Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 41
TÓNLIST
Geisladiskur
Indigó – Indigó
INDIGÓ er lítil hljómsveit sem
vinnur með litla hljóðpalettu og lítil
lög: Ingó spilar á gítar og Vala á
fiðlu. Ingó syngur flest lögin, Vala
hjálpar stundum til og þau ræsa
Lilju vinkonu sína út ef grípa þarf í
horn. Ingó og Vala eru ekkert að
stressa sig þó að lögin teygi sig ekki
yfir tveggja mínútna markið og þeim
finnst nóg að hafa nokkur tilbrigði
við bláan á plötuumslaginu. Þegar
Ingó syngur einfalda texta eins og „I
want you back / Just one more time“
þá hljómar það eins og hann meini
það – kaldhæðnis- og skilyrðislaust.
Indigó er lítil hljómsveit sem hef-
ur náð mjög góðum tökum á eigin
fagurfræði. Lögin hverfast oft um
eina hugmynd og þau láta sér nægja
þau tól sem eru fyrir hendi og seilast
aldrei langt yfir skammt. Þannig
nær sveitin oft fram sterkum hug-
hrifum án þess að þurfa að grípa til
dramatíkur eða látaláta. Áherslan er
öll á nánd og einlægni og það skilar
sér á við hvaða epísku stórsveit-
arútsetningu sem er.
Indigó er lítil hljómsveit sem hef-
ur gert litla en flotta plötu. Litla og
fíngerða plötu sem er best að segja
frá í sem fæstum orðum. Stundum
er það bara nóg.
Atli Bollason
Lítil lög
TVÍEYKIÐ The
White Stripes hef-
ur tilkynnt að öll-
um átján hljóm-
leikum sveitarinnar sem eftir eru af hljómleikaferð
hennar í Bandaríkjunum verði aflýst. Ástæðan er heilsu-
leysi Meg White, sem sögð er þjást af kvíðaköstum sem
valdi því að hún geti ekki ferðast.
Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi til að kynna
hljómplötuna Icky Thump. Ekki hefur verið tilkynnt um
nýja tónleika í Bandaríkjunum, en tónleikaferðalagi
hljómsveitarinnar um Bretlandseyjar, sem á að hefjast í
Glasgow hinn 24. október, hefur ekki verið aflýst að svo
stöddu.
White Stripes
Jack og Meg
ætla ekki að
halda tónleika
á næstunni.
White
Stripes
aflýsir
tón-
leikum
Ásgarður 2 - Endaraðhús, aukaíbúð
Opið hús í dag milli kl. 18 og 19
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Mjög skemmtilegt 181,9 fm endaraðhús ásamt 23,4 fm bílskúr við húsið.
Samt. 205,3 fm. Húsið skiptist í hæð, efri hæð og kjallara sem nú er innr.
sem 2ja herb. aukaíbúð m/ sér inng. og er í útleigu. Komið er inn í forstofu
m/gestasnyrtingu. Eldhús er rúmgott með góðum borðkrók. Tvær bjartar
stofur m/svölum og stiga út í garð með nýlegum sólpalli, grasbletti og
trjám. Parket og flísar á gólfum. Efri hæð; 3 svefnherbergi og bað-
herb/þvottahús. Herb.gólf eru með parketdúk og parketi.
Innang. er niður í kjallara. Bílskúr er við húsið m/gönguhurð út í garð. Verið
er að endurn. rafmagn, nýl. skólp út í götu, gaflar einangr. og múraðir f. 2
árum. Skemmtileg eign með mikla möguleika í vinsælu hverfi.
Verð 41,8 millj.
Elín Úlfarsdóttir tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 18 og 19
Fjallalind 38 - Endaraðhús
Nýtt í sölu.
Mjög fallegt og mikið endurnýjað 172,7 fm endaraðhús á einni hæð með
innbyggðum bílskúr. Parket og flísar á gólfum, Stofa og borðstofa eru
mjög skemmtilegar með gólfsíðum gluggum. Gönguhurð út á verönd með
skjólveggjum, fallegur garður. Stofa með mikilli lofthæð. Hellulagt plan og
aðkoma með hitalögn. Verð 51,9 millj.
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna á árunum 2007-2008.
Tilgangurinn með þessu samstarfi er að virkja vísinda- og tæknisamstarf stofnana, skóla og rannsóknarhópa í báðum löndunum
og auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu.
Vísindamenn á öllum sviðum grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna geta sótt um. Í ár er áhersla lögð á þátttöku doktorsnema
og nýútskrifaðra doktora.
Stofnunum sem eiga í samstarfi er gert að leggja inn umsókn, hverri um sig, til þeirra aðila sem hafa yfirumsjón í viðkomandi
landi. Aðeins koma til greina umsóknir sem eru lagðar fram af báðum aðilum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www.rannis.is.
Umsjón með Jules Verne hjá RANNÍS hefur Elísabet M. Andrésdóttir, netfang: elisabet@rannis.is, sími 515 5813.
Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.
Menntamálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands
en RANNÍS sér um framkvæmd verkefnisins.
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is
U M S Ó K N I R
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
r
a
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Vísinda- og tæknisamstarf
Frakklands og Íslands
Styrkir til samstarfsverkefna
Styrkir til vísinda- og tæknisamstarfs íslenskra og franskra aðila á vegum
Jules Verne samstarfssamnings eru nú lausir til umsóknar.
ATH. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. október 2007
til samræmis við umsóknarfrestinn í Frakklandi.