Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Arnar Þór Við-arsson og félagar í De Graafschap töp- uðu naumlega fyrir toppliðinu PSV Eindhoven, 0:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Arnar var í byrjunar- liðinu að vanda en var skipt af velli á 70. mínútu. Jefferson Farfan skor- aði sigurmark PSV á lokamínútu fyrri hálfleiks.    Grétar Rafn Steinsson lék allanleikinn með Alkmaar sem tap- aði fyrir Twente á útivelli, 2:1, í gær. Alkmaar er aðeins í 10. sæti deild- arinnar og hefur ekki byrjað jafnilla um árabil.    Jóhannes Karl Guðjónsson léksíðasta hálftímann með Burnley þegar lið hans vann góðan útisigur á Charlton, 3:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Jó- hannes Karl hefur því fengið tæki- færi í fyrstu þremur leikjunum hjá nýjum stjóra Burnley, Owen Coyle, en forveri hans, Steve Cotterill, hafði haldið Jóhannesi utan liðsins síðan í lok ágúst.    Eggert Gunnþór Jónsson lékekki með Hearts vegna meiðsla og Theódór Elmar Bjarna- son var ekki í leikmannahópi Celtic þegar liðin skildu jöfn, 1:1, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laug- ardaginn.    Rúrik Gíslason og félagar í Vi-borg unnu góðan útisigur á Randers, 2:0, í dönsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu á laugardaginn. Rúrik var í byrjunarliðinu og lék sem kantmaður en var skipt af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 2:0.    Kári Árnason lék allan leikinnmeð AGF sem sigraði Midtjyl- land á heimavelli, 2:0, í gær. Þetta var fyrsti heimasigur AGF á tíma- bilinu og liðið heldur sér þar með fjórum stigum fyrir ofan Viborg sem er í fallsæti.    Stefán Gísla-son var fyrirliði Bröndby sem gerði jafn- tefli, 1:1, við FC Köbenhavn á Parken, frammi fyrir 32 þúsund áhorfendum, í dönsku úrvals- deildinni í gær. Stefán spilaði allan leikinn. Bröndby fer í vetrarfríið í níunda sæti af tólf liðum en hefur braggast verulega undanfarnar vik- ur eftir mjög slæma byrjun á keppn- istímabilinu.    Arnór Smárason var í fyrstaskipti í leikmannahópi Heeren- veen sem vann Nijmegen, 1:0, á úti- velli í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom ekki við sögu í leikn- um. Heerenveen er nú í fjórða sæti, næst á eftir stórliðunum PSV, Ajax og Feyenoord.    Eiður Smári Guðjohnsen lék í 70mínútur með Barcelona í fyrrakvöld þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Espanyol í nágrannaslag í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Andrés Iniesta kom Barcelona yfir á 6. mínútu eftir magnaða rispu frá Lionel Messi en Ferran Coro jafnaði fyrir Espanyol um miðjan síðari hálfleik. Eiður spilaði á miðjunni en var ekki áberandi í leiknum. Barce- lona er nú fjórum stigum á eftir Real Madrid sem vann Racing Santander 3:1, þar sem Raúl skoraði tvívegis. Fólk sport@mbl.is Þetta var fyrsti sigur KR í Hveragerði eftir þrjá tapleiki í röð og Benedikt var ánægður með að hafa loksins brotið ís- inn. „Já, okkur hefur gengið alveg skelfilega í þessu húsi þannig að ég er mjög ánægður. Um leið og KR labbar í salinn eru Hamarsmenn á eldi þegar þeir skjóta og það sást í upphafi. Þeir fengu alveg svakalegt start og hittu mjög vel. Þegar við komum til baka og náðum yfirhöndinni bjóst ég við að við myndum halda þetta út en svo glopr- uðum við forystunni gjörsamlega úr höndunum á okkur. Við vorum í góðri stöðu í 4. leikhluta þegar við fórum að taka fáránlegar ákvarðanir í sókninni. Um leið fengu Hamarsmenn aukakraft og þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var í lokin,“ sagði Benedikt Eftir miklar sveiflur var lokakaflinn æsispennandi. Hamarsmenn skoruðu þá níu stig í röð og George Byrd jafn- aði, 90:90 þegar 19 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Byrd fékk vítaskot að auki sem ekki fór niður. Síðustu sókn KR lauk með því að dómararnir dæmdu villu á Marvin Valdimarsson. Darri Hilmarsson skoraði úr öðru vítinu og þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni héldu Hamarsmenn í sókn. Byrd fékk boltann undir körfunni en Helgi Magnússon gaf honum ekkert pláss og skot Byrd