Morgunblaðið - 17.07.2007, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ HRINGIR ALDREI
NEINN Í GEMSANN MINN!
KANNSKI VEGNA ÞESS AÐ
ÞETTA ER RAKVÉL
AF HVERJU
ERTU HRÆDD-
UR VIÐ
BÓKASÖFN?
ÞAÐ ER ALLT SVO KYRRT
ÞAR... OG ÞEGAR MAÐUR
GENGUR UM ÞÁ HEYRIR
MAÐUR BERGMÁL!
OG ÞEGAR ÞÚ GENGUR UPP
AÐ AFGREIÐSLUBORÐINU ÞÁ
LÍTUR KONAN Á ÞIG MEÐ
STÓRU AUGUNUM SÍNUM...
BROSTU SVO
FALLEGA FYRIR MIG
FLOTT!
EINN...
TVEIR...
ÞRÍR...
HÁR-
GREIÐSLAN
MÍN ER AÐ
SKEMMAST
AFSAKIÐ... SELJIÐ ÞIÐ SKOTFÆRI
FYRIR VALSLÖNGUR?
JÁ...
EN ÞÚ ÞARFT AÐ
BORGA SENDINGAR-
KOSTNAÐINN
ÉG VILDI AÐ
BRÉFBERANUM
VÆRI EKKI
SVONA ILLA
VIÐ MIG
ÉG ER BÚINN
AÐ REYNA AÐ
TALA VIÐ HANN
EN HANN STARIR
BARA Á MIG OG
SEGIR EKKERT
NÆST
ÞEGAR ÞÚ
HITTIR HANN
ÆTTIR ÞÚ AÐ
BJÓÐA
HONUM KAFFI
OK!
MÁ
BJÓÐA ÞÉR
KAFFI?
ÉG HEF VERIÐ AÐ TALA VIÐ
TRYGGINGAFÉLÖG UM AÐ TRYGGJA
STÓLINN HENNAR
LANGÖMMU ÞINNAR
ÉG FÉKK NOKKUR
MISMUNANDI TILBOÐ...
ÉG GET SAGT ÞÉR ÞAÐ NÚNA
AÐ ÞETTA VERÐUR DÝRT
ÞAÐ ER
4 MILLJÓNA
VIRÐI!
SEM ER ÞAÐ
SEM VIÐ EIGUM
EFTIR AÐ BORGA
NÆSTU ÁRIN
NÆSTA MORGUN...
OOO... GÁTU ÞEIR EKKI FUNDIÐ
BETRA NAFN Á MIG?
HVAÐ
NÚ?
PARKER! ÞÚ VERÐUR
AÐ NÁ MYNDUM AF
BARDAGAMANNINUM
dagbók|velvakandi
Titringur á Njálsgötu
ÉG man fyrir fjölda ára síðan að
opnað var sambýli fyrir geðfatlað
fólk og nágrannar brugðust hinir
verstu við og mikið var fjallað um
þetta í fjölmiðlum. Margt hefur nú
breyst síðan og, sem betur fer, skiln-
ingur aukist á málefnum þessa fólks.
En þegar opna á heimili á Njálsgötu
fyrir menn sem hafa orðið Bakkusi
að bráð ætlar allt að verða vitlaust.
Ég sá í sjónvarpinu viðtal við konu
frá velferðarsviði Reykjavíkurborg-
ar og íbúa við Njálsgötu. Konan
sagði að þessir menn hefðu vilja til
þess að breyta sínu lífi til batnaðar.
En íbúinn varð mjög heitur í þessu
máli og virtist einnig rugla saman
félagslegu leiguhúsnæði og heimili
fyrir óreglumenn. Konan frá velferð-
arsviðinu benti réttilega á að það
væri efnalítið fólk sem leigði hús-
næði borgarinnar. Það er ekki þar
með sagt að fólk sem nær að festa
kaup á húsnæði sé endilega betra
fólk en hinir sem neyðast til að leigja
vegna allt of lágra launa. Í símatíma
á útvarpi Sögu var þetta mál mikið
rætt og kom þar fram fólk sem vildi
ekki hafa heimili fyrir óreglumenn í
nágrenni við sig. Einnig var talað
um að best væri að vera ekki með
heimilið í 101 Reykjavík heldur fara
eitthvað annað, helst út fyrir bæ. Í
mínum huga eru þetta fordómar, að
vilja þá burt úr mannlegu samfélagi
sem minna mega sín. Það á að rétta
þessu fólki hjálparhönd og það á að
fá að búa í samfélaginu eins og aðrir.
