Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 27 Krossgáta Lárétt | 1 hroki, 4 að- finnslur, 7 endurtekið, 8 snaginn, 9 háð, 11 nöldra, 13 dýr, 14 sundfugl, 15 þæg, 17 þröngt, 20 skel, 22 álitleg, 23 ganglimum, 24 þvaðra, 25 röð af lög- um. Lóðrétt | 1 kvenklæðn- aður, 2 umboðsstjórn- arsvæðið, 3 virki, 4 fyrr, 5 ásjóna, 6 annríki, 10 kúg- un, 12 ílát, 13 títt, 15 gangfletir, 16 dýs, 18 í uppnámi, 19 lengdarein- ing, 20 smáalda, 21 krafts. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gallalaus, 8 Sævar, 9 tinds, 10 ill, 11 mögur, 13 akrar, 15 holds, 18 galta, 21 tól, 22 Papey, 23 örugg, 24 Bragagata. Lóðrétt: 2 akveg, 3 lúrir, 4 litla, 5 unnur, 6 ásum, 7 ósar, 12 und, 14 kúa, 15 hopa, 16 lepur, 17 stygg, 18 glögg, 19 laust, 20 agga. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er alls ekki auðvelt að kveðja fortíðina þegar manni finnst maður eiga ýmislegt óuppgert. Segðu bara bless, og hlutirnir gera sig upp sjálfir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Aðferðin til að fá einhvern til að þegja yfir leyndarmáli er ekki að kalla það leyndarmál. Hlutir eru jafn mikilvægir og þú leyfir þeim að vera. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert í skapi til að takast á við einn af göllunum þínum. Í stað þess að reyna að losa þig við hann er ráð að reyna að ná stjórn á honum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hamingjan helst í hendur við nýjar upplifanir. Réttur sem þú hefur aldrei smakkað eða kringumstæður sem þú hef- ur aldrei lent í gefa þér nýjan kraft. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er bara mánudagur og þér finnst þú nú þegar hafa unnið nóg. Eiga ekki að vera nokkrir auðveldir dagar í lífinu? Sak- bitin ánægja gerir sitt gagn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Valmöguleikar þínir eru miklir, djúpir og háir. En hver þeirra á þig skilið? Þú veist að það er göfug iðja þegar fólk hlær að henni en þér er skítsama. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ef þú getur ekki fengið þig til að gera það sem þú veist þú verður að gera ertu ekki tilbúinn. Það er gott að vera van- þroska á sumum sviðum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það gefur þér orku að ein- falda líf þitt. Það besta er að sleppa við áyggjur af hvað gera skal. Það er eins og allur alheimurinn sé „faxófílið“ þitt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er auðvelt að ruglast í sam- skiptum. Minna er meira. Gefðu einfaldar leiðbeiningar. Hafðu svörin stutt. Of mikl- ar upplýsingar geta ruglað fólk. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ertu enn að safna fyrir draumakaupunum? Það er góð ástæða fyr- ir því að þú vilt þetta svo mikið. Það segir mikið um hver þú vilt vera – og munt verða. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Skoðaðu sjálfan þig vandlega og taktu eftir öllum góðu kostunum þínum. Á góðu augnabliki kemur einhver inn í líf þitt sem mun leika mikilvægt hlutverk. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ekki staða þín heldur þol- inmæði og þrautseigja sem segja til um hversu flott persóna þú ert. Ben Franklin sagði: „Sá er ekki vel siðaður sem ekki get- ur tekist á við verr siðað fólk.“ stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4 b4 9. d3 d6 10. a5 Be6 11. Rbd2 Dc8 12. Rc4 Hb8 13. h3 h6 14. Be3 He8 15. Rfd2 Bf8 16. Df3 Kh7 17. Had1 Db7 18. Dg3 Rh5 19. Dh4 g6 20. f3 Bg7 21. Ba4 Hf8 22. c3 Ra7 23. d4 bxc3 24. bxc3 exd4 25. Hb1 Staðan kom upp í keppni á milli gam- alreyndra stórmeistara og sumra af efnilegustu stórmeisturum heims sem lauk fyrir skömmu í Amsterdam í Hol- landi. Fyrrverandi heimsmeistari FIDE í skák, Rússinn Alexander Khalifman (2632), hafði svart gegn hollenska stór- meistaranum Daniel Stellwagen (2631). 