsta brenni-
steinsverslunarstaðinn sem vitað er
um. Hann er frá 14. öld og þar var
ekki eingöngu verslað með brenni-
stein heldur var hann líka hreins-
aður á staðnum þannig að hann
hentaði til púðurgerðar!
Brennisteinn finnst víða á jarð-
hitasvæðum á Íslandi og þar var
hann grafinn upp. Hestar voru síð-
an notaðir til að flytja hann til sjáv-
ar og þar var honum pakkað í tunn-
ur til útflutnings.
Brennisteinn var fluttur út frá
Íslandi allt frá 12. öld. Hann var
notaður við víngerð í suðrænum
löndum en þar voru vínámurnar
sótthreinsaðar með brennisteini áð-
ur en þær voru fylltar víni. Eft-
irspurnin jókst þó verulega á 14. öld
er Evrópubúar hófu að framleiða
púður og skotvopn.
Brennisteinninn var seldur í mis-
munandi gæðaflokkum:
1 tunna af óhreinsuðum brenni-
steini – jafngildi einnar tunnu af
mjöli eða 30 fiska
1 tunna af hreinsuðum brenni-
steini – jafngildi tveggja tunna af
mjöli eða 60 fiska
1 tunna af bræddum brennisteini
– jafngildi þriggja tunna af mjöli
eða 90 fiska
Þeir fjölmörgu munir sem fund-
ist hafa við uppgröftinn á Gásum
varpa aukinni birtu á hversdagslíf
íslenskra bænda í byrjun 15. aldar
en framlag þeirra gerði mönnum
annars staðar í Evrópu kleift að
nota í stríðsátökum vopn sem voru
mun öflugri og höfðu meiri eyði-
leggingarmátt en áður hafði þekkst.
Eflaust hafa íslenskir bændur verið
lítt meðvitaðir um þetta en eftir
sem áður má tengja hinn stöðuga
gröft þeirra eftir „hinu gula gulli“
það að konungum og furstum var
steypt af stóli, landamærum var
breytt og gríðarlegir fjármunir
fluttust manna á milli. Allt vegna
brennisteinsins frá eldvirkum
svæðum á Íslandi. Íslenskir bænd-
ur hafa líkast til talið sig fá prýði-
lega greitt og trúlegt er að brenni-
steinsverslunin hafi um skeið verið
mikilvæg fyrir íslenskan efnahag
en á hitt ber að benda að verðmæti
brennisteinsins þrítugfaldaðist hér
um bil áður en hann komst á leið-
arenda í evrópskum vopnabúrum!
Púðurvopnin gegndu æ mik-
ilvægara hlutverki, stórar og skil-
virkar fallbyssur með mikinn eyði-
leggingarmátt voru byggðar og um
alla Evrópu var brennisteinn og
saltpétur notaður til púðurfram-
leiðslu. Innan skamms var vart
hægt að standa í stríðsrekstri án
púðurs og fallbyssna og sá sem átti
nóg af hvoru tveggja gat verið
býsna sigurviss.
Eins og títt er um nýjungar
spunnust fljótt dulúðlegar sögur
um púður og var það ekki síst trú
manna að djöfullinn sjálfur leyndist
í svörtu púðrinu. Þegar hleypt var
af fallbyssu skaust hann svo út með
kúlunni, í reykjarkófi og eldglær-
ingum. Ein sagan segir frá biskupi
nokkrum sem ætlaði sér að kanna
sannleiksgildi þessarar sagnar með
vísindalegum hætti. Hlóð hann
tvær fallbyssur með púðri og kúlum
en skvetti svo vígðu vatni á púðrið í
annarri byssunni. Var síðan hleypt
af báðum byssum. Skemmst er frá
því að segja að aðeins sú byssan
sem engu vígðu vatni hafði verið
skvett á virkaði og var það talin
sönnun þess að djöfullinn hefðist
við í púðrinu!
