Morgunblaðið - 17.08.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.08.2007, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar MIKILL meirihluti Bandaríkja- manna vill að ökumönnum verði bannað að senda SMS á meðan þeir aka bíl að því er kemur fram í frétt frá Reuters fréttastofunni. Niðurstöðurnar koma líklega ekki á óvart enda endurspegla þær al- menningsálitið með því að sýna að 89% Bandaríkjamanna telji að það sé álíka hættulegt að senda SMS við stýrið eins og að aka undir áhrifum. Þrátt fyrir þetta viðurkenna 57% aðspurðra að hafa sent SMS- skilaboð á meðan þeir voru að keyra bíl og 66% viðurkenndu að lesa SMS-skilaboð sem berast í símann. Þá voru yngri bílstjórar líklegri til að freistast til þess að senda SMS- skilaboð við stýrið en eldri bílstjórar en unnið er að því í mörgum ríkja Bandaríkjanna að banna athæfið með lögum. Vilja banna SMS-send- ingar í akstri Hættulegt Bandaríkjamenn telja það mjög hættulegt að senda SMS á meðan bíl er ekið. Morgunblaðið/Þorkell  Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com Spurt: Hyundai Elantra 1999-2000. Bilanalýsing: Eftir að vélin er gang- sett og farið er af stað er allt í lagi þar til sjálfskiptingin er komin í 4. gír. Þá gírar hún niður í þriðja og skiptir síðan ekki upp. Þetta endur- tekur sig í hvert skipti sem bílnum er ekið. Reynt var að greina bilunina á verkstæði en ekkert samband náðist við tölvu skiptingarinnar. Öll öryggi eru í lagi. Niðurstaða verkstæðisins var sú að tölva skiptingarinnar væri ónýt – hefði líklega eyðilagst við kaplastart. Hvað þarf ég að hafa í huga við leit að nýrri (notaðri) tölvu? Er munur á tölvum frá USA og Evr- ópu? Er óhætt að panta tölvu frá USA, t.d. á ebay ef nr. stemma? Svar: Enginn munur er á USA/Evr- ópu-tölvum ef hlutarnúmerið er það sama. Áður en þú ferð að leita á e- bay, eða kaupa dýra tölvu nýja eða notaða, skaltu tala við Gunnar Har- aldsson hjá Varahlutalagernum (Smiðjuv. 4a, Kóp). Hann hefur sent vélar- og skiptingartölvur út til Bret- lands þar sem gert er við þær og þær endurforritaðar fyrir hagstætt verð. Komi í ljós að tölvan sé ónýt greiðir þú einungis sendingarkostnaðinn. Jafnframt mun koma í ljós hvort bil- unin sé raunverulega í tölvunni og þá jafnframt hvað kunni að hafa orsak- að hana. Ástæða er til að nefna að skiptingar geta verið viðkvæmar gagnvart vökvastöðu og truflanir orðið bæði vegna of lítils vökva og of mikils. (1/2 lítri til eða frá getur vald- ið alls konar truflunum). Sé kvarði á skiptingu á að mæla vökvastöðuna þannig: Vélin heit. Handbremsan sett á og fært rólega á milli gíra frá P og niður og aftur í P. Síðan er vökva- staðan mæld á skiptingunni með heita vél í gangi og í P. Sérhæfð smurolía fyrir pallbíla Spurt: Ég las pistil þinn um smur- olíur á vefsíðunni þinni og hef ein- mitt verið að leita að 5W-20 fyrir Ford Econoline F150 2004 – en án árangurs.Veistu hvar ég fæ 5W-20? Svar: IB ehf. á Selfossi selur sér- hæfðu smurolíurnar fyrir banda- ríska pallbíla og jeppa frá Ford, GM, Chrysler og Toyota með bensín- eða dísilvél. Þeir eiga m.a. 5W-20. Hvað fór í tankinn? Spurt: Ég er í vandræðum með 2ja ára gamlan Honda CR-V dísil ekinn u.þ.b. 28 þús. Fyrir nokkrum mán- uðum missti vélin afl og drap á sér. Bíllinn var dreginn á umboðsverk- stæði sem skipti um olíu- og loftsíu. Mánuði seinna gerðist hið sama aft- ur. Kom þá ljós reykur aftur úr bíln- um áður en vélin stöðvaðist. Aftur var bíllinn dreginn á verkstæðið og aftur skipt um olíusíu! Ég keypti bíl- inn nýjan og hef alltaf skipt við sama olíusala – Atlanstolíu. Getur verið að dísilolían sé menguð vatni eða að óhreinindi hafi komist í tankinn? Ég dæli alltaf sjálfur og tel mig ávallt hafa lokað vel. Hvað gæti valdið þessu? Svar: Þegar bíllinn var dreginn á verkstæðið og nýleg