Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 24
útvegi sem til hennar leita e
vegar verður stofnað til viðr
við viðskiptabankana og önn
fjármálafyrirtæki um það m
hvaða hætti þeir geta tekið
þessu átaki bæði hvað varða
verandi viðskipti sjávarútve
irtækja við viðskiptabankan
einnig hvað varðar möguleg
efni fjármálafyrirtækja sem
er að vinna á landsbyggðinn
Aukið svigrúm til að
halda fólki á launaskrá
Þá verður svigrúm fiskvin
fyrirtækja aukið til að halda
starfsfólki á launaskrá með
færa hámark greiðsludaga t
fyrra horfs, úr 45 dögum í 6
lengstu samfelldu lotu úr 20
um í 30.
Til skemmri tíma geta su
sveitarfélög orðið fyrir tekju
ef samdráttur verður í atvin
Mótvægisaðgerðir rík-isstjórnarinnar til aðdraga úr neikvæðumáhrifum af tíma-
bundnum samdrætti í aflamarki
þorsks taka mið af því að á þessu
stigi málsins er ekki hægt að segja
fyrir um hver þau muni verða
nema í mjög almennum atriðum.
Af þeim sökum er hluti þeirra
ákvarðana sem nú eru kynntar
ekki endanlega staðsettur eða
tímasettur og munu þær skýrast
betur er líður á fiskveiðiárið og
áhrif minnkandi þorskafla koma
betur í ljós.
Við undirbúning þeirra tillagna
sem nú eru kynntar hafði Byggða-
stofnun í samvinnu við at-
vinnuþróunarfélögin á lands-
byggðinni samband við fjölda
forsvarsmanna útgerða á landinu
og komu m.a. eftirfarandi nið-
urstöður í ljós:
Ekki er líklegt að til fjölda-
atvinnuleysis komi neins staðar á
næstu mánuðum, hvorki hjá sjó-
mönnum né landverkafólki.
Mörg fyrirtæki munu bíða
fram yfir áramót og sjá hvernig
mál þróast. Fyrirtækin munu
reyna að komast hjá uppsögnum í
lengstu lög.
Búast má við að skipum verði
lagt fyrr og lengur á þessu fisk-
veiðiári en verið hefur og fisk-
vinnsluhúsum verði sömuleiðis
lokað fyrr og lengur en fyrri ár.
Aðgerðir stjórnvalda til að koma
til móts við afleiðingar tímabund-
ins kvótasamdráttar skiptast í
verkefni sem ætlað er að hafa bein
áhrif strax og ýmsar aðgerðir sem
bæta stöðu sjávarbyggðanna til
lengri tíma litið. Aðgerðirnar snúa
að einstaklingunum, að fyrirtækj-
unum og sveitarfélögum.
Skammtímaaðgerðir
til að skapa störf
Að því er einstaklingana varðar
verður til skemmri tíma gripið til
aðgerða þar sem leitað verður eftir
því að skapa störf strax og ljóst er
að til uppsagna kemur, m.a. verk-
efni við byggingu innviða svo sem
samgöngur og fjarskipti, gert
verður átak í viðhaldi opinberra
mannvirkja og hrundið af stað
áformum um tölvuskráningu
gagna. Jafnframt verður boðið upp
á fjölda menntunartækifæra sem
geta gert fólki kleift að auka
möguleika sína á vinnumarkaði í
þeim síbreytilegu aðstæðum sem
þar eru.
Að því er fyrirtækin varðar
verður annars vegar gripið til að-
gerða sem gera Byggðastofnun
betur í stakk búna til að leysa
vanda þeirra fyrirtækja í sjávar-
Aðgerðir til skemmr
! "
#
$ %
&
! ' &# "
" ()
*
*
+ ,
-
$! '
+
"
$! '
+
#
"
# #
.
"
/
" * 0 /
" #
#
#
! 1
#
2
"
*
"
)
*
% #
.
"
*
#
% #
)
*
3'
,2
4
# 5
*
&#
6
7 !
6
$
$
"
*
#
$
5
!
!
#
8
#
9
%*
5
#
"
5"& 7 #
+
*
& #
)
*
& #
#
%5
& #
#
:
<=>>>
;;;>>>
?<>>>>
@>>>>>
@<>>>
@<>>>
A<>>
=>>>
=>>>
?>>>>
?>>>>
?>>>>
?>>>>
<>>>
BB>>>
@>>>>>
;>>>>
;>>>>
@?>>>
<>>>
<>>>
?>>>
<>>>
=>>>>
=>>>
<>>>>
!
