Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» TF-SIF lenti í sjónum  Fjögurra manna áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-Sifjar bjargaðist þegar þyrlan lenti í sjón- um við björgunaræfingu út af Straumsvík í gærkvöldi. Orsök óhappsins er ekki kunn en atvikið er komið til rannsóknar hjá Rannsókn- arnefnd flugslysa. » Forsíða Varnaræfing í ágúst  Fyrsta varnaræfingin sem haldin verður á Íslandi á grundvelli sam- komulags frá október sl. mun fara fram dagana 13.-16. ágúst. Alls verða þátttakendur í æfingunni 300 talsins en markmiðið er að æfa flutn- ing liðsafla til landsins á hættu- og ófriðartímum. » 11 Jarðskjálfti í Japan  Tveir harðir jarðskjálftar gengu yfir Japan í gær og fyrrinótt með þeim afleiðingum að sjö létust og 900 slösuðust. Eldur braust út í kjarn- orkuveri sem er eitt hið stærsta í heimi og lak vatn frá verinu, sem í var lítið magn geislavirkra efna. Eyðileggingin er sögð mikil. » 14 Novator eignast Actavis  Eignarhaldsfélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, hefur tryggt sér vilyrði fyrir rúmum 90% hlutafjár í Actavis. Að sögn Björgólfs er málið svo að segja í höfn. Stefnt sé að því að Actavis haldi áfram að vaxa og dafna. » 12 SKOÐANIR» Staksteinar: Yfirborð og alvara Forystugreinar: Landið og ferðamennskan | Rifið til þess eins að rífa það? Ljósvaki: „En hann er ekki í …“ UMRÆÐAN» Stjórnmálamenn í gíslingu Hafró Sóðaborgin Reykjavík Hver á að gera hvað? Deiliskipulag fyrir Kársnes 0  !8$ -  *  ! 1   /  ".  ". . . . . . . ." ".  " . . . ." .  . , 9(6 $  .  "." . ." . "  . :;<<2=> $?@=<>A1$BCA: 92A2:2:;<<2=> :DA$99=EA2 A;=$99=EA2 $FA$99=EA2 $7>$$A/G=2A9> H2B2A$9?H@A $:= @7=2 1@A1>$7*$>?2<2 Heitast 20°C | Kaldast 11°C  Hæg vestlæg átt vestan til en annars hægviðri eða hafgola. Svalara við norður- og austurströndina. » 10 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins fær þrjár stjörnur fyrir tónleika á Þjóð- lagahátíð á Siglu- firði. » 37 GAGNRÝNI» Innlifun og æskufjör FÓLK» Ashlee Simpson var á Ís- landi. » 36 Ragna Sigurð- ardóttir fjallar um Safnasafnið á Sval- barðsströnd sem er nýopnað eftir miklar breytingar. » 37 AF LISTUM» Safnasafnið stækkað KVIKMYNDIR » Myndin Misty Mountain sýnd á Þórshöfn. » 41 TÓNLIST» Jack London spilar kristilegt rokk. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Þyrla Landhelgisgæslunnar … 2. Hundurinn Lúkas á lífi 3. Vantaði far til Reykjavíkur 4. Fimm þyrlur strandaglópar … KVIKMYNDIN Börn vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni Zerkalo Int- ernational Film Festival sem haldin var nýlega í Rússlandi. Myndin hlaut að- alverðlaun gagn- rýnenda auk þess sem Ólafur Darri Ólafsson var val- inn besti karl- leikarinn. „Ég fékk að heyra að við ætt- um að vera sérstaklega ánægð með þessi gagnrýnendaverðlaun, en eins og ein konan þarna orðaði það þá eru rússneskir gagnrýnendur mjög kröfuharðir og stífir,“ segir Ólafur Darri sem var viðstaddur verðlauna- afhendingu hátíðarinnar einn Ís- lendinga. Hann segir það mikinn heiður að hafa verið valinn besti leik- arinn á hátíðinni og að sér hafi liðið eins og frægri kvikmyndastjörnu þennan tíma sem hann dvaldi í Rúss- landi. | 38 Börn verðlaunuð Ólafur Darri Ólafsson leikari. FJÓRAR nýjar heimildarmyndir sem sýna ólíkar hliðar á