Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 27
fráfall ykkar pabba enda bara þrír mánuðir á milli ykkar. Þrátt fyrir að dauðinn hafi verið þér kærkomin hvíld, var erfitt að horfa á lífsvilja þinn fjara út við brotthvarf hans. Við vonuðumst til að þú fengir að vera aðeins lengur hjá okkur. Reynslan kennir manni að staldra við og endurmeta lífsgildin og þá sem næsta manni eru. Maður lítur yfir farinn veg og sér fólkið sitt í nýju ljósi, af meiri skilningi en áður. Ég skil það nú að það er nær óhugsandi að lifa lífinu án förunaut- ar síns til 53 ára. Fyrir u.þ.b. 7 árum fékk ég út- hlutað sumarbústað á Einarsstöðum rétt fyrir utan Egilsstaði sem við fjölskyldan öll ætluðum að fara í. Rétt fyrir brottför komu upp þær aðstæður að enginn komst nema við mamma. Þetta var yndisleg vika sem gerði okkur nánari, meira eins og vinkonur en mæðgur. Við vökn- uðum snemma hvern dag og fórum með nesti og nýja skó og þræddum firðina og röltum um fjöll og firn- indi í leit að fjársjóðum. Ég hef alla tíð borið ómælda virðingu fyrir dugnaði hennar enda með dugleg- ustu konum sem ég hef kynnst. En að sjá hana labba í margar klukku- stundir upp og niður eins og við gerðum þá komin vel á áttræðisald- ur og enga þreytu að sjá gat enginn í mínum huga nema hún mamma, ég sjálf átti fullt í fangi að hafa við henni. Það sýndi hún líka í veik- indum sínum og kvartaði aldrei og tók sínum örlögum af æðruleysi. Mamma var meðvituð um að það væri að líða að lokum og við töl- uðum um lífið eftir dauðann og hlógum þegar ég spurði hvað hún héldi að pabbi væri að gera akkúrat núna, hún vissi það. Nú eruð þið saman. Guð og englar geymi ykkur. Í lokin vil ég þakka öllu starfs- fólkinu á Háskólasjúkrahúsinu v/ Hringbraut, deild 11G fyrir þá umönnun og kærleik sem þau sýndu báðum foreldum mínum og okkur aðstandendum í þeirra veikindum. Ykkar dóttir, Helga Óladóttir. Elsku amma og afi. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt ykkur að alla tíð. Sem fyrsta barna- barn ykkar naut ég mikilla samvista við ykkur fyrstu árin mín enda bjuggum við fjölskyldan í kjallaran- um hjá ykkur í Selbrekkunni fyrstu þrjú ár ævi minnar. Þið sýnduð litlum forvitnum gutta athygli og voruð óþreytandi við að lesa fyrir mig. Ég fékk einnig að ferðast með ykkur hringveginn og skoða landið, hvert sumar, þótt nær ekkert ein- asta örnefni sem þið reynduð að koma inn í kollinn á mér hafi fest til lengdar. Þegar þið fluttuð aftur á Dunhagann var ég fastagestur í há- degismat hjá Óla afa og þar rædd- um við heimsástandið og pólitík. Hann reyndi að útskýra fyrir mér sósíalisma sem hann hafði drukkið í sig ungur en með litlum árangri, það sama átti við um frímerki. Hon- um tókst þó að innræta mér áhuga á pólitík sem ég hef síðan haft. Það skipti hann miklu máli að maður væri vel að sér og hugsaði sjálf- stætt, ég hef síðan reynt að gera hvort tveggja. Það sem skipti þó höfuðmáli var að hjá ömmu og afa fann maður ávallt velvild og stuðn- ing, hvort sem þeim líkaði það sem maður gerði hverju sinni eða ekki. Ég sakna ykkar og vona þess að ykkur líði vel þar sem þið eruð. Ykkar Óli Halldór. Kær æskuvinkona er látin, rúm- um þremur mánuðum eftir að hún fylgdi eiginmanni sínum síðasta spölinn. Við kynntumst haustið 1944, en þá kom Hildur til Reykjavíkur frá Höfn í Hornafirði. Hún hafði ráðið sig í vinnu á matsölustað á Bók- hlöðustíg 10, sem móðir mín Guð- rún Karlsdóttir og systir hennar Sesselja ráku. Þær voru ekki svikn- ar af þeim vinnukrafti. Í Lesbókum Morgunblaðsins nr. 36 og 37 frá árinu 1978 skrifar Auðunn Bragi Sveinsson kennari, sem borðaði þar, skemmtilegar greinar um staðinn og fólkið sem þar kom við sögu. Einnig birti hann greinarnar í bók- inni „Með mörgu fólki“ sem út kom 1987. Við lestur þessara greina nú rifjast þetta tímabil svo rækilega upp. Ég sé þær ljóslifandi fyrir mér, Hildi og móður mína á fleygi- ferð um borðstofurnar að uppfarta mannskapinn, báðar