Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA var mikil hátíð, það var
mikið í hana lagt og þetta var eig-
inlega bara ótrúleg lífsreynsla,
segir Ólafur Darri Ólafsson leikari
sem er nýkominn heim frá Rúss-
landi þar sem kvikmyndin Börn
vann til verðlauna á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni Zerkalo Int-
ernational Film Festival á föstu-
daginn. Myndin hlaut aðalverðlaun
gagnrýnenda á hátíðinni auk þess
sem Ólafur Darri var valinn besti
karlleikarinn. Þetta er í fyrsta
skipti sem hátíðin er haldin, en
hún er haldin til heiðurs rúss-
neska leikstjóranum Andrei Tar-
kovsky sem lést árið 1986. Tar-
kovsky er talinn merkilegasti
kvikmyndagerðarmaður sem
Rússland hefur alið og jafnframt
einn besti leikstjóri kvikmynda-
sögunnar, en hann á að baki
myndir á borð við Ivan’s Childho-
od, Andrei Rublev og The Sacri-
fice þar sem Guðrún Gísladóttir
var á meðal leikara.
Bátsferð með stórmennum
Hátíðin var haldin í borginni Iv-
anovo sem er í um það bil fjögurra
tíma fjarlægð frá Moskvu. „Þetta
er kallað hjarta Rússlands því
okkur var sagt að þarna í kring
hefði byltingin orðið til,“ segir
Ólafur Darri og bætir við að veðr-
ið hefði verið heldur slæmt til að
byrja með. „Það rigndi eins og ég
veit ekki hvað sem varð til þess að
bíóið sem sýndi allar myndirnar
lak, þannig að það þurfti að skipta
um kvikmyndahús.“
Mikil og vegleg dagskrá var í
kringum hátíðina og að sögn Ólafs
Darra var mjög vel komið fram
við gesti hennar. „Þegar búið var
að sýna allar myndirnar var okkur
boðið í tveggja daga bátsferð um
Volgu sem var algjört æði,“ segir
hann, en meðal annars var siglt að
fæðingarbæ Tarkovskys þar sem
nýverið var opnað safn honum til
heiðurs. „Það voru svona 200
manns um borð í skipinu og þetta
voru meðal annars rússneskir ráð-
herrar, leikarar og leikstjórar. Því
miður er ég ekki nógu mikið inni í
rússnesku bíói og leikhúsi til þess
að vita hver var hver, en þetta var
allt mjög merkilegt fólk ef marka
má viðbrögð almennings og lög-
gæsluna sem var til staðar, það
má guð vita að Rússa hefur ekki
skort mikla listamenn,“ segir Ólaf-
ur Darri. „Ég náði þó aðeins að
kynnast Vadim Yusov sem tók
þrjár af myndum Tarkovskys og
fékk verðlaun fyrir framlag til
kvikmyndalistarinnar á hátíðinni,
en annars var ég hvað mest með
hinum útlendingunum sem voru
m.a.frá Mexíkó, Króatíu og Ind-
landi.“
Harðir gagnrýnendur
Ólafur Darri var eini Íslending-
urinn á svæðinu og segir hann
ákveðna ástæðu fyrir því. „Það er
búið að bjóða okkur á nokkuð
margar hátíðir og ég hef alltaf
verið að vinna svo ég hef ekki
komist. Þannig að ég fékk eig-
inlega að fara af því að ég hafði
ekki farið á neina hátíð,“ segir
Ólafur Darri sem eins og áður
segir var valinn besti leikarinn á
hátíðinni. „Þetta var ótrúlegur
heiður og þetta var bara eins og
að vera stjarna. Það er ekki mikið
af stórum viðburðum í þessu hér-
aði þannig að við vöktum mikla at-
hygli hvert sem við fórum. Það
var fólk út um allt að veifa manni
og að taka myndir og fá eig-
inhandaáritanir þannig að jú, mað-
ur fékk að vera kvikmyndastjarna
í einn dag,“ segir hann í léttum
dúr.
