Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 16
HERÐUBREIÐ yfir stofusófanum, Herðubreið í borðstofunni, Herðubreið í skrifstofunni – í nýrri bók listakonunnar Roni Horn er að finna sextíu ljósmyndir af Herðubreið- arverkum Stefáns V. Jónssonar þar sem þær prýða veggi á heimilum Íslendinga. Stefán kallaði sig Stórval og fæddist í Möðrudal árið 1908. Í gegnum tíðina málaði hann ótal myndir af Herðubreið. Enginn veit hversu margar myndirnar nákvæmlega eru en þær er að finna á veggjum landsmanna um land allt. Hin bandaríska Roni Horn bankaði upp á á heimilum í Reykjavík, á Vopnafirði og Seyð- isfirði og fékk að taka ljósmyndir af verkum Stórvals í eldhúsum, stofum, göngum og skrif- stofum. Bókin nefnist einfaldlega Herðubreið at Home (Heima með Herðubreið). Horn er búsett í New York og kom fyrst til Íslands fyrir rúmum 30 árum. Síðan þá hefur hún ferðast reglulega til landsins, sótt inn- blástur í íslenska náttúru og meðal annars unnið með vatn úr íslenskum jöklum. Heima með Herðubreið er gefin út af Steidl-forlaginu sem áður hefur gefið út ljós- myndabækur eftir Horn. Herðubreið í íslenskum stofum og skrifstofum Listakonan Roni Horn myndar Herðubreið Stórvals á íslenskum heimilum Sólvallagata Hjól og Herðubreið. Litagleði Herðubreiðarmynd eftir Stefán „Stórval“ á Hjallavegi 68 í nýrri bók eftir Roni Horn. Miðtún Tíu kindur á Seyðisfirði. Óðinsgata Fartölva, blóm og Herðubreið. Roni Horn 16 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING YFIRLITSSÝNING á verkum Ólafs Elíassonar sem var opnuð síð- astliðna helgi í nútímalistasafni San Francisco hlýtur góða dóma hjá gagnrýnanda Los Angeles Times. Innihaldið í list Ólafs er sagt varpa birtu á samtímann „með skarplegum, hríf- andi og óvæntum hætti.“ Sýningin ber nafnið „Take Your Time“ eða „Taktu þér tíma“ og er fyrsta eig- inlega yfirlitssýningin á verkum Ólafs. Á sýningunni hefur lyk- ilverkum Ólafs verið safnað saman og þau sett í nýtt samhengi, en einn- ig gefur þar að líta tvö ný verk unnin sérstaklega fyrir þetta tilefni. Und- irbúningur fyrir sýninguna tók nærri tvö ár. Í dómnum sem birtist í Los Ang- eles Times í gær er sagt erfitt að slá út verkið sem tekur á móti sýning- argestum og ber nafnið „One-way colour tunnel.“ Gestir ganga í gegn- um verkið til að komast inn á sýn- inguna. Um er að ræða göng sem eru bleik á leiðinni inn en svört þeg- ar farið er til baka og er gagnrýn- andinn Christopher Knight afar hrifinn af verkinu. „Hin augljósu líkindi við leik- fanga-kviksjá gerir verkið aðgengi- legt fyrir alla, jafnvel þá sem nú- tímalist höfðar venjulega ekki til,“ skrifar Knight. Í dómnum segir að list Ólafs fáist við „ánægjuna, fegurðina, leikinn – jafnvel hamaganginn.“ Ólafi er lýst sem „tilraunalistamanni í nánast vís- indalegum skilningi“ og rannsókn hans sögð beinast að því að „um- breyta kyrrstöðunni.“ Hrífandi kviksjá Sýning Ólafs Elías- sonar dæmd ytra Tilraunamaður Ólafur Elíasson. BÓKMENNTAUNNENDUR geta kastað mæðinni í dag fyrir loka- átökin í bókmenntahátíð því eftir þétta dagskrá undanfarna daga þá er upplest- urinn í Iðnó kl. 20 eina uppákoma dagsins - en í kjölfarið fylgir hins vegar stíf dagskrá síðustu tvo dagana. En í kvöld eru þau Þórdís Björns- dóttir og Jón Kalman Stefánsson fulltrúar íslenskra höfunda en auk þeirra lesa kanadíska skáldkonan Kim Echlin, hinn danski Morten Ramsland og hjónin Jon Halliday og Jung Chang sem saman sömdu um- talaða bók um Maó formann. Rólegur dagur Þórdís Björnsdóttir Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI stendur nú yfir ljósmyndasýn- ing um Þórð Halldórsson frá Dagverðará undir Jökli á Snæ- fellsnesi. Þetta eru nærri 50 ljósmyndir, meðal annars myndir sem voru á heimsalm- anaki KODAK árið 1973. Myndirnar voru í sumar til sýnis í vitanum á Malarrifi á Snæfellsnesi og vöktu mikla athygli, en nú njóta landsmenn þessa umhverfis í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramótum. Sýningin er opin á opnunartíma Landsbókasafnsins og stendur til 6. október eins og sýningin um Jón Sveinsson, Nonna, á sama stað. Myndlist Ljósmyndir af Þórði á Dagverðará NORSKI leikarinn og leik- skáldið Pelle Sandstrak verður gestur á fundi Tourette- samtakanna á Íslandi kl. 15 á morgun í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins. Hann hefur ferðast víða um Norðurlönd og Norður-Ameríku með leiksýn- inguna Mr. Tourette and I og er nú væntanlegur til Íslands. Á fundinum mun Pelle ræða um reynslu sína af því að halda fyrirlestra og sýn- ingar fyrir ýmiss konar fagfólk, en tilgangur sýn- inga hans er að auka skilning fagaðila á Tourette- heilkenninu í því markmiði að koma betur til móts við börn sem bera það. Leiklist Herra Tourette og ég Pelle Sandstrak 100 MYNDIR nefnist sýning Eggerts Péturssonar málara sem opnuð verður í galleríi i8 í dag. Eggert sýnir 100 verk í tvennu lagi. 50 ferningslaga myndir hanga innan rétthyrn- ings, þar sem lesa má tíma sumarsins frá vori til hausts í línum niður eftir veggnum eftir blómgunartíma plantnanna, líkt og að lesa blaðsíðu í bók. 50 rétthyrningslaga myndir hanga í einni línu and- spænis á hinum þremur veggjum salarins og aftur má lesa tíma sumarsins eftir línunni frá vinstri til hægri. Hanna Christel sýnir verk sitt Innanúr, ut- anfrá undir stiganum. Myndlist Eggert sýnir tíma sumarsins í i8 Eggert Pétursson ♦♦♦ DJASSHETJAN Joe Zawinul er látinn, 75 ára að aldri. Zawinul er þekktastur fyrir hljómborðsleik sinn með hinu merka djass- fúsjón bandi Weather Report sem hann stofn- aði ásamt saxófónleikaranum Wayne Shorter. Þá spilaði hann einnig á plötur meistara Miles Davis. Zaw- inul fæddist í Vínarborg en flutti til Bandaríkjanna árið 1959 – en hann var þó kominn aftur til Vínarborgar þegar hann lést síðasta þriðjudag. Veðramót Joe Zawinul ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.