Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 43
Það verður sannkallað Íraksþema á Al-þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavíksem fram fer 27. september til 7. októ-ber í ár.
Nú þegar er búið að bóka fjórar nýjar heimild-
armyndir á hátíðina sem sýna ólíkar hliðar á nú-
verandi ástandi í Írak.
Fyrsta ber að nefna Iraq in Fragments frá
2006 eftir James Longley. Hún var tilnefnd til
Óskarsverðlauna í vor og hefur unnið til þó nokk-
urra verðlauna, þ. á m. á Sundance. Myndin sýnir
líf í stríðshrjáðu landi frá þremur sjónarhornum.
Í fyrsta hluta myndarinnar kynnast áhorfendur
11 ára munaðarlausum dreng í Bagdad sem vinn-
ur á bílaverkstæði og hræðist veruleikann sem
hann býr við. Í öðrum hluta er sýnd sú pólitíska
ólga sem tók við eftir innrás Bandaríkjahers, þar
sem múslimskir öfgamenn, Shitar, reyna að taka
völdin af Sunnum sem hafa stjórnað Írak í fleiri
hundruð ár. Í lokahlutanum er kynnt bænda-
fjölskylda í Kúrdistan, en Kúrdar eru hugsanlega
þeir einu sem „njóta góðs“ af ástandinu.
Uppreisnarfólk í Baghdad
Önnur myndin heitir Meeting Resistance
(2007) eftir Molly Bingham og Steve Connors. Sú
er glæný og fjallar um sjaldséða hlið Írak-
stríðsins, einfaldlega vegna þess að það er svo
erfitt að nálgast fólkið sem kemur þar fram.
Myndin skoðar uppreisnarfólkið í Baghdad, íbúa
sem hafa tekið lögin í eigin hendur til að berjast
gegn innrásarhernum. Kvikmyndagerðarfólkið
fylgir eftir átta uppreisnarseggjum og varpar
ljósi á líf þeirra, skoðanir, takmörk og drifkraft.
Fólkið kemur úr ólíkum stéttum samfélagsins
(kennari, húsmóðir, stjórnmálafræðingur og
flóttamaður, svo eitthvað sé nefnt) sem berst
sameinað gegn ofureflinu.
Connors og Bingham leiddu saman hesta sína í
ágúst 2003 með það fyrir stafni að gera heim-
ildamynd um fólkið sem stóð á bak við uppreisn-
arofbeldið eftir innrásina í Írak. Þetta er fyrsta
kvikmyndin þeirra.
Þriðja myndin er Shadow company (2006) eftir
Nick Bicanic og Jason Bourque. Málaliðar hafa
loðað við stríð frá upphafi siðmenningar en með
tilkomu staðfastra ríkisherja er gjarnan litið á
hugtakið sem hluta af fortíðinni. Það kemur því
mörgum á óvart að heyra að í Írak eru um 20 þús-
und málaliðar að störfum – eða öllu heldur starfs-
menn einkarekinna herfyrirtækja, eins og komist
er að orði nú á dögum. Shadow Company hefur
fengið óspart lof gagnrýnenda, einkum og sér í
lagi vegna hlutlausrar umfjöllunar um flókið efni,
en þar er sýnd hlið á Írak sem sjaldan er varpað
ljósi á.
Fjórða myndin er Taxi to the Dark Side eftir
Alex Gibney. En hún var nýlega valin besta heim-
ildarmyndin á Tribeca kvikmyndahátíðinni.
Myndin fjallar um dularfullan dauðdaga afg-
ansks leigubílstjóra á Bagram flugstöðinni. En
hann lést af sárum sem bandarískir hermenn
veittu honum. Myndin tekur á sjónarmiði Bush
stjórnarinnar á pyntingar. Heimildagerðarmenn-
irnir leiða áhorfendur úr þorpi í Afghanistan, til
Guantanamo fangabúðanna og þaðan beint í
Hvíta húsið.
Málþing um Írak
Þessi sérdagskrá á kvikmyndahátíðinni sýnir
fram á hversu flókið og margþætt ástand ríkir í
Írak. Allar heimildamyndirnar bera vitni um að
enn er frá miklu að segja – í hverri þeirra er
fjallað um efni sem ætti að koma flestum spánskt
fyrir sjónir. Þetta eru lærdómsríkar myndir sem
munu vonandi fá alla þá athygli sem þær verð-
skulda.
Nú stendur yfir undirbúningur málþings í
byrjun október í kjölfarið á sýningum heim-
ildamyndanna.
Unnið er að því að fá til landsins aðstandendur
myndanna og nú þegar hefur Molly Bingham
staðfest komu sína. Á málþinginu verður rætt um
ástandið í Írak og þá jafnframt út frá sjónarhorni
fjölmiðlamannsins en Bingham hefur lengi starf-
að sem blaðaljósmyndari og blaðamaður.
Fjórar myndir um Írak á
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
Írak Í Iraq in Fragments segir frá lífi í stríðshrjáðu landi frá þremur sjónarhornum.
Pyntingar Úr myndinni Taxi to the Dark Side sem vann til verðlauna nýlega á Tribeca.
SÖNG- OG LEIKKONAN Jennifer
Lopez hefur viðurkennt að eiga það
til að borða ruslfæði þegar hún er í
fríi, en ítrekar þó að hún láti það
eiga sig þegar hún er að kynna ný
verkefni. „Þegar ég þarf að kynna
nýja kvikmynd eða nýja plötu legg
ég töluvert á mig til þess að halda
mér í formi þá mánuðina,“ sagði Lo-
pez í samtali við tímaritið Cosmopo-
litan. „En ég fæ mér stundum að
borða á McDonald’s þess á milli, og
ég á það til að hreyfa mig ekki neitt í
lengri tíma. Þótt ég reyni oftast að
borða hollan mat á ég það líka til að
fá mér súkkulaðibitakökur, ég borða
bara ekki allan pakkann,“ sagði
söngkonan. „Ef ég tek eftir því að ég
er að fitna passa ég mig betur á því
hvað ég borða en ég geri aldrei neitt
dramatískt. Ég borða bara aðeins
minna og hreyfi mig aðeins meira.“
Jennifer Lopez
borðar ruslfæði
Reuters
Sæt og fín Jennifer Lopez.
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn
Justin Newman heldur tónleika á
Gauki á Stöng í kvöld. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem hann held-
ur tónleika hér á landi, en amma
Justins var íslensk og því segist
hann vera ¼ Íslendingur. Hann gaf
nýverið út sína fyrstu plötu sem
nefnist Every Night, en á tónleik-
unum í kvöld mun hann flytja efni
af henni, auk enn nýrra efnis. Just-
in spilar fallega og lágstemmda gít-
artónlist með angurværum textum,
en honum til halds og trausts á
tónleikunum í kvöld verður Jón
Magnússon gítarleikari.
Justin er fæddur og uppalinn í
Sacramento í Kaliforníu og hefur
stundað tónlistarnám í San Diego
State, CSU Sacramento og Americ-
an River College. Hann lærði
djasstrommuleik en spilar auk þess
á gítar og syngur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Justin með
tónleika á
Gauknum
Af íslenskum ættum Justin hefur
meðal annars spilað á Oliver og á
Dubliners.
www.myspace.com/justinnewm-
anmusic