Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 31
elski, það eru orð að sönnu, því Berg-
ur var sko ekki tilbúinn að fara þenn-
an morgun. Það var svo mikið fram-
undan hjá honum, nýútskrifaður,
nýjar vinnur og nóg að gera, og því-
líkur dugnaðarforkur hann var og
gott að vinna með honum.
Ég kynntist Bergi árið 2004, þá
vorum við að vinna saman hjá Vigni í
Hlégarði. Alltaf var Bergur með putt-
ana í öllu og það skipti ekki máli hvað
það var sem hann átti að gera hann
gerði það og það á engum tíma. Svo
kom bara „hvað á ég að gera núna“.
Ég sá strax að þarna var strákur sem
ég gæti nýtt mér og réð hann til mín í
vinnu sumarið eftir í veiðihúsið við
Selá í Vopnafirði og unnum við þar
saman í rúmar fjórar vikur. Og því-
líkir tímar það voru, við vorum alltaf
að bralla eitthvað annað en að elda,
skúra, búa um rúmin o.fl. Við fórum
frekar að veiða, keyra um ána, í berja-
mó og óteljandi voru sundferðirnar í
Selárlaug og svo bara að veiða meira,
því það þótti Bergi ekki leiðinlegt, að
rífa upp einn og einn lax svona þegar
okkur sýndist. Hann hafði mikinn
áhuga á veiði og sagði mér margar
veiðisögur af sér þegar hann var lítill.
Það er svo ógleymanlegur 3. septem-
ber 2005 þegar við tveir héldum upp á
tvítugsafmælið þitt, sem hitti meira
að segja á laugardag. Við komumst
ekki einu sinni á pöbbinn, því hann
var lokaður, þannig að ég fékk alla
gestina í veiðihúsinu til að syngja með
mér afmælissönginn. Þú varst svo
feiminn og trúðir ekki að ég hefði gert
þetta, og ég sagði við þig „maður er
bara einu sinni tvítugur“. Þegar ég
hugsa til baka þá bara brosi ég, „því-
líkir tímar og minning“.
Um miðjan júní sl. á leið minni frá
Mývatnssveit inn á Akureyri stoppaði
ég á Stórutjörnum til að kíkja á kall-
inn og skila vöðlunum sem voru búnar
að vera í veiðihúsinu frá 2005. Þá
varst þú svo hress og leist vel út. Við
fengum okkur bolla, spjölluðum um
hvað þú væri að fara gera í haust og
þetta var allt eins og það átti að vera,
nema það að ég á ekki eftir að sjá þig
aftur, elsku vinur.
Elsku Bergur, megi góður guð og
allir hans englar vaka yfir þér.
Dagurinn liðinn, dimma fer,
draumarnir vakna í huga mér.
Hugsa ég til þín títt og ótt.
Og bíð englum mínum góða nótt.
(Sirrý)
Ég votta fjölskyldu Bergs mína
dýpstu samúð og megi góður guð
veita ykkur styrk í þessari miklu
sorg. Þinn vinur
Ólafur Már.
Kynni okkar spanna kannski ekki
langan tíma í árum en vinátta okkar
var sönn. Bergur varð minn besti vin-
ur og við gátum spjallað um allt sem
lífið og tilveran snýst um. Hann tók
alltaf á móti manni með mikilli glað-
værð, góðsemi og húmor sem hann
beitti óspart og fylgdi honum glott
sem ég sé ljóslifandi fyrir mér. Ýmis-
legt höfum við tekið okkur fyrir hend-
ur og nú stendur Danmerkurferðin í
febrúar til Gísla frænda hans uppúr.
Bergur var hugmyndaríkur og gat
honum dottið í hug að ganga á Esjuna
ef þannig lá á honum og munaði hann
þá ekki um að ýta mér síðasta spott-
ann enda í góðu formi.
Síðasta samverustundin áður en
hann hélt norður var í útskriftarveisl-
unni hans nú í júní sl., þar sem stór-
fjölskyldan samfagnaði ásamt stórum
vinahópi eins og þeim einum er lagið
sem Mosfellsdalinn byggja. Ég get
ekki lýst með orðum hversu þung-
bært það er að þurfa að sætta sig við
þetta hörmulega bílslys.
Ljóðið sem ég læt fylgja lýsir Bergi
vel.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Fjölskyldu og öllum vinum Bergs
sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð
að styrkja þau á þessum erfiðu tím-
um.
Ævarandi vinur
Sigurður Jóhann.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 31
Atvinnuauglýsingar
Starfsfólk óskast
Við leitum að góðu fólki til starfa við
húsumsjón í íþróttahúsi Knattspyrnufélagsins
Víkings. Um fullt starf er að ræða og einnig
hlutastörf. Framtíðarstörf hjá öflugu félagi sem
verður 100 ára á næsta ári.
