Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 23 inn þinn var algjör paradís fyrir okk- ur krakkana enda sinntir þú honum vel. Í jólafríinu mínu eitt árið vann ég með þér í Hagkaup í Skeifunni og fékk að vera í sömu deild og þú. Þá bjó ég í Breiðagerðinu og þú komst á grænu Lödunni og tókst mig með, það fór aldrei framhjá mér þegar þú nálgaðist húsið. Eftir að þú hættir að keyra varð Ladan mín og reyndist mér bara vel þau ár sem ég átti hana. Það sem þú gladdir mig þegar þú mættir á KR-völlinn og horfðir á mig spila, þú hvattir mig og mitt lið áfram, þó Víkingur hefði verið þitt lið í gegn- um árin. Þú varst mikil íþróttakona á þínum yngri árum og mikill göngu- garpur, varst í fyrsta hópi kvenna sem gekk á Herðubreið. Minnisstæð- ar eru gönguferðir þínar á stokknum í köflótta jakkanum. Elsku amma mín, takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín Sigurbjörg. Húmar í dölum, hljóðnar bær. – Blámóðu kvöldið á byggðir slær. – Nú er að koma nóttin vær. Blíðvært er lognið, blærinn dó. Kliðurinn þagnar. – Kyrrð og ró veitir þreyttum værð og fró. Fögur og draumblíð friðarvöld vængi breiða á vöggutjöld. – Blundaðu, ljúfa barn – í kvöld. G. S. Hafdal. Góða ferð, elsku amma. Heiðrún og Sighvatur.  Fleiri minningargreinar um Önnu Albertsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Edda ÁsgerðurBaldursdóttir fæddist í Reykjavík 30. september 1940. Hún lést á Líkna- deild Landspítalans í Kópavogi þriðjudag- inn 18. september. Foreldrar hennar voru Baldur Svan- hólm Ásgeirsson, f. 17.10. 1914, á Kambi í Deildardal, d. 19.10. 2003, og Þóra Hansína Helgadótt- ir, f. 25.11. 1920, á Lambhaga í Vestmannaeyjum, d. 25.06. 1992. Systkini Eddu eru Helgi Gunnar Baldursson, f. 18.10. 1942. Sigrún Jóna Baldursdóttir, f. 03.04. 1951, gift Róbert Jóni Jack, þau eiga þrjú börn. Edda giftist Garðari Árnasyni 1971, og eiga þau Árnýju Lilju, f. 1974. Edda átti tvær dætur af fyrra hjónabandi, a) Guðnýju Svönu Harðardóttur, f. 26.12. 1959. Hún á fjórar dætur og eitt barnabarn. Dætur: Edda Svandís Ein- arsdóttir, Ingibjörg Ósk Hákonardóttir, Sigrún Bernharð Þorláksdóttir og Bryndís Ösp Hearn. b) Þóra Björk Harð- ardóttir, f. 1961, í sambúð með Ómari Bjarna Þorsteinssyni og eiga þau tvö börn: Garðar Smára og Unni Dögg. Dóttir Þóru úr fyrri sambúð er Edda Ás- gerður Skúladóttir. Edda hefur gegnt hinum ýmsum störfum í gegnum árin. Síðustu árin vann hún sem leiðbeinandi hjá Fé- lagsmiðstöð aldraðra í Árbæ. Útför Eddu Ásgerðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í Reykja- vík í dag, 1. október, og hefst at- höfnin kl. 13.00. Það haustar að og vetur er senn í nánd. Systir mín Edda Ásgerður, hefur nú lagst til hinstu hvílu eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Hún náði ekki 67 ára aldri en afmælisdagur hennar var 30. september. Ég fyllist sorg og trega nú þegar aldrei aftur er hægt að slá á þráðinn eða hittast. Minningar streyma fram í hugann. Edda var stóra systir mín, enda ell- efu ára aldursmunur á okkur, og kom það oftast nær í hennar hlut að gæta mín þegar ég var lítil. Það hlýtur að hafa verið þreytandi að hafa mig oft- ast í eftirdragi en við systurnar urð- um eldri og Edda fór að búa og eign- ast börn og þá kom það í minn hlut að passa fyrir hana. Það voru skemmti- leg og eftirminnileg ár. Hún bjó á Grettisgötunni í litlu sætu timburhúsi og var umhverfið þar allt afar spenn- andi. Það var einhver ævintýra ljómi yfir miðbænum á þessum árum. Við gátum spjallað mikið saman á þessum tíma og á hún því stóran þátt í góðum æskuminningum mínum. Það var ómetanlegt að eiga systur sem hægt var að treysta fyrir innstu leyndar- málum