Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FÍKNIEFNAEFTIRLIT um versl- unarmannahelgina og í aðdrag- anda hennar hefur aldrei verið eins umfangsmikið og nú í ár. Lög- reglan stendur fyrir sérstöku átaki í þessum efnum í samstarfi við toll- gæsluna. 250 fíkniefnaleitir hafa verið gerðar síðan 23. júlí en þar er um að ræða leit í bílum, á fólki og í húsum þar sem lögreglan hefur grun um að fíkniefni sé að finna. Fylgst verður vandlega með póst- og farangurssendingum til vinsæl- ustu viðkomustaða helgarinnar. Sérstakt eftirlit er nú haft með þeim sem grunaðir eru um að selja eiturlyf svo að hægt sé að stöðva þá fyrir helgina. „Menn hafa haldið saman listum yfir virka brotamenn og eftir þeim er unnið,“ segir Páll Winkel aðstoðarríkislögreglustjóri. 40 fíkniefnamál hafa nú þegar kom- ið upp í þessu átaki lögreglunnar. Fylgjast með umferð úr þyrlum Eftirlitið um helgina verður lag- að að því hvert straumur ferðafólks liggur enda hefur skemmtanahald um verslunarmannahelgar breyst svo að ekki er eingöngu um stórar, skipulagðar hátíðir að ræða lengur. Lögreglan mun fylgjast með um- ferð, m.a. úr þyrlum, til þess að skipuleggja aðgerðir. „Við einfald- lega förum þangað sem mesta þörf- in verður,“ segir Páll. Tíu lögreglumenn og tollverðir og þrír fíkniefnahundar sinna þessu eftirliti um helgina og skipa þrjú teymi sem fara um þá staði þar sem fjöldi fólks safnast saman. „Þetta er hrein viðbót við þá sér- stöku löggæslu sem er á hverri útihátíð eða í þeim bæjum þar sem samkomur verða,“ segir Páll. Hundar í lykilhlutverki Fíkniefnahundar leika lykilhlut- verk í leit að fíkniefnum og munu þrír þeirra taka þátt í átaki lögregl- unnar þessa vikuna. Lögreglan boðaði til blaðamannafundar á tjaldstæðinu í Laugardal í gær þar sem þeir Aron, Asi og Týri sýndu færni sína í að þefa uppi fíkniefni. Þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að finna fíkniefnasýni, hvort sem þeim var komið fyrir inn- anklæða á fólki eða falin í tjöldum. Ekki var leitað í tjöldum ferða- manna á tjaldstæðinu en lögreglan veitti því þó athygli að sumir gest- irnir voru snöggir að pakka niður og láta sig hverfa þegar fjöldi ein- kennisklæddra lögreglumanna með hunda mætti á svæðið. Guðni Markús Sigmundsson hjá tollgæslunni segir lykilatriði að velja hunda sem hafa hæfileika til fíkniefnaleitar. „Við leitum að hundum sem hafa ríkt veiðieðli, það kemur sér vel í leitinni. “ Guðni segir hundana hafa nýst vel hingað til. „Svo hefur þetta for- varnagildi líka, að þeir séu sýni- legir. Þetta samstarfsverkefni okk- ar og lögreglunnar hefur skilað mjög góðum árangri í gegnum tíð- ina um verslunarmannahelgar.“ Umfangsmesta fíkniefna- eftirlit til þessa um helgina Morgunblaðið/Kristinn Fundvís Týri átti ekki í neinum vandræðum með að finna fíkniefnasýni sem falin voru í tjaldi í Laugardalnum. 40 fíkniefnamál þegar komin upp Í HNOTSKURN »Ýmsar tegundir hunda erunotaðar til fíkniefnaleitar enda eru hæfileikar í þeim efnum einstaklingsbundnir. Verðandi fíkniefnahundar byrja á því að undirgangast skapgerðarmat hjá sérfræð- ingum í London. »Hundarnir eru þjálfaðireftir aðferðum hjá norsku tollgæslunni. Þjálfari og hund- ur þurfa síðan að standast starfsleyfisúttekt einu sinni á ári. Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÍMABUNDIÐ vinnslustopp verð- ur í rækjuvinnslu Bakkavíkur í Bol- ungarvík á meðan reynt verður að útvega hráefni til vinnslu í a.m.k. þrjá mánuði. Vinnslu fimm hundruð tonna af rækju, sem keypt var til að halda uppi starfsemi út mánuðinn, lýkur í kvöld. Uppsagnarfrestur tólf starfsmanna rennur út á sama tíma. Þeir verða endurráðnir náist að út- vega hráefni. Agnar Ebenesersson, fram- kvæmdastjóri Bakkavíkur, segir ákvörðunina hafa verið tekna á stjórnarfundi sl. laugardag og var hún tilkynnt starfsfólki í gærmorg- un. Hann segir fólk ekki verða end- urráðið fyrr en ljóst sé orðið með hráefniskaup. „Því um leið og við ráðum það aftur, framlengist upp- sagnarfresturinn og það er ómögu- legt að gera það án hráefnis.“ Verið var að landa 400-450 tonnum af rækju í Bolungarvík í gærdag en Agnar segir það of lítið til að fara af stað aftur. „Þess vegna ætlum við að reyna að safna meira og það getur al- veg eins verið komið innan tveggja vikna. Af því að vel gekk að fá þenn- an farm, þá er kannski fordæmi sett.