Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 33
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti
1, Ísafirði, þriðjudaginn 18. september 2007 kl.14:00 á eftir-
farandi eignum:
Aðalstræti 22B, 211-9071 Ísafirði., þingl. eig. Ingi Þór Stefánsson,
gerðarbeiðandi Höldur ehf.
Aðalstræti 31, fnr. 212-5407, Þingeyri, þingl. eig. Guðberg Kristján
Gunnarsson, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Vátryggingafélag
Íslands hf.
Breiðadalur fremri, lóð 1. Fnr. 212-6272, þingl. eig. LM fiskur ehf,
gerðarbeiðendur Radíómiðun - Ísmar ehf og Vátryggingafélag Íslands
hf.
Drafnargata 7 , fastanr. 212-6365, Flateyri , þingl. eig. Guðmunda
Híramía Birgisdóttir og Snorri Snorrason, gerðarbeiðandi Íbúða-
lánasjóður.
Fjarðargata 35a, 01-0101, fastanr. 212-5522, Ísafirði, þingl. eig. Til Taks
ehf, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær.
Hlíðargata 44, 01-0101, fnr. 212-5596, Þingeyri, þingl. eig. Jóhannes
Kristinn Ingimarsson og Janine Elizabeth Long, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær.
Hlíðarvegur 33, fnr. 211-9865, Ísafirði, þingl. eig. Magnús Guðmundur
Samúelsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðir Bankastræti 7.
Holtagata 5, fnr.222-5085, 420 Súðavík, þingl. eig. Elísabet Margrét
Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Hrunastígur 1, fnr. 212-5597, Þingeyri, þingl. eig. Gróa Bjarnadóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Mummi ÍS-535, sk.nr 2490, þingl. eig. Vélsmiðja Suðureyrar ehf,
gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv.
Salóme ÍS-068. sk.skr.nr. 1950, þingl. eig. Markeyri ehf, gerðar-
beiðandi Sandgerðishöfn.
Sindragata 1, 0101, fnr, 223-3927 Ísafirði, þingl. eig. Miðfell hf,
gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær.
Smiðjugata 9, fnr. 212.0355, 50% ehl. gþ., Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Fi-
ona Phelan, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær.
Smiðjugata 9, fnr. 212-0355, 50% ehl.gþ., Ísafjarðarbæ, þingl. eig.
Hrólfur Arnþór Elíasson, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær.
Suðurgata 8, fnr. 212-0515 Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Stjörnubílar ehf,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga.
Sundstræti 36, fnr. 228-6209, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6210, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6211, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6212, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6213, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6214, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6215, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6216, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6217, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6218, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6219, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6220, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6221, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sundstræti 36, fnr. 228-6222, Ísafirði, þingl. eig. G7 ehf, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
12. september 2007.
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Bílar
Patrol 3.0 DL. Nissan Patrol Ele-
gance 3.0 DL árg.´00, ek. 125þ. 35"
breyttur m/öllu. NMT sími, fjarhitari.
V. 2.490Þ. Uppl. 696-7585.
Nissan Patrol Elegance '05
33" breyting, ssk, leður, topplúga,
kúla, 7 manna, ek. 69. þús. Fleiri
myndir á http://patrol.bildsverk.com .
Áhv. 2.5 millj. Verðh. 3.8 millj. Uppl. í
síma 893 7141.
Mercedes Benz Vito 120 CDI
nýr til sölu. Sjálfskiptur, ESP, rafm.
rúður, 6-V dísel, 204 hestöfl.
Kaldasel ehf, Dalvegur 16 b,
Kópavogur, s. 544 4333 og
820 1070.
Smáauglýsingar 5691100
M. Benz árg. ‘03, 220 CDI dísel. Vel
búinn aukabúnaði. Verð 3.490, stgr.
3,1.lán getur fylgt. Uppl. í síma
893 5005.
✝ Guðbjörg Þórð-ardóttir fæddist
í Firði í Múlasveit 2.
janúar 1912. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir laug-
ardaginn 8. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórður Jóns-
son, bóndi og hrepp-
stjóri, f. 13.8. 1882
og Bergljót Einars-
dóttir húsmóðir, f.
29.3. 1986. Systkini
Guðbjargar eru
Óskar, f. 1910, Guðrún, f. 1915,
Ingibjörg, f. 1918 og Ólafía, f.
1927. Öll eru þau
látin.
Árið 1933 giftist
Guðbjörg Höskuldi
Jóhannessyni, og
fluttu þau til
Reykjavíkur. Þau
eignuðust fimm
börn, þau eru Erla,
f. 9.2. 1934, Hilmar,
f. 5.2. 1935, Helga, f.
18.7. 1937, Agnar, f.
18.9. 1939 og Ólöf, f.
26.10. 1940. Erla og
Helga eru látnar.
Úför Guðbjargar
fer fram frá Langholtskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Mig langar í fáum orðum að
minnast móður minnar.
Guðbjörg var næst elst af 5
systkinum. Á æskuárunum bjó hún
við gott atlæti frá foreldrum sín-
um. Á Firði var póstmiðstöð og
hafði flóabáturinn viðkomu þar.
Mannlífið var blómlegt á þessum
árum og mikið um að vera. Þegar
Guðbjörg var 18 ára var hún einn
vetur hjá Sigríði móðursystur
sinni í Flatey og lærði á orgel hjá
Sigvalda Kaldalóns. Hún spilaði
oft við messur í Múlakirkju.
25. nóvember 1933 giftist Guð-
björg Höskuldi Jóhannessyni frá
Teigi á Fellsströnd í Dalasýslu og
hófu þau búskap í Reykjavík.
Fyrstu búskaparárin voru erfið
eins og ástandið var í Reykjavík
fyrir stríð. Fljótlega eftir stríð
breyttust aðstæður þeim í hag.