sínum. Seinna flutti Edda í Akurgerði og síðan í Rjúpufell með seinni eigin- manni sínum Garðari sem var henni traustur förunautur allt þar til yfir lauk. Þegar ég fór að búa og eignast börn þá tók Edda oft að sér að gæta barnanna minna. Þannig hafa tengsl- in alltaf haldist, traust og oftast góð. Edda var mikil handverks og lista- kona, það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Hjá henni var alltaf hægt að leita eftir aðstoð ef ég var ráðalaus með mína handavinnu. Margar jóla- og afmælisgjafir í fjöl- skyldunni eru eftir hana. Síðustu ár vann hún sem leiðbeinandi hjá Fé- lagsmiðstöð aldraðra í Árbæ. Þar naut hún sín við að kenna perlusaum o.fl. Þar eignaðist hún marga vini í gegnum sameiginleg áhugamál. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að mynnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Garðar, Guðný, Þóra, Árný og fjölskyldur. Ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Sigrún systir. Mig langar til að minnast ömmu minnar, Eddu, sem nú er farin frá okkur eftir að hafa barist við krabba- mein í eitt og hálft ár. Amma mín var ótrúlega góð og klár kona, allt sem hún tók sér fyrir hend- ur gerði hún vel enda var hún ótrú- lega skipulögð. Heimili hennar og afa endurspeglar sköpunargleði hennar enda var henni ömmu minni margt til lista lagt. Hún var alveg ótrúlega klár í höndunum og var föndur eitt af hennar áhugamálum og vann hún síð- ustu ár sem leiðbeinandi í Árbænum þar sem hæfileikar hennar fengu að njóta sín. Amma varð að hætta að vinna vegna veikinda í fyrra en lét það þó ekki stoppa sig í að útvega kon- unum uppskriftir til að föndra eftir og reyndi hún að kíkja á þær eftir fremsta megni meðan á veikindum hennar stóð sem þær kunnu vel að meta. Hún föndraði mikið úr perlum og held ég að það sé óhætt að segja að hún hafi verið ein besta perlusaums- kona landsins. Jafnvel undir það síð- asta komu þínar fyrrverandi sam- starfskonur og spurðu þig álits um dagskrá næstu námskeiða, það þótti þér vænt um veit ég. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá afmæliskortin frá ömmu og afa þar sem hvert kort var listaverk út af fyrir sig, einnig voru ófáar gjafirnar sem amma gaf okkur sem hún hafði föndrað. Þessar gjafir eru ómetanlegar þegar uppi er staðið og heldur minningunni um ömmu mína á lofti. Amma var einnig fljót að tileinka sér nýja hluti, fyrir ekki svo mörgum árum síðan kunni hún betur á tölvur en ég og þegar ég dvaldist erlendis vegna vinnu eða náms fékk ég ósjaldan senda tölvu- pósta frá ömmu mér til mikillar gleði meðan ég var ennþá föst í að senda bréf í pósti. Henni þótti gaman að ferðast og drifu hún og afi sig út nú í sumar þar sem ömmu langaði mikið til að heim- sækja Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir mikil veikindi sem skyggðu kannski á ferðina voru þau bæði sammála um að þetta hefði verið hin skemmtilegasta ferð þegar uppi var staðið. Þó við höf- um aldrei náð að fara saman erlendis eins við töluðum um, þá verður þú ávallt með mér, elsku amma mín, hvar sem ég verð. Amma mín hefði orðið 67 ára gömul í gær og vonuðum við innilega að hún mundi ná að lifa þann dag, en því mið- ur hafði þessi hræðilegi sjúkdómur betur enn og aftur. Missir okkar er mikill en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þennan ómet- anlega tíma sem okkur var gefinn til að kveðja þig, amma mín. Eftir stend- ur minning um góða konu, hetju sem við elskum öll. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, elsku amma, og ég veit að þú verður með okkur á hverj- um degi. Við lofum að hugsa vel um afa, missir hans er gífurlegur. Megir þú hvíla í friði elsku amma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Edda Svandís. Kær mágkona mín er látin, 66 ára, sem þykir ekki hár aldur nú til dags. