Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 25 ✝ BrynhildurÞorsteinsdóttir fæddist á Jafna- skarði í Stafholts- tungum í Borgar- firði, 21. apríl 1944. Hún var bráðkvödd á Arn- arstapa aðfaranótt föstudagsins 20. júlí síðastliðins. Foreldrar Bryn- hildar voru Þor- steinn Guðbjarna- son bóndi á Jafna- skarði, f. 28.8. 1909, d. 28.9. 1948, og Guðný Björnsdóttir húsfreyja, f. 6.8. 1908, d. 9.12. 1991. Systur Bryn- hildar eru Jóhanna Birna, Hall- dóra Bjarney, Guðrún, Jóna Guðný, Auður Ósk, Guðbjörg, Hjördís Ragna og Kristín. Brynhildur giftist Ríkharði Kristjánssyni, f. 3.3. 1940. Dætur þeirra eru: a) Gerður, f. 14.6. 1963, gift Óskari Erni Jónssyni, f. 11.9. 1963, börn þeirra eru Telma Dögg, Jón Andri og Harpa Eik og b) Svandís, f. 16.7. 1970, gift Valdimar Erni Júlíussyni, f. 25.1. 1973, synir þeirra eru Ísak Örn og Brynjar Bogi. Foreldrar Bryn- hildar fluttust að Beigalda í Borgar- firði þegar hún var þriggja ára en níu ára fluttist hún með móður sinni og systrum í Borgar- nes og ólst þar upp. Eftir nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík fluttist hún með Rík- harði eiginmanni sínum til Ólafs- víkur. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar alla tíð. Brynhildur var snyrtifræð- ingur að mennt og starfaði lengst af við sölu og markaðs- störf. Brynhildur og Ríkharð áttu sumarhús að Arnarstapa, Snæfellsnesi, þar sem þau dvöldu að mestu síðustu ár. Útför Brynhildar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég fékk símhringingu hinn 20. júlí og mér sagt að hún Binna systir væri dáin. Ég hváði, því mér fannst þetta ekki geta verið rétt. En svo fór ég að hugsa og jú, hún hafði orðið bráð- kvödd vestur í sumarbústaðnum sín- um á Arnarstapa, en þau hjónin voru búin að vera þar í sumar. Elsku Binna mín, það er höggvið stórt skarð í okkar systrahóp þar sem þú ert ekki með okkur lengur. Það er sárt að sjá á eftir sínum nán- ustu. Þú varst alltaf mín uppáhalds systir enda varstu mikið hjá okkur Gulla þegar þú varst lítil. Þú sagðir einu sinni við mig að þér fyndist Gulli vera pabbi þinn því að þú áttir engan pabba þar sem pabbi okkar dó svo ungur. Þú varst hjá mér að passa Þorstein frænda þinn þegar þú varst 11 ára og þú gerðir það svo vel og ég gat alltaf treyst þér fullkomlega. Þorsteinn lést af slysförum fyrir tveimur árum, hinn 28. júlí 2005, þannig að það eru akkúrat tvö ár á milli ykkar. Þetta er því mikið áfall fyrir okkur öll, en lífið gengur ekki alltaf eins og maður vill að það gangi. Ríkki minn og fjölskylda þín. Ég sendi ykkur innilegar samúð- arkveðjur og bið góðan Guð að vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Vertu sæl, elsku Binna mín. Þín systir Hanna. Elsku Binna systir, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg, margar ljúfar minningar frá upp- vaxtarárum okkar. Þar sem við vorum yngstar af stórum systrahóp vorum við kannski nánari og oft leituðum við hvor til annarrar þegar okkur leið illa eða eitthvað bjátaði á og þá var gott að fá að gráta á öxl hinnar. Það er skrítið að heyra ekki frá þér oftar. Þú hringir og segir, hæ, þetta er Binna, hvað segirðu gott? eins og þegar þú talaðir við mig fyrir viku og spurðir hvort ég ætlaði ekki í brúðkaupið hennar Írisar frænku á föstudaginn og hvað þú hlakkaðir til að fara. Að mig grunaði að þú yrðir öll þá. Ég er svo þakklát fyrir að við skyldum hittast allar systurnar í fyrrasumar í sumarbústaðnum hjá mér og eiga þar saman dásamlega helgi, það var yndislegt að rifja upp gamla daga og skoða gamlar myndir, hlæja og leika sér allar saman og verða börn á ný, og svo að spila á gít- ar og syngja fram á rauða nótt í bjartri sumarnóttinni, þá varst þú í essinu þínu. Og oft áttum við Nonni frábærar stundir með ykkur hjónum og var þá mikið sungið og spilað, það var ykkar