Upplýsingar hjá Erni Ingólfssyni,
framkvæmdastjóra félagsins, í símum 581 3245
og 898 4532, netfang er orn@vikingur.is.
Knattspyrnufélagið Víkingur,
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík.
Au-pair óskast
Erum þrír litlir íslenskir strákar á Tenerife, sem
vantar barngóða manneskju til að passa okkur
og hjálpa til á heimilinu frá og með 15. ágúst,
helst í ár. Bílpróf skilyrði.
Sendið umsókn á jonadis@hotmail.com, sem
fyrst.
Atvinna óskast
Hársnyrtir
Hársnyrti vantar á hársnyrtistofuna Zone á
Akureyri .
Uppl. í síma 891 6252, iris ghgunn@simnet.is .
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti
16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Akurgerði 17, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1834, Akranesi, þingl. eig.
Ísleifur Helgi Waage, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Hagaflöt 10, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 228-2647, Akranesi,
þingl. eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Hagaflöt 2, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 228-2639, Akranesi, þingl.
eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, fimm-
tudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Hagaflöt 6, mhl. 01-0101, fastanr. 228-2643, Akranesi, þingl. eig. Hand-
verksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Hagaflöt 8, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 228-2645, Akranesi, þingl.
eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Háteigur 8, fastanr. 210-2385, Akranesi, þingl. eig. Sigurður Már
Harðarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Kreditkort hf,
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vátryggingafélag Íslands hf,
fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Holtsflöt 5, mhl. 01-0101, fastanr. 228-1946, Akranesi, þingl. eig. Hand-
verksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Holtsflöt 7, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 228-1947, Akranesi, þingl.
eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, fimm-
tudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Kirkjubraut 2, mhl. 01-0202, fastanr. 228-2789, Akranesi, þingl. eig.
Anton Kristinn Þórarinsson og Stór ehf, gerðarbeiðandi Akranes-
kaupstaður, fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Laugarbraut 21, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1858, Akranesi, þingl. eig.
Ísleifur Helgi Waage, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og
Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Presthúsabraut 21, mhl. 01-0101 og 02-0101, fastanr. 210-0152,
Akranesi, þingl. eig. Einar Ástvaldur Jóhannsson og Aðalbjörg
Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Skólabraut 26, mhl. 01-01027, fastanr. 210-2166, Akranesi, þingl. eig.
Lúðvík Karlsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Húsasmiðjan
hf, Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Spölur ehf, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Skólabraut 28, mhl. 01-01017, fastanr. 210-2169, Akranesi, þingl. eig.
Lúðvík Karlsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf, fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Suðurgata 126, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1760, Akranesi, þingl. eig.
Húsval ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, fimmtudaginn
19. júlí 2007 kl. 14:00.
Vesturgata 119, mhl. 01-0201, fastanr. 223-9631, Akranes, þingl. eig.
Húsval ehf, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Vörður
Íslandstrygging hf, fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Vesturgata 48, mhl. 01-0301, fastanr. 210-2208, Akranesi, þingl. eig.
Einar Sigurðsson og Geir Harðarson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Ægisbraut 15, mhl. 01-0101, fastanr. 210-0154, Akranesi, þingl. eig.
Haukur Sigurbjörnsson ehf, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
fimmtudaginn 19. júlí 2007 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
13. júlí 2007.
Esther Hermannsdóttir, ftr.
KAUPÞINGSMÓTINU í Lúxem-
borg lauk um síðustu helgi með sigri
íslenska stórmeistarans Hannesar
Hlífars Stefánssonar (2568) og ind-
verska stórmeistarans Humpy Ko-
neru (2572). Indverska skákdrottn-
ingin var úrskurðuð sigurvegari eftir
stigaútreikning og nálgast þessi önn-
ur stigahæsta skákkona heims nú óð-
fluga 2600 stiga markið. Alþjóðlegi
meistarinn Héðinn Steingrímsson
(2470) náði áfanga að stórmeistara-
titli en hann deildi þriðja sætinu með
fjórum öðrum skákmönnum. Árang-
ur Hannesar og Héðins er frábær
ekki síst ef mið sé tekið af brösóttri
byrjun þeirra. Hannes tapaði skák í
annarri umferð vegna þess að hann
misskildi tímamörkin og féll þar af
leiðandi á tíma og Héðinn tapaði illa
með hvítu í fimmtu umferð. Þeir náðu
sér hins vegar vel á strik í lokaum-
ferðunum og í níunda og síðustu um-
ferð var að duga eða drepast fyrir þá.