eldsneytissía reyndist stífluð öðru sinni – hefði verið eðlilegt verklag að saga síuna sundur og skoða hvað hún hefði að geyma. Þá hefði t.d. komið í ljós hvort um vatn var að ræða eða hvort óhreinindi væru í dísilolíunni frá seljanda eða af völdum skemmdar- varga eða óvita. Settu saman við dís- ilolíuna sérstakt efni sem eyðir vatni úr dísilolíu – ekki má nota sama raka/ísvara á dísilvél og notað er í bensín, þ.e. ekki venjulegan ísópróp- anól-ísvara (sumir starfsmenn bens- ínstöðva virðast ekki vita þetta). Þú færð rakaeyðiefni fyrir dísilolíu í N1 (Bílanausti). Annað mál er að ljós reykur sem fylgir svona truflun gæti bent til þess að fyrir mistök hafi ver- ið bensín saman við dísilolíuna. Íblöndunarefnið gæti eytt því líka. Ef þú getur ættirðu að prófa að kaupa dísilolíuna á annarri stöð Atl- antsolíu – hætti vandræðin er eitt- hvað að dísilolíugeymi stöðvarinnar. Mér finnst þetta sérkennileg truflun og skrítið að hafa ekki fengið fleiri spurningar á borð við þína – sé eitt- hvað að dísilolíunni. Ónýt tölva: Hvað er þá til ráða? Morgunblaðið/Árni Sæberg Bilanagreining Tölvur í bílum geta raskast og jafnvel eyðilagst við kaplastart. FLESTIR kannast við Nissan Patrol á Íslandi enda hefur sá dyggi ferðabíll ferjað þúsundir Íslendinga um landið og hálendið en færri gera sér grein fyrir því að 50 ára þróun fjórhjóla- drifs liggur að baki getu bílsins. Tæknileg þróun í fjórhjóladrifum hefur hægt og rólega verið að flytjast yfir í jepplinga og hefur Nissan því nú þróað nýtt kerfi sem er kallað 4x4i en það mun vera notað í nýjum Nissan X-Trail sem kynntur var á bílasýn- ingunni í Genf í vetur. Nýja kerfið stillir saman afl og drif- kraft á hverju hjóli fyrir sig sem tryggir besta mögulega grip við þær aðstæður sem bjóðast. Þannig færast jepplingar upp fæðukeðjuna ef svo má segja þar sem geta bílsins verður með besta móti, hvort sem ekið er í drullu, grjóti, snjó eða sandi eða á vegarslóða sem er blanda af þessu öllu saman. Búnaður dýrari bíla Nýr X-Trail býður þannig útbúnað sem oftast finnst ekki nema í dýrari bílum. Þannig má telja til brekku- hjálp sem heldur bílnum á hægu skriði, bæði upp og niður brekkur og fullkomið stöðugleikakerfi. Jepplingurinn hefur yfir að ráða G- skynjara, sem er hreyfiskynjari, og getur þannig brugðist við inngjöf, hemlun eða hliðarkröftum eftir þörf- um – kerfið getur þannig spáð fyrir um hvort bíllinn muni undirstýra eða yfirstýra við tilteknar aðstæður og brugðist við því með því að beita hemlun eða aflfærslu á viðeigandi hjól. Ingvar Helgason umboðsaðili Nissan hefur sýnt virkni þessa bún- aðar í reynsluakstri og hefur ný- breytnin mælst vel fyrir enda skyn- samlegt að vita hvernig búnaður sem þessi virkar í landi þar sem aðstæður eru vægast sagt mjög fjölbreyttar. Snjallt Nissan X-Trail fæst með fjórhjóladrifi sem er sjaldgæft í þessum flokki bíla. Fullkomið fjórhjóladrif frá Nissan í X-Trail Toyota Avensis, árg. 2002, ek. 118 þús. km. Verð 990 þús. kr. Harley Davidsson VRSC VRSCB V-Rod, árg. 2005, ek. 3 þús. km. Verð 2.150 þús. kr. Verð: tilboð, 1990 þús. kr! BMW 3 330XD, árg. 2003, ek. 143 þús. km. Dísel. Verð 3.290 þús. kr., áhv. 2.180 þús. kr. Toyota Avensis S/D Executive, árg. 2003, ek. 25 þús. km. Verð 2.250 þús. kr. Subaru Legacy Wagon GL 4WD, árg. 1999, ek. 128 þús. km. Verð 780 þús. kr. Verð: tilboð, 580 þús. kr. Dodge Magnum SXT, árg. 2004, ek. 16 þús. km. Verð 2.700 þús. kr. BMW 320 DÍSEL, árg. 2001, ek. 172 þús. km. Verð 1.990 þús. kr., áhv. 1.700 þús. kr. MMC Galant ES V6, árg. 2003, ek. 53 þús. km. Verð 2190 þús. kr. Verð: tilboð, 1.900 þús. kr. MMC Pajero 3200 GLS DÍSEL 32” Anterna, árg. 2003, ek. 115 þús. km. Verð 3.690 þús. kr., áhv. 2.969 þús. kr. Vantar bíla á planið! Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.