Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 23
ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 23
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Það er eins og að stíga aftur í tímann aðkoma inn á Rick’s Café í Casablancaog því auðvelt að ímynda sér þauRick [Humphrey Bogart] og Ilsu
[Ingrid Bergman] sitja við barinn undir ljúfum
tónum frá Sam á flyglinum.
Borgin Casablanca hafði fram að þessu virk-
að lítt heillandi – enda vestræn iðnaðarborg
þar sem þjóðfélagsvandamálin blöstu alls stað-
ar við. Sjarmi marokkóskra borga á borð við
Marrakesh og Féz var hér víðs fjarri og því
reyndist Rick’s Café sannkölluð vin í eyði-
mörkinni.
Það var líka ekki hægt annað en að láta
heillast, svo vel er hér farið með baksvið þess-
arar klassísku kvikmyndar.
Veitingastaðurinn stendur í nágrenni hafn-
arinnar, við einn útveggja medínunnar – eða
gamla bæjarins og er er inn er komið einkar
glæsilegur á að líta. Súlur bera uppi bogaveggi,
barborðið er voldugt á að líta, stiginn eins og
klipptur út úr kvikmynd og ljósabúnaðurinn
útflúraður og dramatískur að hætti marokkóa.
Útkoman verður skemmtileg samtvinnun tíð-
aranda heimsstyrjaldarinnar síðari og hefð-
bundins marokkósks handverks. Sam (eða öllu
heldur staðgengill hans, Issam) situr líka sem
fastast við flygilinn og töfrar fram hvern slag-
arann á fætur öðrum á meðan hvítklæddir
þjónar í rauðum vestum og með féz á höfði
bera fram ljúffenga rétti fyrir gesti.
Það kann að vera að þau Rick og Ilsa hafi
aldrei stigið hingað inn fæti, barinn var jú að-
eins leikmynd í kvikmynd sem mynduð var á
Flórída, og Rick’s Café í Casablanca ekki
stofnað fyrr en 2004, en hér má samt vel gefa
ímyndunaraflinu lausan tauminn og ferðast í
huganum aftur til fimmta áratugar síðustu ald-
ar.
Jákvæð bandarísk gildi
Rick’s Café er hugarfóstur bandarískrar
konu, Kathy Kriger, sem eftir áralangan feril í
bandarísku utanríkisþjónustunni, m.a. í Casa-
blanca, ákvað að söðla um og snúa sér að veit-
ingabransanum.
„Það kom mér á óvart þegar ég fór að vinna í
Casablanca árið 1998, fyrir viðskiptadeild
bandaríska sendiráðsins, að hér væri ekki þeg-
ar að finna Rick’s Café. En svo kom í ljós að
heimamenn könnuðust fæstir við myndina,
jafnvel þó að ferðamenn væru duglegir að leita
að skemmtistaðnum hans Ricks,“ segir Kriger
þar sem hún situr við barinn og fer yfir bók-
hald á meðan matargestir snæða allt um kring.
„Eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september
ákvað ég svo að hætta störfum fyrir banda-
rísku stjórnina en dvelja áfram í Marokkó og
þegar hryðjuverkaárásirnar voru svo einnig
gerðar hér í Casablanca 2003 þá fannst mér
kominn tími til að gera eitthvað jákvætt þar
sem bandarískum gildum væri samt haldið á
lofti. Að setja á fót Rick’s Café í Casablanca
var besta leiðin að mínu mati.“
Það var síðan með fjárhagsaðstoð vina og
vandamanna að Rick’s Café varð að veruleika.
Kriger hlær þegar ég spyr hvernig hafi gengið
að standsetja staðinn. „Þetta var mikið mál,
heilmikið og raunar miklu meira mál en ég
gerði mér grein fyrir. Húsið var hrörlegt íbúð-
arhús og því varð að taka það algjörlega í gegn
og svo hafði ég náttúrulega mjög ákveðna fyr-
irmynd í huga.“
Skáldaleyfi í smáatriðunum
Ekki er þó um hreina eftirmynd kvikmynda-
barsins að ræða þó að grunnhönnunin sé sú
sama. „Hugmyndin var miklu frekar sú að ná
fram rétta andrúmsloftinu en að hafa allt ná-
kvæmlega eins. Við tókum okkur líka fullkomið
skáldaleyfi er kemur að öllum smáatriðum og
þannig eru til að mynda borðlamparnir íburð-
armiklir að marokkóskri fyrirmynd á meðan að
þeir voru mjög einfaldir í myndinni.“
Og það eru ekki lengur bara erlendir ferða-
menn sem leita uppi Rick’s Café í Casablanca,
því orðspor staðarins hefur spurst út og þang-
að sækja nú líka heimamenn úr röðum þeirra
efnameiri.
