Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Alanóhúsið | OA (Overeaters anonymous) á Ak- ureyri á þriðjudagskvöldum kl. 21. Fundirnir eru haldnir í Alanóhúsinu, Glerárgötu 32. Gengið er inn að aftan. Verið velkomin. Dalbraut 18-20 | Félagsvist alla þriðjudaga í sumar frá kl. 14 í félagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Há- lendisferð FEBK í Veiðivötn og virkjanir verður farin fimmtudaginn 26. júlí. Brottför frá Gjá- bakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Skráning- arlistar og ítarlegar ferðalýsingar eru í fé- lagsmiðstöðvunum Gullsmára, s. 564 5260, og Gjábakka, s. 554 3400. Skráið ykkur sem fyrst. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan op- in. Hádegisverður kl. 11.40. Þriðjudagsgangan kl. 14. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti til kl. 16. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 bónusbíllinn, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður kl. 11.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30- 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofan er opin í dag, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, félagsvist kl. 14. Allir velkomnir. Fé- lagsmiðstöðin er opin öllum óháð aldri. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Beðið er fyrir bænarefnum sem berast kirkjunni og öðrum bænarefnum. Hægt er að senda inn bæn- arefni á kefas@kefas.is eða í s. 564 1124. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Í sumar verða samfélags- og bænastundir á þriðjudögum kl. 20 á Holtavegi 20. Beðið verður sérstaklega fyrir sumarstarfi félagsins vítt og breitt um landið, ásamt öðrum bænarefnum sem berast. Verið öll velkomin. Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum, kl. 13- 16. Við spilum vist og brids. Kaffi á könnunni. Vettvangsferðir mánaðarlega, auglýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingasími: 895 0169. Allir velkomnir.Morgunblaðið/Brynjar Gauti Akureyrarkirkja. 70ára afmæli. Í dag, 17.júlí, er sjötugur Sig- tryggur Benedikts, fyrrver- andi skipstjóri frá Hornafirði, en hann býr núna í Carl Bød- ker, Nilsensvej 19, 3100, Hornbæk, DK, ásamt konu sinni, Bryndísi Flosadóttur. Þau halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum þann 28. júlí í Oddfellow-húsinu í Hels- ingør frá kl. 18. 60ára afmæli. Í dag, 17.júlí, er Hilmar Krist- ensson, Svalbarði 2, Hafn- arfirði, sextugur. 80ára afmæli. Á morgun,18. júlí, verður Mar- grét Guðmundsdóttir áttræð. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum í Skút- unni, Hólshrauni 3 í Hafn- arfirði, miðvikudaginn 18. júlí milli kl. 17 og 19. dagbók Í dag er þriðjudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) Þeir sem leggja leið sína norð-ur í land um næstu helgigeta upplifað ferðalag aftur ítímann, því á Gásum í Eyja- firði verður haldinn miðaldamark- aður. Kristín Sóley Björnsdóttir er verk- efnisstjóri hjá Minjasafninu á Ak- ureyri „Þetta er í fimmta skiptið sem við höldum viðburð af þessu tagi, en Gásadagurinn hefur vaxið með hverju árinu og spannar nú bæði laugardag og sunnudag,“ segir Kristín Sóley. Dagskráin hefst kl. 10 að morgni laugardags, þegar Sigrún Björk Jak- obsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, les úr Grágás þær reglur sem lúta að hegðun manna á kaupstefnum af þessu tagi: „Kaupmenn og handverks- fólk verður á staðnum og sýnir m.a. miðaldahandverk. Unnið verður við ullarþæfingu, vattar- og leðursaum og vefnað svo eitthvað sé nefnt. Hag- leiksmenn munu tálga, miðaldatónlist verður leikin og sungin, járnsmiður verður að störfum og sérfróðir menn munu hreinsa brennistein að hætti miðaldamanna,“ segir Kristín Sóley, en fornleifarannsóknir sem fram fóru á Gásum nýlega leiddu í ljós að þar hafði brennisteinn verið hreinsaður mun fyrr en áður hafði verið talið. Í tilefni miðaldamarkaðarins kemur hingað til lands hópur fólks frá mið- aldamiðstöðinni í Nykøbing í Dan- mörku: „Þeirra á meðal verða ridd- arar klæddir að erlendum sið sem allt eins má eiga von á að muni skylmast og standa í stimpingum,“ segir Krist- ín Sóley og bætir við að stór hópur sjálfboðaliða úr hópi heimamanna hjálpi til við að gera þennan mið- aldamarkað að veruleika. „Allir verða að sjálfsögðu klæddir í fatnað í mið- aldastíl, svo upplifunin verði sem skemmtilegust.