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 18. september síðast- liðinn eftir langvarandi veikindi, þrátt fyrir meðhöndlun færustu lækna og hjúkrunarfólks. Þótt að Edda hafi verið þungt hald- in mánuðum saman og vonin um bata farið dvínandi kemur andlát ástvinar ætíð sárt við þá sem eiga í hlut. Það er stór hópur vina og ættingja sem hana syrgir sárt. Edda fæddist í Reykjavík og sleit barnsskónum á Smiðjustíg 7 við gott atlæti og umhyggju foreldra sinna, Baldurs Ásgeirssonar og Þóru Helga- dóttur, sem voru bæði framúrskar- andi dugnaðar- og sómafólk. Tólf ára fluttist hún ásamt foreldrum sínum og yngri systkinum í nýja og glæsi- lega íbúð í Hæðargarði 44 þar sem hún þroskaðist og dafnaði næsta ára- tuginn. Eftir að ég kom inn í fjöl- skylduna sem mágur hennar hef ég ætíð átt velvild og hlýhug hennar. Edda var ákaflega seintekin en eftir nánari kynni stóð heimili hennar ætíð opið okkur og börnum okkar. Edda var ákaflega handlagin og var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur. Skilur hún eftir sig mikið magn glæsilegra handverksmuna, bæði prjónavöru og ekki síst perlusaum, sem Edda starfaði við í mörg ár sem leiðbeinandi í Félagsmiðstöð aldraðra í Árbæ. Oft heyrði ég hana tala um hvað starfið gæfi henni mikið enda stundaði hún það af mikilli samvisku- semi og hlýju til fólksins sem hún leið- beindi. Til marks um það mætti hún og leiðbeindi sínum öldruðu vinum þegar hún mögulega gat, þrátt fyrir að vera hætt störfum vegna veikinda. Edda átti tvær dætur af fyrra hjóna- bandi, Guðnýju og Þóru Harðardæt- ur, þegar ég kem inn í fjölskylduna. Eins og ég hef minnst á áður var þessi fjölskylda dugnaðarfólk en ekki síst þessar tvær stúlkur. Það er sterkt í minninu hversu hávaðasamar og kröftugar þær voru og hafði ég gam- an af hversu Edda, mamma þeirra, var lagin við að lægja öldurnar. Lærði ég mikið af henni gagnvart uppeldi á mínum börnum síðar meir. Edda giftist árið 1971 seinni manni sínum, Garðari Árnasyni, og eiga þau dótturina Árnýju Lilju. Þeirra hjóna- band var ákaflega farsælt og á Garðar ekki síður þátt í því, hann var klett- urinn í lífi hennar og ekki síst í veik- indum hennar. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá lifir þó ljósið bjarta lýsir upp myrkrið svarta vinur þó félli frá. Góð minning að geyma gefur syrgjendum fró, til þín munu þakkir streyma þér munum við ei gleyma sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ég votta Garðari og fjölskyldu mína innilegustu samúð og megi Drottinn vera með ykkur öllum. Róbert Jón Jack. Þegar einhver deyr sem er manni kær deyr hluti af manni sjálfum. Það er tómarúm í sálinni, ekki hægt að hringja og spjalla lengi – lengi. Við Edda kynntumst í samstarfi í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 og höfum átt samleið í rúman áratug. Hún hafði mikinn metnað í sínu starfi og lagði svo mikla alúð við verk sín að einstakt var. Í perlusaumnum var hún snillingur og á engan hallað þótt mér hafi fundist hún sú færasta á landinu og ég sagði henni það oft. Hún lærði allar uppskriftir og vann hlutina til að geta kennt þá, í frítíma sínum sat hún heilu dagana við tölv- una við að fínpússa perluuppskriftir svo konurnar hennar gætu notað þær. Það er sæmd hverjum vinnustað að hafa slíkan starfskraft þótt ekki sé það alltaf hátt metið. Vinnudagar okkar Eddu féllu ekki saman en samband okkar varð meira utan vinnu. FAG, félag leiðbeinenda í fé- lagsstarfi um land allt, er stofnað í þeim tilgangi að kynni takist með leið- beinendum svo þeir geti