Morgunblaðið - 17.07.2007, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hildur Kjart-ansdóttir fædd-
ist í A-Skaftafells-
sýslu 17. júlí 1923.
Hún lést á Land-
spítala við Hring-
braut 13. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kjartan Kristinn
Halldórsson verk-
stjóri, f. í Bjarna-
nessókn í A-
Skaftafellssýslu 25.
október 1896, d. 7.
febrúar 1956, og
Helga Sigurðardóttir húsfreyja,
f. í Holtaseli á Mýrum í A-
Skaftafellssýslu 4. apríl 1885, d.
28. júní 1954. Börn þeirra eru:
a) Óli Halldór, f. 18. maí 1977,
maki Hólmfríður Jensdóttir, f.
13. október 1978. Dóttir Óla
Halldórs er Helga Björg, f. 20.
febrúar 2001. b) Unnur Linda, f.
23. desember 1982. 3) Oddný
Þóra Óladóttir, f. 26. janúar
1963, hennar maður er Pétur H.
Jónsson, f. 15. mars 1956. Börn
þeirra eru Jakob Filippus, f. 20.
október 1985, og Hildur Helga,
f. 16. júní 1991.
Hildur ólst upp á Höfn í
Hornafirði. Hún fluttist til
Reykjavíkur um tvítugt, en þar
stundaði hún ýmis störf framan
af. Hálfþrítug að aldri réðst hún
til Símans og starfaði sem tal-
símavörður og varðstjóri á
fimmta áratug.
Útför Hildar var gerð frá Nes-
kirkju 22. febrúar, í kyrrþey.
4. janúar 1993.
Bræður Hildar eru
Sigurður, f. 1928,
og Baldur, f. 1926.
Hildur giftist 5.
nóvember 1955 Óla
Pálma H. Þorbergs-
syni, frá Aðalvík í
Sléttuhreppi, f. 17.
júlí 1916, en hann
rak sitt eigið hús-
gagnaverkstæði
lengstan hluta
starfsævinnar. Börn
Hildar og Óla eru:
1) Kjartan Ólason,
f. 15. janúar 1955. 2) Helga Óla-
dóttir, f. 4. apríl 1956, hennar
maður er Konráð Eyjólfsson, f.
Hildur var fædd og uppalin á
Höfn í Hornafirði og átti ættir að
rekja til Austur- og Vestur-Skafta-
fellssýslna. Uppvaxtarárin fyrir
austan einkenndust af gildum
gamla tímans þar sem samhjálp
fólksins og nægjusemi voru í fyr-
irrúmi. Fólkið stundaði sjálfsþurft-
arbúskap og þau störf sem höfðu
myndast í tengslum við útgerð Þór-
halls Daníelssonar. Þrátt fyrir land-
fræðilega einangrun þreifst þar
ágætt mannlíf. Húslestrar voru enn
við lýði þar sem lesið var upp úr
gömlum og nýjum bókum og féll
það oftar en ekki í hlut föður henn-
ar að sjá um lesturinn, enda ann-
álaður upplesari. Hann og Ragn-
hildur föðursystir hennar voru
aðaldrifkraftarnir í leiklistarlífi
plássins sem var ágætlega blómlegt.
Móðir okkar minntist ára sinna á
Höfn ávallt af miklum hlýhug.
Að trana fram eigin persónu eða
miklast af sjálfum sér var fjarri
hennar eðli. Að því leyti sór hún sig
í ætt við skaftfellskan uppruna sinn,
þar sem ekki var til siðs að hafa
óþörf orð um sjálfsagða hluti og
eðlilegra þótti að draga heldur úr ef
kostur var. Aðalsmerki hennar voru
vinnusemi og heiðarleiki. Hún var
lagvirk með eindæmum og lék allt í
höndunum á henni. Rétt liðlega tví-
tug flutti hún til Reykjavíkur þar
sem hún vann við ýmis störf eins og
tíðkaðist meðal ungra kvenna á
þeim tíma. Fyrir tilviljun réðst hún
til Landssímans og varð það hennar
starfsvettvangur í nærri 45 ár. Um
var að ræða fjölmennan kvenna-
vinnustað þar sem skapaðist náinn
vinskapur sem hún mat mikils. Hún
kynntist föður okkar í Reykjavík
árið 1953 og áttu þau farsæla sam-
búð alla tíð. Þau voru bæði mikið
fjölskyldufólk og voru börnin og
barnabörnin þeim afar dýrmæt,
fylgdust þau grannt með gengi
þeirra og leiðbeindu þeim eftir kost-
um með hvatningu og jákvæðum
huga.
Síðustu árin átti móðir okkar við
erfið veikindi að stríða og það var
eins og allur lífsvilji færi við fráfall
föður okkar, sem lést á haustmán-
uðum 2006. Með söknuð í hjarta
kveðjum við okkar ástkæru móður.
Börn og barnabörn.
