Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Glæsilegt nýlegt atvinnuhúsnæði á stórri lóð. Lóðin er skráð 12.733 fm og er hún mal-
bikuð og frágengin. Um er að ræða vandað og fallegt atvinnuhúsnæði að mestu leyti á
einni hæð, ásamt hluta skrifstofurýmis á 2. hæð. Húsið er byggt árið 1997 og er vand-
að í alla staði, miðhluti er byggður úr steinsteypu og iðnaðar- og lagersalir eru byggð-
ir úr vönduðum límtréssperrum. Eignin er u.þ.b. 5.000 fm auk þess fylgir eigninni
samþykktur byggingarréttur fyrir allt að 1.000 fm stækkun. Húsið er allt hið vandað-
asta m.a. klætt að utan. Að innan er um að ræða stóra og vandaða lager- og iðnaðar-
sali, skrifstofupláss, starfsmannaaðstöðu, mötuneyti o.fl. Fjölmargar innkeyrsluhurðir
og gott útipláss. Mikil lofthæð.
Upplýsingar veita Dan V.S. Wiium s. 896-4013 og Kristinn Ingi s.893-1041
jöreign ehf
TIL SÖLU
SUÐURHRAUN – GARÐABÆ
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BROTTFALL nemenda með annað
móðurmál en íslensku úr framhalds-
skólum er mikið vandamál. Í kjölfar
þess að starfshópur á vegum mennta-
málaráðuneytisins gerði úttekt á
stöðu umræddra nemenda hefur Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra ráðið Guðrúnu
Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþing-
ismann, verkefnisstjóra yfir mála-
flokknum. „Við megum ekki við því að
missa fólk á milli skips og bryggju,“
segir Guðrún og hyggur á að vinna
rösklega.
Guðrún mun starfa með starfs-
hópnum að tillögugerð og úrbótum í
menntunarmálum fyrir nemendurna
og segir verkefnið gríðarlega mikil-
vægt og spenn-
andi. „Við munum
gera allt til þess
að brottfall þess-
ara nemenda úr
framhaldsskólum
verði sem minnst
og að skólarnir
taki vel á móti
ungmennum með
annað móðurmál
en íslensku – en
það getur einnig átt við um íslensk
börn sem eru að flytja heim – og
tryggja að þeir séu með ákveðnar
móttökuáætlanir.“
Fræðsla í að kenna íslensku
Að tillögu starfshópsins hefur verið
stofnaður sjóður til að styðja með sér-
tækum hætti kennslu í íslensku fyrir
umrædda nemendur. Veita skal fjár-
framlög umfram reiknilíkan til sér-
stakra aðgerða í íslenskukennslu en
þær aðgerðir eru m.a. stuðnings-
kennsla fyrir einstaka nemendur eða
smærri hópa, þjálfun daglegra sam-
skipta og fræðsla fyrir kennara í að
kenna íslensku sem erlent tungumál.
Framhaldsskólar geta sótt um styrki
úr sjóðnum tvisvar á ári og fyrsti um-
sóknarfrestur er til 15. september nk.
Einnig verður horft til móttöku-
skóla á grunnskólastigi og athugað
hvort hægt sé að byggja brú á milli
þeirra og framhaldsskóla. „Það er
mikil reynsla sem situr í móttökuskól-
unum og mögulegt að nýta hana, s.s. í
kennslu, kennsluháttum og stuðningi
við foreldra svo fátt eitt sé nefnt,“
segir Guðrún og bætir því við að verk-
efnið geti orðið nokkuð viðamikið.
„Það er einnig spurning með fé-
lagslega þáttinn, það þarf að virkja
íþróttahreyfinguna og ekki verður
hjá því komist að kanna stuðning
sveitarfélaga við þessi ungmenni. Það
þarf að skoða allt svona vítt.“
Mikilvægt og spennandi
Í HNOTSKURN
»Menntamálaráðherra skip-aði nýlega starfshóp til að
gera tillögur til stuðnings
nemendum í framhaldsskólum
sem hafa annað móðurmál en
íslensku.
»Hópurinn hefur unnið út-tekt á stöðu nemendanna
og hefur Guðrún Ögmunds-
dóttir verið ráðin til starfa sem
verkefnisstjóri málaflokksins.
