Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 15
FLÓÐBYLGJUVIÐVÖRUN í
Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta sem
reið yfir vesturströnd eyjunnar Sú-
mötru í gærmorgun var afturkölluð
síðdegis. Jarðskjálftinn, sem mæld-
ist 8,2 stig á Richter, fannst í að
minnsta kosti fjórum löndum. Hann
átti upptök sín á hafinu um 100 km
frá borginni Bengkulu.
AP
Ótti Skrifstofufólk í Jakarta flýr út
á götu í kjölfar jarðskjálftans.
Harður skjálfti
EKKI voru sendar út neinar fréttir
á sjónvarpsrásum danska ríkis-
útvarpsins, DR, í gær vegna dags-
verkfalls fréttamanna en með að-
gerðum sínum vilja þeir mótmæla
uppsögnum. Fréttatími útvarpsins
var styttri en venjulega og gerður
af yfirmönnum.
Engar fréttir
EVRÓPUSAMBANDIÐ bannaði í
gær að nýju innflutning á kjöti og
búfénaði frá Bretlandi eftir að nýtt
tilfelli af gin- og klaufaveiki var
staðfest í sunnanverðu Englandi,
skammt frá býlum þar sem veikin
kom upp í sumar.
Nýtt kjötbann
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur staðfest að ebola-
veiran hefur komið upp í Kasai-
héraði í Kongó. Að minnsta kosti
166 manns hafa dáið af völdum
sjúkdómsins og 372 aðrir smitast.
Ebola er bráðsmitandi og allt að
90% smitaðra deyja.
Ebola í Kongó
VLADÍMÍR Pút-
ín, forseti Rúss-
lands, leysti í
gær forsætisráð-
herra landsins
frá störfum og
skipaði lítt
þekktan mann,
Viktor Zúbkov, í
embættið.
Zúbkov er 65
ára, hefur verið yfirmaður fjár-
málaeftirlits Rússlands og starfaði
einnig með Pútín í stjórn Sankti
Pétursborgar á síðasta áratug.
Rússneskur stjórnmálaskýrandi,
Júlía Latynína, sagði val Pútíns
koma á óvart og benda til þess að
forsetinn vildi bíða með að skýra
frá því hvern hann styddi í forseta-
kosningunum 2. mars.
Val Pútíns
kom á óvart
Viktor Zúbkov
SKRÚFUÞOTA flugfélagsins SAS
af gerðinni Dash 8 Q-400 með 52
manns um borð brotlenti í Litháen í
gær vegna bilunar í hjólabúnaði og
er þetta í annað sinn á fjórum dögum
sem vél af þessari gerð í eigu SAS
lendir í slíku slysi. Engan sakaði í
slysinu. Flugmaðurinn er sagður
hafa slökkt á hreyflunum og látið
farþega sem sátu nálægt vængjun-
um færa sig svo að þeir yrðu ekki
fyrir braki úr hreyflunum. Að sögn
Aftenposten í Noregi rifnuðu þrír
spaðar af í brotlendingunni.
Félagið á 27 vélar af þessari gerð
og gaf þegar skipun um að þær yrðu
kyrrsettar í bili. Framleiðandi vél-
anna, kanadíska fyrirtækið Bombar-
dier, ákvað að mæla með því að allar
vélar í heiminum með sams konar
hjólabúnað og meira en 10.000 flug-
tök að baki, alls um 60, yrðu kyrr-
settar þar til búið væri að gera á
þeim vandlega skoðun.
Mælt með kyrrsetn-
ingu um 60 Dash-véla
Tvær Dash 8 Q400-skrúfuþotur í eigu flugfélagsins
SAS hafa brotlent á aðeins fjórum dögum
Hugsaðu umheilsuna!
Svalandi,
próteinríkur
og fitulaus
Frískandi, hollur
og léttur drykkur í dós
Gamla góða
Óskajógúrtin
– bara léttari
Silkimjúkt,
próteinríkt
og fitulaust
Fitusnauðar
og mildar ab-vörur
– dagleg neysla stuðlar að bættri
heilsu og vellíðan
Peysudagar
fimmtudaga til sunnudags
allar peysur með
20% afslætti
sími 568 1626
www.stasia.is
str. 36-56