“ Hann kveðst vonast til að fyr- irtækið nái að tryggja sér um 1.500 tonn og vonar að framleiðsla hefjist í síðasta lagi mánaðamótin ágúst, september. Þrátt fyrir að af því verði er fram- tíð fyrirtækisins óljós og segir Agnar að málin verði skoðuð að nýju þegar að því kemur. Bakkavík sagði upp 48 starfs- mönnum rækjuvinnslunnar í apríl sl. vegna erfiðra rekstrarskilyrða á um- liðnum árum og tregðu við að afla hráefnis það sem af var ári – þar sem rækjuafli hefur dregist saman hér á landi sem og annars staðar. Fjórtán starfsmenn munu starfa áfram hjá fyrirtækinu eftir aðgerðirnar. Útlitið svart í Bolungarvík Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, segir horfurnar í bæn- um svartar. Þótt rækjuvinnsla hefj- ist hugsanlega aftur tímabundið séu aðstæður erfiðar og það verði ekki fleiri en 30 manns sem muni starfa hjá fyrirtækinu. Þegar mest var voru um hundrað starfsmenn hjá Bakkavík. Vinnslustopp í rækju- vinnslu Bakkavíkur Uppsagnarfrestur tólf starfsmanna rennur út á sama tíma Morgunblaðið/Þorkell Rækjuvinnsla Miklir erfiðleikar hafa verið í greininnı́ að undanförnu. Á VEF Þjóðskjalasafns má nú finna skjal sem varpar ljósi á síð- ustu hleranir kaldastríðstímabilsins. Segir í því að hleranir 17 símanúm- era hafi verið heimilaðar í kjölfar þess að ábending barst frá verka- manni um að von væri á fjölmörg- um erlendum mótmælendum til landsins, „æru- og eignalausum“. Var þetta um vorið áður en NATO- fundur var haldinn í Reykjavík í júní 1968. Verkamaðurinn skýrði yfirvöld- um frá því að hann hefði heyrt á tal nokkurra manna þar sem fram kom vilji þeirra til að stúdentar gripu til aðgerða en töldu þá þurfa liðsauka. Sagði einn mannanna þá frá því að til Íslands væru væntanlegir „50 út- lægir Grikkir og fjöldi stúdenta úr Evrópu og mundu þessir menn eiga að hafa frumkvæði um mótmælin og vinna skemmdarverk enda vanir slíku“. Fram kemur í skjalinu, að óeirð- arseggirnir ætluðu að vinna hér spellvirki, m.a. að kveikja í banda- ríska sendiráðinu. Þá segir, að til stæði að erlendir aðilar fjármögn- uðu skemmdarverkastarfsemina. „Æru- og eignalaus- ir“ skálkar LÖGREGLUNNI á höfuðborg- arsvæðinu var tilkynnt um tólf lík- amsárásir um helgina. Fæstar voru þær alvarlegar en í nokkrum til- vikum þurfti fólk að leita sér að- hlynningar á slysadeild. Meðal þeirra var tvítugur piltur, sem handleggsbrotnaði eftir átök á Laugavegi, auk þess sem sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að hluti af eyra hefði verið bitinn af konu. Þá fékk starfsmaður veit- ingahúss að kenna á því þegar hann reyndi að stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi. Var hann sleginn í andlit- ið líkt og starfsmaður verslunar sem reyndi að stöðva þjóf. Tólf líkams- árásir um helgina SKÁTAR um allan heim endurnýja skátaheit sitt í fyrramálið í tilefni af því að þá verða hundrað ár liðin frá stofnun skátahreyfingarinnar. Íslenskir skátar ætla að safnast saman í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ og heita því í sameiningu að gera skyldu sína við guð og ætt- jörðina, hjálpa öðrum og halda skátalögin. Þau lög eru tíu talsins og kveða meðal annars á um að skátar skuli vera glaðværir, tillitssamir, hlýðnir og hjálpsamir. Ný dögun í starfi skáta Hátíðarhöldin á morgun bera tit- ilinn Sólrisa skátastarfs. „Það er verið að halda upp á að það er að hefjast ný öld,“ segir Margrét Tóm- asdóttir skátahöfðingi. Heitin verða endurnýjuð klukkan átta að morgni í hverju landi til þess að tákna nýja dögun í starfi skáta. „Skátaheitið breiðist þannig yfir jarðarkringluna með öllum sínum boðskap,“ segir Margrét. „Þetta eru þau gildi sem Baden-Powell lagði upp með í byrj- un fyrir 100 árum.“ Hún leggur áherslu á að þótt talað sé um guð í heitinu, þá sé skátahreyfingin ekki bundin ákveðnum trúarbrögðum og sé opin hverjum sem er, sama hvaða merkingu menn kjósa að leggja í guðshugtakið. Um 430 íslenskir skátar eru nú staddir í Eng- landi þar sem al- heimsmót fer fram þessa dag- ana í grennd við bæinn Chelmes- ford. Hún segir því erfitt að spá um hversu marg- ir mæti á morg- un, en allir séu velkomnir. „Eldri skátar eru náttúrulega mjög margir og þeir sem hafa einhvern tímann verið skátar.“ Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í starfi skátahreyfingarinnar á Íslandi í gegnum tíðina. „Fyrir fimmtíu ár- um voru skátar mjög stór hluti hvers árgangs. Ætli það séu ekki um þrjú til fimm prósent af árgangi núna. Sumir stoppa í eitt ár, sumir stoppa mjög lengi.“ Hátíðin á morgun hefst klukkan hálf sjö með því að fylgst verður með beinni útsendingu frá Englandi. Þegar heitin hafa verið endurnýjuð munu skátarnir meðal annars af- henda íslenskum stjórnvöldum frið- aráskorun og snæða saman morg- unmat. Margrét hvetur þá sem eiga ekki heimangengt í fyrramálið til að end- urnýja heit sitt þar sem þeir verða staddir klukkan átta. Skátar endur- nýja heit sín Margrét Tómasdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.