Guðrún
Ögmundsdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, ráðinn verkefnisstjóri yfir
málaflokki nemenda í framhaldsskólum með annað móðurmál en íslensku
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur (ÍTR) hefur undanfarið
fengið ábendingar frá foreldrum,
sem hyggjast nýta frístundakort fyr-
ir börn sín, um að félög og skólar hafi
hækkað gjaldskrár eftir að frístunda-
kortin komust í gagnið. Með kortinu
geta foreldrar greitt að hluta eða öllu
leyti fyrir frístundastarf barna sinna.
Sólveig Valgeirsdóttir, verkefna-
stjóri hjá ÍTR, segir orðróm vera í
gangi um hækkanir og daglega hringi
foreldrar í ÍTR með slíkar ábending-
ar. Ekki hafi náðst að fara yfir þær
allar „en í þeim málum sem við höfum
skoðað reynist oft um misskilning að
ræða“, segir Sólveig. Þær megi meðal
annars rekja til þess að fólk hafi ekki
tekið með í reikninginn atriði á borð
við lengri æfingatíma barnanna
vegna þess að þau hafi færst upp um
flokka. Þá hafi námskeið í einhverj-
um tilvikum verið lengd. Sólveig seg-
ist þó vita um að minnsta kosti eitt til-
felli þar sem útlit sé fyrir að félag hafi
hækkað gjaldskrá sína vegna tilkomu
frístundakortanna. „Líka hef ég
heyrt, sem mér finnst mjög slæmt, að
félög hafi afnumið systkinaafslátt og
annað,“ segir hún.
Alls eru um 90 félög og skólar á
skrá hjá borginni vegna frístunda-
kortanna en Sólveig segir að flestar
kvartanirnar sem borist hafi ÍTR
varði 4-5 félög.
„Mörg félög eru búin að hækka hjá
sér og hækkanir eru ekkert óeðlileg-
ar. Það er verðbólga og þjálfarar fara
fram á hærri laun,“ segir Sólveig.
Hún segist hafa hvatt foreldra til
þess að leita skýringa hjá sínu félagi
og standa saman, sé um hækkanir að
ræða. Mörg félaganna standi raunar
ekki vel og eigi í basli með að ná end-
um saman.
Sólveig segir að þau félög sem
bjóða fólki að framvísa frístundakort-
um vegna tómstundaiðkunar barna
hafi þurft að skila inn til borgarinnar
upplýsingum um gjaldskrá síðasta
árs og haustsins í ár. Þetta sé gert
svo borgin geti fylgst með því hver
þróunin verður í þessum málum.
Kerfið þarf að fá að þróast
Einnig hafi heyrst óánægjuraddir
vegna þess að sum félög fari fram á
að fólk reiði fram fé fyrir námskeið-
inu í upphafi þess og hyggist svo end-
urgreiða afsláttinn þegar peningar
frá borginni vegna frístundakortanna
koma til félaganna.
Sólveig segir að hugsunin hafi allt-
af verið sú að fólk þyrfti ekki að
leggja út fyrir þessu, en frístunda-
kortakerfið sé nýtt og það þurfi að fá
að þróast. Styrkurinn hafi ekki komið
fyrr en 1. september og hafi þá marg-
ir þegar verið búnir að greiða. „Við
höfum ítrekað við félögin að fólk geti
komið til þeirra og fengið að semja,
eigi það erfitt með að leggja út fyrir
tómstundastarfinu.“
Dæmi um hækkanir eftir að
notkun frístundakorta hófst
Eitthvað er um að félög hafi fellt niður systkinaafslátt eftir að kortin komu fram
Morgunblaðið/Eggert
Frístundakort Hægt er að nota frístundakort til að borga fyrir íþrótta-
starf, tónlistarkennslu og margt fleira. Myndin var tekin í Egilshöll.
ÁKÆRA gegn karlmanni á fimm-
tugsaldri fyrir að ráðast á konu á
heimili sínu aðfaranótt þriðjudags-
ins 23. janúar sl. var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærdag.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa
ráðist á konuna inni á baðherbergi
íbúðarinnar, tekið hana þar hálstaki
og slegið höfði hennar í vegg, svo
slegið hana margsinnis í líkamann á
herbergisgangi íbúðarinnar, þannig
að hún féll við og þá sparkað í hana
liggjandi. Afleiðingarnar hafi verið
þær að konan tognaði á hálsi og
hlaut roða báðum megin á hálsi,
eymsli um brjóstkassa, hrufl og
marbletti um ofanverðan brjóst-
kassa, upp á herðar og út á hægri
öxl, eymsli á hægra herðablaði,
eymsli um brjósthrygg, sár á
hægra hné og eymsli á aftanvert
hægra læri.
