Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Gunnar Gunnarsson
zunderman@manutd.is
GUTTORMUR Sigurðsson frá Hall-
ormsstað sendi nýverið frá sér sína
fyrstu bók, „Á fleygiferð um eilífð-
ina“. Þar segir Guttormur frá tveim-
ur árum í lífi sínu, fyrir um þrjátíu
árum, og spinnur sögur af samtíð-
armönnum saman við heimspeki-
legar vangaveltur. Bókinni hefur
verið vel tekið og þykir lýsa sam-
ferðamönnum Guttorms frá þessum
árum á skarpan og oft drepfyndinn
hátt.
„Ég lýsi því sem gerðist í kringum
mig og persónum sem ég kynntist,“
segir Guttormur um bókina. „Ég
skrifa um skoðanir mínar og annað á
þessu tímabili eins og ég upplifði það
fyrir þrjátíu árum. Það segir þó
kannski ekki mikið um skoðanir
mínar í dag. Mig langaði að koma
ýmsu á framfæri sem ég hef upplifað
því mér finnst það sérstakt. Ég er
líka að opinbera sjálfan mig því
þetta er innri saga mín. Í sögunni
upplifi ég ýmislegt sem breytir skoð-
unum mínum og viðhorfum. Ég vildi
koma því þannig á framfæri að
mönnum þætti það skemmtilegt af-
lestrar og flétta því inn í sögum um
atburði og persónur. Ég er ekki að
gera upp neinar sakir og skrifa bók-
ina sem sanna sögu þótt hún sé með
skáldlegu ívafi.“
Guttormur tileinkar bókina ’68-
kynslóðinni, sem hann segir á bók-
arkápu hafa risið upp en sofnað svo
aftur. „Kynslóðin sem vaknaði til vit-
undar um þjóðfélagsmál í kringum
1968 hefur fengið á sig visst vöru-
merki,“ heldur Guttormur áfram.
„Hún reis upp í margvíslegri mynd,
ekki bara í pólitík, heldur sýndi al-
mennt andóf gegn viðteknum við-
horfum og braut ýmsar hefðir og
venjur víða um heim, þótt hún hafi
kannski ekki náð til Íslands sem öfl-
ug bylgja. Ég ber vissa virðingu fyr-
ir henni en finnst hún hafa sofnað
aftur. Mér finnst að ekki hafi orðið
eins mikið úr upphlaupinu og raunin
væri hefði hún byggt á sterkari hug-
myndafræði í andófi sínu. Það tíðk-
aðist á þessum tíma að vera með
beitta gagnrýni, enda er nokkuð af
henni í bókinni.“
Meðal þeirra sem Guttormur
gagnrýnir eru vestrænir heimspek-
ingar, einkum Þjóðverjinn Friedrich
Nietzsche. Það gerir hann út frá
kenningum hins forn-gríska Platóns.
Hann hefur líka áhuga á austrænni
heimspeki. „Nietzsche er með mun
efnishyggjulegra sjónarmið. Hann
spilar á þjóðerniskennd Þjóðverja til
að ná í gegn. Mér fannst miklar mót-
sagnir í vestrænni heimspeki varð-
andi hugmyndir og lögmál tilver-
unnar og hver kenningin upp á móti
annarri og þannig er það enn í dag.
Ég vildi vita hver væru hin raun-
verulegu sannindi á bak við þetta og
fannst svarið koma úr óvæntri átt.