röskar og báð- ar jafn léttar í lund. Þær unnu mjög vel saman. Í stóra eldhúsinu í kjall- aranum eldaði Sesselja góða mat- inn, sem Auðunn minnist einnig á og með sinni aðstoðarstúlku sendi hún hann í lyftu upp á hæðina. Það voru ekki miklir peningar í umferð á þessum tíma og launin ekki há, en Hildur var aldrei blönk, hún kunni að fara með peninga. Ég var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur þennan vetur og um vorið var ég búin að ofbjóða mínum sjóndöpru augum, en langaði til að ljúka við dúk fyrir vorsýninguna. Hildur tók þá að sér að ljúka við dúkinn og hefur einkunn mín áreiðanlega ekki lækkað við sporin hennar. Ef til vill hefur það orðið til þess að hún haustið 1946 fór í Húsmæðraskól- ann og hafði bæði gagn og gaman af, enda bráðmyndarleg. Nokkru síðar mun hún hafa farið að vinna á Símanum, þar sem hún vann til sjö- tugs, réttur maður á réttum stað á réttum tíma og ég er viss um að hún hefur ekki viljað selja Símann. Hildur var mjög lagleg stúlka, forkur dugleg, fljót að hugsa og bráðskemmtileg. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman. Hild- ur var lánsöm í einkalífinu, giftist myndarlegum og ekki síður dugleg- um manni og þau eignuðust efnileg börn og barnabörn. Ómetanlegt lán var það fjölskyldunni allri að Helga, móðir Hildar, flutti inn á heimilið, þegar hún varð ekkja. Börnin uxu því upp í skjóli ömmu, sem hafði auga á hverjum fingri, fræddi þau og verndaði. Án móður sinnar hefði Hildur mín aldrei getað unnið utan heimilis jafn mikið og hún gerði, því ekki hefði hún vanrækt börnin sín. Ég minnist orða Óla um tengda- móður sína, sem sannarlega gáfu til kynna hversu gott samband þeirra var. Fyrir rúmum tveimur árum greindist Hildur með krabbamein, í framhaldi af því gekk hún í gegnum mjög erfiðar meðferðir og álitið var að hún hefði komist yfir veikindin. Ég gerði mér því vonir um að með hækkandi sól öðlaðist hún meira þrek og næði aftur góðri heilsu. Við fráfall Óla virtist allt hennar þrek þverra og nú er komið að leiðarlok- um. Ég kveð kæra vinkonu með virð- ingu og þökk. Ég mun sakna henn- ar. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra, einnig bræðrum og öðrum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Jónsdóttir. Hildur gekk í unglingaskóla á Höfn og síðan í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Síðan gekk hún í skóla Landsímans og starfaði þar í ára- tugi auk húsmóðurstarfa, sem ég tel mætasta starf hverrar konu. 1954 giftist hún móðurbróður mínum, Óla P. Þorbergssyni húsgagna- smíðameistara. Hann fæddist 17. júlí 1916 í Efri-Miðvík í Aðalvík, yngstur þrettán systkina. Foreldrar hans voru Þorbergur Jónsson bóndi og seinni kona hans Oddný Finn- bogadóttir. Óli andaðist 29. október 2006. Það varð skammt á milli þeirra hjóna, þrír og hálfur mánuður. Það er al- gengt að stutt sé á milli andláts hjóna, eftir langt og farsælt hjóna- band. Það var mikil ánægja og gleði meðal fjölskyldu og frændmenna Óla, þegar þau giftust. Hann hafði lent í afar erfiðum og langvarandi veikindum og er það undravert hvað hann náði heilsu og vinnuþreki til hinsta dags. Þeim varð þrigga barna auðið, Kjartans, Helgu og Oddnýjar Þóru. Þau standa fyllilega undir vænting- um, gott og dugmikið fólk og mjög gott og þægilegt við okkur þetta aldna ættfólk og við metum það mikils. Börnum þeirra og barnabörnum og langömmubarni og svo öðrum ættingjum og vinum votta ég virð- ingu mína og samúð. Kjartan T. Ólafsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 27 Elsku Hilla amma. Nú hef ég fengið smátíma til að venjast því að hafa hvorki þig né afa hjá mér en ég hugsa samt til þín flesta daga. Frekar en að iðrast þess að hafa ekki fengið meiri tíma með þér gleðst ég yfir því að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu. Ég veit að þú fagnar frels- inu og því fagna ég með þér. Unnur. HINSTA KVEÐJA hugsa sér, afa sem fór til Afríku og náði í