Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS HARRY POTTER 5 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WWW.SAMBIO.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS eee S.V. MBL. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau Evan hjálpi okkur HARRY POTTER K. 6 - 9 B.i. 10 ára EVAN ALMIGHTY kl. 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára 14.07.2007 10 14 32 36 37 3 7 1 1 8 5 5 8 9 3 31 11.07.2007 7 29 35 38 40 44 1039 43 Stuttmyndin „Misty Mount-ain“ eftir Óskar Þór Ax-elsson verður frumsýnd ábæjarhátíðinni Kátum dögum í Þórshöfn á föstudaginn, í félagsheimili sem áður var notað til kvikmyndasýninga. „Misty Mount- ain“, sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum, er hálftími að lengd og segir af hermanni sem bjó á herstöðinni á Heiðarfjalli á Langa- nesi árið 1969, þar sem dularfullir atburðir áttu sér stað. Maðurinn heimsækir herstöðina aftur á gam- als aldri og þá fara fortíðardraugar á kreik. „Myndin er byggð á sönn- um hugarburðum,“ segir Óskar og hlær. Hann segist hafa hrifist svo af Langanesi þegar hann skoðaði svæðið að hann hafi ákveðið að taka þar upp kvikmynd. Eftir að hafa ljósmyndað svæðið gaumgæfi- lega hafi hann sest niður og hripað 6–8 hugmyndir á blað og tvö full handrit skrifuð upp úr tveimur þeirra. Óskar segist hafa kynnst afbragðsfólki frá Þórshöfn við tök- ur á myndinni sem var afar hjálp- legt. Margir íbúar koma fram í myndinni, meðal annars Guðjón Gamalíelsson, formaður leikfélags Þórshafnar, sem Óskar segist hafa þurft að sannfæra um að nauðsyn- legt væri að hann léki í myndinni. Hann hafi brillerað þegar hann loks lét til leiðast. Vegnar vel „Misty Mountain“ hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og framleiðslu á kvikmyndahátíð New York University (NYU) þar sem Óskar nam kvikmyndagerð, og var í kjölfarið valin ein af sex stutt- myndum sem tilnefndar voru til úrslita í stúdentaverðlaunum bandarísku kvikmyndaakademíunn- ar. Óskar á að baki langan feril við kvikmyndagerð. Hann starfaði um árabil við kvikmynda- og auglýs- ingagerð hjá Þeim tveimur ehf, sem í dag heitir Kapital. Þeir tveir framleiddu m.a. „Karamellumynd- ina“, sem valin var besta stutt- myndin á Edduverðlaununum 2003. Óskar sá þar um kvikmyndatöku af glæsibrag. Á fyrir salti í grautinn Frá útskrift hefur Óskar unnið sjálfstætt við kvikmyndagerð og er nú með tvö handrit í þróun. „Ann- að er handrit upp úr skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, sem ég hef verið að snurfusa og er nú svo að segja tilbúið," segir Óskar. Hitt handritið heitir The Traveler og hefur það hlotið þó nokkra at- hygli. „Ég fékk m.a. umboðsmann út á það hjá William Morris Agency,“ segir Óskar. The Trave- ler segir af manni sem býr í þrem- ur löndum samtímis, og andi hans eða „yfirsjálf“ flakkar milli þriggja líkama með dularfullum hætti. „Fyrir utan þessi handrit sinni ég tilfallandi kvikmyndaverkefnum til að eiga fyrir salti í grautinn,“ segir Óskar, sem býr og starfar í New York. Meðal slíkra verkefna eru stuttar auglýsingamyndir sem verða sívinsælli á Netinu en hafa lítið látið á sér kræla á Íslandi. „Þessi verkefni eru má segja blanda af auglýsingu og leikinni stuttmynd og falla því vel að bak- grunni mínum í auglýsingagerð og svo námi í kvikmyndaleikstjórn,“ bætir Óskar við. „Misty Mountain“ verður að öllum líkindum sýnd í Reykjavík í byrjun ágúst. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveð- in enn. Nánar má kynna sér verk og feril Óskars á heimasíðu hans, www.oskarthoraxelsson.com. Heimamenn Aukaleikararnir, sem allir búa á Langanesi, stóðu sig vel við tökur að sögn Óskars. Misty Mountain frumsýnd á Kátum dögum Leikarar Steve N. Zilliaz og Ingunn Erla Eiríksdóttir í hlutverkum í Misty Mountain. Farsæll Óskar á að baki langan feril við kvikmynda- gerð og hér er hann sjálfur í „búning“. » „Misty Mountain“, sem framleidder af Zik Zak kvikmyndum, er hálf- tími að lengd og segir af hermanni sem bjó á herstöðinni á Heiðarfjalli á Langanesi árið 1969, þar sem dul- arfullir atburðir áttu sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.