Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 1
mánudagur 3. 12. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Sviptingar í úrvalsdeildinni í körfuknattleik >> 4 VALSMENN ÁFRAM LÖGÐU HAUKA Í ÆSISPENNANDI LEIK OG ERU KOMNIR Í UNDANÚRSLIT BIKARSINS ÁSAMT AKUREYRI >> 8 ANNA Úrsúla Guðmundsdóttir var valin í úrvalslið undanriðils Evrópu- keppninnar í handknattleik en það var tilkynnt að lokinni síðustu um- ferð mótsins í Litháen í gær. Ís- lenska liðið tryggði sér þar mjög óvænt annað sætið með því að leggja lið Hvíta-Rússlands að velli, 31:30. Á laugardaginn hafði Ísland tryggt sér eitt af þremur efstu sætunum og sæti í umspili Evrópumótsins með því að sigra Bosníu, 27:22. Anna Úrsúla stóð sig frábærlega á mótinu í Litháen en hún leikur sem línumaður auk þess að vera í lykil- hlutverki í varnarleik íslenska liðs- ins. Ísland er eitt af 20 liðum sem fara í umspil um 10 sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins, en hún fer fram í Makedóníu í desember á næsta ári. Umspilið verður næsta vor og þá er leikið heima og heiman. »5 Anna valin í úr- valsliðið í Litháen Ljósmynd/Hlynur Sigmarsson Sigurgleði Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins fagna óvæntum en sætum sigri á Hvít-Rússum í lokaumferðinni í Litháen í gær. BRASILÍUMAÐURINN Kaká var í gær út- nefndur knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu af franska knattspyrnutímaritinu France Football. Hann hlaut Gullboltann, Bal- lon d’Or, en það eru íþróttafréttamenn víðs vegar að úr heiminum sem greiða atkvæði í kjörinu. Kaká var lykilmaður í sigri AC Milan í Meist- aradeild Evrópu síðasta vor. Cristiano Ronaldo, Portúgalinn í Man- chester United, varð annar í kjörinu og Lio- nel Messi, Argent- ínumaðurinn hjá Barce- lona, hafnaði í þriðja sæti. „Þetta er mjög sér- stakt fyrir mig og er toppurinn á einstöku ári á mínum ferli. Til að vinna svona verðlaun þarf maður að spila fyr- ir lið á borð við AC Mil- an, og það er frábært að vera hluti af slíkri liðsheild,“ sagði Kaká við France Football. Kaká fékk Gullboltann Reuters Bestur Kaká lyftir „Gullboltanum“ sem fylgir viðurkenning- unni „besti knattspyrnumaður í Evrópu.“ ÍTALÍA og Frakkland, liðin sem léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu á síðasta ári, drógust saman í riðil í úr- slitakeppni EM 2008 í gær. Þá var dregið í riðla keppn- innar í Luzern í Sviss en hún fer fram í Austurríki og Sviss næsta sumar. Hollendingar og Rúmenar eru í riðli með Ítölum og Frökkum og hann hefur þegar fengið stimpilinn „dauðariðill“ keppninnar. Landsliðsþjálfarar Ítalíu og Frakklands voru ekki yfir sig ánægðir með útkomuna úr drættinum. „Það var ekki auðvelt að komast áfram úr undan- keppninni og svo fáum við þessa mótherja. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta gæti gerst og veit svo sem ekki hvort það veit á gott eða slæmt,“ sagði Roberto Donadoni, þjálfari Ítala. „Það er enginn fögnuður sem fylgir því að hafa lent í þessum riðli, en nú er búið að draga og við verðum að sætta okkur við niðurstöð- una,“ sagði Raymond Dome- nech, þjálfari Frakka, en vonbrigði hans leyndu sér ekki þegar honum varð ljóst hvernig riðillinn væri skip- aður. Hollendingar voru í efsta styrkleikaflokki fyrir drátt- inn en gátu vart verið óheppnari með útkomuna. „Við þurfum að mæta Rúm- enum sem voru okkur svo erfiðir í undankeppninni, og áður lendum við á móti Ítöl- um og Frökkum. En við vit- um þó hvað bíður okkar,“ sagði Marco van Basten, þjálfari Hollendinga og Evr- ópumeistari frá 1988. Rúmenski þjálfarinn, Vic- tor Piturca, var léttastur í bragði. „Þetta er léttur rið- ill,“ sagði hann og glotti, en bætti svo við: „Þetta er erf- iðasti riðillinn en jafnframt sá sem er mest spennandi.“ Það eru Sviss og Tékkland sem mætast í opnunarleikn- um þann 7. júní en drátt- urinn fór þannig: A-riðill: Sviss, Tyrkland, Portúgal, Tékkland. B-riðill: Austurríki, Pólland, Þýskaland, Króatía. C-riðill: Holland, Frakkland, Rúm- enía, Ítalía. D-riðill: Grikkland, Rússland, Spánn, Svíþjóð. „Ég hafði þetta á tilfinningunni“ Ítalía, Frakkland og Holland í sama riðli á EM 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.