Í HNOTSKURN
»Svigrúm fiskvinnslufyr-irtækja verður aukið til
að halda starfsfólki á launa-
skrá með því að færa há-
mark greiðsludaga til fyrra
horfs, úr 45 dögum í 60, og
lengstu samfelldu lotu úr 20
dögum í 30
»Mörg þeirra verkefnasem nú verða sett á stofn
verða því tímabundin á með-
an atvinnulífið bregst við og
finnur leiðir til þess að skapa
ný störf á öðrum vettvangi
»Aðgerðir ríkisstjórn-arinnar vegna afla-
samdráttar eru tímabundnar
enda er vonast til að minnk-
andi sókn í þorskstofninn
leiði til þess að hann eflist og
dafni á næstu árum
24 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÓRHUGUR Í ORKUMÁLUM
Miklar hræringar eru í orku-málum á Íslandi um þessarmundir. Miklu fé á að verja í
leit að jarðvarma á Íslandi á næst-
unni og íslensk fyrirtæki taka nú þátt
í stórum jarðvarmaverkefnum er-
lendis.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá
því að þrjú íslensk orkufyrirtæki
hefðu kynnt áform sín um að bora 3,5
kílómetra djúpa holu á Kröflusvæð-
inu og í kjölfarið að hefja djúpborun
á Hengilssvæðinu og á Reykjanesi.
Ráðgert er að þetta verkefni kosti 3,5
milljarða króna og kemur fram í
fréttinni að það sé aðeins hluti af
þeim fjármunum, sem orku- og fjár-
festingarfyrirtæki hyggist leggja í
jarðvarmarannsóknir og -virkjanir á
næstu árum.
Vitaskuld á eftir að koma í ljós
hvort djúpboranir muni bera árang-
ur. Miklar vonir eru bundnar við
þær, en óvissuþættirnir eru líka
margir.
Ef djúpboranir hins vegar reynast
vænlegur kostur til að framleiða orku
myndi það breyta miklu fyrir Ísland.
Ljóst er að mun líklegra er að sátt
muni ríkja meðal Íslendinga um að
fara þá leið en að virkja fallvötn. Það
myndi líka hafa mikil áhrif á hvað
mikla orku má framleiða á Íslandi.
Hinar fyrirhuguðu rannsóknir á
djúpborunum gætu einnig skilað sér í
víðara samhengi. Eins og fram kom í
máli Össurar Skarphéðinssonar iðn-
aðarráðherra þegar verkefnið var
kynnt í fyrradag myndu Íslendingar
fá forskot tækist að beisla djúpbor-
unartæknina í samkeppni um leyfi til
að vinna orku erlendis vegna þekk-
ingar á betri tækni en nú er beitt.
Geysir Green Energy er alþjóðlegt
fjárfestingarfyrirtæki á orkusviðinu
með aðsetur í Reykjanesbæ og hefur
hafið umsvif vestan hafs. Geysir
Green á 32% hlut í Orkuveitu Suð-
urnesja og kemur að auki nálægt
verkefnum um allan heim, bæði beint
og í gegnum fyrirtækið Enex. Geysir
Green er stærsti hluthafinn í Enex
með 43% og Landsvirkjun og Orku-
veita Reykjavíkur eiga 24% hvort.
Enex er með verkefni um allan heim,
þar á meðal í Kína, Ungverjalandi og
El Salvador. Umsvif Geysir Green
Energy vekja greinilega athygli fyrir
utan landsteinana því að í fyrradag
var staðfest að rætt hefði verið um að
fjárfestingarbankinn Goldman Sachs
gerðist hluthafi í fyrirtækinu.
Í gær bættist svo við verkefni þeg-
ar fyrirtækið Reykjavík Energy In-
vest undirritaði viljayfirlýsingu um
samstarf við stærsta orkufyrirtæki
Indónesíu. Kom fram að Reykjavík
Energy Invest stefndi að því að taka
forustu í heiminum í fjárfestingum í
jarðvarma og safna 50 milljörðum
króna í eigið fé.
Þetta eru miklar hræringar og í
þeim felast gríðarlegir möguleikar.
Reynsla Íslendinga af því að virkja
endurnýjanlegar orkulindir hefur
skapað forskot, sem virðist nú vera
að skila sér, og takist vel til með
djúpborunarverkefnið yrði það liður í
að halda forskotinu. Það eru spenn-
andi tímar framundan í orkumálum.
ATLAGA AÐ LAUNAMUN KYNJANNA
Margar atlögur hafa verið gerðartil að jafna launamun kynjanna,
en reynst hefur erfitt að knýja jafn-
ræði í launum karla og kvenna fram í
reynd. Í lögum er kveðið á um jafn-
rétti og í orði eru allir sammála um að
fráleitt sé að karlar og konur fái ekki
sömu laun fyrir sömu vinnu, en þegar
á hólminn er komið breikkar bilið ef
nokkuð er. Í fyrradag kynnti Félag
hagfræðinga og viðskiptafræðinga
niðurstöður kjarakönnunar meðal
2.035 viðskipta- og hagfræðinga fyrir
árið 2007 og þar kemur fram að þegar
tekið hefur verið tillit til þátta á borð
við menntun, starf, atvinnugrein og
aldur hefur leiðréttur launamunur
kynjanna aukist úr 6,8% árið 2003 í
8,8% nú.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lagði í fyrradag fyrir
ríkisstjórnina áætlun sína um að
minnka þennan launamun auk þess
sem hún hyggst endurmeta störf
kvenna. Munu tveir hópar verða skip-
aðir til að leita leiða til að eyða óút-
skýrðum launamun kynjanna á al-
mennum vinnumarkaði og jafna stöðu
karla og kvenna í stjórnum og nefnd-
um fyrirtækja, að því er haft var eftir
Jóhönnu í Morgunblaðinu í gær.