Til að geta fótað sig í andlegri heim-
speki verður maður að kafa djúpt í
sjálfan sig. Svörin er frekar að finna
innra með hverjum manni en í hin-
um ytri veruleika.“
Þeir eru komnir í vítahring
Guttormur segist vera með beitta
og yfirborðslega gagnrýni í bókinni
til að kalla fram umræðu. Hann telur
heimspekina þýðingarmikla til að
hjálpa við að þróa samfélagið í rétta
átt og koma á betra jafnvægi milli
hins efnislega og andlega. Hann seg-
ist þó ekki viss um að margir ind-
verskir heimspekingar myndu skrifa
upp á það því þeir vilji gefa hinu
andlega allt sviðið. „Mér finnst efn-
ishyggjan hafa of mikil áhrif í dag en
eins og Platón segir þá er mann-
veran þrískipt, hún er á efnislegu,
huglegu og andlegu sviði. Aðal-
atriðið er að þarna á milli ríki jafn-
vægi.“
Guttormur óttast að menn vinni of
mikið og horfi um of á peningana en
gleymi hinu andlega. „Það er hættu-
legt hvað mönnum þykir sjálfsagt að
safna skuldum. Ég þekki varla mann
á mínum aldri sem hefur ekki meira
eða minna eitthvað af skuldum. Í
gamla daga komu menn upp sínu
húsi og fleiru og voru nánast skuld-
lausir.
Mér finnst að menn stýrist um of
af græðgi og þekki ekki takmörk sín
við söfnum efnislegra hluta. Það full-
nægir ekki hinni innri þörf að kaupa
meira og meira. Til dæmis þeir sem
fletta verðbréfum og hagnast aldrei
nóg. Þeir eru komnir í vítahring, sál-
arkrísu því þeir eru ekkert ánægðari
þótt þeir séu hundrað milljónum rík-
ari í dag en í gær. Þráin er á andlegu
sviði en þeir reyna að uppfylla hana
á hinu efnislega. Ég held að ef þeir
gerðu hugleiðslu í viku yrðu þeir
glaðari heldur en ef þeir græddu
meira á viku.“
Á fleygiferð um eilífðina
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Ádeila „Mér finnst að menn stýrist um of af græðgi,“ segir Guttormur Sigurðsson, skáld og kennari.
Frumraun Guttorms
Sigurðssonar frá
Hallormsstað vekur
verðskuldaða athygli
AUSTURLAND
ÁRLEGT Akureyrarhlaup KEA fer fram
á laugardaginn, 15. september. Keppt
verður í 21 km hlaupi (hálfmaraþoni), 10
og 5 km auk þess sem boðið er upp á 3ja
km skemmtiskokk.
Dagskráin hefst klukkan 10 um morg-
uninn á Akureyrarvelli með ræsingu í
hálfu maraþoni. Í framhaldinu hefst upp-
hitun sem söngvarinn Jónsi í Svörtum föt-
um, Jón Jósep Snæbjörnsson, stjórnar og
ræst verður í aðrar vegalengdir klukkan
11. Rás- og endamark er á Akureyrar-
velli.
Allir þátttakendur fá þátttökupening en
auk þess verða verðlaunahafar dregnir úr
nöfnum allra þátttakenda. Að hlaupi
loknu bjóða Goði, Hótel KEA og Vífilfell
til grillveislu.
Vert er að geta þess að í tilefni dagsins
býður Akureyrarsundlaug gestum sínum
frítt í sund á laugardaginn.
Samhliða hlaupinu verður keppt í þrí-
þraut og þar eru tvær vegalengdir í boði.
Annars vegar 1000 m sund, 30 km hjól-
reiðar og 10 km hlaup og hins vegar 500
m sund, 15 km hjól og 5 km hlaup. Keppni
í þríþraut hefst í Akureyrarsundlaug
klukkan 9 á laugardagsmorgun.
Á morgun, föstudag, verður skráning-
arhátíð á Glerártorgi milli klukkan 15 og
18 þar sem keppendur geta skráð sig og
nálgast keppnisgögn. Á staðnum verður
hægt að fá góð ráð um allt sem tengist
hlaupum og hlaupabúnaði auk þess sem
boðin verður fitumæling, blóðþrýstings-
mæling og sjúkraþjálfarar gefa góð ráð.
Hlaupið um
Akureyri
TENGLAR
.......................................................
www.akureyrarhlaup.is
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
VEITINGASTAÐURINN Friðrik
V á Akureyri er tilnefndur af Ís-
lands hálfu til heiðursverðlauna
ársins fyrir nýjan norrænan mat
og matargerðarlist, sem norræna
ráðherranefndin stendur fyrir.