líf og yndi. Elsku Binna mín, ég gæti enda- laust rifjað upp minningar en ég ætla að geyma þær í hjarta mínu og muna þig eins og þú varst. Megi góður guð vera með Rikka, dætrum þínum og fjölskyldum þeirra í þeirra djúpu sorg. Ég elska þig. Þín systir Kristín. Ég kynntist Binnu, frænku minni, þegar ég var barn. Í huga mínum sé ég fallega konu, ljósa yfirlitum en einhvern veginn brothætta. Hún var hláturmild og sýndi okkur systra- börnunum jafnan áhuga. Hin seinni ár hitti ég Binnu sjald- an en fann að ég átti enn stað í hjart- anu hennar og hún í mínu. Nú er hún farin til mömmu sinnar og þær láta sér líða vel saman. Elsku Rikki, Gerður, Svandís og fjölskyldur, megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Í huganum geymum við fallega minningu um góða manneskju. Helena. Látin er um aldur fram elskuleg vinkona mín hún Binna. Kallið kom alltof fljótt og eftir sitjum við felmtri slegin. Ég er svo þakklát fyrir okkar góðu stund sem við áttum saman í ferm- ingunni hennar Thelmu í mars sl. Þar sannaðist það fyrir mér hvað tíminn getur verið afstæður, það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Strengurinn sterkur og faðmlagið þétt og innilegt. Ég er einnig svo þakklát fyrir að hafa fengið að koma inn í hennar fjöl- skyldu fyrir mörgum árum síðan þegar ég var lítil stelpa og við Gerð- ur urðum æskuvinkonur. Ég eignað- ist ekki bara mína bestu vinkonu heldur heila fjölskyldu af englum. Ég skynjaði fljótt þennan góða, af- slappaða anda sem ríkti á Kársnes- brautinni enda sótti ég í að vera þar, hjá þessari skemmtilegu og hlýlegu fjölskyldu sem tók mér svo vel og hefur verið mér innilega kær allar götur síðan. Ég man svo vel Rikka í eldhúsinu að galdra fram dýrðlegan mat, Binnu að gera heimsins besta rifsberjahlaup, hnoðaðar randalínur og jólasmákökur í boxum, sem voru rammlega límd með teipi, „borðist á jólum“, – og hvað okkur Gerði lang- aði að stelast í boxin. Minningarnar eru margar, bjart- ar, ljúfar, heill fjársjóður fyrir mig. Nú laga ég alltaf á hverju hausti rifsberjahlaupið góða sem hún kenndi mér að búa til. Seinna þegar ég var orðin „stór“ og rak fyrirtæki ásamt fjölskyldu minni kom Binna og starfaði hjá okk- ur í mörg ár í heildversluninni Rún. Á okkar samstarf bar aldrei skugga og treysti það bara enn betur vináttubönd okkar allra. Binna reyndist mér einstaklega vel þegar ég missti móður mína úr krabba- meini, hún sýndi mér einstaka vin- semd og umhyggju á þeim tíma. Ég mun ætíð minnast hennar með ævar- andi þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum allt. Hún var yndisleg manneskja, svo sterk og viðkvæm í senn. Veri kær vinkona ævinlega guði falin. Ástvinum öllum bið ég huggunar. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Unnur Gunnarsdóttir. Það var um haust fyrir rúmlega 30 árum sem við hjónin kynntumst Rikka og Binnu. Við vorum stödd í litlu þorpi skammt frá Malaga með foreldrum og sonum. Mamma og pabbi höfðu boðið fjöl- skylduvini sem staddur var á Costa del Sol í saltfisk og Binna kom með sem bílstjóri. Það var eins og við hefðum þekkst lengi og bauð hún okkur að koma í heimsókn til Torre- molinos og þáðum við það. Nokkrum dögum síðar stóðum við hjónin við hóteldyrnar og innan úr íbúðinni hljómaði söngur og gítarspil. Við hringdum dyrabjöllunni og til dyra kom Rikki á stuttbuxunum með gít- arinn í hönd. Elskurnar gangið í bæ- inn, hún Binna var búin að segja mér að ég gæti átt von á ykkur. Þannig voru móttökurnar á þeim bæ. Síðan þá höfum við átt óslitið vin- áttusamband sem aldrei hefur borið skugga á. Rikki og Binna voru glæsileg hjón og bráðskemmtileg. Þau áttu tvær dætur á svipuðu reki og syni okkar og fylgdust við vel með börnum hvor annarra. Samverustundir okkar eru orðnar æðimargar, bæði innanlands sem ut- an. Í fyrstu voru