Hér er um tvö alvarleg vandamál
að ræða, sem varða ekki bara konur
heldur þjóðfélagið allt. Það er ömur-
legt að kraftar karla og kvenna skuli
ekki metnir til jafns í launaumslaginu
og engin afsökun fyrir að þessi mun-
ur skuli viðgangast ár eftir ár. Þetta
er letjandi fyrir konur og mætti færa
rök að því að þetta hefði þegar upp er
staðið áhrif á þjóðarbúið, sem t.d.
koma fram í minni þjóðarframleiðslu.
Það er líka fáránlegt hvað erfiðlega
konum gengur að komast til metorða
í fyrirtækjum á Íslandi og hvað konur
eru fáar í stjórnum fyrirtækja og
sparisjóða. Konur eiga greiðari að-
gang að stjórnunarstöðum fyrirtækja
í Asíulöndum á borð við Filippseyjar
og Indland en á Íslandi.
Jóhanna hyggst leita eftir sam-
vinnu við aðila vinnumarkaðarins
bæði í opbinbera geiranum og einka-
geiranum og segir sig sjálft að öðru-
vísi mun enginn árangur nást.
Jóhanna segir að „eitt af stóru mál-
unum í að efla velferðarkerfið [sé] að
endurmeta kjör umönnunarstétta og
þar sem konur eru í miklum meiri-
hluta. Það er flótti úr þessum stéttum
og meðan þannig hagar til er á bratt-
ann að sækja í velferðarkerfinu“. Hér
er Jóhanna að tala um stéttir, sem
gegna gríðarlega mikilvægu hlut-
verki í þjóðfélaginu, en hafa alltaf
þurft að hafa mikið fyrir því að halda í
við þróun annarra stétta, hvað þá að
minnka muninn. Erfiðleikar við að
ráða í stöður í þessum stéttum sýna
að kjörin laða fólk ekki að.
Jóhanna Sigurðardóttir er að hefja
aðgerðir í málum þar sem hún hefur
mikla reynslu og þekkingu, sem ætti
að nýtast henni til að ná árangri.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Framlög ríkisstjórnarinnarvegna mótvægisaðgerða íkjölfar niðurskurðarþorskveiðiheimilda á
þessu fiskveiðiári nema alls um 10,5
milljörðum króna á næstu tveimur
fiskveiðiárum. Gert er ráð fyrir að
störf og námspláss sem skapist
með þessu móti geti verið á bilinu
500 til 600. Um er að ræða framlög
til nýrra verkefna auk fjármuna
sem færðir eru fram í tíma frá fyrri
áætlun. Aðgerðirnar miða að því að
styrkja innviði þeirra byggða og
byggðarlaga sem verst verða úti og
minnsta möguleika hafa á því að
bregðast við vandanum. Aðgerðun-
um er ætlað er að styrkja atvinnulíf
í landinu, auka menntun og bæta
úrræði þeirra einstaklinga sem
missa atvinnuna, koma til móts við
fyrirtæki í sjávarútvegi og styðja
sveitarfélögin í landinu vegna
tekjusamdráttar.
Með mótvægisaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar sem nú eru kynntar
verður um það bil 6,5 milljörðum
króna varið á næstu þremur árum,
til nýrra verkefna sem ætlað er að
styrkja atvinnulíf í landinu, auka
menntun og bæta úrræði þeirra
einstaklinga sem verða fyrir at-
vinnumissi, koma til móts við fyr-
irtæki í sjávarútvegi og styðja
sveitarfélögin í landinu vegna
tekjusamdráttar.
Þar til viðbótar verður fram-
kvæmdum fyrir ríflega fjóra millj-
arða króna flýtt í samgönguáætlun
sem unnar verða á árunum 2008-
2010 í stað þess að koma til síðar
eins og áður var áætlað.
Á fjáraukalögum 2007 verður
gert ráð fyrir tæplega 2,5 milljörð-
um króna til framantalinna verk-
efna, tæplega 2,4 milljörðum króna
á árinu 2008 og rúmlega 1,7 millj-
örðum króna á árinu 2009.
með talið sérframlag vegna t
Vestfjarðanefndar. Vegna
10,5 milljörðum vari
aðgerða vegna kvóta
Mótvægisaðgerðir Ráðher
gerður Katrín Gunnarsdótt