Þema verðlaunanna, sem verða
veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er
ferðaþjónusta og svæðisbundin
uppbygging.
Markmiðið með verðlaununum
er að heiðra og styðja við stofnun
eða einstakling sem hefur lagt
mikið af mörkum við að kynna,
þróa og vekja athygli á gildum og
tækifærum sem felast í norrænum
matvælum og norrænni mat-
argerðarlist.
Stoltur
„Ég er auðvitað mjög stoltur,
en þetta kom mér algjörlega á
óvart,“ sagði Friðrik V. Karlsson í
samtali við Morgunblaðið. „Ég fór
að fá sms frá vinum mínum í
morgun þar sem mér var óskað til
hamingju – en ég vissi ekki með
hvað! Ég fór þess vegna inn á
fréttavef Morgunblaðsins og sá þá
þessa frétt,“ sagði hann.
Friðrik kannast við suma keppi-
nautana. „Þarna er m.a. tilnefndur
ritstjóri finnsks matarblaðs sem
er mjög duglegt við að fjalla um
svæðisbundna matreiðslu, bæði í
Finnlandi og annars staðar, blaðið
hefur t.d. tekið viðtal við mig!“
Á listanum er líka norsk kona
sem er með Friðriki í Slow food-
hreyfingunni, en hún á og rekur
veitingastað í Bergen í Noregi.
„Svo hef ég auðvitað heyrt um ís-
hótelið í Svíþjóð, en annað þekki
ég ekki.“
Friðrik hefur síðustu ár lagt
mikla áherslu á svæðisbundna
matreiðslu; að nota hráefni úr
Eyjafirði, og hann segir viðhorf
fólks til þessa hafa breyst gríð-
arlega. „Þegar við byrjuðum á
þessu þóttum við pínulítið skrýtin
en í dag, í fyllingu tímans; sex ár-
um síðar, skilja allir hvað við er-
um að hugsa.“
Friðrik segir margt fólk stolt af
því að taka þátt í verkefninu í
raun. „Hingað kemur fólk með
ber til okkar eða vill láta okkur
hafa gæs eða hreindýr.“ Margir
koma með ber: „Minnsti skammt-
ur sem komið hefur verið með
hingað var í einni lítilli jógúrtdollu
en sumir hafa komið með tugi
lítra. Fólk vill ýmist selja okkur
eða gefa, en það sem mér finnst
skemmtilegast er að fólk vill vera
með; taka þátt í því sem við erum
að gera.“
Friðrik er gríðarlega ánægður
með veitingahúsin á Akureyri al-
mennt. „Hér höfum við alla flór-
una, það ríkir samstaða á milli,
allir eru jákvæðir og ég er sann-
færður um að virðing fyrir fram-
leiðslu matvæla og matreiðslu á
svæðinu á bara enn eftir að
aukast.“
Skilningur hefur aukist mikið
Friðrik V tilnefndur af Íslands hálfu til norrænna heiðursverðlauna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stoltir Friðrik fimmti, Friðrik V. Karlsson, lengst til vinstri í eldhúsi veitingastaðarins síðdegis í gær. Með
honum eru hinir yfirkokkar staðarins, Guðmundur Helgi Helgason og Hallgrímur Friðrik Sigurðsson.
Í HNOTSKURN
»Verðlaunin eru andvirði1,2 milljóna ísl. kr.
»Auk Friðriks V eru til-nefnd til verðlaunanna
Íshótelið í Jukkasjärvi í Sví-
þjóð, Hanne Frosta, eigandi
veitingastaðarins På Høyden
í Björgvin í Noregi, Læsø-
saltverksmiðjan í Danmörku,
ritstjórn matartímaritsins
Viisi Tähteä í Finnlandi, Esb-
en Toftdahl, forstöðumaður
á Grænlandi, og uppskeruhá-
tíðin á Álandseyjum.