Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 13 MENNING PÉTUR Thomsen opnaði sýn- inguna Umhverfing í Gallerí Turpentine á laugardaginn. Með verkunum á sýningunni veltir Pétur fyrir sér borg- arlandslaginu og hvernig nátt- úran verður að umhverfi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Pétur vakti töluverða at- hygli, fyrir verkefni sitt „Að- flutt landslag“, landslags- myndir frá framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka. Verkefnið hefur verið sýnt víða um heim und- anfarin ár, meðal annars í New York, Tokyo, Lausanne og Damaskus á Sýrlandi. Myndlist Umhverfing í Galleríi Turpentine Pétur Thomsen BEBOPFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum á Kaffi Kúltúre við Hverfisgötu í kvöld. Trompetleikarinn Snorri Sig- urðarson mun leiða tónleikana og leika bebop úr smiðju Dizzy Gillespie. Honum til fulltingis verða Sigurður H. Flosason, Matthías Hemstock, Valdimar K. Sigurjónsson og Agnar M. Magnússon. Þegar þeir félagar hafa lokið sínu innleggi munu án efa fleiri meðlimir Bebopfélagsins slást í hópinn og freista þess að breiða út fagnaðarerindið. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Tónleikar Bebop á Kaffi Kúltúre í kvöld Sigurður Flosason ÞORSTEINN Helgason opn- aði málverkasýninguna Form- vörp í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg síðastliðinn laugardag. Þorsteinn hefur tekið þátt í fjölmörgum myndlistarsýn- ingum frá 1998, m.a. sýningum í London, Stokkhólmi og New York. Þorsteinn stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík og Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands, útskrifaðist sem arkitekt frá Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn 1988 og er meðeigandi í teiknistofunni Ask arkitektar. Sýningin stendur til 14. október. Myndlist Formvörp Þor- steins í Galleríi Fold Þorsteinn Helgason Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Þorsteinn Antonsson hefurunnið að því síðustu ár aðskrifa sögur frá 18. og 19.öld uppúr gömlum hand- ritum og gefur þær nú út til þess að forða þeim frá gleymsku. Safnið kemur út undir nafninu Fyrstu sög- ur og naut Þorsteinn aðstoðar Mar- íu Önnu Þorsteinsdóttur bók- menntafræðings við útgáfuna. Aðspurður segir Þorsteinn ekki um hugsjónastarf að ræða. „Þetta er engin sérstök hugsjón hjá mér, ekkert frekar en hjá þessum manni sem hljóp þarna á norðurpólinn fyr- ir nokkrum árum síðan og varð vot- ur í fæturna. Þetta er ekkert vit- lausara en það, þetta er minn norðurpóll.“ Sögur af víðförlum mönnum Í bókinni er að finna ýmiskonar efni, meðal annars ritgerðina Bók- menntir kvenna eftir Ólaf Davíðs- son frá síðari hluta 19. aldar sem miðar að því að lyfta kvenrithöfund- um úr þeim lága sessi sem þeim var skipaður í bókmenntasögunni. Tvær ferðasögur frá 18. öld birt- ast í Fyrstu sögum sem báðar eru frá 18. öld, en mjög ólíkar að öðru leyti. „Önnur þeirra er mjög trú- verðug,“ segir Þorsteinn og á þar við Víðferlissögu Eiríks Björnsson- ar. „Hann fór til Kaupmannahafnar til að læra til smiðs en lagðist í sigl- ingar eftir það. Hann fór tvær ferð- ir til Austurlanda, alla leið til Kína.“ Hina ferðasöguna í bókinni segir Þorsteinn uppspuna frá rótum, en um margt áhugaverða. Ekki er vit- að hver skrifaði hana, en þar segir frá ferðalagi feðga til landsins Frí- kíu sem lá þar sem nú er norður- hluti Tyrklands og fjallar sú öðrum þræði um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir siðum og venjum sem koma ferðalöngum spánskt fyrir sjónir. Uppgjör samtíðarmanns Sagan af Árna ljúflingi yngra eft- ir Jón Espólín er önnur tveggja skáldsagna í bókinni. „Þetta er eitt af því allra síðasta sem hann samdi á ævinni, svona uppúr 1830. Þetta er uppgjör við hans samtíð.