það ferðalög innan- lands og veiðiferðir með börnunum okkar. Síðan stundir við kofa og pallasmíði í Kerlingarfjöllum, á Kjólsstöðum og á Stapanum. Tjald- ferðir í eyðifirði fyrir vestan og aust- an. Sigling til Færeyja með Nor- rænu. Ævintýraferð til Mexíkó og eftirminnileg ferð á Vestfirði þar sem við gistum í Árnesi í Trékyll- isvík og rifjuðum upp ótrúlegt ferða- lag forfeðra Rikka þaðan til Siglu- fjarðar. Binna var glæsileg kona og ynd- islegur vinur. Hún vildi allt fyrir alla gera. Hún var sannkallaður vinur vina sinna. Hún vann lengst af í snyrtivöru- geiranum og ferðaðist um landið og kynnti vörur af ýmsum toga. Hún var frábær sölukona og alltaf voru þær vörur sem hún kynnti í það skiptið langlangbestar. Eitt sinn vorum við sem oftar að versla inn fyrir ferðalag. Fórum við Binna í Miklagarð sem þá var. Allt í einu var Brynhildur komin á hnén og farin að róta í dóti í neðstu hillu. Var hún þá að raða til vöru sem hún var með á sinni könnu í það skiptið. Það lýsir vel hennar trygglyndi. Það nístir í hjartað þegar ég geri mér grein fyrir því að ég á ekki eftir að eiga samverustundir með Binnu vinkonu minni. En Rikki minn, við höldum hópinn og höldum áfram að lifa lífinu og gera eitthvað gott og skemmtilegt og þá verður Binna með okkur. Elsku Rikki vinur, við vottum þér, dætrum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ykkar vinir, Karl og Margrét. Þær sorgarfréttir bárust okkur til Svíþjóðar að okkar kæra vinkona Binna hefði látist aðfaranótt föstu- dags 20. júlí. Kynni okkar hófust fyr- ir 37 árum og hefur vináttan haldist alla tíð. Við minnumst með þakklæti allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman, bæði norðan heiða og sunnan. Elsku Binna, í framtíð- inni verðum við að sætta okkur við að heyra ekki þinn dillandi hlátur og hlýju rödd sem við fengum að njóta svo margoft á liðnum árum. Elsku Binna, við kveðjum þig með fallegu kveðjunni sem þú kvaddir okkur svo oft með; Guð geymi þig, kæra vinkona. Okkar kæra vini Rikka, dætrun- um Gerði og Svandísi og fjölskyldum þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Ragna og Erling. Ég man vel þegar ég fyrst hitti Brynhildi fyrir meira en 25 árum. Ég var um 10 ára gamall þegar ég fékk að koma með í matarboð til Bryn- hildar og Rikka með Óskari bróður mínum sem þá var orðinn tengda- sonur þeirra hjóna. Eftir þessi fyrstu kynni hef ég átt margar fleiri góðar stundir með þessari glæsilegu konu. Gestristni og hlýhugur hefur einkennt kynni mín af Brynhildi í gegnum árin og rifjast upp eftirminnileg gamlárs- kvöld og aðrar gleðistundir sem ég fékk að njóta með henni. Eins og áður sagði var ávallt mikil gestristni á heimili Brynhildar sem ég varð oft aðnjótandi. Mér er enn í fersku minni þegar ég var um 15 ára gamall og var einn heima í nokkra daga. Á þessum tíma fékk ég flensu og ekki var annað tekið í mál en ég myndi gista á heimili Brynhildar og Rikka þar til ég næði heilsu á ný. Þessa daga var stjanað við mig og allt gert til þess að mér liði sem best. Þegar ég hafði náð heilsu og fór aftur heim á leið varð mér hugsað að margt væri nú verra en að vera veik- ur aðeins lengur. Ég votta Rikka, Gerði, Svandísi og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og vona að minningin um góða konu megi vera þeim huggun í harmi. Blessuð sé minning hennar. Sigmar Jónsson. Brynhildur Þorsteinsdóttir MINNINGAR ✝ Andri Ragnars-son fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1983. Hann and- aðist á gjörgæslu- deild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut 22. júlí síðastliðinn. Hann var sonur Ragnars Höskulds- sonar, f. 10. maí 1957, sonur Hösk- uldar Jónssonar f. 1925, d. 1995 og Elínar Gísladótt- ur f. 1927, d. 1993, og Guðrúnar Gunnarsdóttur, f. 10. júní 1962, dóttir Gunnars Hólmgeirs