Morgunblaðið - 17.07.2007, Side 40

Morgunblaðið - 17.07.2007, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT nýjustu fregnum hef- ur breska leikkonan Sienna Miller sagt skilið við ástmann sinn Jamie Burke en þau höfðu átt í ástarsam- bandi í átta mánuði. Ástæða sam- bandsslitanna kvað meðal annars hafa verið óánægja Jamie með partí- stand Miller með rapparanum og tískukóngnum P. Diddy fyrr í mán- uðinum. Þá hafa þau átt erfitt með að samræma dagbækur sínar og verið mikið til sundur vegna anna. Jamie sem er í hljómsveitinni Bloody Social, ferðast eins og Miller vegna vinnu sinnar auk þess sem hann er alla jafna staðsettur í New York en hún í London. Orðrómur um að eitthvað væri á milli Miller og P.Diddy komst á kreik í janúar þeg- ar til þeirra sást í boði í New York en fregnir hermdu að eftir á hefðu þau farið saman á hótelherbergi Miller. P. Diddy gaf hins vegar lítið fyrir þær sögusagnir og sagði að hann hefði eingöngu hagað sér eins og herramaður og skutlað Miller heim. Orðrómurinn komst svo aftur á kreik nú í júlí þegar Miller sótti eftirpartí P. Diddy eftir minning- artónleikana um Díönu prinsessu en þar brugðu þau sér afsíðis. Það hef- ur svo einnig kynt undir sögusögn- um um samband þeirra að rapparinn sagði sjálfur skilið við kærustu sína til margra ára, Kim Porter, fyrr í mánuðinum. Miller lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni The Edge of Love en þá ýtti hún á dögunum úr vör nýju fatamerki (2812) með syst- ur sinni Savannah. Orðrómur um að Sienna Miller og P. Diddy séu par Fögur Sienna Miller hefur átt þá nokkra kærastana sem þykja fagrir. UPPTÖKUSTJÓRINN og plötu- snúðurinn, Mark Ronson viðurkennir að hann sé óttalegur hænuhaus miðað við söngkonuna Amy Winehous, hvað áfengisdrykkju varðar. Ronson sem er 31 árs gamall stjórnaði upptökum á nokkrum lögum sem rötuðu á met- söluplötu Winehouse Back To Black og hefur notið töluverðar athygli í kjölfarið. „Ég hef nokkrum sinnum farið með henni út á lífið, bæði í London og í New York og það er óhætt að segja að ég á ekkert í stúlk- una þegar það kemur að því að neyta áfengra drykkja. Ég myndi þó ekki segja að hún drekki mig undir borðið, því að ég hef aldrei, í sjálfu sér, endað kvöldið undir borðinu.“ Ronson tók það þó fram í viðtalinu að Winehouse væri ekki stjórnlaus skemmtana- og drykkjubolti því í enda kvölds sé það yfirleitt hún sem taki hinar rökrænu ákvarðanir um að láta staðar numið og halda heim á leið. Mark Ronson á ekkert í Amy Winehouse Bakkynja Amy Winhouse á Brit- verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári. / KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA "Ekki aðeins besta Potter-myndin til þessa, heldur bara stórkostleg fantasía útá alla kanta. Ég stórefa að jafnvel hörðustu aðdáendur verði fyrir vonbrigðum!" eeee Tommi - kvikmyndir.is HARRY POTTER 5 kl. 2 - 3:30 - 5 - 6:30 - 8 - 9:30 - 11 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 LÚXUS VIP EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA HARRY POTTER 5 kl. 4 - 5:15 - 7 - 8:15 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára HINN goðsagnakenndi fönk- tónlistarmaður Sly Stone kom fram á Montreux-djasshátíðinni í Sviss um helgina. Sly, sem heitir réttu nafni Sylvester Stewart, hefur ver- ið í sjálfskipaðri útlegð frá tónlist- arbransanum undanfarna tvo ára- tugi eða frá því að hljómsveit hans Sly and the Family Stone lagði upp laupana og forsprakkinn var hand- tekinn fyrir vörslu kókaíns árið 1987. Í nýjasta tölublaði Vanity Fa- ir birtist greinargott viðtal við Sly, sem er einkar sérstakur í háttum, en þar kemur fram að hann hefur einstaka sinnum komið fram á litlum tónleikastöðum með hljóm- sveit systur sinnar. Því má svo bæta við að blaðamaður Vanity Fair hafði elst við Sly í á annan áratug áður en tónlistarmaðurinn féllst á viðtal. Tónleikarnir í Sviss verða að telj- ast fyrstu alvörutónleikar Sly í háa herrans tíð og vonandi er einhvers meira að vænta frá þessum mikla fönksnillingi í framtíðinni. Sly snýr aftur úr útlegð ...en kættist inn á milli og fagnaði áhorfendum. Afslappaður Sly var rólegur á tónleikunum.... Reuters Einbeittur Píanóið speglast í sólgleraugum snillingsins Sly Stone þar sem hann leikur af mikilli alvöru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.