var misheppnað. Þetta var sérstakur leikur fyrir Ágúst Björgvinsson, þjálfara Hamars. Fyrir nokkrum vikum var hann aðstoð- arþjálfari Benedikts en í gærkvöldi voru þeir andstæðingar. Mikil bata- merki hafa verið á Hamarsliðinu frá komu Ágústs og var leikurinn í gær- kvöldi tvímælalaust besti leikur Ham- ars í langan tíma. „Við komum mjög einbeittir og vel stemmdir í þennan leik. Þetta er fyrsti leikurinn frá því ég kem hingað í Hveragerði sem við náum að spila í 40 mínútur af krafti. Við misstum samt einbeitinguna á köflum og þegar þreytan fór að segja til sín skoruðu þeir auðveldar körfur, séstak- lega í endann,“ sagði Ágúst eftir leik. Brown breytir miklu fyrir ÍR Bikarmeistarar ÍR eru ánægðir með að endurheimta Bandaríkjamanninn Nate Brown, sem varð bikarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Brown kemur með aukinn hraða í leik liðsins og var drjúgur gegn Garðbæingum í gærkvöld, þar sem hann lék sinn fyrsta leik með Breiðhyltingum í rúmlega hálft ár. ,,Brown er toppleikmaður. Hann fell- ur strax inn í þetta hjá okkur enda þekkir hann okkar leik frá a til ö. Hann keyrir okkur áfram eins og hann mögu- lega getur. Það er fínt að sleðar eins og Hreggviður Magnússon og Þorsteinn Húnfjörð fá aðeins að hlaupa. Þannig er líka skemmtilegast að spila körfubolta og þannig viljum við spila. Við höfum verið sérlega óheppnir með útlendinga í haust en nú eru hlutirnir eins og við viljum hafa þá. Það var svo sannarlega ekki stefnan að vera í botnbaráttunni. Með því að endurheimta Brown horfir þetta hins vegar öðruvísi við, auk þess eiga Eiríkur Önundarson og Steinar Arason eftir að snúa aftur en þeir hafa verið meiddir. Aðalmálið er að komast í úrslitakeppnina og þar er tíminn til að toppa. Vonandi verður þetta leikurinn sem snýr dæminu við hjá okkur,“ sagði bakvörðurinn, Sveinbjörn Claessen, í samtali við Morgunblaðið en hann skor- aði 25 stig fyrir ÍR sem sigraði 97:82. Nýliðar Stjörnunnar hafa komið mörgum á óvart með góðri frammi- stöðu á þessari leiktíð. Stjarnan hefur þó verið í vandræðum með útlendinga rétt eins og ÍR og tefldi fram nýjum Bandaríkjamanni í leiknum, Ca Roland að nafni. Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar og hann var ró ur að leiknum loknum þrátt fyrir sinna manna ,,Roland breytti miklu fyrir okkur í þessum leik þar við nýttum okkur ekki krafta h nægilega vel. Við kunnum ekki að s sókn með sterkan miðherja því við um ekki haft slíkan leikmann hingað Þetta er sprækur strákur og sk sínu mjög vel í kvöld. Við þurfum b að æfa okkur betur saman,“ s Bragi. „Enn orðlaus eftir hálfan mánuð“ Morgunblaðið/Kristi Slagur Calvin Roland, nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Stjörnunnar, í baráttu vi Hreggvið Magnússon, ÍR-ing. Hreggviður hafði betur og skoraði 31 stig. „ÉG VEIT eiginlega ekki hvernig ég á að tjá mig um svona stórfurðulegan leik. Ef þú spyrð mig eftir hálfan mán- uð verð ég örugglega ennþá orðlaus,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir eins stigs sigur Íslandsmeist- aranna á Hamri í frábærum leik í Hveragerði í gærkvöld. Lokatölur voru 90:91 og leikurinn vægast sagt sveiflukenndur. Eftir Guðmund Karl Sigurdórsson og Kristján Jónsson KR slapp með skrekkinn í Hveragerði Eftir Gylfa Árnason Skallagrímur vann góðan sigur á Njarðvíkingum, 90:82, í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Borgnesingar komust þar með upp fyrir Njarðvíkinga og í fjórða sæti deildarinnar en liðin eru nú bæði með 10 stig eftir níu um- ferðir. Skallagrímsmenn náðu yfirhöndinni fljótt í leiknum en í lok næstsíðasta leik- hluta höfðu Njarðvíkingar náð að jafna og komast yfir. Í síðasta leikhluta náðu Skallagrímsmenn enn og aftur að sýna góðan karakter og réðu ferðinni það sem eftir lifði leiks og höfðu betur eins og áður segir. „Leikirnir vinnast að mínu mati fyrst og fremst með varnarleiknum og á hon- um getur þú byggt allt annað. Ég finn að mikil vinna undanfarnar vikur er að skila sér. Þetta var án efa besti leikur liðsins til þessa,“ sagði Kenneth Webb þjálfari Skallagrímsmanna