Fyrir rúmum tveimur árum urðu
miklar sviptingar í lífi okkar í fjöl-
skyldunni þegar móðir mín greind-
ist með illvígan sjúkdóm. Stuttu síð-
ar veiktist pabbi alvarlega og var
vart hugað líf. Hann náði sér bless-
unarlega aftur á strik og fékk að
vera með okkur aðeins lengur. Það
skiptir samt engu máli hversu að-
dragandinn er langur, maður er
aldrei fyllilega búinn undir fráfall
sinna nánustu.
Elsku mamma, það er mikill
söknuður og tómarúm í hjartanu við
Hildur Kjartansdóttir
✝ Kristinn Guð-mundur Jón
Jónsson fæddist í
Hvammi við Dýra-
fjörð 1. september
1912 og ólst þar
upp. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík mánudaginn 9.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurborg
Guðmundsdóttir, f.
á Dröngum í Dýra-
firði 23.3. 1881, d.
11.3. 1967, og Jón
Jónsson, f. á Brekku í Dýrafirði
15.2. 1889, d. 8.9. 1954. Systkini
Kristins eru Guðmundur Finn-
bogi, f. 1911, Sigurjón, f. 1913,
d. 1968, Ástríður Guðrún, f.
1915, d. 1915, og Ingvar Gunn-
ar, f. 1916.
Kristinn kvæntist 14.12. 1940,
Guðbjörgu Runólfsdóttur frá
Gröf í Skilamannahreppi, f.
16.11. 1918, d. 1.10. 1990. For-
eldrar hennar voru Þórunn
Hrönn, f. 8.6. 1977. 2) Guð-
mundur, f. 29.8. 1944, kvæntur
Írisi Lilju Sigurðardóttir, f. 2.5.
1949, d. 4.3. 2004. Börn þeirra
eru a) Olga, f. 23.5. 1968, gift
Pétri Smára Richardssyni, f.
28.11. 1970, börn þeirra eru
Anna Íris, f. 29.10. 1994, og
Guðmundur Smári, 15.12. 2000,
b) Kristinn Þór, 9.7. 1972, sonur
hans er Christian Marel, 8.5.
1997 og c) Erlendur Guðlaugur,
f. 14.6. 1976, kvæntur Hildi
Brynju Sigurðardóttur, 4.5.
1976, sonur þeirra er Emil
Snær, f. 12.6. 2005.
Kristinn stundaði sjómennsku
frá unga aldri. Hann tók skip-
stjórnarpróf árið 1934 frá Stýri-
mannaskólanum og var skip-
stjóri á bátum frá Akranesi frá
árinu 1940 til 1955 uns hann
kom í land og vann þá ýmis
störf, m.a. við fiskverkun og
skipasmíðar. Eftir að þau hjón
fluttu til Reykjavíkur árið 1972
vann Kristinn ýmis versl-
unarstörf, síðustu starfsárin
sem vaktmaður í Glæsibæ.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Markúsdóttir úr
Arnarfirði, f. 11.10.
1884, d. 11.9. 1970,
og Runólfur Guð-
mundsson bóndi, f.
3.4. 1887, d. 2.12.
1985. Börn Kristins
og Guðbjargar eru:
1) Guðjón, f. 13.7.
1941, d. 21.10. 1941.
2) Sigurborg Guð-
rún, f. 21.1. 1943,
gift Kára Valves-
syni, f. 4.12. 1943.
Dætur þeirra eru a)
Guðbjörg, f. 18.12.
1968, dóttir hennar er Sig-
urborg Selma, f. 9.3. 1989, b)
Ólöf Rós, f. 19.5. 1971, gift Jó-
hanni Ófeigssyni, 5.5. 1971, börn
þeirra eru Berglind Brá, f. 28.7.
1994, Halldóra, f. 21.3. 2002, og
Ófeigur Kári, 15.4. 2004, c) Vala
Ágústa, f. 27.12. 1972, gift Gísla
Marteini Baldurssyni, f. 26.2.
1972, dætur þeirra eru Elísabet
Unnur, f. 31.12. 1997, og Vigdís
Freyja, f. 29.4. 2001 og d) Elín
Á langri leið eru atvikin óteljandi.
Við erum stödd í róðri á vetrarvertíð
úti á Faxaflóa fyrir miðja síðustu öld
og Björninn II frá Akranesi er að
sökkva. Ekki verður við neitt ráðið en
fyrir forsjón er annar bátur við hlið-
ina á þeim þarna í hafróti og hverf-
andi dagsbirtu. Fumlaust eru menn
dregnir á línu í veðurofsanum milli
bátanna, menn sem vita að náttúran
gefur og náttúran tekur. Menn sem
telja að forlög ráði för og eiga ekki
annan kost en að sækja sjó og láta
vetrarveður ekki aftra sér. Svo er
skipstjórinn einn eftir, hefur skorið
línuna frá skipinu og bundið um sig,
tilbúinn að stökkva út í ólguna. Þá
hikar Kristinn Jónsson við, öslar að
slíðri á vélarhúskappanum og setur
hnífinn þar á sinn stað. Svo vippar
hann sér fyrir borð og er dreginn með
öruggum tökum yfir og báturinn
hans lyftir sér ekki á næstu öldu. Ör-
fáum dögum síðar er hann kominn
með annað skip, harðsnúinn aflamað-
ur og hafði hlutina alltaf á sínum stað.
