Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» 122 eru látnir bíða  Einstaklingum sem hafa lokið með- ferð á Landspítala en fá ekki inni á öðrum heilbrigðisstofnunum hefur fjölgað í september og í ágúst biðu 122 eftir langtímavistun. Þessir ein- staklingar bíða yfirleitt á bráðadeild- um þar sem ónæði er mikið. Þeir búa við stöðugt áreiti. » Forsíða Ávísun á brottflutning  Formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík segir að hugmyndin um að styrkja fólk til að flytja frá svæðum þar sem atvinna er lítil sé ávísun á brottflutning frá landsbyggðinni. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir að þetta yrði í raun mótvægisaðgerð gegn mótvægisaðgerðum ríkisstjórn- arinnar. » 2 Ómetanlegt starf  Sjálfboðastarf í Konukoti er ómet- anleg reynsla fyrir nemanda í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands og einingarnar sem með því fást eru bara aukabónus. Frá því Konukot hóf starfsemi hafa 80 konur leitað þang- að. Í fyrra leituðu 17 konur þangað í fyrsta skipti. » 4 Miklar tilfinningar  Willum Þór Þórsson þjálfari Ís- landsmeistaraliðs Vals er ekki í vafa um að samheldnin í leikmannahóp liðsins hafi lagt grunninn að fyrsta meistaratitli félagsins frá árinu 1987. » íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Í samkvæmisleik Forystugreinar: Umbætur í fangelsismálum | Að horfast í augu við okkur sjálf Ljósvaki: Hlusta börn á útvarp? UMRÆÐAN» Breyting í sjávarútvegi löngu tímabær Jákvæðir straumar frá Hela Norden skal leve, Norðurlöndin lifi Telitað vatn úr kalda krananum Byggt og breytt Þetta helst … Íslensku byggingalistaverðlaunin FASTEIGNIR » Heitast 14°C | Kaldast 8°C  S og SA 13-20 m/s, hvassast við ströndina vestast og austast. Rigning víðast hvar. Hlýjast f. norðan » 10 Fjórar misgóðar myndir sem sýndar eru á RIFF kvik- myndahátíðinni eru dæmdar í blaðinu í dag. » 29 og 31 GAGNRÝNI» Góðar og slæmar FÓLK» Litla flugan flögraði um allan bæ. » 28 Sæbjörn Valdimars- son telur að kvik- myndir muni brátt koma út á DVD um leið og þær koma í kvikmyndahús. » 30 KVIKMYNDIR» Breytingar í vændum? VERÐLAUN» Ólafur Ragnar heiðraði Kaurismäki. » 32 KVIKMYNDIR» Börn var valin best í Kaupmannahöfn. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lögreglan birti mynd af stúlku … 2. „Moneypenny“ látin 3. 16 ára réðst á lögreglu 4. Soffíu bjargað FERNULOK, aðvörunarbolli og þrýstiloftsskór voru meðal þeirra hagnýtu uppfinninga sem gat að líta á verðlaunahátíð nýsköpunar- keppni grunnskóla sem haldin var í Grafarvogskirkju í gær. Meðal þeirra sem unnu til verð- launa var Óli Sigurður Jóhannes- son en hann fann upp keflakassa fyrir flutningabíl. Uppfinningin virkar þannig að í botninum á flutningskassanum eru kefli sem snúast. „Þannig að maður þarf ekki að nota tjakka eða lyftara heldur getur bara ýtt hlutunum út,“ sagði Óli Sigurður. Engin hætta er held- ur á að hlutirnir kastist til og frá meðan á flutningunum stendur því að sjálfsögðu er gert ráð fyrir læs- ingum. Líklega á það sinn þátt í að beina athygli Óla Sigurðar í þessa átt að pabbi hans er flutningabíl- stjóri. 