Ég styð borgarstjórann okkar, Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson, og fólkið hjá
velferðarsviðinu heilshugar í þessu
máli. Það má gefa þessu tækifæri en
ef það ekki gengur upp þá verður að
reyna eitthvað annað.
Ég átti heima á Njálsgötu og
undraði mig mjög að sjá konu í sjón-
varpinu í viðtali sem talaði um að
þunnt væri milli veggja húsa þarna.
Þetta er bara ekki rétt sem konan
segir. Ég átti heima þarna til fjölda
ára og varð aldrei vör við slíkt.
Sigrún Reynisdóttir.
Fuglinn okkar er týndur
LÍTILL gári, gulur og grænn að lit,
flaug frá heimili sínu í Lindahverfi í
Kópavogi föstudagsmorguninn 13.
júlí sl. Fuglinn er fíngerður og gæf-
ur kvenfugl. Vel má vera að fuglinn
hafi flogið langt frá heimili sínu í
góðviðrinu. Ef þú hefur orðið hans
var/vör, vinsamlega láttu okkur vita
í síma 568 7859 eða 862 9680 eða með
því að senda póst á netfangið ashild-
urb@gmail.com.
Týndur sími
ÉG fór í tívolíið í Smáranum sunnu-
daginn 15. júlí og týndi þar nýja sím-
anum mínum sem ég var að fá í 10
ára afmælisgjöf. Þetta er gylltur
Sony Ericsson „samlokusími“. Við
leituðum mikið að honum en enginn
virðist hafa fundið hann. Ef einhver
veit um símann minn, sem ég sakna
mikið, vinsamlega hafið samband í
síma 868 1510.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞÉTTSETIÐ hefur verið á kaffihúsum bæjarins hvern eftirmiðdag í sum-
ar. Konan veifar glöð til einhvers, kannski gamallar vinkonu sem hún hef-
ur ekki hitt í háa herrans tíð.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Á kaffihúsi
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Svandísi
Svavarsdóttur, stjórnarmanni
Vinstri grænna í Orkuveitu
Reykjavíkur:
„Það er afdráttarlaus afstaða
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs að grunnþjónusta sam-
félagsins skuli vera á hendi ríkis og
sveitarfélaga. Með nýjum samningi
um kaup á hlutum í Hitaveitu Suð-
urnesja yrði brotið blað í orkumál-
um Íslendinga. Þetta krefst víð-
tækrar umræðu í þjóðfélaginu og
lýðræðislegrar afgreiðslu á Alþingi
og hjá sveitarfélögum. Áform fyrri
ríkisstjórnar um að einkavæða
15,2% í Hitaveitu Suðurnesja hafa
engu viðnámi mætt hjá stjórnvöld-
um þrátt fyrir breytta samsetningu
ríkisstjórnar og nú stefnir í að
gengið verði enn lengra og að 32%
veitunnar verði í eigu einkaaðila.
Ef fram fer sem horfir er lýðræð-
islegu aðhaldi innan Hitaveitu Suð-
urnesja stefnt í uppnám og al-
mannahagsmunir fyrir borð bornir.
Með þessari yfirlýsingu er vakin
athygli á stórvarasamri stefnu og
hættulegu fordæmi og þess krafist
að ekki verði hróflað við grunn-
þáttum samfélagslegrar þjónustu.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
ber að beita sér í þágu almennings
og þar með leggjast gegn einka-
væðingu orkugeirans. Í því ljósi
ætti stjórn OR að hafa frumkvæði
að umræðu á milli ríkis og sveitar-
félaga um hvernig megi tryggja að
orkufyrirtæki haldist í almannaeigu
en gangi ekki kaupum og sölum á
hlutabréfamarkaði eins og nú
stefnir í varðandi Hitaveitu Suð-
urnesja.“
Stjórn OR leggist
gegn einkavæð-
ingu orkugeirans