Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 17.07.2007, Síða 37
ÞAÐ var vel við hæfi að enda hina miklu menningarveislu á Siglufirði með hátíðlegum tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar unga fólksins, undir handleiðslu aðalskipuleggjanda Þjóðlagahátíðar, Gunnsteins Ólafs- sonar, sem einnig brá sér í hlut- verk sögumanns í Pétri Gauti. Fyrir hlé fengu áheyrendur að hlýða á nýlegt verk hins armensk- ættaða Johns Sarkissians, krass- andi píanókonsert sem landi hans, hinn virti píanóleikari Armen Ba- bakhanian, lék af þrumukrafti og miklu listfengi. Verkið hentar ung- sveit sem þessari mjög vel, þar sem það er bæði mjög krefjandi og þ.a.l. lærdómsríkt, en einnig vegna þess hve mörg styttri sóló eru í því fyrir ýmis hljóðfæri. Auk þess er strengjunum skipt upp í smærri einingar en hefðbundið er og oft eru aðeins nokkrir strengja- leikarar að spila og þá hver sína rödd, sem reynir á sjálfstæði spil- aranna. Útkoman var glæsileg, skýr og vönduð, og stóðu ungu sólóistarnir sig með prýði. Eftir hlé leiddi Gunnsteinn Ólafsson áhorfendur á lifandi máta í gegn- um söguna af hinum unga og ráð- villta Pétri Gauti með því að kynna viðfangsefni hvers mús- íkalsks kafla fyrir sig. Flutning- urinn var í senn vandaður og full- ur af æskufjörlegri innlifun og kom í heildina mjög vel út, fyrir utan einstaka loðnar innkomur hjá blásurum og á köflum dálítið ósamtaka plokk hjá strengjum. Í lokin lék sveitin undir fjöldasöng á lagi sr. Bjarna Þorsteinssonar, „Blessuð sértu sveitin mín“, sem setti fallegan endasvip á tón- leikana og um leið á Þjóðlagahá- tíðina í heild sinni þetta árið. Innlifun og æskufjör Ungfónían „Útkoman var glæsileg. Skýr og vönduð og stóðu ungu sólóistarnir sig með prýði,“ segir m.a. í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. TÓNLEIKAR Þjóðlagahátíð á Siglufirði Konsert fyrir píanó, strengi og slagverk eftir John Sarkissian (1962) og Pétur Gautur, svítur op. 46 og 55. Stjórnandi og sögumaður: Gunnsteinn Ólafsson. Einleikari: Armen Babakhanian, píanó. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins  Ólöf Helga Einarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 37 Safnasafnið á Svalbarðsströnder nú nýopnað eftir miklarbreytingar og stækkun. Gamla kaupfélagshúsið á Sval- barðsströnd hefur verið flutt og sameinað húsinu sem fyrir var, og í kjölfarið hefur skipulagi sýninga verið mikið breytt.    Heimsókn í Safnasafnið er ein-stök upplifun hér á landi og jafnvel þó víðar væri leitað. Stað- setning þess og gróið umhverfi er afar friðsælt og fallegt, frá safninu sést vel yfir Eyjafjörðinn, við hlið hússins kliðar lítill lækur sem steypist í fallegum fossi og handan hans eru ljúfir birkilundir þar sem skólabörn hafa starfað og leikið og haldið sýningar. Húsakynnin hafa verið gerð upp í samvinnu Níelsar Hafsteins forstöðumanns, sem stofnaði safnið 1996 ásamt Magn- hildi Sigurðardóttur, og Ragnheið- ar Ragnarsdóttur arkitekts. Hér hefur verið lögð mikil alúð og hugs- un í alla þætti safnsins, hvernig verkin njóta sín best og hvernig húsakynnin tengjast umhverfinu, með gluggum sem birta gestum óvænt sjónarhorn út í trjágróðurinn umhverfis. Hér gleymast börnin ekki, en einn glugginn er niðri við gólf og veitir þeim sýn beint út í lækinn, annar vísar að litlum fossi.    Eftir stækkunina hefur safniðmeira rými til að sýna verk í sinni eigu en þau eru um þrjú þús- und. Í gamla kaupfélagshúsinu hef- ur verið komið fyrir ljósmyndum af flutningi hússins og búðarinnrétt- ing geymir þar vörur frá fyrri tíma svo þar skapast búðarstemning, en þetta er án þeirrar ofhleðslu sem gjarnan einkennir minjasöfn, eða gerði það í eina tíð, þar sem öllu æg- ir saman. Fyrir vikið njóta munirnir sín miklu betur. Sem betur fer er þetta tilhneiging sem sjá má í æ rík- ari mæli í fleiri söfnum á lands- byggðinni. Ragnar Hermannsson frá Húsavík fær stórt herbergi und- ir tréstyttur sínar og báta og skemmtilegt er að skoða leik- fangasafnið, það sem lögð er áhersla á leikföng sem nýta sér sjónblekkingar. Brúðusafnið er vax- andi og fræðslubókasafnið aðgengi- legt og vel búið og ekki er hér allt upp talið.    Það er markmið safnsins og jafn-framt sérkenni þess í safnaflór- unni að þar er jafnan sýnd sam- tímalist samhliða alþýðulistinni. Þrír básar, ef svo má kalla, eru ætl- aðir samtímalist og er vel að þeim staðið en íslenskir listamenn sækj- ast mjög eftir að sýna í safninu. Í sumar sýnir Níels Hafstein vegg- verk og skúlptúra, Magnhildur Sig- urðardóttir sýnir heillandi vetr- arljósmyndir frá umhverfi safnsins, og Ragnheiður Ragnarsdóttir fang- ar smáatriði hversdagsins á hátt sem minnir á sýn alþýðulistamanna. Magnús Pálsson sýnir skúlptúra í líki stórutáa og Harpa Björnsdóttir innsetningu. Sá samhljómur milli listarinnar, alþýðulistarinnar og náttúrunnar sem safnið sækist eftir að skapa virðist ætla að ganga upp áreynslu- laust og að mínu mati hefur hér ver- ið unnið þrekvirki, að mestu leyti í sjálfboðavinnu sem seint mun færa eigendum sínum fé, en þess í stað ómælda ánægju öllum þeim er heimsækja safnið. Samhljómur listanna á Svalbarðsströnd Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Safnasafnið Eftir gagngerar endurbætur er safnið sexfalt stærra en áður. Safnasafnið á Svalbarðseyri stendur við þjóðveginn. AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir »Það er markmiðsafnsins og jafnframt sérkenni þess í safnaflór- unni að þar er jafnan sýnd samtímalist sam- hliða alþýðulistinni […]. ragnahoh@gmail.comSafnstjórinn Níels Hafstein sýnir sjálfur í safninu í sumar. MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura í 1 eða 2 vikur þann 24. júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábær- um kjörum á vinsæla sumarleyfisstað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Fuerteventura 24. júlí frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/ stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 14.000. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2- 11 ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 14.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.