núver- andi ástandi í Írak verða sýnd- ar á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem fer fram í haust. Meðal þeirra er myndin Iraq in Fragments eftir James Longley sem var m.a tilnefnd til Ósk- arsverðlauna í vor og hefur unnið til Sundance-verðlauna. Myndin Meeting Resistance verður einnig sýnd en hún fjallar um uppreisnarfólk í Bagdad. Molly Bingham blaðamaður gerði mynd- ina ásamt Steve Connors og mun hún verða viðstödd málþing hér á landi í tengslum við kvikmyndahá- tíðina þar sem rætt verður um ástandið í Írak. Þriðja myndin sem sýnd verður er Shadow Company sem fjallar um málaliða en í Írak eru um 20 þús- und málaliðar að störfum. Fjórða myndin er síðan Taxi to the Dark Side eftir Alex Gibney en hún var nýlega valin besta heimildarmyndin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni. Þar er fjallað um sjónarmið Bandaríkja- manna á pyntingar. | 43 Írak á kvik- myndahátíð Úr Iraq in Fragments. Á ÍSLANDI er best að búa, vilji maður lifa löngu, hamingjusömu og „grænu“ lífi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var á Evrópu- löndunum í því skyni að komast að því hvaða land byði upp á bestu lífsskilyrðin fyrir þegna sína. Ísland lenti í 3. sæti þegar rann- sakaðar voru lífslíkur fólks og lífs- hamingja en í 2. sæti, á eftir Lett- landi, þegar skoðuð var besta nýting náttúrulegra auðlinda. Tek- ið var fram í niðurstöðunum að Ís- land hefði forskot á margar þjóð- anna sökum ríkulegra náttúruauðlinda, t.a.m. væru hér 200 eldfjöll og 600 hverir sem væru ókeypis orkuauðlind sem hægt væri að nota í stað gass, kola og ol- íu. Gunnar Ó. Haraldsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, segir Íslendinga skera sig úr í notkun sjálfendurnýjanlegra auðlinda og búa yfir ákveðinni sérstöðu í þeim efnum. Aðspurður segir Gunnar enga hættu á öðru en að Ísland sé nógu grænt. „Við notum þessa sjálfendurnýjanlegu orkugjafa mik- ið og erum heppin þar. Aðrar þjóð- ir hafa ekki val um slíkt, a.m.k. ekki á sama hátt og við og ekki jafnódýrt. Við þurfum ekki að brenna olíu eða byggja kjarnorku- ver til að hita húsin okkar. Það er ekkert skrýtið þótt við komum út græn í þeim samanburði.“ Landið vænt og grænt  Íslendingar búa við mestu velmegunina sem bitnar minnst á náttúrunni  Norðurlönd koma best út, Eistland verst Í HNOTSKURN »Samkvæmt höfundum könn-unarinnar sýna niðurstöð- urnar að lífshamingja þarf ekki að vera á kostnað náttúrunnar. »Niðurstöður benda til þess aðverra er að búa í Evrópu nú en fyrir 40 árum. Morgunblaðið/Ómar Gaman Ánægðastir reyndust íbúar Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands. VERK Hreins Friðfinnssonar höfða til listunnenda á öllum aldri, ef eitthvað er að marka áhuga gesta sem voru viðstaddir opnun sýningar á verkum hans í Serp- entine Gallery í London í gærkvöldi. Um er að ræða eins konar yfirlitssýningu verka hans, en það elsta á sýningunni er frá 1965. „Í mínum huga fjalla verk hans um tíma sem líður hægt. Allt fer fram með hægð. Verk Hreins fjalla um allar litlu uppgötvanirnar sem þú ger- ir ef þú tekur eftir umhverfi þínu,“ segir Kitty Scott, sýningarstjóri gallerísins. | 22 Verk Hreins Friðfinnssonar sýnd í Serpentine Gallery „Allt fer fram með hægð“ Ljósmynd/Vera Júlíusdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.