Guðbjörg var félagslynd og hafði
mjög gaman af að taka á móti
gestum. Samband þeirra systra
var mjög náið og voru þær miklar
vinkonur. 1966 misstu Guðbjörg og
Guðrún systir hennar menn sína. Í
kjölfarið fóru þær að spila bridge
saman og voru þær spilafélagar
alla tíð. Þær voru mjög virkar og
tóku þátt mörgum spilakeppnum.
Guðbjörg var mikil hannyrðakona
og bæði saumaði og prjónaði.
Seinna fór hún að prjóna lopapeys-
ur sem hún seldi Handprjónasam-
bandinu. Hún var mjög hagsýn og
kom hún sér upp varasjóði þannig
að hún gat ferðast, meðal annars
til barnanna, sem bjuggu erlendis.
Hún var viljasterk kona, og
hafði ákveðnar skoðanir í stjórn-
málum. Við síðustu kosningar var
hún ákveðin í að kjósa, þó að heils-
an leyfði það ekki.
Ég minnist Guðbjargar sem
góðrar, velviljaðrar og gestrisinn-
ar konu. Blessuð sé minning henn-
ar.
Agnar Höskuldsson.
Guðbjörg Þórðardóttir
✝ Áslaug Guð-mundsdóttir
fæddist á Ferju-
bakka í Borgarfirði
20. maí 1917. Hún
andaðist 5. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ragnhildur
Jónsdóttir, f. 2.
september 1877, d.
26. júlí 1943, og
Guðmundur Andr-
ésson, f. 31. okt.
1870, d. 3. janúar
1969. Áslaug var
yngst systkina sinna tólf sem öll
eru látin.
Áslaug giftist Jónasi G. Ólafs-
syni vélstjóra, f. 19. okt. 1898, d.
26. maí 1963. Þeim varð ekki
barna auðið en Jónas gekk einka-
barni Áslaugar, Ragnhildi
Nordgulen, f. 23. janúar 1946, í
föðurstað. Ragnhildur er gift
Árna Einarssyni, f.
5. des. 1947. Dætur
hennar eru 1) Ás-
laug Kristjánsdóttir,
f. 7. október 1965,
maki Árni Geir Snæ-
þórsson, börn þeirra
eru Ragnar Geir, f.
1994, og Rúnar Þór,
f. 2004, og 2) Fanney
Þóra Kristjáns-
dóttir, f. 9. febrúar
1968. Börn hennar
eru Katla Rún, f.
1995, og Brynjar
Snær, f. 2000.
Áslaug fluttist til Reykjavíkur í
kringum 1940 og starfaði við
ýmislegt, svo sem saumaskap,
þjónustustörf og síðar versl-
unarstörf, þar til hún hætti störf-
um sökum aldurs.
Útför Áslaugar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Til elsku mömmu
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason)
Þín dóttir
Ragnhildur.
Í dag kveð ég tengdamóður mína,
Áslaugu Guðmundsdóttur frá Ferju-
bakka.
Áslaug kvaddi þennan heim sátt
við Guð og menn og var hvíldinni
fegin. Það sem mér er minnisstætt
er hvað hún var okkur öllum kær og
réttsýn í öllu sýnu fasi, fann til með
minnimáttar og vildi að öllum liði
sem best. Hún var við góða heilsu al-
veg þar til í maí í vor er hún fékk
heilablóðfall sem hún náði sér aldrei
af. Hún var Borgfirðingur í húð og
hár og talaði oft um sína gömlu sveit,
systkini sín og afkomendur þeirra.
Áslaug var mikil hannyrðakona og
saumaði út myndir sem prýða veggi
afkomenda hennar.
Ég kveð þig nú, Áslaug mín, með
þakklæti fyrir allt og allt, hvíl þú í
friði.
Þinn tengdasonur
Árni.
Áslaug
Guðmundsdóttir
MINNINGAR
Elsku amma mín,
aðeins örfá orð til þin
á afmælisdaginn
þinn.
Þakka þér fyrir allt
sem þú gafst mér.
Þú lifir með mér hverja einustu
Anna Erlendsdóttir
✝ Anna Erlends-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. sept-
ember 1922. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 21. desem-
ber 2006 og var
jarðsungin í kyrr-
þey.
stund og ég er þakk-
lát fyrir að hafa haft
þig nærri mér eins
lengi og raun bar
vitni. Ósjaldan
skemmtun við okkur
saman, mér dettur
strax í hug misvel-
lukkaðar hárlitanir,
ferðin til London,
fjöldi kvöldverða og
kvölda fyrir framan
sjónvarpið. Alltaf gat
ég treyst á þig og fyr-
ir það þakka ég Guði.
Lítið þurfti til að
gleðja þig, stök rauð rós sem ég
kom með öðru hvoru fékk þig til að
tárast af gleði. Oft langar mig að
taka upp tólið og hringja í þig, það
vantaði ekki umræðuefnin hjá okk-
ur, en nú er ég beintengd við þig í
hjarta mínu.
Ég vil þakka þér fyrir að sýna
mér þann heiður að leyfa mér að
vera hjá þér síðustu andartökin
þín, ég var glöð að sjá þig finna
friðinn og verða sársaukalaus, þó
að ég yrði hrygg yfir að þú værir
farin.
Þín síðasta gjöf til mín var sú
fallegasta af þeim öllum, og hafa
þær verið ansi margar í gegnum
tíðina.
Guð blessi þig og varðveiti, elsku
besta amma mín, og já, ég skal
passa mig á strákunum og bílun-
um.
Þín heittelskandi,
Alda Lilja.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts
BJÖRNS TH. BJÖRNSSONAR.
Ásgerður Búadóttir og fjölskylda.