“ Sagan segir frá manni sem flækist um landið og leggur hlustir við sam- ræðum þeirra sem á vegi hans verða. Þær eru raktar í sögunni svo úr verður skemmtileg mannlífslýs- ing. Hin skáldsagan er frá því um 1880 og er eftir skagfirskan bónda, Skúla Bergþórsson, og fjallar um mannleg samskipti í sveit og sjáv- arbyggð. „Persónulýsingarnar eru góðar, þetta er um ást og afbrýði og dálítið djarft þegar kemur að sam- skiptum kynjanna,“ segir Þor- steinn. Hann segir efnisvalið í bókinni fara eingöngu eftir smekk hans sjálfs. „Ég hef haft gaman af því að grúska í handritum og ef eitthvað hefur gripið athygli mína og vakið áhuga minn þá hef ég fengið það ljósritað og tölvusett hluta þess. Þegar tæknin leyfði að þetta væri gefið út með ódýrum hætti var ráð- ist í það. Þá fór ég yfir allt sem ég hafði tölvusett í samvinnu við Maríu Önnu sem er gagnrýnin og ná- kvæm, til þess að fullvíst væri að rétt væri haft eftir frumritunum.“ Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir gefa út Fyrstu sögur „Þetta er minn norðurpóll“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorsteinn og María Anna „Þetta er engin sérstök hugsjón hjá mér,“ segir Þorsteinn um verkefnið. Hinar ýmsu sögur frá 18. og 19. öld gefnar út til að forðast gleymsku „SKÁLDIN hafa kveðið um kven- fólkið ár og síð og alla tíð og gera það eflaust meðan heimur stendur. Hver þekkti Petrarca hefði Laura ekki verið til? Hvernig ætli að bók- menntasagan væri, ef hún gæti ekki um neitt rit sem talað er í um kven- fólk? Ég er viss um að hún væri bæði þurr og þunnskrifuð. Kven- fólkið á þannig óbeinlínis þátt í bók- menntunum, en það hefir og bein- línis áhrif á þær, því margar konur hafa gerst rithöfundar og látið mik- ið til sín taka í ríki bókmenntanna. Ég tek George Sand til dæmis. Kvenmenn þeir er bókmennta- sagan getur um eru ekki nándar nærri eins margir og karlmenn þeir er hún tekur upp, en það kemur víst að miklu leyti til af því að hag kven- fólksins hefur sjaldan verið svo var- ið, að það ætti hægt með ritstörf. Vér karlmennirnir höfum oftast þóst vera einvaldir í öllu því er snertir bókmenntir og vísindi, og bannað kvenfólkinu að leggja orð í belg með. Vér höfum hneppt kven- fólkið í fjötra fáfræði og ófrelsis eins og það hefði ekkert andlegt eðli til að bera. Er von að það hafi þá látið mikið til sín taka?“ Úr ritgerðinni Bókmenntir kvenna eftir Ólaf Davíðsson. Bókmenntir kvenna SIGURÐUR Svavarsson, útgáfu- stjóri Eddu – útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar líður að sameiningu al- mennrar bókaútgáfu Eddu og JPV útgáfu. Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórnendur Forlagsins nýja hefðu kosið að njóta starfs- krafta Sigurðar áfram, en þeir virði hins vegar ákvörðun hans. Sigurður hefur verið samferða Máli og menningu og síðar Eddu – útgáfu í yfir 20 ár og gegnt þar lyk- ilstörfum. Hann stjórnaði lengi kennslubókadeild forlagsins, tók við framkvæmdastjórn MM árið 1995 og var einn af framkvæmda- stjórum Eddu miðlunar og útgáfu, en nú síðast aðalútgáfustjóri Eddu útgáfu hf. Morgunblaðið/ÞÖK Breytingar Sigurður Svavarsson. Sigurður hættur hjá Eddu BÚIST er við því að einhver bið verði á því að tökur á nýjustu kvikmynd bandaríska leikstjórans Francis Ford Coppola hefjist eftir að fartölvu með handriti mynd- arinnar var rænt af heimili leik- stjórans í Argentínu. Coppola var ekki heima þegar brotist var inn á heimili hans í einu af fínni hverf- um Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Coppola flutti nýverið til landsins til þess að undirbúa tökur á myndinni, sem nefnist Tetro og fjallar um ítalska lista- menn í Argentínu. Auk tölvunnar komust ræningj- arnir á brott með myndavélabún- að, en breska dagblaðið Guardian greinir frá því að tölvan hafi skipt Coppola mestu máli því á henni var eina útgáfa handritsins, auk mikilvægra minnispunkta um myndina. Leikstjórinn hefur nú boðið fram vegleg fundarlaun til handa hverjum þeim sem skilar tölvunni. Coppola lauk nýverið við sína fyrstu mynd í tíu ár, vísindaskáld- söguna Youth Without Youth sem verður frumsýnd í desember. Coppola er fimmfaldur Ósk- arsverðlaunahafi og á að baki myndir á borð við Godfather 1, 2 og 3, Patton, Apocalypse Now, Dracula og The Conversation. Vandræði Francis Ford Coppola. Handrit- inu stolið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.