„Við fáum hingað bæði stjórnmálamenn og
atvinnuíþróttamenn og svo sýnum við myndina
reglulega á efri hæðinni þannig að Casablanca
er að verða þekktari í Casablanca.“
„Play it again Sam“ Arftaki Sams Issam leikur ljúfa tóna á flygilinn.
Rick’s Cafe Þó þau Rick og Ilsa hafi aldrei
komið á Rick’s Café í borginni Casablanca þá
er rétti andinn samt til staðar.
Hanastél við barinn Mikið er lagt upp úr góðum mat ekki síður en fallegri umgjörð.
Hanastél að
hætti Bogarts
Súlur bera uppi bogaveggi,
barborðið er voldugt á að
líta, stiginn eins og klipptur
út úr kvikmynd og ljósabún-
aðurinn útflúraður og drama-
tískur að hætti marokkóa.
Ljósmynd/ Hannes Sverrisson
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkirum konu og berjamó:
Upp til fjalla og út með sjó
oft fer kona í berjamó
vongóð þar sem víðsýnt er.
Venjulega tínir ber.
Svo bætir hann við vísum um
berjamó og „níræð hró“:
Sælt er líf þótt sumri halli.
Sýnast fertug níræð hró
og glaðnar yfir kararkalli
komist hann í berjamó.
„Ég fór í móinn“ frúin sagði
og fram hún bar í skapi létt,
kóngulær með berjabragði
og brekkusniglaeftirrétt.
Björn Ingólfsson orti limru þegar
hundarnir í sveitinni voru farnir að
æfa fyrir göngurnar:
Hann Sámur var geltinn í gær.
Á gamalær rauk hann tvær
og elti þær heim.
Þá var hundur í þeim
en rakkinn var orðinn ær.
VÍSNAHORN
Oft fer kona
í berjamó
pebl@mbl.is
Lúxusreisa til Balí
Ferðaskrifstofan Óríental stendur
fyrir ævintýraferð til Balí dagana 8.-
25. október, og er um að ræða fá-
menna hópferð sem farin verður
með íslenskum fararstjóra.
Í ferðinni er strandlífið í hafn-
arbænum Sanúr skoðað, en hann
hefur nokkra sérstöðu á Balí enda
fara þarfir ferðamanna þar þægilega
saman við hið skrautlega trúarlíf
Balíbúa. Auk þess fá ferðalangarnir
tækifæri til að kynnast framandleika
fjallabæjarins og listamannanýlend-
unnar Úbúd, sem þekkt hefur verið
sem miðja handverks og lista á eyj-
unni. Balí er þekkt ferðamanna-
paradís og því kemur það flestum á
óvart hversu ósnortin og afskekkt
eyjan er. Þar viðhaldast hefðir og
rótgróið trúarlíf á látlausan hátt og
þrátt fyrir að Balíbúar hafi tekið
stór og djörf skref inn í nútímann á
fáum áratugum virðast þeir litlu
hafa fórnað af sínum sterku hefðum.
Fararstjóri í ferðinni er Viktor
Sveinsson, framkvæmdastjóri Órí-
ental.
Fótboltaferðir
á West Ham-leiki
Nýverið gerðu Icelandair og West
Ham United með sér samstarfs-
samning sem m.a. felur í sér að Ice-
landair getur nú boðið pakkaferðir á
alla heimaleiki West Ham í vetur.
Nú þegar hafa verið settar upp ferð-
ir á 5 leiki, og er um að ræða leiki
West Ham gegn liðunum Arsenal,
Bolton, Everton, Tottenham og Sun-
derland.
Lúxusgolfferð til Flórída
Icelandair bjóða nú í haust upp á
golfferðir til Bay Hill á Flórída.
Ferðin er farin dagana 13.-21. nóv-
ember og verður gist verður í Lodge
á Bay Hill í 8 nætur og spilaðir 3
golfhringir á Bayhill-vellinum.
Möguleiki er að bæta við hringjum á
þeim velli eða reyna fyrir sér á öðr-
um golfvöllum í nágrenninu.
vítt og breitt
www.oriental.is.
www.icelandair.is
www.icelandair.is