Jóns- sonar, f. 1935, og Auðar Há- konardóttur, f. 1938. Systkini Andra eru Ragnar Haraldsson, f. 20. febrúar 1981, í sambúð með Guðrúnu Láru Sveinsdóttur, þau eiga eina dóttur Láru Rún Ragnars- dóttur, og Aníta Ragnarsdóttir, f. 18. október 1983, í sam- búð með Pétri Erni Péturssyni. Andri var í Folda- skóla í Reykjavík frá sex til tólf ára aldurs en þá fluttist hann á Þórshöfn þar sem hann dvaldi hjá hjónunum Bjarnveigu og Skúla um þriggja ára skeið. Andri lauk grunnskólaprófi frá Grunn- skólanum á Þórshöfn árið 1999. Andri starfaði að mestu sem verk- taki síðustu ár ævi sinnar. Andri verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku bróðir minn. Ég er ekki enn búin að átta mig á að þú sért farinn frá mér fyrir fullt og allt. Mér líður eins og þú hafir skroppið til útlanda án þess að láta okkur vita, líkt og þú gerðir fyrr á árinu. Það er eins og þú hafir vitað í hvað stefndi og ákveðið að láta drauminn þinn um að ferðast ræt- ast. Þú hafðir alltaf talað um að ferðast um Evrópu og einn daginn léstu verða af því. Þú lést hvorki kóng né prest vita af þessari ferð og hélst út í óvissuna. Þú flakkaðir um Evrópu í þrjá mánuði einn þíns liðs og naust þess að vera laus við hina spilltu Reykjavík. Þú vildir helst ekki koma aftur en eins góðhjart- aður og þú varst vildirðu ekki að foreldrar okkar hefðu svona miklar áhyggjur af þér og ákvaðst því að gefa pabba heimkomu þína í afmælisgjöf. Ég held að fá bönd séu jafn sterk og á milli tvíbura og þú verður allt- af hluti af lífi mínu. Þú sást líka til þess að ég gleymi þér aldrei elsku Andri minn og að ég minnist þín í hvert sinn sem ég lít í spegil. Við vorum líklega ekki nema sjö ára þegar þú ákvaðst að stríða mér og þóttist ætla að henda í mig steini. Þú ætlaðir svo að láta hann falla aftur fyrir þig en misstir takið og steinninn fór beint í andlitið á mér. Ég fékk þetta fallega ör sem mun ávallt minna mig á þig. Við gátum hlegið að þessu þegar við urðum eldri. Ég veit að ef hjartað þitt hefði slegið aftur og þú hefðir haft þetta af, þá hefðum við séð nýtt upphaf hjá þér. Þú hefðir flutt í sveitina þar sem þú undir þér best og fékkst að vera þú sjálfur. Þú hefðir tamið hesta, farið í veiðitúra og notið nátt- úrunnar. Á sumrin hefðum við fjöl- skyldan flúið borgina og komið í heimsókn til þín. Þá hefðum við eignast margar ánægjulegar minn- ingar en raunveruleikinn er annar elsku hjartans bróðir minn. Hjarta þitt sló ekki aftur og þú hafðir þetta ekki af. Það er veruleikinn sem ég þarf að horfast í augu við. Fleygðu hjarta þínu fram fyrir þig, og hlauptu svo og náðu því. (Arabískur málsháttur) Ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og að þér líði vel. Nú er bjart yfir þér, þú ert loks laus við eitrið sem umlukti þig og hjarta þitt er hreint. Þú hefur náð hjarta þínu aftur en með öðrum hætti en við hefðum óskað. Þú átt ávallt mína ást. Þín systir Aníta. Ég kynntist Andra þegar ég og Aníta systir hans fórum að vera saman. Andra tókst strax við fyrstu kynni að koma mér á óvart enda var hann litríkur persónuleiki og nokk- uð uppátækjasamur. Andri tók mér undireins vel og það var mér mikils virði. Ég var ekki lengi að komast að því að tvíburasystkinin studdu vel við hvort annað. Í lífi hvers og eins eru skin og skúrir og þegar Andri átti slæma daga þá var Aníta dugleg við að draga hann með okk- ur á kaffihús eða í bíó. Aldrei var langt í brosið hjá honum og hlát- urinn, hann naut þess að segja frá ferðalögum sínum til framandi landa og því sem hann hafði upp- lifað á sinni stuttu ævi. Ég er Andra þakklátur fyrir margar góðar stundir og minningar sem nú leita til mín. Ég vil votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda mína dýpstu sam- úð. Pétur Örn Pétursson. Andri Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.