Hannes þurfti að á sigri að halda til
að eygja möguleika á að verða efstur
á mótinu og Héðinn þurfti að leggja
stigahæsta keppandann að velli á
mótinu til að ná áfanga að stórmeist-
aratitli. Hannes hafði hvítt gegn
tékkneska stórmeistaranum Petr
Velicka (2507) og fórnaði Íslending-
urinn snemma peði. Fyrir peðið fékk
umtalsvert spil og að lokum vann
hann það til baka. Þegar svartur lék
sínum 27. leik, Ke7-f7, kom eftirfar-
andi staða upp:
Sjá stöðumynd 1
28. d5!
Þetta gegnumbrot tryggir að
frumkvæðið verði í höndum hvíts.
28...Dxd5 29. Hxa7+ Kg8 30.
Dxd5 exd5 31. Hb4 Hh7 32. Hxh7
Kxh7 33. Hxb5
Hvítur hefur nú peði meira í
hróksendatafli ásamt því að hafa tvö
samstæð frípeð. Hannes afræður að
hindra mótspil svarts á kóngsvæng
áður en hann ýtir frípeðum sínum af
stað.
33...h4 34. Hb7+ Kh6 35. a4 f4 36.
Hf7 Kg5 37. a5 Kg4 38. e6 Kg3 39.
e7 He8 40. a6 Kxg2 41. Hxf4 h3 42.
Hg4+ Kf2 43. Hxg6 Hxe7 44. Hh6!
Hvítur hefur nú léttunnið tafl. Frí-
peðin á drottningarvæng eru of öflug
fyrir svarta hrókinn. Lokin urðu:
44....Kg2 45. b4 h2 46. b5 Ha7 47.
Kb2 h1=D 48. Hxh1 Kxh1 49. Kc3
Kg2 50. Kd4 Kf3 51. Kxd5 Kf4 52. c4
Kf5 53. c5 Kf6 54. b6 og svartur gafst
upp.
Á meðan skák Hannesar stóð hafði
Héðinn hvítt gegn stórmeistaranum
Vadim Malakhatko (2590) sem teflir
nú undir fána Belga. Rétt eins og Ve-
licka beitti fyrrverandi Úkraínumað-
urinn vörn fátæka mannsins fyrir
sér. Héðinn var öllum hnútum kunn-
ugur í Caro-Kann vörninni og brátt
lenti stigahæsti keppandinn í erfið-
leikum. Hann fórnaði peði til að hafa
opnar línur á drottningarvæng en í
24. leik kom Héðinn með krók á móti
bragði:
Sjá stöðumynd 2
24. Rxh5!
Snjöll mannsfórn sem stenst fylli-
lega kröfur stöðunnar. Línur opnast
að svarta kóngnum og miðborðspeð
hvíts eru svo öflug að hann getur
leyft sér að byggja sóknina upp hægt
og rólega.
24...gxh5 25. Dxh5 Rf8 26. Dg4
Rf5 27. Bxf5 exf5 28. Dxf5 Re6 29.
g6! Hb7 30. Hg3! Rxd4 31. Hxd4 Db6
32. Hb4 Da7 33. gxf7+ Hxf7 34. Dg6
Dd7 35. Re2!
Riddarinn hyggst hreiðra um sig á
d4 og það þvingar svartan til að gefa
enn eitt peðið.
35...d4 36. Hxd4 De6 37. h5 Dxg6
38. Hxg6 Bf3 39. h6 Bxe2 40. Hxa4
Hc8 41. c3 Bd3 42. Hxg7+ Hxg7 43.
hxg7 Kxg7 44. Hd4 og hvítur hefur
nú fimm frípeð og hrók gegn hrók og
biskup og innbyrti hann vinninginn
30 leikjum síðar.
Alls tóku 86 skákmenn þátt í
mótinu og þar af 13 stórmeistarar.
Lokastaða efstu manna og allra ís-
lensku keppendanna varð þessi:
1.-2. Humpy Koneru (2572) og
Hannes H. Stefánsson (2568) 7 v.
af 9 mögulegum.
3.-7. Viktor Erdos (2523),
Tigran Gharamian (2517),
Leonid Kritz (2571),
Héðinn Steingrímsson (2470) og
Sebastien Feller (2478) 6½ v.
37.-48. Róbert Lagerman (2315) og
Snorri G. Bergsson (2301) 4½ v.
49.-66. Hjörvar Steinn Grétarsson (2168) 4 v.
67.-71. Rúnar Berg (2129) 3½ v.
Nánari upplýsingar um mótið er
að finna á www.skak.is og á heima-
síðu mótsins, http://lecavalier.lu/
Kaupthing-Open-2007.htm.
Sigur og stórmeistara-
áfangi í Lúxemborg
SKÁK
Lúxemborg
OPNA KAUPÞINGSMÓTIÐ
7.-14. júlí 2007
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.
daggi@internet.is
Fleiri minningargreinar um Þor-
berg Gíslason Roth bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.