Í ákærunni segir að brotin teljist
varða við almenn hegningarlög.
Þess er krafist að ákærði verði
dæmdur til refsingar en konan
krefst þess að honum verði gert að
greiða bætur að fjárhæð 500.000.
Dómari í málinu er Símon Sig-
valdason, verjandi er Guðni Har-
aldsson hæstaréttarlögmaður og
sækjandi Þorbjörg S. Gunnlaugs-
dóttir, fulltrúi lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu.
Ákærður
fyrir árás
á konu
Sakaður um að hafa
slegið og sparkað
SÆMUNDUR Ósk-
arsson, kaupsýslumað-
ur í Reykjavík og
stofnandi KA-klúbbs-
ins, lést sl. mánudag
83 ára að aldri.
Sæmundur fæddist
á Akureyri og ólst þar
upp. Hann lauk prófi
frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1942 og frá
verzlunarskólanum
Barlock Institute í
Stokkhólmi 1947.
Hann vann síðan við sölumennsku
hjá heildverzlunum en einnig við
sjómennsku á síldarskipum og tog-
urum en í ársbyrjun 1953 fór hann
til Svíþjóðar og þaðan í langsigling-
ar um heimshöfin. Hann lauk prófi
frá stýrimannaskólanum í Härnö-
sand í Svíþjóð 1957 og frá stýri-
mannaskólanum í Kal-
mar 1958.
Sæmundur kom al-
kominn til Íslands 1969
og stofnaði heildv. S.
Óskarsson & Co hf.
1962 og rak hana til
1981 en seldi þá og
stofnaði heildv. Esju
sf., sem fjölskylda hans
rekur núna. Sæmundur
vann mikið fyrir Knatt-
spyrnufélag Akureyr-
ar, var stofnandi KA-
klúbbsins í Reykjavík 1978 og var
formaður hans til dauðadags.
Fyrri kona Sæmundar var Eivor,
fædd Holm. Dóttir þeirra er Guðrún
Kristína. Síðari kona Sæmundar er
Inga, fædd Sommer, og lifir hún
mann sinn. Börn þeirra eru Helga
og Óskar.
Andlát
Sæmundur
Óskarsson
KAFFISTOFA Samhjálpar mun á
laugardaginn verða opnuð í húsnæði
hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í
Hátúni 2 í Reykjavík. Þar mun kaffi-
stofan þó aðeins verða til bráða-
birgða.
Eins og kunnugt er missti Sam-
hjálp húsnæði sitt við Hverfisgötu
hinn 7. september og hafa máltíðir
síðan þá verið afgreiddar í Gistiskýl-
inu. Það húsnæði er þröngt og hent-
ar illa og en betur mun fara um starf-
semina í húsnæði
Fíladelfíusafnaðarins.
Að sögn Heiðars Guðnasonar, for-
stöðumanns Samhjálpar, er gert ráð
fyrir að kaffistofan verði þar í rúm-
lega viku en flytji þá aftur á Hverf-
isgötu. Framtíðarhúsnæði kaffistof-
unnar verði væntanlega tilbúið eftir
um fjórar vikur. Ekki hefur verið
gefið upp hvar nýja húsið er.
Kaffistofan
til Fíladelfíu
FULLTRÚAR Framsóknarflokks-
ins í iðnaðar- og félagsmálanefndum
Alþingis óskuðu í gær eftir að hald-
inn yrði sameiginlegur fundur
nefndanna hið fyrsta. Tilefnið er að
breytingar eru á verða á eignarhaldi
Geysis Green Energy sem á 32%
hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Breytingarnar eru þær að banda-
ríski fjárfestingabankinn Goldman
Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
hjá Time Warner, eignast samanlagt
8,5% í Geysi Green Energy. Samn-
ingar um þetta eru á lokastigi.
Það eru þeir Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins, og
Birkir J. Jónsson þingmaður sem
biðja um fundinn en þeir telja nauð-
synlegt að nefndirnar fjalli um lög-
bundin skylduverkefni ríkisins, s.s.
vatnsveitur, og einnig eignarhald
orkufyrirtækja og framtíðarnýtingu
orkuauðlinda. Brýnt sé að allir
flokkar taki þátt í umræðum um
málið.
Vilja fund
í nefndum
♦♦♦
♦♦♦