miðlað sínu handverki og hugmyndum hver til annars, leitað fróðleiks og skemmt sér saman. Edda var ritari í stjórn FAG um tíma og sinnti því starfi eins og öðrum störfum sínum með vand- virkni að leiðarljósi. Þar sem hún bjó var hún gjaldkeri húsfélagsins í tuttugu ár. Þegar mikl- ar framkvæmdir stóðu yfir við húsið sá hún um að allt stæðist. Það var mikil vinna en hún skilaði því vel, hennar sæti verður vandfyllt. Það var ekki alltaf sléttur sjór hjá okkur Eddu en við bárum gæfu til að ræða málin og leysa það sem þurfti og segja hvað okkur þætti vænt hvorri um aðra. Edda var ekki allra og því er ég af- ar þakklát fyrir að hafa átt vináttu hennar. Þegar hún greindist með krabba- mein í maí 2006 varð hún að hætta störfum og fara í stóran uppskurð og við tóku lyfjameðferðir, sem líkami hennar hafnaði að mestu. Hún vissi að þetta var ólæknandi en hélt ótrauð áfram að sinna kon- unum sínum og koma á mánudags- morgnum meðan hún gat með efnivið í perlusauminn, lagerinn var hennar. Hún saknaði vinnunnar og fylgdist af áhuga með öllu þar, hennar er líka saknað af öllum er hún átti samleið með og nutu starfskrafta hennar og færni. Hugsun sinni hélt hún skýrri til síð- asta dags. Nú á mánudegi verður Edda mín lögð til hinstu hvílu, daginn eftir sex- tíu og sjö ára afmælið. Hún sagði líka að ekki færi hún á ellilaun. Mér er harmur í huga og sakna Eddu en hún er nú laus úr viðjum þess sjúkdóms sem engum eirir. Guðs englar umvefji hana og leiði í það sæluríki sem hún á skilið. Elsku Garðar, Guðný, Þóra, Árný, systkini og fjölskyldur, við Örn, Páll og Þór sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og biðjum ykkur Guðs bless- unar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minning Eddu lifir. Hulda Guðmundsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Við sendum fjölskyldu Eddu Ás- gerðar innilegar samúðarkveðjur. Samstarfsfólkið í Hraunbæ 105. Edda Ásgerður Baldursdóttir tveggja ára búsetu þar fluttum við Bubbi til Danmerkur. Þrátt fyrir fjarlægðina styrktust böndin á milli okkar þriggja, Dóru, Bubba og mín. Kom hún oft til okkar og ferðuðumst við vítt og breitt um Evrópu saman. Var mikið skoðað og pælt, og gaf Dóra okkur strákunum ekkert eftir í göngutúrunum. Sam- skipti okkar einkenndust oftar en ekki af galsaskap, enda var Dóra hnyttin og spontant með eindæmum. Við áttum einnig margar yndisleg- ar stundir á heimili okkar í Árósum og kom hún ár hvert til okkar á þess- um ellefu árum í Danmörku. Og þrátt fyrir að rauðir lokkar Dóru yrðu grárri með hverju ári sem leið missti karakter hennar engan lit, nema síð- ur væri. Nú eru þessi ár í Danmörku liðin og erum við Bubbi fluttir heim til Ís- lands. Höfðum við þrjú í sameiningu hlakkað mikið til að við kæmum heim, því við höfðum áform um svo margt, til dæmis að búa saman. En því miður varð ekki af því vegna veikinda Dóru. Náðum við þó að eiga margar og góðar stundir saman áður en yfir lauk. Í veikindum sínum sýndi hún og sannaði fyrir mér, með hugrekki sínu, æðruleysi og óbilandi kjarki, að enda- lok lífsins þurfa ekki að vera það sorg- legasta. En sorg mín er stór. Ég hef misst mikinn vin. Dóra var mér traustur vinur, dygg- ur aðdáandi leirlistar minnar og hún fyllti mig sjálfstrausti og öryggi strax frá byrjun á því sviði. Ég er svo lánsamur að hafa hjarta mitt fullt af hlýju, ást og hugulsemi Dóru. Hún hefur gefið mér fallega og bjarta sín á lífið. Hún mun ávallt lifa í hjarta mínu og anda. Guð geymi elsku Dóru, eða mor lille, eins og við kölluðum hana oft. Ég sakna þín sárt. Bjarni.  Fleiri minningargreinar um Hall- dóru Kolku Ísberg bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.