skjaldböku handa okkur og ömmu sem hafði skoðanir á öllu, var svolítið stríðin og eldaði svo góðan og framandi mat að við sem höfum að einhverju leyti erft sælkeragenið komumst aldrei með tærnar þar sem hún hafði hælana. Afi og amma voru bæði hlaðin mannkostum, hvort á sinn hátt. Afi gerði allt vel, var sæt- astur, hreinn og strokinn og svo trú- aður og blíður að meira að segja þeg- ar hann dó fyllti það fjölskylduna angurværð og þakklæti. Við kvödd- um ömmu allt of snemma en hún dó eftir erfið veikindi haustið 1990. Hennar var sárt saknað, enda alltaf best að leita til ömmu þegar eitthvað bjátaði á því hún gat svo oft hjálpað manni að sjá hlutina í nýju ljósi. Afi var alltaf jákvæður og hélt sér ung- legum og hraustum með dansi og daglegum gönguferðum. Við erum sammála um að nú sé sætasti kall á Íslandi dáinn. Hann skilur eftir minn- ingar sem sem við geymum og yljum okkur við, eins og við höfum gert þeg- ar við hugsum til ömmu. Guðbjörg, Ólöf, Vala og Elín. Eftir því sem árin færast yfir fækkar því samferðafólki sem hægt er að segja að hafi í reynd fylgt manni alla ævi. Nú er komið að því að kveðja Krist- in Jónsson sem svo sannarlega hefur verið hluti af lífi mínu alla ævi. Í fjölskyldunni hefur hann verið fastur punktur á öllum fjölskyldu- samkomum og oft talað um Kidda frænda, þó hann væri ekki beint frændi okkar, heldur var hann giftur móðursystur minni. En einhvern veg- inn var hann ekki síst síðustu áratug- ina svona fjölskyldufrændi, sem allir sóttust eftir að væri viðstaddur á merkisdögum í stórfjölskyldunni. Þegar foreldrar mínir hófu búskap bjuggu þau í fyrstu í húsi þeirra Kristins og Guðbjargar, Krókatúni 20 á Akranesi. Þar fæddist ég á heim- ili Kristins og Guðbjargar og hef síð- an stundum velt því fyrir mér hvort það skipti jafnvel ekki máli hvernig andrúmsloft maður dregur fyrst að sér í lífinu og hvort það fylgi manni ef til vill lengur en mann grunar. Alla vega leið mér alltaf afskaplega vel á heimili þeirra hvar sem það var og fór oft þangað í heimsóknir frá unga aldri og alltaf á jólum sem barn og unglingur. Þar heyrði ég sögur úr heima- byggð Kristins á Vestfjörðum og ekki síst af sjóferðum hans sem sjómanns og skipstjóra. Þar var talað við börn og unglinga eins og fullorðna og við vorum með í umræðunni, enda ekkert sjónvarp, engar tölvur eða tölvuleikir til að „geyma“ okkur á meðan full- orðna fólkið ræddi saman. Kristinn var einstaklega ljúfur og rólegur maður. Ég hafði haft þá ímynd að skipstjóri væri harðjaxl, sem skipaði mönnum fyrir með harðri hendi. En svo áttaði ég mig á því að það er hægt að stjórna á annan hátt, með jafnvel sama, ef ekki betri ár- angri. Rólyndi og yfirvegum vega oft þyngra í stjórnun eins og reyndi sér- staklega á í miklum sjávarháska sem Kristinn lenti í í aftakaveðri fyrir meira en hálfri öld. Alltaf var hægt að leita til Kristins og þegar við Inga giftum okkur fyrir nær fjörutíu árum og faðir minn var fallinn frá þá kom Kristinn í föðurstað og var minn svaramaður. Hin síðari árin eftir að Guðbjörg var fallin frá bjó Kristinn einn í íbúð sinni og var alltaf jafn ánægjulegt að heimsækja hann og alltaf dáðist mað- ur að hve allt var einstaklega snyrti- legt og heimilislegt hjá honum, en hann bjó einn í Hvassaleitinu fram á tíræðisaldurinn. Hin síðari árin höfum við komið til Kristins rétt áður jólin hafa gengið í garð á aðfangadag. Þetta hafa verið okkur einstaklega mikilvægar stundir og oft teygðist úr stundinni, því að á langri ævi verða til mörg atvik, sem þarf að ræða, segja frá, spyrja um ættingja og segja frá nýjum fjölskyldumeðlimum, sem Kristinn kynnti alltaf með miklu stolti. Við hittumst síðast á jólum á Hrafnistu í fyrra. Nú munum við ekki lengur njóta þeirra forréttinda að hitta þennan lífsreynda vin og skiptast á sögum og skoðunum. Allt tekur enda, en ég mun áfram alla ævi búa að samfylgdinni með þessum ljúflingi. Blessuð sé minning Kristins