Einn dagur í lífi manns sem fór á
skútu fyrir fermingu, lifði hart nær
heila öld og lét aldrei neitt koma sér á
óvart. Hann sagði satt og rétt frá at-
vikum en blandaði ekki eigin skoð-
unum hvað þá heldur kímni í frásögn-
ina en var hinsvegar mægður við
Grafarkynið í Skilamannahreppi sem
áður en það blandaðist þvers og kruss
sá broslega hlið á flestum málum og
felldi þau helst í stuðla og rím.
Hafið var honum hugleikið alla tíð
og stundum var okkur sem stóðum
honum nærri nóg boðið af eilífum frá-
sögnum um úthald og sjómennsku,
herpinætur og síldarköst. En svona
var hann þessi einlægi maður sem
lagði ekki illt til annarra, þagði ef
honum var misboðið, átti hjartkærar
minningar um bernsku sína og æsku
vestur í Hvammi í Dýrafirði og tók
því eins og hverju öðru tilfelli þegar
örgeðja og grindhoraður sjóari napp-
aði glæsilegri einkadóttur hans við
nefið á blasandi framtíð.
Hann verður mér sjálfsagt hug-
leikinn alla tíð gamli vinur minn sem
átti prívat bænir að fara með, gerði
allt af kostgæfni sem hann tók sér
fyrir hendur, hversu smátt sem það
var eins og almættið hefði sett honum
fyrir hvert handarvik.
Kári Valvesson.
Það var tæpri viku fyrir jól árið
1968 að Kristinn Jónsson og Guð-
björg Runólfsdóttir urðu afi og amma
í fyrsta sinn. Það hlutskipti sem dóttir
þeirra og gangur lífsins höfðu fært
þeim fór þeim svo vel úr hendi að við
sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera barnabörn þeirra verðum æv-
inlega þakklát.
Árin í Fellsmúlanum koma upp í
hugann þegar við systurnar rifjum
upp liðna tíð. Afi og amma fluttu ofan
af Akranesi til að geta verið nær okk-
ur öllum og fóru bæði að vinna í
Glæsibæ. Við upplifðum allt þeirra
umhverfi sem algera ævintýraveröld,
hvort sem það var heimili þeirra,
kartöflugarðurinn, vinnustaðurinn,
eða stigagangurinn í Fellsmúlanum
þar sem við hlupum um í náttkjólun-
um hennar ömmu og þóttumst vera
prinsessur frá framandi löndum.
Betri afa og ömmu var ekki hægt að
Kristinn G. J. Jónsson
✝
Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir og
mágur,
ÓSKAR SIGURBJÖRN PÁLSSON,
Hagaflöt 2,
Garðabæ,
var bráðkvaddur, sunnudaginn 8. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna.
Sjöfn Óskarsdóttir,
Páll Ólafur Pálsson, Sjöfn Óskarsdóttir,
Ragna Pálsdóttir Erwin, Austin Erwin,
Sólveig Pálsdóttir, Árni Jónsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, systir og amma,
INGIBJÖRG RICHARDSDÓTTIR,
Engjaseli 54,
Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 14. júlí á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 11:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Kristinn Karl Dulaney,
Erla Kristinsdóttir, Snorri Bjarnvin Jónsson,
Richard Kristinsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Kristinsdóttir, Hans Welling,
Erla Þórðardóttir,
Þórdís Richardsdóttir, Per Otto Sylwan
og aðrir aðstandendur.
✝
Móðir mín,
NELLÝ EVA JÓHANNESDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
áður Kleppsvegi 12,
er látin.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, miðviku-
daginn 18. júlí kl. 15.00.
Sigrid Krueger
og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÁSTRÍÐUR I. JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
áður bóndi
á Kaðalsstöðum
í Stafholtstungum,
lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju, laugardaginn 21. júlí kl. 14.00.
Þorgerður Jónsdóttir, Júlíus Óskarsson,
Ólafur Ólafsson, Kristín Stefánsdóttir,
Þórður E. Leifsson,
Arndís Leifsdóttir, Skarphéðinn Gunnarsson,
Ingibjörg Leifsdóttir,
Ingþór Guðni Júlíusson, Hrönn Indriðadóttir,
Gunnar Örn Júlíusson,
Elín Ásta Ólafsdóttir,
Stefán Ólafur Ólafsson,
Jóhann Gísli Ólafsson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RÓSA HALLDÓRA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Miðjanesi,
Reykhólasveit,
lést í Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra á
Reykhólum, sunnudaginn 15. júlí.
Helga Játvarðardóttir,
Halldóra Játvarðardóttir,
Ámundi Jökull Játvarðsson, Lovísa Hallgrímsdóttir,
Jón Atli Játvarðarson, Dísa Sverrisdóttir,
Þórunn Játvarðardóttir, Þórarinn Þorsteinsson,
María Játvarðardóttir, Hugo Rasmus,
barnabörn og barnabarnabörn.