42 uppfinningamenn Alls bárust um 3.000 hugmyndir til keppninnar. Valið var úr þeim og komust 50 keppendur með 42 uppfinningar í vinnusmiðju keppn- innar. Flokkinn uppfinningar vann Reynir Eyjólfsson sem fann upp fernulok, Óli Sigurður Jóhannsson var í 2. sæti og Elínborg Þóra Bjarnadóttir hreppti 3. sæti fyrir dvd-hulsturopnara. Flokkinn útlits- og formhönnun vann Jóhanna Höeg Sigurðardóttir með fiðurfestinum, Þórhanna Inga Ómarsdóttir og Hulda Lilja Hann- esdóttir, með teygjubursta, voru í 2. sæti og Margrét Hrund Arnars- dóttir hreppti 3. sæti, hún fann upp loftræstingu fyrir barnavagn sem er knúin sólarrafhlöðu. Sveinn Heiðar Kristjánsson vann flokkinn hugbúnaður og tölvuleikir fyrir ddr1 millistykki fyrir ddr2, Stefanía Hanna Pálsdóttir og Ás- gerður Dúa Jóhannesdóttir urðu í 2. sæti fyrir stofuminni fyrir Ipod og í 3. sæti var Hlynur Þór Helga- son með sprunguskanna. Flokkinn slysavarnir vann Harpa Guðrún Hreinsdóttir, með aðvörunarbollann, Elvar B. Bjarkason, var í 2. sæti með þrýsti- loftsskó og Þórhildur Þórarinsdótt- ir í 3. sæti með köfunarleiðslu fyrir kút. Mikil hugmyndaauðgi  12 fengu verðlaun á verðlaunahátíð Nýsköpunarkeppni grunnskóla  Miklu fleiri frumlegar uppfinningar voru sýndar  Um 3.000 hugmyndir bárust Ljósmynd/Jón Svavarsson Uppfinning Óli Sigurður Jóhannsson sýnir frænda sínum Viktori Daða Úlfarssyni hvernig keflakassinn virkar. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BANDARÍSKI fræðimaðurinn Frank Vocci seg- ist afar spenntur fyrir rannsóknum á fíkn hér á landi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og SÁÁ, enda margt hægt að læra af erfðafræði- legri einsleitni Íslendinga. Vocci er hér á landi ásamt Jag Khalsa og Mark L. Willenbring í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ sem hefst í dag. Á ráðstefnunni verður farið yfir fíkn í víðu samhengi, í dag verður einblínt á áfengisfíkn, á morgun verður fjallað um fíkn í örvandi vímu- efni og á miðvikudag kannabisfíkn. Ásamt bandarísku fræðimönnunum munu sérfræðingar og hagsmunaaðilar halda erindi. Meðal erinda í dag er fyrirlestur Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um íslenska erfða- rannsókn á fíknisjúkdómum. | 4 Íslenskar rann- sóknir á fíkn HESTAMENNSKA fer ekki varhluta af þensl- unni í íslensku samfélagi. Síðasta áratug eða svo hafa folatollar hækkað gríðarlega og kostar það nú hundruð þúsunda að leiða undir vinsælustu hestana en áður hefði þótt fáheyrt að upphæðin nálgaðist 100 þúsund. Raunar var algengt verð 20–40 þúsund. Fáir hestar virðast þó um hituna því þeir dýrustu eru langvinsælastir. Svonefnt girðingargjald sýnir hækkunina í hnotskurn. Áður var það örfá þúsund en er nú víða 15–18 þúsund og allt upp í 25 þúsund. Skýringuna á því segja sumir vera hækkandi jarðaverð, sér- staklega á Suðurlandi, en flestir líta svo á að dag- legt eftirlit með skepnunum sé innifalið í greiðsl- unni. Öll er þessi umræða þó viðkvæm og segist stóðhestahaldari í samtali við Morgunblaðið reyna að „sigla friðarveginn“ en á meðan spyrja hestamenn sig hvert sé „eðlilegt verð“. | 16 Háir folatollar Margir hrossaræktendur greiða ár hvert hundruð þús- unda fyrir að leiða hryssur sínar undir stóðhesta Morgunblaðið/Frikki Með fyli? Ómskoðun er stundum innifalin í fola- tolli. Helgi Sigurðsson skoðar Dögg frá Þúfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.