Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 36
Ég myndi þó ekki
segja að hún drykki
mig undir borðið, því að ég
hef aldrei, í sjálfu sér, endað
kvöldið undir borðinu… 40
»
reykjavíkreykjavík
KRISTILEGT rokk hefur hingað til ekki verið
fyrirferðarmikið innan íslensku rokksenunnar, í
það minnsta ekki jafn fyrirferðarmikið og í
Bandaríkjunum þar sem fjöldinn allur af hljóm-
sveitum boðar fagnaðarerindið í gegnum rokk-
tónlistina. Nægir að nefna hljómsveitina Creed
(„With eyes wide open“) sem var afskaplega vin-
sæl í Bandaríkjunum og víðar fyrir nokkrum ár-
um eða þar til söngvari sveitarinnar missti fót-
anna með eftirminnilegum hætti.
Kurteisari en gengur og gerist
Jack London kallast tæplega þriggja ára gömul
íslensk sveit sem kennir sig við kristilega geirann.
Meðlimir sveitarinnar eru víða að af landinu –
Vestmannaeyjum, Hrísey og Akureyri – en
kynntust í gegnum starf Fíladelfíukirkjunnar sem
þeir eru allir meðlimir í. Unnar Gísli Sigurmunds-
son, söngvari og gítarleikari Jack London, segir
þá félaga leika indí-blúsrokk en fyrir utan text-
ana, sem hann segir að séu e.t.v. kurteislegri en
gengur og gerist í rokkinu, sé ekki hægt að heyra
nein sérstök áhrif frá kristinni trú. „Einhverjir
myndu kalla þetta AA-texta. Við syngjum um veg-
inn og lífið og um muninn á réttu og röngu. Þetta
er allt voðalega „mellow“. Við mætum ekki með
Biblíuna á tónleika eða neitt þannig. Við reynum
bara að vera góðar fyrirmyndir og þannig á krist-
inn maður að haga sér.
Nýkomnir frá Bandaríkjunum
Jack London er nýkomin af tónlistarhátíðinni
Cornerstone í Bushnill Illionois þar sem hún kom
tvívegis fram. Hátíðin er ein stærsta kristilega
tónlistarhátíðin sem haldin er í Bandaríkjunum og
segir Unnar að ótrúlegur fjöldi hljómsveita af öll-
um stærðum og gerðum hafi komið fram á hátíð-
inni. „Við komumst inn á hátíðina í gegnum blús-
arann Glenn Kaiser sem kom hingað til lands og
spilaði í Fíladelfíukirkjunni. Við hituðum upp fyrir
hann í tvígang og í kjölfarið kom hann okkur inn á
þessa hátíð og á besta stað.“ Segir Unnar að tón-
leikarnir hafi tekist vel og eftir þá bauð plötufyrir-
tækið Gurrr Records hljómsveitinni að taka upp
fyrstu plötu þeirra í hljóðveri fyrirtækisins með
möguleika á dreifingarsamningi í kjölfarið.
„Við ætlum að taka boðinu og hljóðrita plötuna
hjá Gurrr Records en við erum enn að íhuga dreif-
ingarsamninginn. Við erum mjög varfærnir ungir
menn.“
Blaðamaður stenst ekki freistinguna og spyr í
lokin hvort það sé ekki vafasamt fyrir unga
kristna tónlistarmenn að spila tónlist djöfulsins?
Unnar byrjar á því að hlæja að spurningunni en
segir svo: „Við trúum því að Guð hafi skapað
heiminn og rokkið með! Og halelúja!“ hrópar hann
svo glaðbeittur að skilnaði.
Djöfullinn má vara sig
Ljósmynd/Magnús Mikaelsson
Halelúja Hljómsveitin Jack London er nýkomin úr velheppnaðri för til Bandaríkjanna þar sem sveitin tróð tvívegis upp á tónleikahátíðinni Cornerstone.
Indí-blússveitin Jack London hyggst láta til sín taka á næstu mánuðum
tangó, salsa og magadans,“ segir
Arnar.
„Á meðal þeirra sem koma fram
eru hljómsveitirnar Tepokinn,
Duplo og Tríó, sígaunahljómsveit,
Oliver-tríóið, eldgleypir, bongó-
trommarar og plötusnúðarnir JBK
og Daði. Þá verður boðið upp á
veitingar af ýmsu tagi alla dagana,
bæði í fljótandi og föstu formi.
Dagskráin stendur yfir á Oliver
allt frá opnun til lokunar og allar
nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu staðarins. Þá hafa veg-
farendur við Laugaveg trúlega
tekið eftir því að 19 fermetra
veggspjaldi hefur verið komið fyr-
ir utan á Oliver, en þar má sjá dag-
skrá hátíðarinnar.
ÞAÐ verður nóg um að vera á
Café Oliver næstu daga, en á
fimmtudaginn hefst þar árlegt
karnival sem stendur yfir fram til
sunnudags. Þetta er annað árið í
röð sem slík hátíð er haldin á Oli-
ver, en að sögn Arnars Þórs Gísla-
sonar framkvæmdarstjóra komu
yfir 10.000 manns þá fjóra daga
sem hátíðin stóð í fyrra.
„Núna er svolítið dauður tími í
skemmtanalífinu þannig að við
viljum bara gera eitthvað
skemmtilegt fyrir viðskiptavin-
ina,“ segir Arnar og bætir við að
stöðug dagskrá verði alla dagana.
„Við erum með tvenna til þrenna
tónleika á dag, auk plötusnúða.
Svo verður Götuleikhús Reykjavík-
ur með sýningar alla dagana, boð-
ið verður upp á danskennslu og
sýndir verða dansar á borð við
Karnival á Oliver
Djass Hljómsveitin Tepokinn er á meðal þeirra sem koma fram.
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Röð Það verður án efa nóg að gera
á Oliver um helgina.
www.cafeoliver.is
Bandaríska söng- og leikkonan
Ashlee Simpson bættist í hóp svo-
kallaðra Íslandsvina þegar hún
kom hingað til lands í þarsíðustu
viku. Hin 22 ára gamla Simpson,
sem er hvað þekktust fyrir að vera
litla systir Jessicu Simpson, kom til
landsins föstudaginn 6. júlí. Auðvit-
að dugði ekkert minna en einka-
þota til þess að flytja hina ungu
Simpson og föruneyti hennar til
landsins, en ekki er vitað hverjir
voru með henni í för. Til hennar
sást á Café Oliver um kvöldið og
nóttina, en samkvæmt áreiðan-
legum heimildum Morgunblaðsins
skemmti Simpson sér ákaflega vel
hér á landi og er væntanleg aftur
ásamt enn fríðara föruneyti.
Ashlee Simpson
skemmti sér á Íslandi
Björk Guð-
mundsdóttir
heldur tónleika í
hinni frægu tón-
leikahöll Madis-
on Square Gar-
den í New York í
Bandaríkjunum
hinn 24. september næstkomandi.
Þetta kemur fram á bloggsíðu Val-
dísar Þorkelsdóttur sem spilar með
Björk á tónleikaferðalagi hennar
sem stendur nú yfir. Að sögn Ein-
ars Arnar Jónssonar hafa hvorki
Björk né Sykurmolarnir spilað í
Madison Square og því er nokkuð
ljóst að Björk og félagar verða
fyrstu Íslendingarnir til þess að
halda tónleika á heimavelli körfu-
knattleiksliðsins New York Knicks.
Um þessar mundir eru Björk og fé-
lagar hins vegar í hitanum á Spáni í
góðu yfirlæti.
Björk spilar í Madison
Square Garden