Morgunblaðið - 17.08.2007, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 7
Niðurstöður úr árekstraprófi á
vegum bandarískra samtaka bíla-
tryggingafélaga voru nýverið birt-
ar, en þar voru sérstaklega próf-
aðir hliðarárekstrar á fólksbíla. Af
þeim sex tegundum sem voru
prófaðar hlutu þrjár fullt hús
stiga en þær voru Volvo S80, KIA
Amanti og Acura RLO. Volvo S80
hlaut enn sérstaka viðurkenningu
frá samtökunum fyrir að hljóta
ágætiseinkunn í tveimur öðrum
árekstraprófum, þar sem bíllinn
var klesstur að framan og að aft-
an.
Sá bíll sem hlaut lægstu ein-
kunn var BMW 5. Mercedes E
Class aftur á móti hlaut viðunandi
einkunn sem olli framleiðendum
nokkrum vonbrigðum þar sem
bíllinn var nýverið endurhannaður
með það fyrir augum að ná betri
árangri í árekstraprófum.
Volvo hlýt-
ur ágætis-
einkunn
Morgunblaðið/RAX
Öruggur Volvo S80 kom mjög vel
út í árekstrarprófum.
Á bílasýningunni í Frankfurt sem
hefst í næsta mánuði munu bílafram-
leiðendur heimsins kynna nýjustu
afurðir sínar og ef miðað er við und-
anfarnar bílasýningar má ætla að
áherslurnar verði á umhverfisvæn-
um bílum. Framleiðendur VW munu
þar tefla fram nýjum Golf BlueMo-
tion, sérlega sparneytnum og um-
hverfisvænum bíl í flokki minni bíla.
Auk hans kynnir Volkswagen fimm
aðrar BlueMotion-gerðir á bílasýn-
ingunni í Frankfurt.
Bíllinn sem hér um ræðir notar
aðeins 4,5 lítra af dísilolíu á hverja
100 km sem er 0,6 lítrum minni
eyðsla en í fyrri gerð. Sömuleiðis
hefur verið dregið út útblæstri
koltvísýrings, úr 135 gr/km niður í
119 gr/km. Þá er unnt að aka Golf yf-
ir 1.200 km á einni tankfyllingu (55
lítrum) með hjálp BlueMotion-tækn-
innar.
Golf er fjórði Volkswagen-bíllinn á
eftir Polo, Passat og Passat Variant
til að bera BlueMotion-skjöldinn og
er hann jafnframt talinn hagkvæm-
asta gerðin í þessari framleiðslulínu.
Hann er knúinn 105 hestafla TDI-vél
sem hefur 250 Nm snúningsvægi.
VW kynnir nýjan Golf BlueMotion
Sparneytinn Nýi Golf BlueMotion eyðir eingöngu 4,5 lítrum á 100 km.
Nýjung í hugbúnaði fyrir vélstýri-
búnaðinn dregur úr vélarsnúningi í
lausagangi og það ásamt sótagnasíu
dregur verulega úr útblæstri meng-
andi efna. Hærri gírhlutföll í þriðja,
fjórða og fimmta gír draga einnig úr
vélarsnúningshraða í akstri. Þessar
nýjungar stuðla einar og sér að
minni eldsneytisnotkun sem nemur
0,2 lítrum.
Þegar allar breytingarnar eru
teknar saman í framleiðslubílnum
eykst hámarkshraði Golf BlueMo-
tion úr 187 km/klst í 190 km/klst. Nýi
bíllinn er væntanlegur á markað á
Íslandi á næsta ári
Framleiðendur VW hafa ástæðu til
að kætast um þessar mundir en
metsala var á bifreiðum þeirra á
fyrstu sjö mánuðum þessa árs.
Jókst salan um 7,9 prósent frá
sama tímabili í fyrra en heild-
arsalan á heimsvísu náði 2,11
milljónum bifreiða. Jafnframt
jókst sala í júlí um 10,5% frá sama
mánuði í fyrra. Helsta söluaukn-
ingin varð í Brasilíu, Kína og Arg-
entínu.
Morgunblaðið/Eyþór
Golf VW hefur selt yfir 2,11 milljónir bíla á árinu
Metsala hjá VW
FYRIR bílhneigða skiptir öllu máli
að eiga réttu verkfærin, svo hægt sé
að dytta sómasamlega að bílnum. Þó
er hægt að ganga ansi langt í áhuga-
málinu en
nú er t.d.
hægt að fá
hnífapör
sem eru bú-
in til úr
ryðfríum
föstum lykl-
um og töng
– allt saman vel brúklegt.
Þannig má slá tvær flugur í einu
höggi og skipta út verkfærasetti bíls-
ins fyrir hnífaparasett og nota það
annars vegar til lagfæringa og hins-
vegar þegar ökumanninn grípur
óstjórnleg hungurtilfinning. Þá væri
hægt að fara hreinlega alla leið – elda
matinn á pústgreininni frá vélinni og
borða hann með verkfærunum.
Réttu
verkfærin
TENGLAR
..............................................
www.northerntool.com
♦♦♦