í leikslok. Það leyndi sér ekki að varnarleikur heimamanna var á tíðum öflugur, sem endurspeglaðist best í því þegar skot- klukkan féll á Njarðvíkingana eftir mikinn darraðardans. Darrel Flake var með 19 fráköst og bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni í teignum þótt margir væru þeir hávaxnari en hann. Milojica Zokovic, Skallagrími, er stöð- ugt að sækja í sig veðrið – sýndi ágætan leik og skoraði 27 stig og má heita að hann hafi verið jafnbesti maður liðsins. Einnig hafði barátta Óðins Guðmunds- sonar og Hafþórs Gunnarssonar, sem miðaði að því að halda Brenton Birm- ingham niðri, mikið að segja. Hlutverk litla snillingsins Alan Fall er stórt í lið- inu. Hann hefur marga kosti, hann get- ur hangið á boltanum, gefið óvæntar sendingar, er góð þriggja stiga skytta og tvinnar sig í gegn þegar á þarf að halda. Þetta er liðinu dýrmætt, ekki síst þar sem hópurinn er ekki stór. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvík- inga, var að vonum ekki ánægður með leik sinna manna. „Þeir voru betri en við á flestum sviðum, inni í teig vorum við alveg jarðaðir, og fyrir utan áttu við einnig í basli, síðast en ekki síst v engin sigurlöngun hjá mínum mönn Ef við þetta bætist svo hörmuleg vít skotanýting þá er ekki von á góðu. É sé ekki fram á annað en það verði að bæta við öðrum útlendingi ef við ætl okkur eitthvað í vetur,“ sagði Teitur ennfremur. Það var helst Sverrir Sverrisson, Njarðvík, sem dreif áfram sína menn kom þeim inn í leikinn í þriðja leikhl en það dugði ekki til. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta og Brenton náði sér aldrei almennilega á strik n aðrir reyndir leikmenn eins og Friðr Stefánsson og Jóhann Ólafsson. „Leikir vinnast á varnarleiknum“ JALIESKY Garcia skoraði 5 mörk og var markahæstur í liði Göppingen ásamt tveimur öðrum þegar það lagði Essen að velli, 24:21, í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik í fyrrakvöld. Garcia, sem er fyrirliði Göppingen, skoraði fjögur markanna í síðari hálfleik en lið hans styrkti stöðu sína í efri hluta deildarinnar með sigrinum. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach sem vann Melsungen á útivelli, 38:35, á laugardaginn. Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en hann er að jafna sig af meiðslum í öxl. Roman Pungartnik skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk fyrir Gummersbach, ekkert þeirra úr vítakasti. Einar Hólmgeirsson náði ekki að skora fyrir Flensburg sem vann Magdeburg, 34:28. Alexander Petersson lék ekki með Flensburg. Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Minden sem steinlá fyrir Rhein-Neckar Löwen, 41:26.Leik Grosswallstadt og Wilhelmshavener var frestað til 18. desember þar sem átta leikmenn Wilhelmshavener, þar á meðal Gylfi Gylfason, voru ekki leik- færir. Nordhorn vann góðan sigur á Kiel, 34:29, og er komið að hlið Flensburg á toppi deildarinnar með 25 stig en Kiel situr eftir í þriðja sætinu með 24 stig. Garcia og Róbert drjúgir SNÆFELL gerði sér lítið fyrir og stöðvaði sigurgöngu Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld með því að skella þeim á eigin heimavelli, 95:82. Grindvík- ingar höfðu unnið sjö leiki í röð, eftir að hafa beðið lægri h gegn Keflavík í fyrstu umferðinni í haust. Snæfell hafði af á móti tapað fimm af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Leikurinn var í jafnvægi lengi vel og staðan var 51:51 í hálfleik. Snæfell náði undirtökunum í þriðja leikhluta og v yfir, 76:68 að honum loknum, og jók forskotið enn á loka- kafla leiksins. Hlynur Bæringsson átti stórleik með Snæfelli, skoraði 2 stig og tók 13 fráköst. Sigurður Á. Þorvaldsson var einnig mjög drjúgur, skoraði 23 stig og tók 9 fráköst og Justin Shouse lagði sitt af mörkum en hann skoraði 23 stig og átti 7 stoðsendingar. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson atkvæðamestur og skoraði 21 stig en Jonathan Griffin gerði 17 og Páll Axel Vilbergsson 13. Snæfell skellti Grindavík Hlynur Bæringsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.