Kólumbus og Ísland
Hin þekkta saga um ferð Kól-
umbusar til Íslands árið 1477 öðlast
skemmtilega vídd þegar þýðing Ís-
lands fyrir púðurframleiðslu í Evr-
ópu er höfð í huga. Englendingar
höfðu einkaleyfi á verslun með ís-
lenskan brennistein allt að lokum
100 ára stríðsins árið 1453 sagan
segir að Kólumbus hafi komið hing-
að til lands með ensku skipi frá Bri-
stol. Hér mun hann hafa heyrt um
sjóleiðina til Ameríku þar sem hin-
ar fornu norrænu verslunarleiðir
voru vel þekktar í sérhverri höfn
við Norður-Atlantshaf. Það má þó
spyrja sig að því hvaða erindi Kól-
umbus átti eiginlega til Íslands –
getur verið að honum hafi verið ætl-
að að tryggja flutning á brenni-
steini til Spánar eða Portúgals? Við
vitum þetta auðvitað ekki en til-
hugsunin er skemmtileg í ljósi mik-
ilvægis þessa hráefnis fyrir Evr-
ópubúa.
Lifandi sögumiðlun
Þegar Minjasafnið á Akureyri
hafði fyrst samband við Middelal-
dercentret í Danmörku fyrir um 4
árum bjóst enginn við því að rann-
sóknir á verslunarstaðnum að Gás-
um og á verslun með íslenskan
brennistein yrðu uppspretta þeirra
fjölmörgu verkefna sem þessar
tvær stofnanir hafa unnið að síðan.
Í dag hefur Middelaldercentret,
m.a. fyrir tilstuðlan hins danska
Galathea 3 könnunarleiðangurs,
kortlagt þau svæði á Íslandi og Sik-
iley sem hafa á sögulegum tíma gef-
ið af sér brennistein til púð-
urgerðar. Middelaldercentret hefur
einnig verið í Bengal-héraði á Ind-
landi til að endurlífga hina gömlu
saltpéturframleiðslu og í samein-
ingu hafa söfnin tvö staðið fyrir ár-
legum miðaldamarkaði að Gásum
þar sem hinn forni verslunarstaður
vaknar til lífsins í nokkra daga og
fyllist af kaupmönnum, farmönnum
og handverksfólki frá miðöldum.
Þar er flutt miðaldatónlist, hleypt
af fallbyssum og miðaldavarningur
seldur, auk þess sem riddarar
brynjaðir, af erlendum sið, skylm-
ast.
Miðaldamarkaðurinn hefur allt
frá byrjun verið það vel sóttur að nú
er unnið að því að gera hann að var-
anlegum áfangastað fyrir ferða-
menna eftir evrópskri fyrirmynd.
Minjasafnið hefur ásamt Middel-
aldercentret og hinum hollenska
sögulega skemmtigarði Archeon
sótt um Evrópusambandsstyrk til
frekari þróunar á staðnum þannig
að byggja megi Gásir upp þannig að
staðurinn festist í sessi sem álit-
legur áfangastaður í Eyjafirði.
Í ár verður miðaldamarkaðurinn
að Gásum haldinn dagana 21.-22.
júlí.
Saga púðursins, brennisteinn frá
Íslandi og örlítið um Kólumbus
eftir Peter Vemming
Sagan endurvakin Markaðsdagur á Gásum. Í fyrra komu 1.300 manns á
miðaldamarkaðinn en þá líkt og núna vekja Minjasafnið á Akureyri og
sjálfboðaliðar þennan spennandi hluta Íslandssögunnar til lífsins.
Peter Vemming er fornleifafræð-
ingur og safnstjóri Middelalder-
centret í Danmörku.
Brennisteinn sóttur Sækja þurfti brennisteininn í Námafjall. Honum
var komið á hesta og hann fluttur að ströndinni þar sem hann var hreins-
aður. Þaðan var hann loks fluttur út á hinn evrópska markað.
» Brennisteinn varfluttur út frá Íslandi
allt frá 12. öld. Hann
var notaður við víngerð
í suðrænum löndum.