Jóns- sonar Magnús Oddsson. Við fyrrum nágrannar Kristins Jónssonar kveðjum góðan vin með virðingu og söknuði. Dugnaður hans og góðlegt fas vakti fyrst athygli okk- ar þar sem hann gekk fram hjá hús- inu okkar á reglubundnum göngum sínum um nágrennið. Kristinn var kominn hátt á níræðisaldur þegar raunveruleg kynni okkar urðu og það fyrir algera tilviljun. Fór hann þá að leiðbeina reynslulitlum húsbóndan- um við að bakka bíl sínum með óstýri- láta kerru aftan í, og það var alls ekki hans sök hvernig til tókst. Eftir þann atburð urðu fundirnir tíðir. Kristinn var alltaf afskaplega snyrtilegur til fara, og ekki klæddur fyrr en hann hafði rakað sig og sett á sig vellyktandi rakspíra. Fastir liðir í tilveru hans voru nokkrir og hann gekk alltaf langar leiðir í nær öllum veðrum. Þessa líkamsæfingu taldi hann vera sér bráðnauðsynlega. Hann stundaði einnig leikfimisæfing- ar og dansaði mikið þegar færi gafst. Hann hélt sér líka aðdáunarlega vel þann tíma sem við bjuggum í nábýli hér í Hvassaleitinu. Til tilbreytingar fannst honum gott að koma hér við, oft á heimleið, fá sér einhverja hress- ingu og ræða málin. Kristinn var glaðlyndur og góðlyndur og hann hló dátt og innilega. Hann hafði gaman að því að horfa á íþróttir og var alveg til í það að horfa á kappleik í sjón- varpinu með heimafólkinu hér. Hon- um þótti líka gaman að ferðast um og fylgjast með breytingunum sem víða blöstu við. Sló hann þá ekki hendi á móti bæjarrölti eða bíltúr, jafnvel austur fyrir Fjall. Kristinn fylgdist vel með því sem var að gerast og þekkti marga. Skemmtilegast fannst honum þó að ræða um sjómannsárin, einkum þegar vel gekk að veiða á stöðum sem aðrir höfðu litla tiltrú á. Uppvaxtarárin við Dýrafjörð voru honum kær og ljóst að honum þótti ofurvænt um þá, sem þar höfðu verið með honum. Fjölskylda hans var hon- um afar dýrmæt. Hér var Kristinn alltaf aufúsugest- ur. Honum þótti ekki sízt vænt um ungviðið á heimilinu. Kristinn var fastagestur við guðsþjónustur í sókn- arkirkjunni á sunnudögum, og hann sótti líka oft kirkjulegar athafnir í miðri viku. Þessar stundir voru hon- um mikils virði. Við þökkum Kristni margar ánægjulegar samverustundir. Drottinn sé með honum. Nágrannar úr Hvassaleiti. Fyrir börnin okkar: Alfa og pabbi: Hann spilaði ABBA fyrir hana og þau dönsuðu saman í stof- unni, hann sneri henni í hringi. Hann spilaði fyrir hana á gítar- inn „komdu kisan mín“. Hann tók hana í flugvél. Hann keypti handa henni skyr og ávexti og það þurfti ekki að taka hýðið af þeim. Hann elskaði litlu rósina sína, nafnið sem hann gaf henni. Hann gaf henni bláu augun sín og fallega brosið. Hann dáðist að persónuleika hennar. Hann kenndi henni að meta bragðið og lyktina af plöntunum og horfa á fallegu blómin og trén. Sól- eyjar voru fallegustu blómin þeirra. Þau tíndu saman steina og söfn- uðu þeim. Hann kenndi henni bænirnar. Þau voru saman. Jóhann Pálmason ✝ Jóhann Pálma-son fæddist í Reykjavík 17. júlí 1969. Hann lést í Reykjavík 17. jan- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 26. janúar. Askur og pabbi: Þeir rokkuðu sam- an, spiluðu Nirvana og Red Hot Chili Peppers, hátt þegar mamma var ekki heima. Hann kenndi hon- um fyrstu gripin á gítarinn. Þeir tóku saman líkamsæfingar uppi í herbergi og voru með sýningar. Hann leyfði honum að labba á bakinu sínu. Hann gaf honum sterklega vaxt- arlagið sitt og kraftinn. Hann skutlaði honum á Ós á stóra vörubílnum sínum. Hann kenndi honum bænirnar. Hann kenndi honum að þekkja muninn á birkitrénu, reynitrénu og öspinni, en fallegastir voru askur- inn og hlynurinn. Hann leyfði honum að njóta sín og unna náttúrunni. Hann kenndi honum öll trixin í boltanum, hvatti hann áfram í KR. Hann kenndi honum að borða kartöflurnar með hýðinu og eplið upp til agna. Þeir voru saman. Þig ég man að eilífu, takk fyrir allt. Til hamingju með afmælið. Þín Ragnheiður.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.