Á hátíðinni voru myndir frá öll-
um heimshornum, meðal annars
frá Brasilíu, Mexíkó, Argentínu,
Bosníu, Króatíu, Albaníu, Þýska-
landi, Indlandi og víðar, og segir
Ólafur Darri að í ljósi þess sé sér-
lega ánægjulegt hversu mikla at-
hygli Börn vekur. „Ég fékk að
heyra að við ættum að vera sér-
staklega ánægð með þessi gagn-
rýnendaverðlaun, en eins og ein
konan þarna orðaði það þá eru
rússneskir gagnrýnendur mjög
kröfuharðir og stífir,“ segir hann.
„Börn er lítil og kröftug mynd
sem gerist í Breiðholtinu. Þess
vegna hefði maður haldið að það
væri auðveldara fyrir okkur Ís-
lendinga að skilja hana því hún er
svo staðbundin, gerist eiginlega í
bakgarðinum okkar. Það er gaman
að geta farið með þannig mynd út
um allan heim og séð að fólk skil-
ur hana án þess að það hafi nokk-
urn tíma komist í tæri við okkur
Íslendinga. Það sýnir og sannar
enn eina ferðina að það eru sömu
hlutirnir sem tengja okkur öll
saman hvar sem við búum í heim-
inum, það er einfaldlega þannig.“
Breiðholtið höfðar til Rússanna
Kvikmyndin Börn fékk verðlaun á rússneskri hátíð og Ólafur Darri var valinn besti leikarinn
Börn Ólafur Darri Ólafsson í verðlaunahlutverki sínu ásamt mótleikkonunni Margréti Helgu Jóhannesdóttur.
- Kauptu bíómiðann á netinu
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND
FRÁ LUC BESSON
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Evan Almighty kl. 6 - 8
1408 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Die Hard 4.0 kl. 5.40 - 10 B.i. 14 ára
Taxi 4 kl. 6 - 8 - 10
The Lookout kl. 5.50 - 8 - 10 B.i. 14 ára
Die Hard 4.0 kl. 5.30 - 8 - 10.40 B.i. 14 ára
Premonition kl. 5.45 - 8 B.i. 12 ára
Fantastic Four 2 kl. 10.15
Harry Potter 5 kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i 10 ára
Harry Potter 5 kl. 3 - 6 - 9 LÚXUS B.i 10 ára
Evan Almighty kl. 4 - 6 - 8 - 10
Die Hard 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára
Fantastic Four 2 kl. 3
"Myndrænu og tæknilegu hliðarnar eru í öllu aðdáanlegar
og eldklárt leikaralandslið Breta fer á kostum. Þetta er
ekki venjuleg bíómynd, þetta er lífsreynsla."
eeee
Ólafur H. Torfason - Rás 2
"Ekki aðeins besta Potter-myndin til þessa,
heldur bara stórkostleg fantasía
útá alla kanta. Ég stórefa að jafnvel
hörðustu aðdáendur verði fyrir
vonbrigðum!"
eeee
Tommi - kvikmyndir.is
NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN
Byggð á sögu
Stephen King
Magnaður spennutryllir
sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum
FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
STÆRSTA
GRÍNMYND SUMARSINSEvan hjálpi okkur
“Besta sumarmyndin til þessa”
eeee
S.V. - MBL
T.S.K. – Blaðið
“Pottþéttur
hasar”
“... vandaður sumarsmellur
með hátt skemmtanagildi
fyrir fleiri en hasarunnendur”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eeee
V.J.V. – Topp5.is
eee
F.G.G. – FBL
Yippee Ki Yay Mo....!!
EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS
Þegar ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera…
hvernig veistu hverjum er hægt að treysta?
JEFF
DANIELSJOSEPH
GORDON
LEVITT
MATTHEW
GOODE
ISLA
FISHER
“Grípandi atburðarás og
vönduð umgjörð, hentar öllum”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
“...besta sumarafþreyingin til þessa.”
eee
MBL - SV
MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU
SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI
... EÐA EKKI?
SANDRA BULLOCK
MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI?
eee
DV