“ Gásir voru verslunarstaður og aðal- uppskipunarhöfn brennisteins á Norðurlandi á miðöldum, og ljóst af rannsóknum að þar var margt um manninn þegar viðskipti voru stund- uð. „Nú eru Gásir vettvangur þessa vinsæla markaðar, þar sem myndast einstök stemning.“ Aðganseyrir að miðaldamarkaðnum er 1.000 kr fyrir fullorðna, en 13 ára og yngri greiða 250 kr. Þeir sem eru styttri en miðaldasverð fá frítt inn. Sjá nánar á www.gasir.is. Saga | Handverk með gamla laginu og miðaldaskylmingar um helgina Ferðast aftur til miðalda  Kristín Sóley Björnsdóttir fædd- ist á Siglufirði 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1991, lauk BA- gráðu í þýsku frá HÍ 1996 og meist- aragráðu í menn- ingarlandafræði m. áherslu á ferðamál frá Viðsk.há- skólanum í Gautaborg 2002. Kristín starfaði sem sérfræðingur hjá Ferða- málasetri Íslands 2002 til 2005, en hóf störf sem verkefnisstjóri og kynning- arfulltrúi Minjasafns Akureyrar 2005. Kristín er gift Finni Friðrikssyni að- júnkt við HA og eiga þau tvö börn. Tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sumartónleikar kl. 20.30. Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti, Scott McLemore trommuleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleik- ari. Tónsmíðar Sunnu, nýjar sem og áður útgefnar. Dans Næsti bar | Ingólfsstræti 1A, gegnt Íslensku óperunni, kl. 21- 23. Komið í kvöld og dansið arg- entínskan tangó. Leiðbeinendur verða á staðnum, Per Berseus og María Á. Shanko. Byrjenda- kennsla kl. 20-21. „ÞAÐ ER eins gott að lestin komi ekki,“ hefur þessi Ind- verji kannski verið að hugsa þar sem hann hjólaði á lest- arteinunum yfir brú á Norður-Indlandi á laugardaginn, enda lítið svigrúm til að víkja fyrir lestinni á þessari þröngu brú. Reyndar virðist hann hinn rólegasti yfir þessu og ekkert að æsa sig þó lestin gæti komið í rassinn á honum. Indverjar eru þekktir fyrir yfirvegun og karlinn hefur ákveðið að vera ekkert að flýta sér í þessu fallega umhverfi og bara hjólað á sínum hraða. Hjólað á lestarteinum á Indlandi Hinn rólegasti Reuters FRÉTTIR ÚTILEGA á vegum SÁÁ verður haldin í Galtalæk helgina 20.-22. júlí. Dagskráin verður miðuð við að allir aldurshópar fái eitthvað við sitt hæfi. Þannig verður hugað að þörfum barna, unglinga og fullorð- inna á ýmsu skeiði. Í gegnum árin hefur SÁÁ haldið úti öflugu félagsstarfi og hafa að jafnaði um 6.000 manns sótt við- burði þess á hverjum vetri. Þeir sem þessa viðburði sækja eru á öll- um aldri, eða frá 18-75 ára. Aðgangur er ókeypis og mun SÁÁ greiða allan útlagðan kostnað, en til þess hefur m.a. fengist styrk- ur úr forvarnasjóði Lýðheilsustöðv- ar. Útilega SÁÁ í Galtalæk um næstu helgi HAFNAR eru tilraunir til að ala ís- lensk lömb upp á hvönn. Markmiðið er að kanna hversu mikil bragðgæði felast í því að ala lömb á bragð- sterkum gróðri í stað hefðbundinn- ar sumarbeitar. Ef verkefnið skilar jákvæðum niðurstöðum er stefnt að því að hefja sölu á lambakjöti sem byggist á slíkri sérstöðu, segir í frétt frá Matís sem hyggst rannsaka hvaða áhrif hvannabeit hefur á bragð lambakjötsins. Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar sauðfjárbænda að Ytri- Fagradal á Skarðsströnd. Þau hyggjast ala ákveðinn fjölda lamba í beitarhólfi með hvönn. Til saman- burðar verður öðrum lömbum kom- ið fyrir í úthagabeit og á ræktuðu landi. Markmiðið er að rækta upp hvönn til að beita lömbunum á fyrir slátrun og hefja framleiðslu á lambakjöti sem byggist á þessari aðferð. Hvönn var áður talin til búdrýg- inda og var einnig talin allra meina bót. Nú er áhugi á þessari jurt að vakna á ný samhliða aukinni vitund fólks um þau efni sem það setur of- an í sig. Hvönn hefur verið notuð til að gefa bragð í mat og þykir góð sem kryddjurt. Þess vegna þykir áhugavert að gera athugun á því hverju það skilar sér í bragðgæðum á kjöti að ala lömb upp að hluta til á hvönn fyrir slátrun. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að mismunandi bragð er af kjöti lamba sem eru alin við ólíkar að- stæður fyrir slátrun. Þá er það þekkt erlendis að hægt sé að ala lömb fyrir slátrun við mismunandi aðstæður og skapa þar með ákveðna sérstöðu með sölu og markaðssetn- ingu á kjöti. Verkefnið er unnið í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands. Lömb alin upp á hvönn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.