25... Bf6! hvítur tapar nú óhjákvæmilega liði. Framhaldið varð: 26. Hxb7 Bxh4 27. Hxb8 Hxb8 28. Bxd4 Bxe1 29. Bxa7 Bxc4 30. Rxc4 Hb1 31. g4 Bxc3+ 32. Kf2 Hb4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Hvað varð af ásaspurningunni? Norður ♠K53 ♥ÁK8 ♦ÁKD95 ♣54 Vestur Austur ♠Á107 ♠DG9642 ♥D65432 ♥107 ♦7 ♦G8642 ♣973 ♣-- Suður ♠8 ♥G9 ♦103 ♣ÁKDG10862 Suður spilar 7♣. Fyrir 40 árum gátu spilarar sagt fjögur lauf í öllum stöðum og makker taldi á fingrum sér og svaraði ásum. Fyrir 20 árum hefði sögnin fjögur grönd kallað fram sama viðbragð hjá makker. En nú er öldin önnur. Ása- spurningar hafa orðið að víkja fyrir öðrum sjónarmiðum. Spil dagsins er frá Bikarúrslitaleik Eyktar og Grants Thorntons. Á báðum borðum vakti vestur á tveimur hjört- um. Eyktarmaðurinn Aðalsteinn Jörg- ensen sagði í þrjú grönd í norður. Makker hans, Sverrir Ármannsson, stökk í sex lauf, sem Aðalsteinn breytti í sex grönd. Góð niðurstaða, en heppni mörkuð, því norður gat verið með þrjá ása. Á hinu borðinu doblaði Hróflur Hjaltason tvö hjörtu og Ásgeir Ás- björnsson í suður sagði þrjú hjörtu á móti. Eftir knappt samtal, án ásasp- urningar, enduðu sagnir í sjö laufum. Sem var ekki gott, sérstaklega þar eð vestur átti út! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Íslensk myndlistarkona opnaði sýningu í GalleríiÁgúst um helgina. Hver er hún? 2 Fyrir hvaða bók fékk Kristín Steinsdóttir sænsku Silf-urstjörnuna? 3 Flensborgarskóli var með opið hús á laugardag í til-efni af stórafmæli. Hvað er skólinn gamall? 4 Formaður Blaðamannafélags Íslands vill að settarverði reglur um uppsagnir blaðamanna. Hver er for- maðurinn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvað heitir fiskvinnslan í Þorlákshöfn sem sagt hefur upp öll- um starfsmönnum sínum? Svar: Humarvinnslan. 2. Gæsategund hér við land hefur fækkað mikið á síðustu árum. Hvaða gæsateg- und er þetta? Svar: Blesgæs. 3. Hver er endurkjörinn formaður Heimdallar? Svar: Erla Ósk Ásgeirsdóttir. 4. Sýning á kínverskum listmunum stendur yfir í Kópavogi um helgina. Frá hvaða borg eru munirnir? Svar: Wuhan. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR FJÖLMIÐLAVAKTIN hefur verið tilnefnd til verðlauna í fjórum flokk- um hjá fagfélaginu Amec í Bretlandi fyrir innihaldsgreiningar á íslenskri fjölmiðlaumfjöllun eða verkefni því tengd. Þessar tilnefningar eru fyrir eftirfarandi verkefni: – Innihaldsgreining á umfjöllun um innflytjendur á Íslandi, haustið 2006 – Innihaldsgreining á umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga, haustið 2006 – Kynningaraðferðir Fjölmiðla- vaktarinnar til að upplýsa almenn- ing betur um fjölmiðlagreiningar og gildi þeirra – Skapandi störf/starfsmaður (Young professional); Anna Hulda Sigurðardóttir, starfsmaður í grein- ingardeild FMV. Nánari upplýsingar um tilnefn- ingar og flokka Amec er að finna á slóðinni www.amecorg.com. Fjölmiðla- vaktin tilnefnd NÝVERIÐ skrifuðu fyr- irtækin Knarrareyri ehf. og hvalaskoðunarfyr- irtækið Gentle Giants undir styrktarsamning við meistaraflokksráð Völs- ungs í knattspyrnu. Samningur þessi, sem hljóðar upp á eina og hálfa milljón króna, er til þriggja ára og mun firma- merki Gentle Giants prýða búninga kvennaliðs Völsungs á þeim tíma. Guðbjartur Ellert Jóns- son formaður meist- araflokksráðs segir stjórnina vera mjög ánægða með þennan samning enda sé hann gerður að frumkvæði for- svarsmanna fyrirtækj- anna og beri að þakka það sérstaklega. Gentle Giants og Knarrareyri styrkja Völsung Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Styrktarsamningur Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, Hafrún Olgeirsdóttir, leikmaður Völsungs, í nýja búningnum og meistaraflokksráðsmenn- irnir Olgeir Sigurðsson og Guðbjartur Ellert Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.